Morgunblaðið - 10.06.2022, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.06.2022, Blaðsíða 17
MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2022 ✝ Guðrún Kristín Jakobsdóttir fæddist í Grímsey 13. apríl 1934. Hún lést á dvalarheim- ilinu Dalbæ á Dalvík 20. maí 2022. Foreldrar henn- ar voru Jakob Helgason, f. 1904, og Svanfríður Bjarnadóttir, f. 1905. Þau eignuðust sjö börn, Guðrún var fimmta í systkinaröðinni. Elstur var Will- ard, f. 1926, látinn. Helgi, f. 1928, látinn. Bjarni Siguróli, f. 1930, látinn. Elín, f. 1932, látin. Matt- hías, f. 1936, látinn. Ottó, f. 1942, búsettur á Dalvík. Fjölskyldan fluttist frá Gríms- Heimir, f. 1940, látinn. Níels, f. 1943, látinn. Börn Guðrúnar og Hauks eru: 1) Valur, f. 1955. Maki hans er Marsibil Sigurðardóttir, synir þeirra eru: Þorsteinn Helgi, f. 1992, og Sigurður Haukur, f. 1993. Áður eignaðist Valur dótt- urina Petreu Vestfjörð, f. 1982, með Bellu Vestfjörð. Þær eru báðar látnar. 2) Agga Hrönn, f. 1958. Börn hennar og Hannesar Sveinbergssonar eru: Birgir Már, f. 1977, og Guðrún Inga, f. 1979. Þau slitu samvistum. 3) Kristinn Jakob, f. 1963. Maki hans er Her- dís Valsdóttir. Börn þeirra eru: Haukur Viðar, f. 1988, Arnar Val- ur, f. 1992, og Sædís, f. 1997. 4) Elín, f. 1968. Maki hennar er Guð- mundur Ólason. Börn þeirra eru: Ágúst Bjarni, f. 1988, Axel Bjarki, f. 1991, Bára, f. 1997, og Gunnar Fossberg, f. 2001. Barna- barnabörnin eru 12. Útförin fer fram í dag, 10. júní 2022, frá Dalvíkurkirkju klukkan 13.30. ey til Dalvíkur árið 1947. Guðrún giftist Hauki Viðari Krist- inssyni, f. 1924, neta- gerðarmanni, árið 1952. Hann lést 1984. Þau voru bú- sett á Dalvík. Hauk- ur var sonur hjónanna Kristins Jónssonar og Elínar Þorsteinsdóttur. Hann var næstyngstur þeirra sona. Elstur var Þorsteinn, f. 1919, látinn. Guðjón, f. 1920, lát- inn. Jónatan, f. 1921, látinn. Val- ur, f. 1927, látinn. Hálfsystkini samfeðra og seinni eiginkonu Kristins, Sigurlaugar Jónsdóttur eru: Hildigunnur, f. 1930, látin. Það er komið að kveðjustund, mamma er dáin. Síðustu dagar hafa verið erf- iðir og það var svo sárt að þurfa að kveðja þig elsku mamma mín. Við heyrðumst á hverjum degi í síma og stundum oft á dag, þú vildir fylgjast vel með okkur og alltaf spurðir þú um krakkana og hvort allt gengi ekki vel hjá okk- ur öllum. Þú skilur eftir þig svo mikið af fallegum minningum sem eiga eftir að ylja okkur öll- um. Mamma var alltaf að og hún sat aldrei auðum höndum, svo einstaklega dugleg kona. Eftir hana liggja svo undursamlega falleg listaverk, hvort sem það var prjónað, heklað, saumað eða eitthvað annað. Allt svo fallegt og vel gert, það bókstaflega lék allt í höndum hennar. Verkanna fáum við afkomendur hennar að njóta um ókomin ár. Mamma var einstök húsmóðir og bar hennar fallega heimili þess merki. Þar var alltaf svo góður matarilmur, já og/eða bök- unarilmur hjá henni, því hún eld- aði jú besta matinn og bakaði besta brauðið. Seinni hluti sum- ars og haustin voru hennar uppá- haldstími þegar hún gat farið í fjallið að tína ber, tekið upp kart- öflurnar sínar, tekið slátrin og gert sína einstöku ömmu Gunnu- kæfu og rúllupylsu. Alltaf leið henni best þegar frystikistan var full af mat, stóru föturnar fullar af söltum og súrum mat og hill- urnar í búrinu fullar af berjasaft, sultu og öðru góðgæti sem hún gerði. Mamma tók öllum vel. Góðvild og greiðvikni átti hún nóg af og var alltaf að