Morgunblaðið - 20.06.2022, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 20.06.2022, Qupperneq 2
Morgunblaðið/Árni Sæberg Hellulögn Mennirnir voru að helluleggja. Maður sem réðst á vinnufélaga sinn með haka og klaufhamri hefur ver- ið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Rannsókn málsins miðar ágætlega, að sögn Gríms Grímssonar, yfirlögregluþjóns mið- lægrar rannsóknardeildar. Tveir voru færðir á slysadeild til aðhlynn- ingar eftir að til átaka kom milli byggingarverkamannanna á Sel- tjarnarnesi sem lauk þannig að einn starfsmaðurinn réðst á annan með fyrrnefndum verkfærum. Sam- starfsmenn hans náðu að yfirbuga árásarmanninn þar til lögreglu bar að og var hann þá handtekinn. Sá sem varð fyrir árásinni fékk tölu- verða höfuðáverka. Atvikið átti sér stað á ellefta tímanum hinn 17. júní, í götunni Sæbraut. Verkamaðurinn á Seltjarnarnesi í fjögurra vikna gæsluvarðhald 2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. JÚNÍ 2022 TENERIFE FJÖLSKYLDAN SAMAN Í SÓL INNIFALIÐ Í VERÐI, FLUG, GISTING, INNRITAÐUR FARANGUR OG HANDFARANGUR. BÓKAÐU ÞITT SÆTI Á UU.IS V IN S Æ LT 27. JÚNÍ - 05. JÚLÍ HG TENERIFE SUR 3* ÍBÚÐ MEÐ 1 SVEFNHERBERGI VERÐ FRÁ79.900 KR Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA OG 2 BÖRN VERÐ FRÁ 103.500 KR. Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Sara Sigurbjörnsdóttir stóð uppi sem sigurvegari í bæði fjórgangi V1 og fimmgangi F1 meistara á Reykja- víkurmeistaramóti Fáks í hesta- íþróttum þetta árið. Hún sigraði í A- úrslitum í fjórgangi á merinni Flugu frá Oddhóli með einkunnina 7,667 og fimmgangi á hestinum Flóka frá Oddhóli með einkunnina 7,5. Mótinu lauk í gær með öflugum úrslitum í tölti T1 þar sem Jakob Svavar Sig- urðsson bar sigur úr býtum á hest- inum Tuma frá Jarðbrú. Hlutu þeir 8,667 í einkunn. Hjörtur Bergstað formaður Fáks segir mótið hafa gengið vel, það sé ekki síst öflugum sjálfboðaliðum að þakka. Það eina sem hefði mátt bet- ur fara var veðrið, en rigning dundi á prúðbúnum knöpum í úrslitum gærdagsins. „Við búum samt á Ís- landi og vitum að það er allra veðra von.“ Hestakosturinn á mótinu var afbragðsgóður þetta árið og bestu tímar ársins í skeiði litu dagsins ljós. Margir þeir hestar sem tóku þátt í Reykjavíkurmótinu verða einnig á Landsmóti hestamanna í sumar. „Hestarnir eru í svo góðu standi núna að það er alveg mögulegt að ýmis met verði slegin á landsmóti.“ Konráð Valur Sveinsson náði besta tímanum í hundrað metra flugskeiði á hestinum Kjarki frá Árbæjar- hjáleigu II, en þeir luku við sprettinn á 7,22 sekúndum. Elvar Þormarsson vann gæðingaskeiðið á Fjalladís frá Fornuströnd. Efnilegir knapar Kristófer Darri Sigurðsson sigr- aði í fimmgangi ungmenna á hest- inum Ási frá Kirkjubæ með ein- kunnina 7,095. Signý Sól Snorra- dóttir hlaut svo efsta sætið í fjór- gangi ungmenna á hestinum Kol- beini frá Horni með einkunnina 7,262, en hún vann líka töltið á mer- inni Þokkadís frá Strandarhjáleigu með einkunnina 7,5. Í standi til að slá met í sumar - Vel heppnað Reykjavíkurmót að baki Morgunblaðið/ Óttar Rigning Veðrið var það eina sem hefði betur mátt fara að mati formannsins. Tómas Arnar Þorláksson tomasarnar@mbl.is „Það kæmi mér á óvart ef einhver segði að þetta væri nákvæmlega eins og hann vildi hafa það en aðal- atriðið er að þarna var margt fólk sem lagði mikið á sig til að sjá til þess að þetta verk yrði klárað.