Morgunblaðið - 10.06.2022, Page 14

Morgunblaðið - 10.06.2022, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2022 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Skattar eru óumflýj- anlegur hluti tilverunnar. Þeir eru misháir eftir því hvar bor- ið er niður í heim- inum, en þó alltaf til staðar. Það er líka segin saga að þeg- ar einu sinni hefur verið lagð- ur á skattur þarf mikið til að hann verði afnuminn. Hér á landi hefur sú leið verið farin að hafa skatta ríflega. Auðvit- að kostar sitt að halda uppi þjónustu í dreifðri byggð á stóru landi, en iðulega má þó spyrja hvort ekki mætti fara betur með skattféð. „Engan skatt má á leggja né breyta né af taka nema með lögum,“ segir í stjórn- arskránni. Það er ekki að ástæðulausu. Það á að vera erfitt að leggja á skatta og hækka þá. Þeir sem það gera eiga að þurfa að bera af því pólitískan hita og þunga. Yfirleitt er andi stjórnar- skrárinnar virtur í álagningu skatta hér á landi. En á það við í öllum tilvikum? Sveitar- félög innheimta fasteigna- gjöld og er kveðið á um að þau skuli vera ákveðið hlutfall af fasteignamati. Fasteignamat- ið er gefið út árlega og undan- farin ár hefur það hækkað verulega og langt umfram aðra þróun í samfélaginu. Á þessu ári hækkar fasteigna- matið um tæp 20 af hundraði á landinu öllu og er ljóst að hækkunin sem því fylgir er þungur biti fyrir heimili og fyrirtæki. Nokkur sveitarfélög hafa þegar tilkynnt að þau muni lækka hlutfall fasteigna- gjalda til að draga úr áhrifum hærra fasteignamats. Önnur ætla ekki að gera það og er Reykjavík þar mest áberandi. Hinn nýi meirihluti í borg- inni sér ekkert athugavert við að hafa gjöldin óbreytt, en ætlar þó að taka til skoðunar að breyta fasteignagjöld- unum á fyrirtæki í lok kjör- tímabils. Það er mikil hjálp í því fyrir fyrirtæki að vita að eitthvað kunni að gerast eftir fjögur ár. Samtök iðnaðarins hafa reiknað út að fasteignagjöld hafi hækkað um 112% á undanförnum áratug og er hækkunin um næstu áramót þá ekki talin með. Hér taki sveitarfélög 0,9% af lands- framleiðslu í fasteignagjöld og það sé rúmlega fjórum sinnum hærra en í Noregi og rúmlega tvöfalt hærra en í Finnlandi og Svíþjóð. Hildur Björnsdóttir, odd- viti Sjálfstæðisflokks í borg- arstjórn, benti á að borgin fengi nú óvænta fjóra milljarða króna í tekjur vegna fast- eignamatsins, fjóra milljarða sem ekki hefði verið gert ráð fyrir í fjárhagsáætlunum. Þetta er vel af sér vikið hjá borginni, sem ber stóran hluta af ábyrgðinni á hækkun fasteignamatsins með því að sprengja upp fasteignaverð með markvissri íbúðaskorts- stefnu. Þessi mál voru rædd á þingi í liðinni viku þegar Sigmund- ur Davíð Gunnlaugsson, for- maður Miðflokksins, spurði Bjarna Benediktsson hvort ástæða væri til að endurskoða fyrirkomulagið á innheimtu fasteignagjalda. „Þessi tiltekni gjaldstofn er til umræðu vegna þess að fasteignamat í landinu hækk- ar mjög mikið. Þá verður þetta svo kristaltært, þá kem- ur svo skýrt fram að fast- eignaeigandinn þarf að taka á sig alla hækkun fasteigna- matsins sem þó hefur á engan hátt neitt með það að gera að viðkomandi hafi meiri tekjur til að standa undir skatt- inum,“ svaraði Bjarni og bætti við að þetta væri ósann- gjarnt og myndi örugglega ganga mjög nærri mörgum fyrirtækjum. Það sama á auðvitað við um heimilin. Hækkun fasteigna- mats hefur engin áhrif á tekjur þeirra og afkomu, en samt hækkar skatturinn og tekur stærri bita af ráðstöf- unartekjum þeirra en áður. Stjórnarskráin kveður skýrt á um að skattamálum skuli „skipað með lögum“ og ekki eigi að vera hægt að breyta sköttum fram hjá þinginu. Með því að tengja fasteignagjöldin við fast- eignamatið hefur verið búin til svikamylla, sem leiðir til skattahækkunar án þess að þingið