Morgunblaðið - 10.06.2022, Síða 18

Morgunblaðið - 10.06.2022, Síða 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2022 ✝ Inga Hrund Kjartansdóttir fæddist í Reykjavík 27. júní 1985. Hún lést á krabbameins- deild Landspítalans 26. maí 2022. Foreldrar henn- ar eru Rósa Þóris- dóttir kennari, frá Laugarvatni, f. 10. ágúst 1955 og Kjartan Þorkelsson lögreglustjóri, frá Austurey í Laugardal, f. 16. september 1954, kona hans er Arnheiður Harðardóttir, f. 28. september 1965. Systkini Ingu Hrundar eru Matthildur Kjartansdóttir, f. 25. Inga Hrund bjó á Hvolsvelli til fjögurra ára aldurs er fjöl- skyldan flutti í Ólafsfjörð. Þeg- ar hún var níu ára fluttist fjöl- skyldan á Blönduós. Inga Hrund lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum á Akureyri vorið 2005. Hún lærði sjúkraþjálfun við Háskóla Íslands og útskrif- aðist þaðan vorið 2011. Eftir út- skrift starfaði hún hjá Sjúkra- þjálfuninni Afli. Inga Hrund og Rúnar bjuggu í Norðlingaholti í Reykjavík. Inga Hrund var mikið fyrir útivist og íþróttir frá unga aldri. Hún lagði mikla rækt við uppruna sinn og sótti mjög í Laugardalinn og þar byggði hún ásamt manni sínum sum- arhús á síðasta ári. Þá naut hún þess að ferðast, vera með fjöl- skyldunni og í návistum við ætt- menni sín. Útför Ingu Hrundar fer fram í Árbæjarkirkju í dag, 10. júní 2022, kl. 15. apríl 1983, Eden Frost Kjartansbur, f. 28. október 2004 og Bríet Járngerð- ur Unnardóttir, f. 10. maí 2008. Inga Hrund gift- ist Rúnari Marinó Ragnarssyni, f. 30. október 1972, þann 25. nóvember 2019. Börn þeirra eru Ás- dís Rúnarsdóttir, f. 30. ágúst 2015, og Heiðdís Rún- arsdóttir, f. 24. mars 2017. Stjúpbörn Ingu Hrundar og börn Rúnars eru Sunna Rós Rúnarsdóttir, f. 23. júní 1996, og Guðjón Ingi Rúnarsson, f. 1. nóvember 2000. Það er svo sárt að þurfa að kveðja þig, Inga mín, alltof snemma, lífsglaða og hláturmilda eiginkona mín með stóra brosið. Þú hafðir þann einstaka hæfileika að vakna alla daga brosandi og með æðruleysi að leiðarljósi í líf- inu tókst þér ávallt að gera hvers- dagsleikann skemmtilegan og lifðir svo sannarlega í núinu. Þegar ég horfi yfir tímann sem við áttum saman þá fyllist ég þakklæti en jafnframt söknuði. Tíminn leið hratt og einkenndist af gleði og glensi, engir tveir dag- ar voru eins og lífið með þér eitt stórt ævintýri. Tilveran snerist um að gera skemmtilega og uppbyggjandi hluti. Heilbrigður lífsstíll og áhugi á hreyfingu gerðu það að verkum að við áttum svo margar samverustundir á hlaupum, hjól- andi, á skíðum og í gönguferðum. Óteljandi hlaupa- og hjólatúrar um bakgarðinn okkar Heiðmörk gáfu okkur hugmynd að nafni Heiðdísar, yngri dóttur okkar. Veraldlegir hlutir höfðuðu ekki mikið til þín, þú vildir frekar ferðast og skapa skemmtilegar minningar, minningar sem í dag eru dýrmætar fyrir litlu stelpurn- ar okkar. Við eigum svo ótrúlega margar fallegar minningar öll saman í Taílandsferðunum, skíð- um í Austurríki, Mýrarboltanum á Ísafirði, nú eða bara heima á kvöldin að hlæja og hafa gaman. Ólíkt flestum pörum vorum við saman nánast allan sólarhringinn því við kynntumst á vinnustað okkar og unnum saman alla okkar sambúð. Eitt sinn var ég spurður hvernig ég gæti eiginlega bæði búið og unnið með konunni minni og fengi aldrei „frí“ frá henni, svarið var einfalt: Inga er skemmtileg. Ég