Morgunblaðið - 10.06.2022, Side 19

Morgunblaðið - 10.06.2022, Side 19
upp þessar tröppur. Þar er hof og örugglega útsýni!“ Það voru orð að sönnu. Þarna uppi var upplifun og útsýni sem gaf ferðinni aukið gildi. Lýsandi fyrir Ingu. Það þarf að leggja að- eins á sig til að sjá meira. Upplifa meira. Inga var umhyggjusöm móðir og góður uppalandi. Ásdís og Heiðdís eru skýr dæmi þess. Já- kvæðar og orkumiklar, gengur vel í skólanum og fljótar að læra á allt sem lífið hefur lagt fyrir þær. Þeirra framtíð er björt og þær búa að því sem mamma lagði inn. Síðast en ekki síst var Inga kærleiksríkur maki og eiginkona. Þau Rúnar bróðir minn voru hamingjusöm og lifðu lífinu fal- lega og uppbyggilega. Voru tilbú- in að leggja á sig þetta „aðeins meira“ sem gefur lífinu gildi. Að elska, ferðast og njóta. Og að skapa fjölskyldu. Þín er sárt saknað, kæra Inga, heimurinn er allur annar án þín en ég trúi því að þú vakir yfir okk- ur og fylgist með stelpunum þroskast. Skælbrosandi og hvetj- andi. Róbert Ragnarsson. Símtalið kom að lokum, Inga er dáin. Símtalið sem var viðbúið að kæmi fyrr en seinna, krabbinn búinn að vinna. Margt fór í gegn- um hugann. Það var fyrir rúmum 12 árum sem ég kynntist Ingu þegar ég kom nýr inn í fjölskyld- una. Lífsgleðin leyndi sér ekki, lífið allt framundan. Það var svo gaman að fylgjast með þér og Rúnari, hlaupin og ferðalögin. Hitta á ykkur í Laugavegshlaup- inu, Tenerife-ferðin með öllum krökkunum. Öll afmæli, heim- sóknir, matar- og kaffiboð og aðr- ir hittingar. Af nógu er að taka. Minningarnar hverfa ekki. Sjá brosið á krökkunum þegar minnst var á að heimsækja Ingu frænku og Rúnar. Tengingin milli þín og þeirra leyndi sér ekki. Fylgjast með ykkur systrum, báðum barnshafandi á sama tíma og fylgjast svo með frændsystk- inunum, Kristni og Ásdísi, stækka og dafna. Sjá tengslin ykkar á milli. Fylgjast svo með Heiðdísi bætast í hópinn. Svo gerðist bara lífið, höggið þegar krabbinn kom og setti allt á hlið- ina. Áfallið fyrir alla fjölskylduna. Vonin að allt myndi ganga upp og svo fréttin í hvað stefndi. Lífið getur verið svo ósanngjarnt. Elsku Inga, takk fyrir allt. Elsku Rúnar og börn, mínar dýpstu samúðarkveðjur. Ármann. Brosmild. Falleg. Svo blíð og góð. Það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar ég minnist elsku Ingu Hrundar sem nú hefur kvatt þessa jarðvist. Inga var baráttu- jaxl sem tókst hetjulega á við meinið sem á endanum hafði því miður betur. Ingu kynntist ég fyrst 8.1. 2006, í strætó frá lestarstöð í Søn- derborg, á leiðinni í íþróttalýðhá- skólann IHS. Ég hafði þó fylgst með henni álengdar af og til í lest- inni frá Kaupmannahöfn; sá ís- lenska miða á töskunni og velti fyrir mér hvort við værum á leið á sama stað sem reyndist raunin. Á slíkum stað, þar sem við bjuggum og lærðum saman, já hreinlega lifðum saman 24/7, mynduðust tengsl sem ekki rofna þótt lífið fari í ýmsar áttir. Unga fólkið fullorðnast og heldur hvað í sína átt og þessir góðu tímar verða ljúfar minningar sem oft leita á hugann. Þessi tengsl, þessi þráður var alltaf til staðar á milli okkar Ingu þrátt fyrir að í seinni tíð yrði fjar- lægðin meiri og samtölin fátíðari. Hvert sinn var þó eins og við hefð- um heyrst í gær. Inga hafði svo notalega nærveru og það geislaði af henni hlýja og birta. Hún snerti við öllum sem henni kynntust og til vitnis þar um er að síðan fréttir af andlátinu bárust hafa margir dönsku félaganna úr IHS minnst hennar, sem flestir höfðu ekki hitt hana frá 2006, en einmitt þannig var Inga – skildi eftir sig spor í huga hvers sem hana hitti. Trina vinkona frá Kanada kom þessu eiginlega best í orð: „She was such a force of a personality! Equally kind and funny, she really was an incredible person.