komi við sögu. Vissu- lega er hægt að færa rök fyrir því að ekki brjóti í bága við stjórnarskrá að tengja gjöld- in við fasteignamatið, enda er það gert með lögum. En það er engin spurning að hækk- unin er breyting á skatti fyrir hina skattlögðu og þetta fyrirkomulag er ábyggilega ekki það sem haft var í huga þegar ákvæðið um að skattur yrði hvorki lagður á, breytt, né tekinn af nema með lögum var sett í stjórnarskrána. Og það er óhætt að taka undir orð fjármálaráðherra að kerf- ið er meingallað og ósann- gjarnt. Tenging fasteigna- mats og fasteigna- gjalda er meingallað kerfi og ósanngjarnt} Hærri skattar L ýðræðið er einn af hornsteinum samfélagsins. Við þurfum í samein- ingu að varðveita það og rækta með öllum tiltækum ráðum. Í kosningunum í maí sl. var kosn- ingaþátttaka minni en nokkru sinni. Kosn- ingaþátttakan fór meira að segja niður fyrir 50% í einstaka sveitarfélögum sem þýðir að annar hver kjósandi tók ákvörðun um að mæta ekki á kjörstað. Við skulum að minnsta kosti vona að um hafi verið að ræða meðvitaða ákvörðun um slíkt, því kosningarétturinn er grundvallarréttur íbúa í lýðræðisríki og þá er mjög mikilvægt að öll þau sem hafa slíkan rétt séu meðvituð um hann. Við sem aðstoðuðum félaga okkar í kosninga- baráttunni urðum þess áskynja að fjöldi fólks virtist ómeðvitaður um kosningarétt sinn. Það er yfirvalda að tryggja að réttindi fólk séu þeim ljós og því er það miður að hópur fólks, aðallega fólk sem flutt hefur hingað frá útlöndum, hafi ekki haft hugmynd um þennan rétt sinn. Í fyrsta lagi kann það að flækjast fyrir að réttur til að kjósa er ólíkur eftir því hvort um er að ræða al- þingiskosningar eða kosningar til sveitarstjórna. Í alþing- iskosningum eru það eingöngu íslenskir ríkisborgarar bú- settir hér, sem og þeir sem kært hafa sig inn á kjörskrá fyrir ákveðna dagsetningu, sem geta kosið. Í sveitarstjórnarkosningum hafa erlendir ríkisborgarar hins vegar mun rýmri rétt því öll þau sem hafa búið hér í þrjú ár eða lengur mega kjósa og ríkisborgarar Norður- landa eftir eins árs búsetu. Í Reykjanesbæ, þar sem kosn- ingaþátttaka fór undir 50%, er fjórðungur íbúa með erlent ríkisfang. Ég held að það sé óhætt að draga þá ályktun að skortur á upplýsingum um fenginn kosningarétt til íbúa af erlendum upp- runa sé meginástæða þess að kosningaþátt- takan var eins dræm og raun ber vitni. Fyrir kosningarnar 2018 vildi Reykjavíkur- borg fagna nýjum kjósendum með kynningar- pósti til þeirra um hinn nýfengna grundvallar- rétt. Því miður var sú góða upplýsingagjöf af hálfu reykvískra stjórnvalda kærð til Persónu- verndar sem felldi þann úrskurð að kynningin hefði verið óheimil þar sem hamingjuóskir um nýfenginn kosningarétt og hvatning til að taka þátt í kosningunum væru of gildishlaðin skila- boð. Gott og vel, en ég held að við sem íbúar í lýð- ræðisríki hljótum að gera þá kröfu að stjórnvöld upplýsi kjósendur um þennan grundvallarrétt. Hvort tveggja ungt fólk sem og fólk af erlendum uppruna sem öðl- ast hér kosningarétt á rétt á að fá vitneskju um rétt sinn. Það er skaðlegt lýðræðinu ef stórir þjóðfélagshópar nýta ekki þann rétt sinn því þá endurspegla kjörnir fulltrúar ekki vilja allra íbúa landsins, heldur bara þess hóps sem upp- lýstur er um þennan rétt sinn, þess hóps sem fylgist með ís- lenskum fjölmiðlum og þess hóps sem vegna félagslegra tengsla veit af kosningunum. Helga Vala Helgadóttir Pistill Kosningaþátttakan minnkar Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingar. helgavala@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Steinþór Stefánsson steinthors@mbl.is N efnd, sem falið var að undirbúa rannsókn á að- búnaði og meðferð full- orðins fatlaðs fólks með þroskahömlun og fullorðinna með geðrænan