Morgunblaðið - 10.06.2022, Síða 22

Morgunblaðið - 10.06.2022, Síða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2022 Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar .Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. .Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. .Smíðum gestahús – margar útfærslur. .Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. .Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Bílar Club Car Tempo 2020 Bíll í toppstandi og nýinnfluttur. Nýir 8V rafgeymar og allur yfirfarinn. Kr. 1.480.000 Hægt að fá myndir sendar í tölvupósti. Sími 8971928 / hb@a7.is Atvinnuauglýsingar Blaðberar Morgunblaðið óskar eftir blaðberum í Keflavík Upplýsingar veitir Guðbjörg í síma 773 5164 Raðauglýsingar Raðauglýsingar Fundir/Mannfagnaðir AÐALFUNDUR Félags lykilmanna – FLM Aðalfundur Félags lykilmanna – FLM verður haldinn mánudaginn 20. júní nk., kl. 17:00 að Suðurlandsbraut 4a (4.hæð), Reykjavík. Dagskrá: Hefðbundin aðalfundarstörf. Stjórn Félags lykilmanna Nauðungarsala Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir Úr landi Sólvalla, Mosfellsbær, fnr. 233-1717, þingl. eig. Sólvellir Heilsuklasi ehf., gerðarbeiðandi Mosfellsbær, þriðjudaginn 14. júní nk. kl. 10:00. Helgafell I spilda 7, Mosfellsbær, fnr. 233-0808, þingl. eig. Efstaland 1 ehf., gerðarbeiðandi Mosfellsbær, þriðjudaginn 14. júní nk. kl. 11:00. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu 9. júní 2022 Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl.9:00-12:30, nóg pláss - Frosti og vinnuskólahópur með aðsetur í húsinu milli 9:00-12:30 - Morgun- stund, heitt á könnunni milli 9:00-11:00 - Bollywood fyrir byrjendur 60+ kl.10:00-11:00, nýtt 8 vikna námskeið að byrja, kostar 11.000 - Bingó kl.13:30, spjaldið kostar 250 kr. - Kaffi kl.14:30-15:20 - Nánari upplýsingar í síma 411-2702 - Allir velkomnir Árskógar 4 Kaffispjall kl. 11. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Kaffisala kl. 14:45-15.30. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. Sími: 411-2600 Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og spjall kl. 8:30-11:00. Opin Listasmiðja kl. 9:00-12:00. Hádegismatur kl. 11:30-12:30. Bíósýning kvikmyndahóps Hæðargarðs kl. 13:00. Opin Listasmiðja kl. 13:00-15:45. Síðdegiskaffi kl. 14:30-15:30. Garðabær 9.00 Pool-hópur í Jónshúsi. 10.00 gönguhópur frá Jónshúsi. 13.00-15.00 félagsvist í Jónshúsi (síðasta skipti). Gerðuberg Opin vinnustofa í Búkollulaut frá kl. 8:30, heitt á könnunni. Gönguhópur (leikfimi og ganga) frá kl. 10:00. Prjónakaffi frá kl. 10:00 -12:00. Allir velkomnir. Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá 8:30-10:30. Handavinna - opin vinnustofa frá kl. 10:00. Bridge kl. 13:00. Bíósýning kl. 13:15. Hádegismatur kl. 11:30-12:30, panta þarf fyrir hádegi deginum áður. Samfélagshúsið Vitatorgi Heitt á könnunni - Föstudagshópur í handverksstofu 10:30-11:30 - Opin handverksstofa 13:00-16:00 & síðan er vöfflukaffið á sínum stað. Allar nánari upplýsingar í síma 411-9450. Allir hjartanlega velkomnir til okkar :) Seltjarnarnes Kaffi í króknum kl. 9:00. Í dag förum við í stuttan göngutúr um nágrennið. Hittumst í salnum á Skólabraut kl 13:00. Skráning hafin í ferðina í Hellisgerði þann 21. júní. Skráningablöð liggja frammi á Skólabraut og Eiðismýri, einnig má skrá sig í síma 6626633. Síðustu forvöð að skrá sig í sumarferðina á Langjökul sem farin verður næstkomandi fimmtudag 16. júní. Aðalfundur Félags Skipstjórnarmanna verður haldinn í dag, föstudaginn 10. júní 2022 á Grand Hótel í Hvammi, 1. hæð kl. 14.00. Dagskrá 1. Kosning fundarstjóra og ritara. 