Morgunblaðið - 10.06.2022, Side 13

Morgunblaðið - 10.06.2022, Side 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2022 Ráðgjafahópur á vegum Alþjóðaheil- brigðismálastofnunarinnar WHO sagði í gær að rannsaka þyrfti betur hvort kórónuveiran hefði átt upptök sín á rannsóknarstofu. Hópurinn, sem hefur það hlutverk að rannsaka uppruna nýrra smitbera, lagði áherslu á það í frumniður- stöðum sínum að hann hefði ekki get- að dregið afgerandi niðurstöður um uppruna kórónuveirunnar og heims- faraldursins. „Það eru lykilgögn sem eru enn ekki aðgengileg svo að hægt sé að skilja til fullnustu hvernig heims- faraldur Covid-19 hófst,“ sagði í skýrslu hópsins, sem lagði mat á þau gögn sem komið hafa fram til þessa. Sagði Marietjie Venter, yfirmaður hópsins, að líklegasta skýringin væri ennþá sú að kórónuveiran hefði upp- haflega borist úr leðurblökum í menn með viðkomu í annarri dýrategund, en það var niðurstaða samstarfshóps WHO og Kínverja í fyrra. Hins vegar hefði enn ekki komið fram hvaða dýrategund það hefði verið. Hins vegar sagði ráðgjafateymið að ekki mætti útiloka hinn mögu- leikann, að veiran hefði sloppið af rannsóknarstofu, og að rannsaka þyrfti öll gögn sem til væru til að meta hvort sú væri raunin. Sú kenning er mjög umdeild, og sagði í frumskýrslu hópsins að þrír meðlimir hans, frá Rússlandi, Kína og Brasilíu, hefðu mótmælt því að sú ráðlegging yrði höfð með. Venter sagði við fjölmiðla að ráð- leggingin þýddi ekki að hópurinn teldi að veiran hefði átt uppruna sinn á rannsóknarstofu, heldur frekar að hann væri opinn fyrir vísindalegum gögnum ef þau kæmu fram. Jean-Claude Manuguerra, sem einnig fór fyrir hópnum, sagðist sam- mála Venter og benti á að enn hefði engin alvörurannsókn farið fram á þeim möguleika. AFP/Frederic J. Brown Bóluefni Heimsfaraldurinn hafði víðtæk áhrif um allan heim. Þarf að rannsaka upprunann betur - Ný skýrsla um upphaf faraldursins Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í fyrrinótt að barist væri nú um örlög Donbass-héraðanna í Severo- donetsk, sem nú er sögð nánast fallin í hendur Rússa. Sagði Selenskí að orrustan um Severodonetsk væri að mörgu leyti sú erfiðasta sem háð hefði verið í stríðinu til þessa. Serhí Haídaí, héraðsstjóri Lúh- ansk-héraðs, sagði hins vegar í gær að Úkraínumenn gætu vel unnið orr- ustuna um Severodonetsk, þegar og ef eldflaugakerfin sem Bandaríkja- menn og Bretar hafa lofað berast til Úkraínuhers. „Um leið og við fáum langdrægt stórskotalið sem getur háð einvígi við rússneska stórskotaliðið geta sér- sveitir okkar hreinsað borgina á tveimur til þremur dögum,“ sagði Haídaí í viðtali sem dreift var í sam- skiptaforritinu Telegram. Sagði Haídaí að varnarlið borgar- innar hefði mikla hvatningu til að halda uppi vörnum áfram, þrátt fyrir að stórskotalið Rússa léti nú rigna eldi og brennisteini yfir borgina. Þannig skutu Rússar tvisvar á Asot-efnaverksmiðjuna, en talið er að um 800 manns séu nú þar í felum. Skemmdi eitt flugskeytið smiðju fyr- ir ammóníakframleiðslu, en búið var að fjarlægja efni þaðan sem hefðu getað valdið frekari sprengingum. Er vopnahlé raunhæfur kostur? Á Vesturlöndum hafa komið upp nokkur áköll um að efnt verði til vopnahlés hið fyrsta, og jafnvel þá gefið í skyn að Úkraínumenn verði einfaldlega að sætta sig við orðinn hlut og gefa eftir landsvæði í skiptum fyrir frið. Slík áköll hafa ekki tekið mikið til- lit til óska Úkraínumanna sjálfra, en Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði fyrr í þessari viku að of margir Úkraínumenn hefðu fallið til þess að hægt væri að réttlæta það að gefa eftir land til Rússa. „Við verðum að ná fram frelsun alls landsvæðis okkar,“ sagði Sel- enskí, en hann ávarpaði þá viðburð á vegum Financial Times. Selenskí var þar einnig spurður um nýleg ummæli Emmanuels Macrons Frakklands- forseta, sem sagði í síðustu viku að það væri mikilvægt að „niðurlægja“ ekki Rússa til að ná fram endalokum stríðsins. „Við ætlum ekki að niður- lægja neinn, við ætlum að svara fyrir okkur,“ sagði Selenskí um ummæli Macrons. Klaus Wittmann, fyrrverandi undirhershöfðingi í þýska hernum og lektor í samtímasögu við Potsdam- háskóla, ritaði grein í Die Welt í vik- unni, þar sem hann sagði að þeir sem krefðust vopnahlés fyrir hönd Úkra- ínumanna áttuðu sig líklega ekki á hvernig umhorfs yrði á þeim svæðum sem Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefði lagt undir sig. Sagði Wittmann að engar líkur væru á að Rússar myndu