Morgunblaðið - 10.06.2022, Síða 25
félagarétt, einkum réttarreglur um
skyldur og ábyrgð stjórnenda félaga,
en hef jafnframt komið að kennslu í
öðrum greinum sem t.d. tengjast
fjármálamörkuðum og
Evrópurétti.“
Áhugamál Óttars eru fjölbreytileg.
„Ég er mikill fjölskyldumaður og hef
sérstakt yndi af því að sjá börnin
þroskast og blómstra og veit fátt
skemmtilegra en að ferðast með eig-
inkonu og börnum, innanlands sem
utan. Ég hef líka gaman af því að
skíða, veiða rjúpu og lax, spila golf og
lyfta lóðum. Svo er alltaf gaman að
fara í leikhús og tónleika. Ég hef
helst veitt á Snæfellsnesi og þar
stendur Haffjarðaráin mér næst. Fer
þangað á hverju ári. Golfáhuginn fer
síðan mjög vaxandi þótt mestur tími
fari í að leita að boltanum.“
Óttar heldur upp á tímamótin með
því að fara til Ítalíu. „Faðir minn varð
sjötugur í maí og stórfjölskyldan ætl-
ar að vera saman í Toskana í eina
viku. Svo förum Anna suður eftir
með krakkana og verðum í Napólí og
Capri og þaðan förum við til London
á tónleika með Elton John. Ýmislegt
annað stendur til og hver veit nema
maður slái upp partíi í haust.“
Fjölskylda
Eiginkona Óttars er Anna Rut
Þráinsdóttir, f. 4.9. 1974, sérfræð-
ingur í mannauði. Þau eru búsett í
Akrahverfi í Garðabæ. Foreldrar
Önnu eru hjónin Halldóra Axels-
dóttir, f. 26.4. 1948, fyrrverandi ritari
og húsmóðir, og Þráinn Rósmunds-
son, f. 17.9. 1947, læknir. Þau eru bú-
sett á Seltjarnarnesi.
Börn Óttars og Önnu eru Davíð, f.
26.6. 2003, nýstúdent frá Verzl-
unarskóla Íslands, Bjarki, f. 16.1.
2006, og Auður, f. 11.2. 2012.
Systur Óttars eru Áslaug Páls-
dóttir, f. 2.5. 1978, námsráðgjafi, býr í
Reykjavík, og Katrín Pálsdóttir, f.
23.9. 1984, lögfræðingur, býr í
Reykjavík.
Foreldrar Óttars eru hjónin Páll
Gunnlaugsson, f. 21.5. 1952, arkitekt,
og Hrafnhildur Óttarsdóttir, f. 24.1.
1953, líffræðingur. Þau eru búsett í
Reykjavík.
Óttar Pálsson
Gunnjóna Valdís Jónsdóttir
húsfreyja í Bolungarvík
Jón Karl Eyjólfsson
bakari í Bolungarvík
Katrín Karlsdóttir
fv. rannsóknarmaður á Veðurstofunni
og las veðurfréttir í útvarp
Jón Óttarr Ólafsson
loftskeytamaður í Reykjavík
Hrafnhildur Óttarsdóttir
líffræðingur í Reykjavík
Lára Ingibjörg Lárusdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Ólafur Jónsson
læknir í Reykjavík
Hólmfríður Geirsdóttir Zoëga
húsfreyja í Reykjavík
Geir G. Zoëga
vegamálastjóri í Reykjavík
Áslaug Zoëga
rak vefnaðarstofu, síðar fulltrúi
hjá Sýslumanninum í Reykjavík
Gunnlaugur Pálsson
arkitekt í Reykjavík
Málfríður Sumarliðadóttir
húsfreyja á Ísafirði
Páll Kristjánsson
byggingameistari á Ísafirði
Ætt Óttars Pálssonar
Páll Gunnlaugsson
arkitekt í Reykjavík
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2022
Sumar-
verkin
Sími 581 4000 | solarehf.is | solarehf@solarehf.is
Samkeppnishæf verð,
fagmennska og áratuga þekking.
Bílaplön, stéttar, klæðningar,
gluggar, bílastæðahús.
Ekkert verkefni er okkur ofviða.
„ÉG HEF LEGIÐ ANDVAKA OG REYNT
AÐ SKILJA HVERNIG ÞÚ KEMUR STÓRU
GÍRAHJÓLI NIÐUR UM SKORSTEININN.“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
... að slá aldrei feilnótu
saman.
ÉG VIL FÁ SEM MEST ÚT
ÚR LÍFINU
SÉRSTAKLEGA KLEINUHRINGI
T
IL
S
Ö
LU
G
Ó
Ð
U
F
R
É
T
T
IR
N
A
R
E
R
U
Þ
Æ
R
A
Ð
Á
S
E
T
T
VE
R
Ð
E
R
Á
Á
YK
K
A
R
VE
R
Ð
B
ILI.
„… OG VIÐ MINNUM Á AÐ Í ÞESSU FLUGI
ER GRÍMUSKYLDA.“
Í ljóðabók sinni „Horft í birtuna“
birtir Þóra Jónsdóttir þetta fal-
lega ljóð „Sláttur“ og rifjast upp
fyrir mér þegar ég var barn í Sand-
vík á sumrin:
Túnið logar í sóleyjum
punturinn og súra
úr sér sprottin.
Sláttumaður gáir til veðurs
ljárinn bíður hvattur.
Þegar rofar til
verður ljáfarið vott.
Börnin velta sér í slægjunni
og hyggja á feluleik
á bak við sátur.
Sumarmorgunn eftir Ingólf Ómar
Árnason og fer vel á því:
Fuglar kvaka foldin skartar feldi grænum
lágan heyri lækjarróminn,
litfríð anga sumarblómin.
Bjarkarilminn blærinn þíði ber að vitum
sveipast fjöllin sólareldi
sindrar gullið ránarveldi.
Á Boðnarmiði yrkir Guðmundur
Arnfinnsson „Morgunsól“ (fer-
skeytt, oddhent):
Gyllir tinda geislasindur
glóir lindin, blikar sær.
Ama hrindir vorsins vindur
veitir yndi, jörðin grær.
Gunnar Hólm Hjálmarsson yrkir:
Þegar sumar sólin skín
synd er inni að hanga.
Flýti mér í fötin mín,
fer svo út að ganga.
Þá er limra eftir Erling Sig-
tryggsson:
Hann ritar á Facebook svo frakkur
sem fullur hann væri eða skakkur.
Er þetta er ort
enginn veit hvort
hann tilberi telst eða snakkur.
Jón Jens Kristjánsson yrkir „að
gefnu tilefni“:
Rétt fyrir dögun ræs er
á reglurnar enginn læs er
fréttast mun hér
hve flókið það er
að fljúga til Bretlands með Niceair
Jónas Friðrik Guðnason hélt
áfram:
Nú get ég flogið með Niceair
og nú verð ég einn af þeim
sem rýkur af stað þegar ræs er
og ratar svo ekki heim.
Dagbjartur Dagbjartsson kvað:
Svona fór það fyrir rest
flónið andann dregur
ligg í furðufuglapest
frekar skjátulegur.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Sláttur og jörðin grær