gleymi aldrei örlagaríka árinu 2019 þar sem allt breyttist í lífi fjölskyldunnar. Eftir að hafa hlaupið saman í Kaupmanna- hafnar-maraþoninu og átt frá- bært sumarfrí með fjölskyldunni uppgötvaðir þú hnúta í brjósti. Illvígt krabbamein hafði bankað upp á og átti það eftir að dreifa sér um líkamann þrátt fyrir harð- ar lyfjameðferðir og skurðað- gerðir. Við fjölskyldan horfðum vanmáttug en full aðdáunar á hvernig þú barðist við sjúkdóm- inn, jákvæð og bjartsýn þrátt fyr- ir verkina, minnkandi færni, þverrandi þrek og skert lífsgæði. Þú varst staðráðin í að berjast og kaupa eins mikinn tíma og þú gætir með fjölskyldunni. Að kvarta var ekki í þínum karakter og uppgjöf ekki í boði. Engan bil- bug var á þér að finna og þótti mér svo vænt um þegar þú fár- veik, síðustu dagana okkar sam- an baðst mig að koma með þér á stefnumót. Því stefnumóti náðum við aldrei. En þrátt fyrir baráttuanda hugans kom þó að því að uppgef- inn og veikur líkaminn gat ekki meira og þú þurftir að kveðja okkur. Ég veit að nú ertu á góðum stað í sumarlandinu, ástin mín, hlaupandi um verkjalaus með bros á vör og blik í augum. Takk fyrir allt, Inga mín, við söknum þín og elskum afar heitt. Rúnar. Yndislega tengdadóttir mín Inga Hrund Kjartansdóttir er lát- in langt fyrir aldur fram. Inga barðist við illvígt krabbamein, sem að endingu sigraði þrátt fyrir hetjulega baráttu hennar. Inga var sjúkraþjálfari og náði miklum árangri í meðferð skjól- stæðinga sinna og það var ekki síst gleði hennar, brosinu og auð- vitað mikillar kunnáttu í sínu fagi að þakka. Það fór ekki fram hjá neinum sem þekkti Ingu að þar fór íþróttakona. Langhlaup og fjalla- hlaup heilluðu hana og það stund- uðu þau Rúnar mikið saman. Ég man að ég tók á móti henni eftir að hún hljóp Laugaveginn og mér fannst hún ekki blása úr nös. Hún bara brosti eins og venjulega. Mér fannst þetta ótrúlegt afrek. Hlaupin voru ekki eina áhuga- mál Ingu og Rúnars, náttúran og þá sérstaklega ástin á Laugar- vatni og nágrenni átti hug þeirra beggja. Þau ákváðu að byggja sér sumarbústað við Apavatn þar sem rætur Ingu voru. Hún náði að sjá bústaðinn nánast tilbúinn áður en yfir lauk. Þau Inga og Rúnar gáfu mér gamla karlinum ekki aðeins gleði heldur einnig tvær dásamlegar afastelpur, þær Ásdísi og Heið- dísi, til viðbótar við öll hin flottu barnabörnin. Þær báðar hafa fengið íþróttagenin frá foreldrum sínum. Það var mér mikill lærdómur að verða vitni að æðruleysi og baráttuvilja Ingu í bardaganum við þennan vonda sjúkdóm. Alltaf var hún með bros á vör og bjart- sýn á að næsta lyfja- og geisla- meðferð virkaði. Það gerðist ekki. Ég votta aðstandendum Ingu, þeim Rúnari, Ásdísi, Heiðdísi, Sunnu Rós, Guðjóni Inga, Kjart- ani, Heiðu og Rósu, samúð. Ragnar og Þórdís. Elsku hjartans Inga, stóra frænka mín, vinkona og fyrir- mynd, alla tíð og um ókomna tíð. Það þarf einstaka manneskju til að takast á við það erfiða verk- efni sem þér var veitt af slíkri já- kvæðni, einlægni og af baráttu- vilja líkt og þú sýndir undafarin ár. Þú sannarlega sýndir styrk þinn en allan þennan tíma varstu hugrökk gagnvart veikindum þín- um, staðráðin í að lifa lífinu og verja tímanum með fólkinu þínu. Undanfarna daga hafa minn- ingarnar streymt fram en allt frá því ég man fyrst eftir mér hef ég litið upp til þín. Samverustund- irnar