hugsa um aðra og spá í hvernig öðrum liði. Alltaf stóðu dyr hennar opnar, hjálp- semin í fyrirrúmi og hún var allt- af boðin og búin að rétta fram hjálparhönd. Þú varst búin að upplifa margt á þinni löngu ævi, bæði gleði og sorgir. Það reyndi mikið á þinn styrk þegar pabbi féll frá árið 1984 sem var mikill missir fyrir okkur öll. Elsku mamma, það er með miklum söknuði, trega og tárum sem ég skrifa þetta, en ég minn- ist allra fallegu stundanna sem við áttum saman. Ég veit að það var vel tekið á móti þér í sum- arlandinu fallega. Ég elska þig, þín Elín. Mamma ólst upp í Grímsey til 13 ára aldurs, þar sem hún gekk í barnaskóla. Um aðra skólagöngu var ekki að ræða, ef undan er skilinn einn vetur í Húsmæðra- skóla Akureyrar. Hún starfaði við ýmis verka- kvennastörf á Dalvík. Síðustu starfsárin vann hún í eldhúsi dvalarheimilisins Dalbæjar á Dalvík. Hún var listakokkur og bakari og í minningu æskuár- anna var ávallt til gnótt af heima- bökuðu bakkelsi. Mamma var einstaklega dugleg og ósérhlífin til allra verka. Þegar ég sjálf var komin á unglingsár og farin að vinna, þá var ávallt tilbúið nesti fyrir mig yfir daginn. Það samanstóð af heitu kakói og smurðu brauði og vinnufélagar mínir öfunduðu mig oft af þessu góðgæti. Mamma var mjög listræn og bókstaflega allt handverk lék allt í höndum hennar. Hún gaf það allt meira og minna frá sér. Við, afkomendur hennar, njótum þessara verka hennar sem nú prýða heimili okkar. Mamma var mikið náttúru- barn og hvergi undi hún sér bet- ur en við berjatínslu. Hún sagði gjarnan að hvergi liði henni bet- ur en í berjamó. Hún var með sannkallaða græna fingur og í hennar höndum óx bókstaflega allt og dafnaði. Þegar hún hafði möguleika á, þá ræktaði hún hvers konar grænmeti og blóm í beðunum sínum. Mamma hafði sterkar skoðan- ir á mönnum og málefnum og lét þær óspart í ljós þegar henni þótti tilefni til. Hún sagði stund- um að ef upp kæmu erfiðar að- stæður innan fjölskyldunnar, þá þyrfti nú að gera fleira en gott þætti og stundum yrði maður að taka á honum stóra sínum. Það var henni mikill missir þegar pabbi féll skyndilega frá. Þá reyndi mikið á hennar styrk en þrátt fyrir áfallið var hún til staðar fyrir fólkið sitt. Það var mikil gæfa fyrir mömmu þegar hún kynntist Trausta Marinóssyni frá Vest- mannaeyjum. Þau nýttu sinn frí- tíma til samveru og ferðalaga. Þau nutu þess að heimsækja hvort annað og það var augljóst að þeirra tími saman var dásam- legur fyrir þau bæði. Trausti féll frá árið 2000. Eitt sinn skal hver deyja. Það er eins víst og dagur fylgir nótt og sumar vetri. Dagar líða. Ár og aldir renna í tímans djúp. Hver stund ævi okkar hverfur eftir aðra, eins og sandkorn í stunda- glasinu. Oft, fyrr en varir er mælirinn fullur, ævin liðin. Við spyrjum gjarnan, hvað er fram- undan, handan grafar og dauða? Við fáum ekkert svar. En vonum og trúum að annað og jafnvel betra taki við. Ég kveð mömmu með miklum söknuði og þakklæti fyrir allar góðu stundirnar og allt það sem hún hefur gert fyrir mig og mína. Agga Hrönn Hauksdóttir. Elsku amma mín. Nú rifjast upp allar skemmtilegu minning- arnar og samtölin við ömmu Gunnu sem byggðust á hrein- skilni og einlægni. Amma lagði mér lífsreglurnar og mun ég sakna heimsókna til hennar sem voru settar í forgang þegar kom- ið var til Dalvíkur. Hjá ömmu var svo ótal margt sem beið manns; fullt búr af mat, einlægur áhugi á því sem maður tók sér fyrir hendur