“ (Hún var svo kraftmikill persónu- leiki! Jafn ljúf og hún var skemmtileg, hún var alveg ótrú- leg manneskja). Orð að sönnu. Mér er sérstaklega minnisstæð heimsókn Ingu til mín árið 2012, þegar ég var nýbyrjuð með Bjarna mínum og þau Rúnar byrjuð að draga sig saman. Við áttum saman dýrmætt stelpu- kvöld og minntumst þess oft í spjalli okkar síðar eins og hún skrifaði í haust þegar við rifjuðum þetta upp: „Við báðar hittum nú heldur betur góða menn.“ Þótt ég hafi ekki kynnst Rúnari fór ekki á milli mála að þar hafði Inga mín fundið sinn besta vin og lífsföru- naut. Þau áttu greinilega einkar kærleiksríkt samband, og fallega fjölskyldu með eldri börnum Rún- ars og litlu stúlkunum. Stórt skarð er höggvið í hana og er hug- urinn hjá þeim. Á svona stundu er sárt og erfitt að búa erlendis og geta ekki kvatt. Ég hef hugsað daglega til vinkonu minnar síðustu daga þeg- ar ég hjóla yfir Nyhavn á leið til vinnu hér í borginni sem hún elsk- aði, með fallegu sólarupprásina og útsýnið yfir sundin – eins og þegar hún sagði mér hvað borgin væri henni kær. Ég minnist vinkonu minnar, hugrekkis hennar og hlýju nær- veru, þakklát fyrir að þrátt fyrir að hafa ekki hist oft sl. ár sagði ég henni oft í skrifum okkar að hug- urinn væri mun oftar hjá henni en ég tjáði. Elsku Inga mín. Nú hefur þú fengið hvíldina og ert laus úr viðj- um þessa illvíga sjúkdóms. Ég veit að þú fylgist með fólkinu þínu og passar það. Takk fyrir allt, þú munt alltaf eiga sérstakan stað í hjarta mínu. Rúnari, dætrunum, stjúpbörn- unum, systkinum, foreldrum og öðrum aðstandendum votta ég innilega samúð. Guð blessi minningu Ingu Hrundar Kjartansdóttur. Aldís Guðmundsdóttir. Við Inga Hrund kynntumst haustið 2015. Dætur okkar, Ásdís og Védís, fæddust með sólar- hrings millibili örfáum vikum áð- ur. Við vorum ekki bara nýbak- aðar mæður sem gengu hundruð kílómetra með dísirnar sínar í snjósköflum þann veturinn. Við vorum líka nágrannar, hlaupa- félagar og trúnaðarvinkonur sem vissu fátt betra en að setjast niður með gott rauðvínsglas. Rúnari hafði ég kynnst nokkrum árum áður en það varð til vinskapur með fjölskyldum okkar sem styrktist enn frekar þegar við Bjarki fluttum í Lindarvaðið. Krakkarnir okkar hafa hlaupið á milli húsa og verið hálfgerðir heimalningar á báðum stöðum. Þvílík lífsins lukka að eiga svona góða granna og við höfum skapað margar góðar minningar undan- farin ár. Mér þykir sérstaklega vænt um Þorláksmessuhefðina okkar og alltaf jafn ánægjulegt að hittast og fanga andartakið með góðum vinum rétt fyrir jól. Inga kunni svo sannarlega að njóta og eftir okkar kynni mun ég alltaf passa upp á að eiga súkkulaði með kaffinu. Það er bara svo miklu betra að drekka kaffi ef maður fær mola með og það voru þessir litlu hlutir sem hún átti til að minna mig á. Það er alveg ótrú- lega magnað að hugsa til þess að á þessum fáu árum höfum við vin- konurnar eignast fjögur börn til samans og hlaupið hvert mara- þonið á eftir öðru til skiptis, þrátt fyrir að