okkar í æsku voru yndisleg- ar og það var alltaf gaman að leika saman. Mig langaði alltaf svo að vera eins og þú, jafnvel þegar þú klipptir á þig drengja- koll og rakaðir Leiftur aftan í hnakkann. Lífið var þá svo einfalt og toppurinn á tilverunni var að fá að leika í hjólhýsinu í Eyjabóli eða spranga um Laugarvatn. Í eld- húsinu hjá ömmu og afa fengum við skúffuköku og hlógum að því að ruglast á pöbbum, því þeir voru svo líkir. Eitt sinn enduðum við á krakkaballi í Héraðsskólan- um á Laugarvatni þar sem við stóðum úti í horni og fylgdumst með hinum skemmta sér. Við vor- um þá svo litlar og feimnar að við enduðum á því að hlaupa heim í Eyjaból að sækja mömmu og Hildi til þess koma og dansa með okkur fram á kvöld. Á háskólaárunum urðum við öflugt gengi, ég, þú og Erla, þar sem vinátta okkar þróaðist í takt við tilveru okkar, frá því að vera áhyggjulausir námsmenn yfir í ábyrgðarfullar mæður. Aðdáun mín á þér breytist þó aldrei og ég mun alltaf minnast væntumþykju þinnar, einlægni og lífsgleði af hlýhug. Ég votta fjölskyldu þinni mína dýpstu samúð og með sorg í hjarta kveð ég þig, elsku Inga, stóra frænka mín, vinkona og fyr- irmynd. Stella Björk Hilmarsdóttir. Elsku Inga Hrund, frænka og vinkona, er farin í sína hinstu ferð, allt of fljótt. Hún sem átti eftir að fara í svo margar ferðir með fjölskyldu sinni, en krabba- meinið tók völdin. Það er þyngra en tárum taki að horfa á eftir lífs- glaðri ungri konu hverfa á braut og tilgangur lífsins verður eitt stórt spurningarmerki. Við minnumst Ingu sem bros- andi ungrar konu sem kom alltaf vel fyrir, hress og kát, fyrirmynd á þann hátt, ákveðin og fylgin sér. Rúnar og Inga voru samstillt og til fyrirmyndar, alltaf stutt í grín og glens og uppfull af hugmynd- um um áskoranir í lífinu. Meðal annars skoruðu þau á okkur að taka þátt í Fossavatnsgöngu á Ísafirði fyrir 5 árum og þar áttum við ógleymanlega ferð með þeim. Dugnaður og elja einkenndi allar þeirra gjörðir og ekkert nema björt framtíð sem blasti við með dætrunum tveimur og eldir systkinum. Okkar kynni af fjöl- skyldunni urðu meiri í seinni tíð, við með barnabörn á svipuðum aldri og dæturnar og þau náðu vel saman þegar þau hittust. Inga var hjálpleg og reyndist móður sinni ómetanleg stoð síð- ustu ár og gat nýtt sér menntun sína sem sjúkraþjálfari til góðra verka. Missir Rósu er því mikill á þessari stundu. Það var erfitt að kyngja frétt- um um krabbameinið og allra von að tækist að vinna á því. Þrátt fyr- ir það bar hún sig vel og nýtti sér keppnisskapið í baráttunni. Hún setti alla sína umframorku frá veikindunum í dæturnar ungu og fjölskyldu. Inga Hrund kunni að lifa lífinu á jákvæðan hátt og hún var alltaf með markmið hvort sem það var hlaup, göngur, eða ferðalög. Inga ræktaði sinn uppruna í Laugar- dalnum sem endurspeglast í dugnaði og elju þeirra hjóna að koma upp draumasumarbústað, sem Rúnar lagði nótt við dag að koma upp til að hún fengi að njóta áður en baráttunni lyki. Þar náðu þau að eiga stundir fram á það síðasta má segja. Við sendum okkar innilegustu samúðarkveðjur til Rúnars, Ás- dísar, Heiðdísar, Sunnu Rósar og Guðjóns Inga. Einnig foreldra og systkina, Rósu, Kjartans, Matt- hildar, Bríetar, Eden Frost og annarra aðstandenda. Megi minningin um Ingu Hrund lifa með okkur öllum. Ég krýp hjá þér á kné, og kveð