og sögur af ættingjum og vinum. Það sem lýsir ömmu hvað best var tak- markalaus áhugi hennar á fólk- inu sínu, húmorinn sem hún hafði fyrir sjálfri sér og hvað hún var góður hlustandi. Amma var ein- staklega ráðagóð, kenndi manni að taka ekkert sem sjálfsagðan hlut og vera þakklátur fyrir það sem áorkað er í lífinu. Í sérstöku uppáhaldi var að fá jólagjafir frá ömmu. Þar hafði hún blandað magni af nammi í poka sem yfirleitt var kláraður á jóladag. Sjálfur þurfti ég að að- lagast eftir að amma hætti að gefa mér nammipokana en þá var ég langt kominn á þrítugs- aldur. Amma var tilbúin í bæði erfið og létt samtöl og var einstaklega góður vinur. Ég er feginn að hafa náð að kveðja, þó svo að sporin séu þung. Takk fyrir mig og fjölskylduna mína. Þorsteinn Helgi Valsson. Guðrún Jakobsdóttir, móður- systir mín, var ein af kjölfestum lífs míns. Þegar ég var lítil stúlka var ég langdvölum hjá henni á meðan móðir mín var að sortera sitt líf. Þá bjó Gunna í Dals- mynni, sem á þeim tíma var óðal fjölskyldu Hauks, eiginmanns hennar. Hún var barnlaus og ég bjó þar við gott atlæti. Gunna var fædd í Grímsey ár- ið 1934, dóttir Svanfríðar Bjarna- dóttur og Jakobs Helgasonar. Á uppvaxtarárunum bjuggu flest skyldmenni hennar í eyjunni því hún átti þar bæði ömmur og afa, móður- og föðursystkini og fjölda frændsystkina. Inga Jóhannes- dóttir, móðuramma hennar, var t.d. á einhverjum tíma formóðir allra barnanna í skólanum. Árið 1947 fluttu foreldrar Gunnu til Dalvíkur og þar bjó hún síðan. Þau bjuggu þar reyndar fjögur systkinin, Helgi sem var elstur, Gunna, Matti og Otti. Ella og Óli settust að annars staðar. Nú hafa þau öll kvatt nema sá yngsti, Otti, sem enn býr á Dalvík. Þær voru ólíkar systur mamma og Gunna. Samt held ég að þær hafi yfirleitt verið góðar vinkonur og stutt hvor aðra þeg- ar hin þurfti á því að halda. Ég minnist þess þegar Gunna kom og var hjá okkur um tíma í Kópa- voginum. Hún hafði greinst með krabbamein í brjósti og þurfti að undirgangast stóra aðgerð. Í skugga þeirrar alvöru sem fylgir slíkum veikindum töluðu þær systur mikið saman. Í bland við alvarlegri samræður voru bernskuárin í Grímsey rifjuð upp. Ég varð margs vísari um langömmur mínar, Ingu og Guð- rúnu, sem þeim varð tíðrætt um, enda eftirminnilegar konur. Einnig hitt að til að festa áhuga- verða atburði betur í minni ortu Grímseyingar gjarnan bragi um það helsta sem gerðist. Þær syst- ur reyndu líka ungar að leggja sitt af mörkum með því að yrkja brag um eyjarskeggja sem farið hafði til Akureyrar. Vísur voru svo rifjaðar upp og sögur af mönnum og viðburðum. Gunna fékk lækningu og ég verð ævi- lega þakklát fyrir að hafa fengið að taka þátt í þessari minninga- göngu þeirra systra. Gunna var alltaf sjálfsögð stærð í mínu lífi þótt samskiptin væru misnáin. Hún eignaðist sín börn og barnabörn, sitt líf. Hún varð ung ekkja, barðist við ýmis veikindi í lífinu en reis alltaf upp, að því er virtist jafnsterk. Ég sinnti mínu en leitaði þó stundum til hennar. Hún bakaði stundum fyrir kosningakaffi þegar ég var í framboði, stundum gaf hún góð ráð um handavinnu eða matar- gerð, en oftast sótti ég í brunn hennar um sögur af fjölskyldunni og því hvernig þau lifðu sínu lífi í Grímsey, sérstaklega eftir að mamma dó vorið 1996. Gunna var mjög minnug og glögg allt til hins síðasta. Nú harma ég að hafa ekki verið duglegri að spyrja, nú finnst mér svo mörgu ósvarað. Gunna