covid og krabbamein hafi þvælst fyrir okkur. Það var bara einhvern veginn þannig með Ingu að þrátt fyrir að vera yfirveguð og mikil rólyndismanneskja þá féll henni sjaldan verk úr hendi og henni tókst að framkvæma ótrú- legustu hluti án þess að það færi mikið fyrir því. Kjólarnir sem hún saumaði á stelpurnar sínar í Ljós- inu eru dæmi um slíkt en hún hafði lag á að nýta orkuna sína í góða hluti. Við vinkonurnar ætl- uðum svo auðvitað að hlaupa Laugaveginn saman þegar færi að róast í barnapakkanum. Það verður ljúfsárt að fara í það verk- efni núna í sumar án Ingu minnar. Við ætluðum að gera þetta sam- an. Ég mun hlaupa fyrir okkur báðar og hugsa til hennar þegar það koma brekkur. Án þess að hafa ætlað sér það kenndi hún okkur hinum svo margt og hefur sýnt ótrúlegan styrk í þessu stóra verkefni sem hún fékk. Við fáum sem betur fer tækifæri til að sýna örlítinn þakklætisvott í verki með því að vera áfram til staðar fyrir Ásdísi og Heiðdísi í þessum ósanngjörnu aðstæðum. Þakkir fyrir hvern fagran morgun, þakkir, fyrir hvern nýjan dag. Þakkir, þú vilt mér lýsa, leiða lífs um æviveg Þakkir, þú gefur góðan vini. Þakkir, Guð elskar sérhvern mann. Þakkir, að ég get endurgoldið og elsku veitt í mót. Þakkir, jafnt fyrir grát og gleði, þakkir, þú gefur styrk og þor. Þakkir, þú sorgir berð á burt og bætir angur allt. Drottinn, náð þín er veitt án enda, Drottinn, ávallt ég treysti þér. Drottinn, ó, Drottinn þér ég þakka að ég þakka kann. (Kristján Valur Ingólfsson) Daldís Ýr Guðmundsdóttir. Elsku Inga Hrund mín. Það er enn svo óraunverulegt að þú sért farin, það skellur á mér eins og öldur í stormi á milli þess sem ég tek upp símann og held ég geti heyrt í þér. Það er ómögulegt að lýsa því með orðum hversu dásamleg manneskja þú varst, hversu yndislegt samband við átt- um og hversu mikið ég mun sakna þín. Við þurftum ekki alltaf orðin, þú skildir mig á einhvern annan hátt en aðrir. Þú varst sú fyrsta sem ég leitaði til á hamingjurík- ustu stundum lífs míns sem og þeim myrkustu og ég veit ekki hvernig ég fer að án þín. Ég er svo þakklát fyrir að hafa átt þig sem bestu vinkonu. Við vorum að byrja í 4. bekk þegar við hittumst fyrst, töffarinn þú með fallega brosið, stutthærð, sólbrún og átta ára mér fannst það merki- legast að þú varst alltaf bara í sundskýlu í sundi. Við urðum síð- an nánari með árunum og á ung- lingsárum orðnar bestu vinkonur. Síðan höfum við fylgst að í gegn- um lífið. Frá því að við máluðum okkur í fyrstu skiptin og fórum í Skjólið, borðuðum ógrynni af ristabrauði með banana, stálumst of ungar inn á Skímó-ball, lædd- umst út með klingjandi breezer- flöskur í bakpoka á leið á okkar fyrsta fyllerí, fluttum að heiman í litla herbergið okkar á vistinni, hlátursköstin, hangsið, gráturinn og faðmlögin, öll ferðalögin og ævintýrin, æfingarnar, matarboð- in og hversdagsleikinn. Þú tókst ástfóstri við börnin mín og ég fékk að fylgjast með þér falla kylliflöt fyrir elsku Rúnari þínum og sjá hvernig hann hvatti þig áfram í lífinu, hvernig þið byggð- uð upp ykkar einstaklega fallega samband og fjölskyldulíf. Fyrst með yndislegu heilsteyptu Sunnu og Guðjóni og síðan bættust við elsku stuðboltarnir, Ásdís og Heiðdís. Þú gafst alltaf svo mikið af þér, með breiða brosið, gleðina og góð- mennsku. Þú gast haldið uppi stuðinu án vandræða og hikaðir ekki við að fara upp á svið