2. Skýrsla stjórnar. 3. Endurskoðaðir reikningar félagsins og sjóða þess lagðir fram og bornir undir atkvæði. 4. Kjör fulltrúa félagsins í stjórnir, ráð og nefndir. 5. Ákvörðun stjórnarlauna. 6. Kjaramál. 7. Önnur mál. ATH. Fundurinn verður einnig fjarfundur, félags- menn munu fá upplýsingar í tölvupósti. Stjórnin. Tilkynningar alltaf - alstaðar mbl.is ✝ Sigvaldi Gunn- arsson fæddist í Hólsseli á Hóls- fjöllum 5. janúar 1928. Hann lést á sjúkrahúsinu á Húsavík 30. maí 2022. Hann var sonur Gunnars Runólfs- sonar og Klöru Tryggvadóttur en uppeldisfaðir hans var Ísak Sigurgeirsson sem Sigvaldi giftist Lilju Jón- asdóttur frá Hrauni í Öxnadal á sumardaginn fyrsta 20. júní 1950. Þau eignuðust fjögur börn. 1) Klara, f. 1951, gift Bolla Eiðssyni. Börn þeirra eru Ella Lilja, Guð- ríður, Eiðunn, Ragnhildur Berta, Sigrún og Ísak Örn. Klara og Bolli eiga 14 barnabörn og sex barna- barnabörn. 2) Heiðar, f. 1953, gift- ur Margréti Þórhallsdóttur. Dæt- ur þeirra eru Rebekka og Sif. Börn Heiðars með Kristínu Fjeld- sted eru Sigvaldi, Heimir og Lilja Dögg. Heiðar og Margrét eiga átta barnabörn. 3) Elínborg, f. 1955, gift Þorvaldi Yngvasyni. Börn þeirra eru Heiðar Smári og Hugrún Ásdís. Elínborg og Þor- valdur eiga þrjú barnabörn. 4) Sigríður Kristín, f. 1959, sambýlis- maður Einar Jónasson. Börn þeirra eru Jónas Hreiðar, Krist- jana Lilja, Sigvaldi Þór og Ásrún Ósk. Sigríður og Einar eiga sex barnabörn og eitt barna- barnabarn. Sigvaldi ólst upp frá fjögurra ára aldri í Kelduhverfi og byggði þar, ásamt Lilju konu sinni, nýbýlið Lyngás. Þar voru þau bændur í 30 ár eða þar til þau fluttu til Húsavík- ur árið 1980. Á Húsavík vann Sig- valdi aðallega við fiskvinnslu og al- menn verkamannastörf. Söngur var hans líf og yndi og söng hann lengi með Karlakórnum Hreim og síðustu árin með kór eldri borgara á Húsavík. Útför Sigvalda fer fram frá Húsavíkurkirkju í dag, 10. júní 2022, kl. 14. reyndist honum sem besti faðir. Klara og Ísak bjuggu lengst af á Undirvegg í Keldu- hverfi. Systkini hans frá föður eru: Krist- björg, Sigfinnur, Hreinn, Jóna, Gunn- hildur og Pálmi. Systkini frá móð- ur: Hallgrímur (lést á fyrsta ári), Sigurgeir, Tryggvi, Sigurbjörg og Kristrún. Nú er komið að leiðarlokum hjá tengdaföður mínum Sigvalda Gunnarssyni. Ótal minningar streyma fram en fyrst og fremst þakklæti. Sigvaldi var mikill sögu- maður, með góða frásagnargáfu og skemmti okkur oft með hnyttnum frásögnum og látbragði og að sitja með honum á góðri stundu gleymd- ist hvað tímanum leið. Hann var flinkur penni og eru til frábærlega vel skrifaðar sögur og minningar eftir hann. Hann var fjölhæfur maður, skemmtilegur persónuleiki og mikill húmoristi. Söngur var hans líf og yndi og söng hann meðal annars í tveimur kórum, Karla- kórnum Hreimi og Kór eldri borg- ara á Húsavík. Sonur hans minnist þess þegar pabbi hans sat undir stýri á vélunum í heyskap, þá söng hann svo hátt að það heyrðist meira í honum en vélinni. Tengda- foreldrar mínir Sigvaldi og Lilja voru samhent og dugleg hjón, ein- staklega gestrisin og góð heim að sækja. Þau voru mikil náttúrubörn og var gaman að ferðast með þeim. Í bílferðum fór ekkert framhjá þeim og var alltaf mikil umræða um það sem fyrir augu okkar bar. Sumarið 2021 