barðist við erfið veik- indi síðustu árin, veikindi sem rýrðu mjög lífsgæði hennar. Hún var því tilbúin að kveðja. Það gerir viðskilnaðinn léttari, þótt við hefðum gjarnan viljað hafa hana lengur. Ég er Gunnu frænku minni þakklát fyrir fóstr- ið í bernsku og stuðninginn í gegnum lífið. Ég færi afkomendum hennar og ástvinum mínar innilegustu samúðarkveðjur nú þegar góð kona er gengin. Svanfríður Inga Jónasdóttir. Guðrún Kristín Jakobsdóttir ✝ Haukur Júlíus Magnússon fæddist 9. júní 1937 á Gilsá í Saurbæjar- hreppi. Hann lést 28. maí 2022 á Hornbrekku í Ólafsfirði. Foreldrar hans voru Magnús Tryggvason, bóndi í Leyningi og síðar í Gullbrekku, f. 11. október 1894, d. 6. apríl 1979, og Lára Jóhannesdóttir húsfreyja, f. 8. júní 1902, d. 24. júlí 1971. Þeir bræður tóku svo við bú- skapnum 1960 og hélt Haukur fyrst heimili með foreldrum sín- um og Lilju móðursystur sinni, f. 16. júní 1917, d. 3. júlí 2001, en síðasta 21 árið í Gullbrekku voru þau Lilja ein í heimili að undanskildum þeim vinnumönn- um sem voru hjá þeim ýmist í styttri eða lengri tíma. Árið 2000 hætti hann búskap og flutti til Akureyrar. Þaðan sinnti hann ýmsum störfum eins og í skinnaiðnaði, sláturhússtörfum, taðþurrkun, sauðburði og al- mennum sveitastörfum. Bróðir hans flutti til hans árið 2005 og bjuggu þeir saman allt þar til Haukur fór á Hornbrekku árið 2019. Útför Hauks fer fram í Ak- ureyrarkirkju í dag, 10. júní 2022, og hefst athöfnin kl. 13. Bróðir Hauks er Sverrir, f. 14. nóv- ember 1934, giftur Helgu Jarþrúði Jónsdóttur, f. 23. apríl 1939, d. 17. janúar 1997, þau eiga fimm börn. Haukur var ókvæntur og barn- laus. Haukur átti heima í Leyningi fyrstu árin en þegar hann var sex ára keyptu foreldrar hans Gullbrekku og hófu búskap þar. Haukur frændi var traustur og góður maður. Margar minn- ingar koma upp á þessari kveðju- stund eins og heimsóknir heim í gamla bæ, ferðir í blæjurússaj- eppanum, sumarið sem ég vann hjá honum og hann leyfði mér ekki að gera neitt af því ég var ólétt. Þegar hann kom fram í Gullbrekku og slóðaði túnin fyrir okkur og fannst svo gott að þurfa ekki að stoppa til að fara í fjós og margar fleiri. Alltaf var Haukur eins í viðmóti og með mikið jafn- aðargeð því ekki minnist ég þessa að hafa séð hann reiðan en gleðin var oft við völd hjá honum og þá sérstaklega þegar hann hafði dreypt á lífsins guðaveig- um. Hann hafði mikla þjónustu- lund og var ávallt tilbúinn að hjálpa öðrum og aðstoða. Til að mynda gaf hann alltaf ákveðnu fólki heimareykt hangikjöt á meðan hann var bóndi en þegar hann hætti búskap þá keypti hann kjöt og lét reykja fyrir sig til þess að geta gefið áfram, þetta gerði hann allt fram á síð- asta haust. En núna er þjónustu hans lokið og komið að kveðju- stund. Megi almættið sem leiðir okkur og alla þá sem hjarta þitt sló fyrir leiða þig í sólina, elsku Haukur. En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið og þín er liðin æviönn á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg, og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. Þín vinartryggð var traust og föst og tengd því sanna og góða, og djúpa hjartahlýju og ást þú hafðir fram að bjóða. Og hjá þér oft var heillastund, við hryggð varst aldrei kenndur. Þú komst með gleðigull í mund og gafst á báðar hendur. Svo, vinur kæri, vertu sæll, nú vegir skilja að sinni. Þín gæta máttug verndarvöld á vegferð nýrri þinni. Með heitu, bljúgu þeli þér ég