þig nú. Í huga hetju sé, heila í styrk og trú. Kærleikskveðja, Þórir, Margrét Rósa og fjölskylda. Það er með miklum trega og sorg í hjarta sem við þurfum að kveðja hana Ingu Hrund, þessa lífsglöðu og kraftmiklu ungu konu, sem nú er látin, hrifsuð frá ungri fjölskyldu, ástvinum, ætt- ingjum og samstarfsfólki af vo- veiflegum sjúkdómi, þegar hún ætti að vera í blóma lífsins og geta litið til bjartrar framtíðar og sam- verustunda með öllu því góða fólki sem hún hafði snert á ekki lengri ævi. Við þessar aðstæður ber að minnast hins góða; fjörkálfs og orkubolta í æsku, sem hafði ásamt Matthildi systur sinni endalaust gaman af að tala við og leika við frændfólkið, var forvitin og fróðleiksfús um allt sem hinir fullorðnu voru að tala um og gátu sagt henni frá; ungrar konu sem fann sinn farveg í starfi sem hún elskaði, hafði eignast eiginmann sem elskaði hana og vildi allt fyrir hana gera, og einnig tvær dætur, sem sáu ekki sólina fyrir mömmu sinni. Við nutum eftirminnilegra samverustunda með skemmtileg- um systrum í Ólafsfirði og Blönduósi, boltaleikja og fjörs í sundlaug í Flórídaferð, og síðar að sjá sjálfsörugga unga konu velja sér ævistarf og finna sér maka. Loks munum við ylja okk- ur við góðar samverustundir í sumarbústöðum í Krossholti síð- ustu æviár Ingu Hrundar, sér- staklega síðasta Krossholtsdag- inn áður en sjúkdómurinn barði að dyrum, þegar dætur hennar og frændsystkinin léku sér innan um fjölskylduna. Þessar stundir munu lifa í minningunni. Það hefur verið höggvið stórt skarð í líf Rúnars og dætranna tveggja, sem og í líf foreldra, systkina, ættingja og allra sem náðu að kynnast þeirri persónu sem Inga Hrund var. Við sendum öllum viðkomandi okkar innileg- ustu samúðarkveðjur, og verður ætíð hugsað sérstaklega til Rún- ars og dætranna á þessum sorg- artímum. Margrét Þorkelsdóttir, Eiríkur Þorláksson. Inga Hrund kom skælbros- andi inn í mitt líf fyrir tæpum áratug. Alltaf jákvæð, orkumikil og kát. Hún var með skýr mark- mið um að aðstoða fólk til að ná betri heilsu. Láta gott af sér leiða. Yfirveguð og drífandi. Mikil íþróttakona sem hafði já- kvæð áhrif á fólkið í kringum sig, hvort sem það var fyrir fjöl- skylduna, skjólstæðinga í sjúkraþjálfun eða félagana í hlaupahópnum. Hún var mjög hvetjandi þegar ég byrjaði að hreyfa mig aftur og gaf góð ráð. Við hlupum stund- um saman og mér er sérstaklega eftirminnileg ein hlaupaferðin okkar í Taílandi. Í steikjandi hita og rakamettuðu loftinu kom ekki til álita að hægja á eða drífa sig bara heim í sundlaugina. „Förum aðeins lengra. Förum Inga Hrund Kjartansdóttir Tengdamamma er orð sem ber í sér lotningu. Hún bar nafnið með virðingu, tengdamamma mín og minn lottóvinningur. Þessi kona var flott á allan hátt og vorum við kannski svolítið líkar, stutt í húmorinn og brosið. Tengda- mamma mín var algjör barna- gæla og voru börnin hænd að henni og skiptu hana miklu máli. Tengdamamma var söng- elsk og dugleg að rækta sjálfa sig. Ég hafði þau forréttindi að vera mikið á ferðinni vegna vinnu og gat gefið mér tíma til að stoppa lengi hjá henni í senn, og þar með talið okkar bestu stundir við sjónvarpið, báðar búnar að dotta yfir lögguþætti eða grínþætti sem henni líkaði eiginlega betur. Reif hún sig oftar en ekki upp, tölti fram og sótti mjólkurglas og kex eða súkkulaði. Tengda- mömmu