“ Þetta segir Guðlaugur Þór Þórðar- son umhverfis-, orku- og loftslags- ráðherra um rammaáætlun 3 sem var samþykkt á þriðjudaginn en harmar að hafa ekki getað verið viðstaddur þegar kosið var um mál- ið á þinginu. Ástæða fjarveru ráð- herrans var að hann var að júbílera með Menntaskólanum á Akureyri. Bendir hann á að atkvæðagreiðslan hafi upprunalega átt að vera á fimmtudeginum en ekki miðviku- degi og sér hafi ekki borist upplýs- ingar um breytingarnar með næg- um fyrirvara. Tekur hann þó fram að þessi mistök séu engum að kenna og sér þyki þetta verulega leiðinlegt. Aðspurður segist hann ekki hafa fengið neina gagnrýni vegna þessa óheppilega atviks – mestu gagnrýnina hafi hann fengið frá sjálfum sér. Sýni styrk ríkisstjórnarinnar Að mati Guðlaugs er mikilvægast af öllu að rammaáætlunin sé tilbúin og náðst hafi sátt í þessu erfiða og tímabæra verkefni. Segist Guðlaug- ur þá vera gífurlega ánægður með útkomuna og að búið sé að klára þennan áfanga. Bendir hann á að níu ár eru frá því að síðasta ramma- áætlun var samþykkt og fjórir ráð- herrar hafi komið á undan sér án þess að sátt hafi náðst um ramma- áætlun 3 en lögum samkvæmt eigi að samþykkja nýja rammaáætlun á fjögurra ára fresti. „Ég man ekki hversu oft ég heyrði þegar ég fór í þetta verkefni að þetta væri ekki hægt,“ segir Guðlaugur hæst- ánægður með lokið verk. Segir hann styrk ríkisstjórnar- innar og þrautseigju hafa gert gæfumuninn í þessari vinnu. „Þetta gerðist ekki af sjálfu sér, á bak við þetta er gífurlega mikil vinna og þá sérstaklega hjá umhverfis- og sam- göngunefnd. Þetta sýnir að ef fólk vill ná niðurstöðu þá eru málamiðl- anir mikilvægar til að komast að sátt og klára svona verkefni.“ Hrósar hann í hástert starfi nefndarformanns, meirihluta nefndarinnar, stjórnarflokkanna og formanna meirihlutans. Ítrekar Guðlaugur að eftir þetta samþykki á rammaáætlun 3 sé mun líklegra að Ísland nái að standa við lofts- lagsmarkmið sín, sem að sínu mati séu mjög metnaðarfull. „Verkefni okkar er að sjá til þess að komandi kynslóðir fái að njóta endur- nýjanlegu raforkunnar enn frekar en við höfum gert og við ætlum að gera þetta með þeim hætti að við vöndum okkur mjög.“ Málamiðlanir mikilvægar Spurður hvort þurft hafi að gera mikið af málamiðlunum til að kom- ast að sátt um rammaáætlunina segir Guðlaugur að erfitt sé að komast að niðurstöðu sem allir sætti sig við. „Allir sem kynna sér þessi mál móta sínar eigin skoðanir og ég held að rammaáætlun sé þess eðlis að enginn muni segja að þetta hafi verið nákvæmlega niðurstaðan sem hann vildi,“ segir Guðlaugur en bætir við að mikilvægt sé að nálg- ast mál eins og þetta með þeim hætti. Spurður um sína afstöðu gagn- vart rammaáætluninni segir hann að fyrir sér hafi verið mikilvægast af öllu að klára hana til að ná lofts- lagsmarkmiðunum. „Það er ekkert leyndarmál að ég hef ekki verið að festa mig í einstaka þáttum, hvort sem það er vernd eða nýting, vegna þess að ég hef litið svo á að mitt hlutverk sé ekki síst að miðla mál- um.“ Að sögn Guðlaugs hafa honum borist mjög jákvæð viðbrögð við því að rammaáætlunin hafi verið sam- þykkt og margir séu fyrst og fremst undrandi á að þetta hafi tek- ist. Segir Guðlaugur umræðum um rammaáætlanir ekki lokið því fljót- lega muni þingið taka fyrir áfanga 4 og 5. „Bæði 4. og 5. áfangi rammans eru komnir langt á veg og þá sér- staklega 4. en við vitum ekki ná- kvæma tímasetningu hvenær það kemur fyrir þingið,“ segir Guðlaug- ur en svarar aðspurður að það verði á þessu kjörtímabili. Spurður hvort vindorka verði tekin fyrir í áfanga 4 segir Guðlaugur að í stjórnarsátt- málanum sé samkomulag um að koma á sérregluverki utan um vind- orkuna en á meðan það sé ekki komið verði hún hluti af ramma- áætlun. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Dynkur Margir hafa lýst óánægju sinni með að fossinn Dynkur í Þjórsá var færður úr verndarflokki yfir í biðflokk með nýrri rammaáætlun. Hið ómögulega reyndist mögulegt - Ekki hin fullkomna rammaáætlun en sú sem flestir gátu sætt sig við - Harmar það að hafa ekki verið viðstaddur þegar kosið var um málið - Níu ár og fjórir ráðherrar frá samþykki síðasta ramma

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.