þakka kynninguna, um göfugan og góðan dreng ég geymi minninguna. (Höf. ók.) Lilja Sverrisdóttir. Haukur Júlíus Magnússon Faðir minn fæddist 29. apríl 1939 og lést 9. maí síðastliðinn. Þrátt fyrir að hann næði hærri aldri en flestir þeir sem greinst hafa með hans fötlun, þá er missir hans alveg jafn sár. Faðir minn glímdi við vöðvarýrnun í 83 ár, en var að öðru leyti með af- brigðum hraustur. Hann leit aldrei á fötlun sína sem óyf- irstíganlega hindrun. Í hvert skipti sem getan þvarr fann hann nýjar leiðir til að halda áfram. Hann vann að list sinni við silfursmíðar sínar til síðasta dags. Sál hans var sterkari og lífskraftur meiri en flestra hér á jörð. Baráttuandi hans og mannkostir hafa veitt mér inn- blástur allt mitt líf. Hann var mér alveg einstakur faðir. Frá því að ég fyrst man eftir mér þá leitaði ég í hlýju hans og hjúfr- aði mig í sófanum hjá honum jafnvel þótt hann væri að horfa á enska boltann, sem mér finnst enn þann dag í dag vera leið- inlegasta sjónvarpsefni sem til er. Á æsku- og unglingsárunum fór hann með mig í óteljandi ferðir á skauta á Hafravatn, eða upp í Esjurætur til að safna plöntum og steinum. Hann studdi við bakið á mér í gegnum nám mitt allt frá fyrstu árum í barnaskóla og þar til ég útskrif- aðist með doktorspróf við Yale- háskóla. Minn námsárangur var hans einnig. Við unnum saman að verkefnum frá mínum barns- aldri og fram á hans síðasta dag. Í doktorsnámi mínu unnu hann og móðir mín fyrir mig við frágang og vinnslu sýna, á síð- ustu 10 árum tók hann þátt í mínum stærstu rannsóknar- verkefnum um samspil manns og náttúru í Mývatnssveit og síðustu vikurnar sem hann lifði vorum við að undirbúa bók um listaverk hans og þar í fram- Sigurður Hrafn Þórólfsson ✝ Sigurður Hrafn Þórólfs- son fæddist 29. apr- íl 1939. Hann lést 9. maí 2022. Útför hans fór fram 2. júní 2022. haldi yfirlitssýn- ingu á verkum hans. Faðir minn var minn trúnaðar- vinur, ráðgjafi, hann kenndi mér jafnaðargeð og æðruleysi og leiddi mig í gegnum ólgu- sjói lífs míns. Hann studdi mig til að vinna að hugsjón- um mínum jafnvel þótt þær gætu valdið mér per- sónulegum skaða. Mikilvægasta lexían var sú að það er alveg sama á hverju gengur, það er alltaf bjartara fram undan. Ég lít svo á að það séu forréttindi að fá að deyja gamall. Það er sannarlega einnig gæfa nánustu ættingja. Faðir minn missti föð- ur sinn einungis ársgamall, en ég naut samvista við minn í yfir 50 ár. Ég gæti ekki verið þakk- látari. Við útför afa míns Þór- ólfs Sigurðssonar frá Baldurs- heimi voru flutt erfiljóð, frumsamin af Sigurði Jónssyni frá Arnarvatni og Huldu. Ég lýk orðum mínum með einu er- indi úr ljóðum þeirra Sigurðar og Huldu, en þau eru eins og þau væru samin um lífshlaup föður míns. Háð við brotsjó breytigjarnra tíma bæði þung og hættuleg glíma reyndist þeim, er hafa siglt þann sjó. En þó margri ágjöf yrði ei varist, er hitt mest, þar skuli ei hafa farist fleiri, eins og fast það útsog dró. Sterklegast allra, lífróður að landi lengi þreyttir þú, uns náðir vör. En strax er stóðst hjá borgnum bát á sandi barst þér kall í aðra för. (SJ) Sem þeir varstu trúr þinni tryggu jörð og treystir á Íslands gróður. Þú byggðir sem þeir og bættir þinn garð, hann ber inn í framtíð þinn hróður. Sjá, öllu er borgið: Þín byggð og þín tryggð er barns þíns fegursti sjóður. (Hulda) Ragnhildur Hemmert Sigurðardóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.