og syngja hæst þótt þú héldir varla lagi eða kynnir textann. Það sem ég á eftir að sakna þín og allra litlu hlutanna: Vellíðunarhljóðið sem þú gafst frá þér þegar þú borðaðir góðan mat og tókst síðan að smita Rúnar af, fallega brosið þitt og öll samtölin, þú með te- bolla með rjóma og smá súkku- laði. Þú kunnir að lifa lífinu lifandi. Ferðaðist, stundaðir áhugamál og naust hversdagsleikans á milli þess sem þú toppaðir sjálfa þig í öllum verkefnum sem þú tókst þér fyrir hendur hvort sem það var hlaupakeppni, markmið í námi eða vinnu, hlutverk þitt sem eiginkona og mamma eða barátta við illvígt krabbamein. Fyrir- mynd mín sem kenndir mér svo margt, til dæmis að bíða ekki með draumana og að í myrkustu að- stæðum er líka von og gleði. Ó hvað það var sárt að kveðja þig um daginn þegar við vissum að tíminn var að renna út. Þakklát fyrir að við létum ekkert ósagt og ég bíð eftir öllum skilaboðunum að handan sem þú lofaðir að reyna að senda mér. Ég mun leggja mig alla fram við að halda utan um elsku Ásdísi og Heiðdísi, rifja upp dásamlegar minningar og segja þeim sögur af yndislegu mömmu þeirra. Ég elska þig og mun sakna þín að eilífu. Þín Dagrún. Elsku besta Inga Hrund. Frá því að ég man eftir mér hefur þú verið ein af mínum allra mestu uppáhaldsmanneskjum. Það fylgdi þér mikil gleði, húmor og uppátækjasemi. Þú varst mikil fjölskyldumanneskja, traust og auðvelt að tala við þig um alla hluti. Það var alltaf gaman að hitta þig. Þegar við vorum yngri, skor- uðum við á Steinar og Matthildi í fótbolta, settum upp leikrit og jörðuðum dauða fugla í Kross- holti. Þú varst alltaf góð í íþrótt- um og æfðir frjálsar og fótbolta eins og ég. Við vorum pennavin- konur og þú sagðir mér frá íþróttaafrekum þínum og spurðir mig út í mín, alltaf hvetjandi. Þannig hélst það, íþróttir og hreyfing voru stór hluti af þér og þú hafðir jákvæð áhrif á alla í kringum þig í þeim efnum sem og öðrum. Við vorum á sama tíma í há- skólanum og brölluðum ýmislegt á þeim tíma, allt frá hlaupaæfing- um til Þjóðhátíðar- og utanlands- ferða. Við héldum svo sameigin- lega útskriftarveislu, þar sem meirihluti gesta var okkar stóra fjölskylda. Vá, hvað við vorum glæsilegar þá. Síðastliðinn vetur lukuð þið Rúnar við að byggja sumarbú- staðinn ykkar í Krossholti en þar fannst þér alltaf gott að vera. Þær hafa verið dýrmætar stundirnar þar með þér og yndislegt að sjá dætur okkur hlæja saman yfir pissukúlum, líkt og við gerðum, og veltast um í sömu þúfunum og við veltumst eitt sinn um í. Söknuðurinn er mikill og kveðjustundin kom alltof snemma. Minningarnar eru ótal margar og þú verður alltaf í hjarta mínu. Hvíl í friði, ástkæra frænka. Elsku Rúnar, Ásdís og Heið- dís, innilegar samúðarkveðjur. Ég veit, að vorið kemur, og veturinn líður senn. Kvæðið er um konu, en hvorki um guð né menn. Og svipur hennar sýndi hvað sál hennar var góð. Það hló af ást og æsku, hið unga villiblóð. Ég bý að brosum hennar og blessa hennar spor, því hún var mild og máttug og minnti á jarðneskt vor. (Davíð Stefánsson) Erla Arnardóttir. Elsku Inga Hrund mín. Þegar ég hugsa til þín sé ég strax fyrir mér stóra, bjarta bros- ið þitt og hlýja augnaráðið sem yljaði manni alltaf um hjartaræt- ur. Þú hafðir svo dásamlega góða nærveru og það var alltaf eins og við hefðum hist síðast í gær, þótt oft hefði liðið alltof langur tími milli þess sem