vanda, lýsir yfir áhyggj- um af því hversu erfiðlega gekk að fá greinargóð svör frá mörgum sveitar- félögum innan skynsamlegra tíma- marka. Óvanalegt Nefndin skilaði forsætisráð- herra skýrslu í fyrradag. Í skýrsl- unni kemur fram að nefndinni bár- ust afar takmarkaðar upplýsingar frá sveitarfélögum um framkvæmd innra eftirlits og að vísbendingar eru um að eftirlit sé víða ekki skilvirkt og hafi í sumum tilvikum jafnvel ekki verið til staðar um lengra tíma- bil. Aldís Hafsteinsdóttir, fyrrver- andi bæjarstjóri í Hveragerði og for- maður Sambands íslenskra sveitar- félaga, segir í samtali við Morgun- blaðið að það sé óvanalegt að sveitarfélög svari ekki fyrirspurnum sem þessum. „Við höfum hug á að ræða að- eins betur við þessi sveitarfélög og eins líka kanna með hvaða hætti þessar spurningar voru sendar. Þetta er mjög óvanalegt,“ segir hún. Hún segir að leita verði skýringa á því hvers vegna sveitarfélög svöruðu nefndinni ekki. Árni Múli Jónasson, fram- kvæmdastjóri Þroskahjálpar, telur sérkennilegt að sveitarfélögin hafi ekki svarað fyrirspurn nefnd- arinnar. „Það hlýtur að vera um- hugsunarvert að þessi sveitarfélög hafi ekki talið tilefni til að svara fyr- irspurn um þetta mikilvæga mál,“ segir hann. Mannleg mistök Á meðal þeirra sveitarfélaga sem skiluðu ekki nefndinni umbeðn- um upplýsingum eru Akureyri og Reykjanesbær. Ásthildur Sturlu- dóttir, bæjarstjóri Akureyrar, segir að um mannleg mistök sé að ræða þegar hún er spurð út í ástæður þess að sveitarfélagið svaraði ekki nefnd- inni. „Það er náttúrulega óskaplega leiðinlegt að þetta skuli hafa farið svona. Við hörmum það að svör hafi ekki borist, þetta eru bara mannleg mistök hjá okkur,“ segir hún og bæt- ir við að frestur til að svara fyrir- spurn nefndarinnar hafi verið skammur. „Það var mjög skammur tími gefinn til að veita mjög umfangs- miklar upplýsingar sem ættu að ein- hverju leyti heima hjá ríkinu þar sem sveitarfélögin tóku við mál- efnum fatlaðs fólks árið 2011. En við hörmum þetta og við munum að sjálfsögðu veita þessar upplýsingar, því við viljum veita þær,“ segir Ást- hildur. Kjartan Már Kjartansson, bæj- arstjóri Reykjanesbæjar, segir að sveitarfélaginu hafi borist fyrir- spurn frá nefndinni en ákveðið var að svara henni ekki sökum þess að sveitarfélagið rekur heimili en ekki stofnun fyrir fullorðið fólk með þroskahömlun. „Við rekum tvö heimili fyrir fatlaða og fólk með þroskahömlun hér sem við lítum á sem heimili en ekki stofnanir og töldum þess vegna að þetta ætti ekki við okkur,“ segir hann og bætir við að sveitarfélaginu hafi ekki borist ítrekun þess efnis frá nefndinni. Áhyggjur af slæmum skilum sveitarfélaga Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Leitað svara Nefnd forsætisráðherra, sem skoðaði aðbúnað og þjónustu við fatlaða á árum áður, fékk ekki svör frá mörgum sveitarfélögum. Nefndin reyndi að safna saman ítarlegum upplýsingum um starfsemi stofnana og studda búsetu fyrir fullorðið fatlað fólk með þroskahömlun og fullorðna með geðrænan vanda. Í því skyni voru m.a. sendar fyrir- spurnir til allra sveitarfélaga, 64 að tölu, og óskað upplýsinga um þá starfsemi sem heyrði undir viðkomandi frá 1970, fjölda íbúa á hverjum stað og hvernig gæðaeftirliti með starfseminni hefði verið háttað. Þau sveitarfélög sem þó svöruðu voru: Akranes, Borgarbyggð, Dalvík og Fjallabyggð, Fjarðabyggð, Garðabær, Hafnarfjörður, Hornafjörður, Ísa- fjörður, Mosfellsbær, Múlaþing, Norðurþing, Reykjavík, Strandabyggð, Kaldrananeshreppur, Árneshreppur og Reykhólahreppur, Bergrisinn bs. fyrir hönd sveitarfélaga á Suðurlandi, Vestmannaeyjar, Vesturbyggð og Tálknafjörður. Sextán þeirra svöruðu 64 SVEITARFÉLÖG

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.