skila þeim í friðarviðræðum, og að það væri vel vitað að hernámslið Rússa tæki nú þátt í óskiljanlegum voðaverkum á hernámssvæðunum. Nefndi Witt- mann þar meðal annars morð, nauðg- anir og pyndingar, auk þess sem hundruðum þúsunda Úkraínumanna hefur verið rænt og þeir fluttir með valdi til Rússlands. Þá væru Rússar að ræna menningarverðmætum frá söfnum, eyðileggja skóla og sjúkra- hús, brenna hveiti og hefna sín á stríðsföngum. Það að gefa eftir landsvæði til Rússlands væri því að mati Witt- manns að ofurselja milljónir Úkra- ínumanna sömu örlögum, sem væru jafnvel verri en dauðinn. Benti Witt- mann jafnframt á að engin trygging væri fyrir því að Pútín myndi láta staðar numið þegar hann hefði lagt undir sig Úkraínu að hluta eða í heild. Gagnrýndi Wittmann sérstaklega hægagang þýskra stjórnvalda og tregðu við að veita Úkraínumönnum þungavopn, sem hefðu getað nýst þeim í orrustunni í Donbass. Sagði hann að Þjóðverjar þyrftu að íhuga hvaða hlutverk þeir vildu hafa spilað. „Ef Úkraína vinnur, viljum við vera meðal þeirra sem lögðu mikið af mörkum? Eða ef Úkraína tapar og er þurrkuð út og bútuð í sundur sem sjálfstætt evrópskt ríki, viljum við segja við okkur að stuðningur okkar var ekki nægur því hann var ekki af heilum hug – að við gerðum ekki allt sem við gátum?“ Sagði Wittmann í niðurlagi greinar sinnar að það þyrfti því ekki bara að hafa áhyggjur af ör- lögum Úkraínu og úkraínsku þjóðar- innar, heldur einnig orðspori Þýska- lands. Krókódíllinn komi bara aftur Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tók í sama streng í gær, en hann sagði að tilraunir til þess að þröngva „vondum friði“ upp á Úkra- ínumenn með því að gefa Rússum land væru „siðferðislega viðurstyggi- legar“ og að Vesturlönd hefðu engan rétt til að skipa Úkraínumönnum fyr- ir. Sagði Johnson að ef vesturveldin stæðu að vopnahléi sem kæmi Pútín til góða og gæfi honum sneið af Úkra- ínu myndi það einungis koma niður á þeim síðar meir, þar sem hann gæti þá „haldið áfram að snúa hnífnum í sárinu, krókódíllinn myndi einfald- lega koma aftur fyrir meira, og hann myndi geta sagt að árás hans og of- beldi hefði borgað sig“, sagði John- son, og vísaði þar í orð Winstons Churchills, sem líkti friðþægingu við að gefa krókódíl að éta í þeirri von að hann myndi éta mann sjálfan síðast. Yrði slík niðurstaða stórslys fyrir Úkraínu sem og alla hina hluta fyrr- verandi Sovétríkjanna sem Pútín gæti ákveðið að ráðast á, auk við- kvæmra landa utan Evrópu. „Það myndi opna möguleikann á frekari átökum, frekari óstöðugleika, frekari alþjóðlegri óvissu og frekari efna- hagslegri vansæld,“ sagði Johnson. Gagnrýndi Macron og Scholz Andrzej Duda, forseti Póllands, gekk skrefinu lengra í gagnrýni sinni í gær og fordæmdi bæði Macron og Olaf Scholz, kanslara Þýskalands, fyrir að vera enn í samskiptum við Pútín. Í viðtali við þýska blaðið Bild spurði Duda hvað þeir teldu sig geta fengið fram með símtölum sínum við Pútín. „Talaði einhver svona við Adolf Hitler í síðari heimsstyrjöldinni?“ spurði Duda. „Sagði einhver að Adolf Hitler þyrfti að bjarga andlitinu? Að við ættum að hegða okkur á þann veg að það væri ekki niðurlægjandi fyrir Adolf Hitler? Ég hef ekki heyrt af því,“ sagði Duda. Hann bætti við að samtöl vest- rænna leiðtoga við Pútín færðu hon- um einungis lögmæti, þrátt fyrir þá stríðsglæpi sem rússneski herinn hefði framið í Úkraínu, og þrátt fyrir að ekkert benti til þess að símtölin myndu bera nokkurn árangur. Duda gagnrýndi einnig þýskt við- skiptalíf, sem virtist skeyta lítið um örlög Úkraínu eða Póllands, og vildi helst halda áfram viðskiptum sínum við Rússland eins og ekkert hefði í skorist. „Kannski trúir þýskt við- skiptalíf ekki að rússneski herinn geti aftur fagnað stórum sigri í Berlín og hertekið hluta Þýskalands. Við í Póllandi vitum að það er mögulegt.“ Ein erfiðasta orrusta stríðsins - Severodonetsk fallin að miklu leyti í hendur Rússa - Geti snúið stöðunni við á 2-3 dögum með stórskota- liði - Ekki í boði að afhenda Rússum hluta af Úkraínu - Duda harðorður í garð Scholz og Macrons AFP/Aris Messinis Donbass Úkraínskur hermaður tyllir sér á bryndreka, sem sagður var á leiðinni til borgarinnar Lísítsjansk. E60 Íslensk hönnun og framleiðsla frá 1960 Mikið úrval lita bæði á áklæði og grind. Sérsmíðum allt eftir pöntunum. Verð frá: 38.900 kr. Sólóhúsgögn ehf. Gylfaf löt 16-18 112 Reykjavík 553-5200 solohusgogn. is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.