við hittumst. Ég dáði alltaf í fari þínu hve einlæg, hreinskilin og traust þú varst og með þér fann ég að ég gat alltaf verið ég sjálf. Við gátum spjallað um allt milli himins og jarðar, rifj- uðum gjarnan upp gamlar minn- ingar, töluðum um hversdagslega hluti, hlógum að uppátækjum barna okkar og núna undir lokin hlógum við líka að því hve mið- aldra við værum orðnar að hlusta á sjálfsævisögur og spá í ætt- fræði. Mikið sem mér þótti vænt um þegar þú tókst þig til og flaugst norður skottúr bara til að koma í gæsunina mína. Við vorum þá báðar með barn á brjósti og þegar leið aðeins á daginn skellt- um við okkur saman í mjaltavél eins og beljur á bás til að létta að- eins á okkur og hlógum mikið. Það var líka svo yndislegt hvað þú hafðir gaman af að syngja, sér- staklega vegna þess hve slétt sama þér var þótt þú héldir ekki alltaf fullkomlega lagi. Ég man einmitt svo vel eftir einu skipti þegar þú söngst Baywatch-lagið af mikilli innlifun og þegar kom að hluta í laginu þar sem þú kunnir ekki alveg textann söngstu bara bla, bla, bla, bla… af jafn mikilli innlifun eins og textinn hefði aldr- ei verið öðruvísi. Það sem ég á eft- ir að sakna þín og stundanna okk- ar, elsku Inga. Þegar ég settist niður til að skrifa þessi orð flaug þetta ljóð í gegnum huga mér: Gulli og perlum að safna sér sumir endalaust reyna. Vita ekki að vináttan er verðmætust eðalsteina. (Hjálmar Freysteinsson) Mér finnst það eiga vel við, enda var vinátta þín mér dýrmæt- ari en nokkur veraldlegur hlutur og fyrir hana er ég svo óendan- lega þakklát. Þú munt alltaf eiga sérstakan stað í hjarta mér og í huganum hljóma orðin: „Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aft- ur hug þinn og þú munt sjá að þú grætur vegna þess sem var gleði þín.“ Það á svo sannarlega við um þig elsku Inga mín. Það er svo sárt að þurfa að kveðja þig alltof snemma, en þú lofaðir mér síðast þegar við hittumst að við mynd- um hittast aftur. Ég efast ekki um að þú munir halda það loforð og get ekki annað en hlakkað til end- urfundanna. Hvíldu í friði, elsku vinkona, þín verður sárt saknað. Elsku Rúnar, Ásdís, Heiðdís, Sunna, Guðjón og fjölskyldan öll, ykkur sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Megi góður Guð vera með ykkur og styrkja ykkur í sorginni. Ásta Margrét. Símtalið kom að morgni 26. maí. Elsku Inga, þú hafðir kvatt þennan heim eftir hetjulega bar- áttu við krabbamein í að verða þrjú ár. Alveg sama hvað, þá varst þú staðráðin í því að berjast og gerðir það fram á síðasta dag. Síðustu samskipti okkar áttu sér stað tveimur dögum fyrir andlát þitt. Þú áttir þá í enn einni barátt- unni, varst komin upp á spítala og ætlaðir að láta mig vita hvenær ég gæti komið í heimsókn. Heim- sóknin varð því miður aldrei að veruleika. Í gegnum tárin birtast mér margar fallegar minningar. Leið- ir okkar lágu saman þegar við hófum göngu í Menntaskólanum á Akureyri árið 2001. Þú lýstir upp umhverfið með þínu breiða brosi og léttu lund. MA-árin voru þó aðeins upphafið að okkar vin- skap en þarna hafði ég eignast vinkonu fyrir lífstíð. Sú minning er mér kær að síð- ast þegar við hittumst áttum við gott spjall í góðra vina hópi, skál- uðum og gátum hlegið að allri vit- leysunni sem við gerðum á MA- árunum. Það er stund sem ég mun alltaf varðveita og hugsa til með hlýju. Eftir MA skelltum við okkur fjórar saman í