Morgunblaðið - 03.06.2022, Síða 32

Morgunblaðið - 03.06.2022, Síða 32
STILLANLEG HJÓNARÚM MEÐ BODYPRINT DÝNU WWW.SVEFNOGHEILSA.IS Svefn heilsa& PANDORA STILLANLEGUR HÆGINDASTÓLL VANDAÐAR SÆNGUROG KODDAR Í ÚRVALI EITT MESTA ÚRVAL AF HEILSUDÝNUM Á LANDINU ÚRVALAF VÖNDUÐUM HEILSURÚMUM GERIÐ GÆÐA- OG VERÐSAMANBURÐ Nýr íslenskur barna- og fjölskyldusöngleikur, byggður á bók Gunnars Helgasonar, Draumaþjófnum, sem kom út árið 2019, verður frumsýndur á Stóra sviði Þjóðleikhúss- ins í mars á næsta leikári. Í bókinni fjallar höfundur um söguheim rottanna í Hafnarlandi sem þekkja sinn sess í lífinu. Björk Jakobsdóttir skrifar leikgerð, leikstjórn er í höndum Stefáns Jónssonar, Ilmur Stefánsdóttir hannar leikmyndina, Filippía I. Elísdóttir búninga, Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson semur tónlistina í sýningunni og verður tónlistarstjóri og lýsing er í hönd- um Björns Bergsteins Guðmundssonar. „Áhorfendur mega búast við æsispenn- andi upplifun með litríkum og skemmti- legum persónum, þar sem tekist er á við margt sem skiptir okkur svo miklu máli í dag,“ segir í tilkynningu og minnt á að söguhetja verksins þurfi að taka á öllu sínu til að uppgötva hugrekkið innra með sér, þegar líf hennar umbreytist á svipstundu. Draumaþjófurinn settur upp sem söngleikur í Þjóðleikhúsinu FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 154. DAGUR ÁRSINS 2022 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 776 kr. Áskrift 8.383 kr. Helgaráskrift 5.230 kr. PDF á mbl.is 7.430 kr. iPad-áskrift 7.430 kr. Valur er með tveggja stiga forskot á toppi Bestu deild- ar kvenna í fótbolta, eftir að hafa náð naumlega jafn- tefli á heimavelli, 1:1, gegn ÍBV í gær. Ásdís Karen Hall- dórsdóttir jafnaði metin í uppbótartíma leiksins. » 27 Valskonur náðu naumlega jafntefli ÍÞRÓTTIR MENNING Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Guðmundarlundur í Kópavogi er mjög vinsælt, um 11 hektara útivist- arsvæði og þangað koma tugir þús- unda gesta árlega. „Við erum komin yfir þolmörk og í raun þyrftum við að stækka svæðið vegna vinsælda þess,“ segir Kristinn H. Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri Skógræktarfélags Kópavogs. Guðmundur H. Jónsson, þáverandi forstjóri BYKO, og fjölskylda gáfu Skógræktarfélagi Kópavogs, gamlan sumarbústað og skóg í leigulandi í eign Kópavogs í Stórabási í Vatns- endahlíð í Vatnsendalandi 1997 og fékk spildan nafnið Guðmundar- lundur. Félagið hefur unnið mark- visst að landgræðslu og skógrækt á svæðinu, en jafnframt stuðlað að auk- inni fræðslu um það samfara upp- byggingu þess með útivist og afþrey- ingu í huga. Þar eru margir göngu- stígar, grasflatir, leiksvæði, níu holu minigolfvöllur, tíu brauta frisbí- golfvöllur og grillaðstaða á þremur stöðum auk húsnæðis sem er meðal annars notað sem fræðslumiðstöð fyrir börn í grunnskólum Kópavogs. „Svæðið hefur vaxið og dafnað smám saman og er eitt allra besta og vin- sælasta útivistarsvæðið landsins,“ segir Kristinn. Regluleg aðsókn allt árið Almenningur nýtir svæðið allt árið. Kristinn segir það vinsælt fyrir ýmis mannamót eins og til dæmis fyrir- tækjasamkomur, fjölskyldudaga, af- mæli og brúðkaup auk þess sem með- limir í félagasamtökum séu tíðir gestir. Daglega í desember fyrir jólin standi jolasveinar.is fyrir leiksýningu, þar sem Grýlu, Leppalúða, Skjóðu og fleiri bregður fyrir í skóginum. „Í fyrra komu 10.000 gestir í skóginn í desember, annað eins í maí og þessa vikuna eru tæplega 5.000 skráðir gestir,“ segir Kristinn um aðsóknina. Kristinn bendir á að Guðmundar- lundur sé í raun hlið inn í Vatnsenda- heiðina og áfram inn í Heiðmörk. „Þetta er sannkölluð útivistarperla í jaðri annarrar slíkrar.“ Grunnskóla- börn í Kópavogi taki þátt í gróður- setningu í svonefndum Skólaskógum á hverju ári, skólakrakkar víðs vegar að af landinu komi á svæðið sér til skemmtunar og það iði af lífi og fjöri árið um kring. „Bikarmót fjallahjól- reiðamanna í Breiðabliki fer fram í Vatnsendahlíðinni árlega og stjórn- endur nota aðstöðuna okkar en þessu fylgir fjöldi keppenda, starfsmanna og áhorfenda, svo dæmi um viðburð sé tekið.“ Skógræktarfélag Kópavogs sér al- farið um svæðið og segir Kristinn mikla vinnu aðeins við að halda hlut- um í horfinu. Stækkunarmöguleikar séu fyrir hendi. Lundurinn sé í tengslum við skóg fyrir ofan á Vatns- endaheiðinni og tvinna megi svæðin betur saman. „Gríðarlegur fjöldi leitar í Guð- mundarlund og Vatnsendaheiðina en þrátt fyrir það verða margir mjög hissa þegar þeir koma hingað í fyrsta skipti, og það kemur þeim á óvart hvað þetta er skemmtilegt svæði. Það hefur enda aðeins verið reifað hvort ekki sé kominn tími til að stækka Guðmundarlund og efla hann.“ Guðmundarlundur með tugi þúsunda gesta á ári - Nær 5.000 skráðir gestir í vikunni - Þörf á stærra svæði Morgunblaðið/Hákon Í Guðmundarlundi Kristinn H. Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Skógrækt- arfélags Kópavogs, segir að svæðið iði af lífi allt árið og þyrfti að stækka. Fjör Nemendur úr Vatnsendaskóla, Salaskóla og Smáraskóla auk annarra gesta nutu lífsins í Guðmundarlundi í fyrradag.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.