var pínu annt um að fólk tæki lífinu pínu létt, sér- staklega með mikilli vinnu og amstri dagsins. T.d. fyrir langa löngu var hún búin að ákveða að við þrjár tengda- dæturnar og hún þyrftum að skreppa í frí í desember og vera til. Og byrjuðu þær ferðir smátt, seinni partur á Akur- eyri, kakó og vöfflur, smá tölt í bænum og kíkt í búðir. Svo þróuðust þessar ferðir (alltaf í desember) smám sam- an upp í helgarferð inn á Ak- ureyri eða Reykjavík eða Boston. Þetta voru stelpuferð- ir og drengirnir hennar þrír fengu aldrei að koma með. Það var sárt að sjá hvernig gigtin tók yfir líkama þessarar yndislegu tengdamömmu þar sem hún hafði aldrei beðið um hjálp frá einum eða neinum og hvað þá að láta stjórna sér í göngugrind eða hjólastól. Já lífið er spurning – af hverju? En yndislega tengdamóðir mín, söknuður út í eitt og þín Klara Jenný Arnbjörnsdóttir ✝ Klara Jenný Arnbjörns- dóttir fæddist 12. mars 1941. Hún lést 5. júní 2022. Útför fer fram í dag, 10. júní 2022, kl. 15 frá Ólafsfjarðarkirkju. verður sárt sakn- að af fjölskyld- unni. Tengda- mamma kvaddi með reisn. Hvíl í friði, elsku tengdamamma. Þín Soffía tengdadóttir. Soffía Húnfjörð Hún Klara er farin frá okkur. Hún er fimmta skólasystirin úr ár- gangi 1962 til 1963 frá Hús- mæðraskólanum Ósk á Ísa- firði sem kveður þessa jarðvist. Það er svo auðvelt að hugsa fallega til Klöru. Hún var svo lifandi og skemmtileg. Hún átti alltaf til skemmtilegar sögur um menn og málefni og sagði vel frá. Skólavistin í Ósk markaði okkur fyrir lífstíð. Þarna hitt- ust þrjátíu og fjórar ungar stúlkur víðsvegar af landinu með það að markmiði að læra og njóta lífsins. Á heimavist eins og við vorum í þurftu nemendur að sjá sjálfir um að skemmta sér og halda uppi fjöri. Þarna naut Klara sín vel, hún samdi leikþætti, söng, spilaði á gítar og náði til allra. Sem dæmi um kraftinn og orkuna sem hún átti var að hún gekk með barn þennan vetur og eigum við þar af leið- andi skólabróður, hann Dag Óskar, sem fæddist nokkrum dögum eftir skólaslit. Við höfum hist nokkuð oft í gegnum árin bæði innanlands og erlendis og notið þess hvað við vorum tengdar sterkum böndum. Við eigum eftir að rifja upp nokkrar þeirra skemmtisagna næst þegar við hittumst. Klara, þú varst svo lasin þegar við skólasysturnar úr Ósk hittumst síðast. Við hringdum til þín og sungum fyrir þig „Í draumanna heimi“. Þú tókst undir með okkur og naust þess að við hugsuðum hlýlega til þín. Við skólasysturnar vottum öllum ættingjum og vinum Klöru innilega samúð. Fyrir hönd skólasystranna, Steinunn S.L. Annasdóttir. Elsku mamma, sætasta stelpan okkar, tengdamamma, amma, langamma og langalangamma, ELÍN HÖGNADÓTTIR, lést á Tenerife 12. maí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að hennar ósk. Kjartan Heiðberg Ósk Ársælsdóttir Svanhvít Helga Heiðberg Þórey Hildur Heiðberg Steindór Grétarsson Ragnhildur Heiðberg barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn Ástkær móðir okkar, amma og langamma, UNNUR ÞÓRÐARDÓTTIR, andaðist á hjúkrunarheimilinu Mörk 31. maí. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Minningarorðin hafa birst á meðfylgjandi slóð: https://ornbardur.com/2022/06/08/unnur-thordardottir/ Fyrir hönd aðstandenda, Yrsa og Ýmir börn og barnabörn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.