fórum við fjölskyld- an með þau á æskuslóðir Lilju að Hrauni í Öxnadal og áttum þar yndislegan dag og nutum skemmti- legra frásagna þeirra gömlu hjónanna. Frá þessum degi eigum við ómetanlegar minningar. Sig- valdi var langt á undan sinni samtíð með margt, hann fylgdist vel með öllu sem var um að vera í sínum stóra hópi afkomenda. Öll erum við stolt af seiglunni og samvinnunni hjá þeim hjónum sem á sínum full- orðinsárum hafa staðið þétt saman og stutt hvort annað. Ást og kær- leikur til síðustu stundar. Þinn lífsins vegur víst á enda er viðkvæm stund og okkur setur hljóða. Í sumarlandinu nú skemmtir þér samfylgd þína þökkum ljúfa og góða. (Sigríður Hörn Lárusdóttir) Elsku Lilja, Klara, Heiðar, Ella og Sigga, mína dýpstu samúð. Guð blessi minningu tengdaföð- ur míns, Sigvalda Gunnarssonar. Margrét G. Þórhallsdóttir. Elsku afi minn. Nú hefur þú kvatt okkur og sakna ég þín mikið. Mínar bestu stundir voru hjá ykk- ur ömmu í stofunni að hlusta á þig segja sögur og hlæja. Þú varst svo mikill sögumaður að það var unun að hlusta á þig. Einnig mun ég aldrei gleyma þegar við flugum saman til Reykjavíkur þar sem þú varst að fara til læknis. Þú spurðir hvort ég væri flughrædd og svaraði ég því að sjálfsögðu neitandi. Ætl- aði nú alls ekki að láta þig vita að ég væri hreinlega að skíta á mig af hræðslu, þar sem ég var þarna til að aðstoða þig. En þú greinilega fannst að mér var ekki sama þar sem þú tókst í höndina mína og hélst í hana alla flugferðina. Þér var mikið í mun að öllum liði vel og varst alltaf að spyrja hvernig ég hefði það og aðrir í fjölskyldunni. Einnig varstu vanur að hringja og athuga með mig, þau fáu skipti sem liðu meira en 3-4 dagar að við hitt- umst. Elsku afi minn, ég trúi því að þú sért á góðum stað og haldir áfram að segja sögur. Við munum hugsa vel um ömmu Lilju og ylja okkur við dásamlegar minningar af þér. Þangað til við hittumst aftur. Ég elska þig. Þín Kristjana Lilja. Elsku hjartans afi, nú er komið að kveðjustund. Þó alltaf sé sárt að kveðja er gott að láta hugann reika, rifja upp góða tíma og ylja okkur við yndislegar minningar um þig. Sög- urnar um gamla tíma sem þú sagðir okkur og allar gæðastundirnar með þér og ömmu eru okkur ofarlega í huga. Einnig góðvild þín, þinn ein- staki húmor og það hversu barn- góður þú varst. Við höfum fengið að njóta þess ásamt börnum okkar og mökum. Þrátt fyrir að afkomenda- hópurinn hafi verið orðinn stór sýndir þú okkur áhuga og öllum okkar verkum. Við munum kraft- mikinn og duglegan mann sem hélt reisn allt til síðasta dags. Við viljum kveðja þig með þessari vísu eftir Heimi sem okkur finnst eiga vel við. Sigvaldi afi var okkur mjög kær. Brosið og hlýjan sem hann gaf okkur alltaf til augnanna náði. Faðmlag og kossar í hvert sinn sem við hittumst. Gleði og væntumþykju hann sýndi. Stutt var í leik og glens en aldrei meinsemd né neikvæðni heyrðum. Öllum okkar verkum stórum og smáum hann áhuga sýndi. Alltaf var skjól stilla og ró. Stutt í hláturinn bjarta. Megi sólin alltaf skína. Megi berin í mónum aldrei klárast. Megi heiðarkyrrðin aldrei spillast. Megi gullroði dalalæðunnar alltaf glóa í sumarlandinu bjarta. (Heimir Heiðarsson) Það er með söknuði og þakklæti sem við kveðjum þig í dag, elsku afi. Við erum viss um að það var vel tek- ið á móti þér hinum megin. Takk fyrir allt. Sigvaldi, Heimir, Lilja, Re- bekka og Sif Heiðarsbörn. Sigvaldi bróðir minn er látinn á 95. aldursári. Það