þriggja mánaða ævintýraferð til Ástralíu. Við ætl- uðum að halda áfram menntaveg- inn og skráðum okkur í ensku- skóla. Ekki fór betur en svo að við hættum í skólanum eftir tvo mán- uði því okkur fannst við læra meira af því að ferðast um landið, kynnast Áströlum og síðast en ekki síst leggja okkur fram við að kynnast næturlífinu í Sydney. Ég er nokkuð viss um að ferðadellan hafi klófest þig þarna og eftir að þú kynntist Rúnari fóruð þið í ófá- ar utanlands- og ævintýraferðir saman. Eftir því var tekið hversu mikil fjölskyldumanneskja þú varst og það skein í gegn hversu mikla virðingu og ást þú barst til stelpn- anna þinna og eiginmanns. Mat- arunnandi og hlaupadrottning eru einnig orð sem koma upp í hugann þegar ég hugsa til þín. Það er ekki annað hægt en að hlæja þegar rifjuð eru upp öll skemmtilegu augnablikin í mat- arboðum og bústaðaferðum þegar þú fékkst góðan mat. Ekki fór á milli mála þegar þér líkaði mat- urinn afar vel, það kom yfir þig sælusvipur og þú gafst frá þér stórkostleg hljóð sem gáfu þetta sterklega til kynna. Hlaup voru áhugamál sem þið Rúnar deilduð og var dásamlegt að sjá ykkur taka þátt í hverju hlaupinu á fæt- ur öðru og spæna upp kílómetr- ana. Þið voruð svo sannarlega stuðningur og hvatning hvort fyr- ir annað. Þó var keppnisskapið aldrei langt undan og var einstak- lega skemmtilegt að hlusta á ykk- ur ræða hvort ykkar hefði verið á undan í mark. Þú, Rúnar og stelp- urnar ykkar eruð fjölskyldunni minni afar kær og munum við halda áfram að heiðra minningu þína með góðum mat, víni og súkkulaði. Þú varst mér einstaklega traust vinkona með fallegt hjarta. Þú hreifst alla í kringum þig með fallega brosinu þínu og smitandi hlátrinum. Missirinn er mikill og sorgin nístandi. Ég mun alltaf sakna þín Ég vil senda Rúnari, Ásdísi, Heiðdísi, Sunnu og Guðjóni, fjöl- skyldu Ingu og öðrum ástvinum hennar mínar innilegustu samúð- arkveðjur. Takk fyrir samfylgdina í þessu lífi elsku vinkona, hittumst síðar. Þín Linda. Elsku Inga Hrund, þú fallega sál. Mikið var ég heppin að leiðir okkar skyldu liggja saman og að samverustundirnar yrðu ótelj- andi margar. Okkar fyrstu kynni voru á bílastæðinu fyrir utan und- irbúningsnámskeið fyrir inntöku- próf í sjúkraþjálfun. Þú varst að ganga frá bílastæðinu upp að hús- inu á sama tíma og ég og önnur sem ég kannaðist við. Þú gafst þig á tal við okkur og varst þar með búin að blanda þér í hópinn. Ég hélt raunar að þú og sú þriðja þekktust eitthvað. Síðar spurði ég þig og þá kom í ljós að þú vissir ekkert hver hún var. Seinna sá ég hvað þetta var skemmtilega dæmigert fyrir þig og því langaði mig að minnast á það hér. Þú þekktir fólk alls staðar og gast stigið inn í hvaða hóp sem var, al- gjörlega áreynslulaust. Aldrei með gassagangi eða fyrirferð heldur með stökustu ró, brosi og hlýju. Þú varst svo opin og til í að gera skemmtilega hluti. Ef þér bauðst að taka þátt þá slóstu til enda varstu búin að ferðast tals- vert og gera mikið. Það er erfitt að lýsa því hversu mikið gull þú varst. Það var svo gott að vera í kringum þig. Þú hafðir svo fallega nærveru að eftir var tekið. Ég hef ekki tölu á hversu oft fólk hefur nefnt það við mig og notað hin ýmsu fallegu orð til að lýsa þér síðastliðin 15 ár. SJÁ SÍÐU 20 MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2022

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.