er hár aldur en samt er maður aldrei viðbúinn brottförinni og kveðjustundinni. Söknuðurinn er sár hjá okkur öllum í innsta hring en jafnframt gleði og þakklæti fyrir að hafa fengið að verða samferða þessum einstaka öðlingi svo lengi. Mamma var til heimilis í Hólsseli á Fjöllum þegar hún eignaðist Valda tæplega tvítug að aldri en flutti með hjónum þaðan, Kristjáni og Sigríði, að Þórunnarseli í Keldu- hverfi þegar hann var á 5. ári: „Ég átti lítið sem ekkert af veraldlegum verðmætum en ég átti þennan ynd- islegan dreng og það var mikið ríki- dæmi“ sagði móðir Klara þegar hún minntist þessara tíma. Valdi var sex ára þegar mamma og pabbi giftu sig og fóru að búa á Hóli og 16 ára fluttist hann með þeim og þremur yngri systkinum að Undirvegg árið 1944. Tveimur ár- um seinna fæddist ég, örverpið. Ég hef alltaf notið þess að heyra sögur frá frumbýlingsárunum á Undir- vegg. Býlið var afskekkt en fjöl- skyldan samrýnd og sjálfri sér nóg um flesta hluti, bæði í veraldlegum og andlegum efnum. Baðstofu- menningin blómstraði í gamla bænum. Tryggvi bróðir orðaði þetta svona í ljóði: Frá þeim litla og lága bæ ljúfar myndir geymum. Sögur voru sagðar æ þeim seint við börnin gleymum. Frásagnirnar fengu blæ úr framandi duldum heimum. Fljótlega hleypti ungi maðurinn heimdraganum og afdrifarík var för hans að Engimýri í Öxnadal 1948 er hann réð sig í kaupamennsku sum- arlangt. Á næsta bæ, Hrauni, var heimasætan Lilja, gullfalleg og snaggaraleg stelpa. Þau fundu hvort annað og framtíðin var ráðin. Árið 1951 hófu þau búskap á Lyngási í Kelduhverfi, nýbýli sem þau höfðu reist frá grunni. Þar eignuðust þau sín fjögur mannvænlegu börn. Á milli Undirveggjar og Lyngáss er aðeins tæpur klukkustundargangur. Oft var skoppað eftir götuslóðanum á ská yfir móinn og ávallt mikill sam- gangur. Síðar áttu yngri bræðurnir eftir að hefja búskap á býlum hvor sínum megin við Lyngás og jókst þá enn samneyti og samstarf á milli fjölskyldnanna. Þegar fram liðu stundir flutti elsta dóttirin til Svíþjóðar með fjöl- skyldu sína en hin þrjú settust að á Húsavík. Þangað fluttu Valdi og Lilja er þau brugðu búi í Lyngási ár- ið 1980. Skömmu síðar fluttu þangað einnig foreldrar mínir, Klara og Ísak, og áttu þar góð og gjöful sín seinustu 20 ár. Það var dýrmætt fyr- ir þau að eiga þar fyrir ástvini sem tóku þeim opnum örmum. Valdi var gæddur góðum gáfum og hæfileikum. Hann var sagnamað- ur af Guðs náð og einhver mesti húmoristi sem ég hef þekkt til. Þegar góð saga var í bígerð mátti greina smá viprur á efri vör og þá gátum við hin farið að hlakka veru- lega til. Hann var vel pennafær og góður stílisti eins og sjá má af frá- sögnum sem birst hafa eftir hann m.a. í Árbók Þingeyinga. Valda gat hitnað vel í hamsi ef honum mis- bauð en ríkari þættir í skapgerð hans voru þó glaðværð, jákvæðni, hjálpsemi, umhyggja og hjarta- hlýja. Komið er að leiðarlokum. Nú getum við eftirlifandi systkini ekki lengur sagt „við þurfum að spyrja Valda að þessu“ eins og svo oft hef- ur komið upp í samræðum okkar á milli. Við þyrftum þá alltént að fara til hans í sumarlandið til að leita svara og við vildum helst bíða að- eins með það. Í staðinn getum við ornað okkur við ríkulegar og ynd- islegar minningar. Hvíl í friði hjartkæri bróðir og vinur. Við Elli vottum Lilju, börnunum og þeirra fjölskyldum okkar dýpstu samúð. Kristrún Ísaksdóttir. Sigvaldi Gunnarsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.