Morgunblaðið - 20.06.2022, Side 13

Morgunblaðið - 20.06.2022, Side 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. JÚNÍ 2022 Dekton er algjörlega öruggt gagnvart blettum svo sem kaffi, rauðvíni, sítrus og ryði. Dekton þolir að það slettist á það Blettaþolið SýruþoliðHögg- og rispuþolið Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is HÁTT HITAÞOL Yfirmaður hjá breska flughernum telur nauðsynlegt að Bretland fjölgi herflugvélum sem leita sérstaklega að kafbátum til þess að hemja njósn- ir Rússa við landamæri Bretlands. Fjöldi rússneskra kafbáta í Norður- Atlantshafi hefur tvöfaldast á síðasta áratug og eru þeir nú fleiri en í kalda stríðinu. Breski flugherinn á níu P-8-her- flugvélar – hver flugvél kostar 120 milljónir punda – sem vernda kjarn- orkukafbáta Bretlandshers og safna upplýsingum um kafbátaflota óvina. Ben Livesy, foringi í flughernum til 22 ára, sagði í viðtali við Telegraph að ef herinn festi ekki kaup á þremur P-8-herflugvélum til viðbótar yrði ekki hægt að svara Rússum á afger- andi hátt ef þeir sýndu fjandsemi í garð Breta. Ef af kaupunum verður eru Bretar með jafn margar P-8-her- flugvélar og Ástralía og Indland, tólf, en þó langt á eftir Bandaríkj- unum, sem eiga 128 vélar. Herflugvélarnar, sem heita Bo- eing P-8 Poseidon, geta bæði numið staðsetningu kafbáta og grandað þeim. Vélarnar geta einnig komið í veg fyrir ólöglegar veiðar í lögsögu Bretlands og komið auga á glæpa- gengi sem smygla fíkniefnum sjó- leiðis. Livesy segir kafbátaflota Rússa öflugan og síðasta áratug hafa Rúss- ar stækkað flotann mikið eftir að David Cameron, þáverandi forsætis- ráðherra Bretlands, ákvað að minnka flugher Breta. „Við getum ekki treyst Rússum, við verðum að vera vakandi fyrir ógninni sem þeir eru,“ sagði hann. Livesy telur Breta verða að fara að huga að varnarmál- unum betur til þess að geta átt möguleika á að bregðast við árásum. Hann segir engan hafa búist við þessu útspili frá Rússum og ef ekki verði fjölgað herflugvélum verði ekki hægt að kortleggja kafbátaflota Rússa í Atlantshafinu. Óvinakafbátar fara oft að land- helgi Breta og fela sig undir togur- um þar því þá er erfiðara fyrir flug- vélarnar að nema hljóðið frá kafbátunum. „Rússar hafa fjárfest í herflota, þeir eru með nýja kafbáta sem ógna okkur, þetta hræðir mann,“ sagði annar flugherforingi við Telegraph. logis@mbl.isKalt stríð Umsvif Rússa í Atlantshafi hræða breskan flugherforingja. Flotinn stærri en í kalda stríðinu - Rússar nýttu tækifærið þegar Bretar drógu úr umsvifum flughersins - Nýir kafbátar Rússa öflugir - Kafbátar fela sig undir togurum - Vill fleiri P-8-herflugvélar - Flotinn tvöfaldast á rúmum áratug Uffe Ellemann-Jensen, fyrrverandi utanríkisráðherra Danmerkur, er látinn, 80 ára að aldri. Eftir langa baráttu við krabbamein hrakaði heilsu hans skyndilega og var hann lagður inn á spítala á mánudag, þar sem hann lést. Ellemann-Jensen er helst þekktur fyrir að hafa verið utanríkisráðherra Schlüter-stjórnarinnar í Danmörku á níunda áratugnum. Börn hans, þau Jakob Ellemann- Jensen, formaður Venstre í Dan- mörku, og Karen Ellemann, þing- maður sama flokks, voru stödd á lýð- ræðishátíð Danmerkur á Borgund- arhólmi en yfirgáfu eyjuna á fimmtudag til að vera hjá föður sín- um. Hafði sigrast á krabbameini Haft var eftir Ellemann-Jensen í viðtali í mars að hann vissi að dagar hans væru senn taldir og tíminn að hlaupa frá honum. Jakob Ellemann-Jensen skrifaði í facebookfærslu í gær að faðir hans hefði dáið í svefni í fyrrinótt um- kringdur fjölskyldunni. Uffe Ellemann-Jensen sigraðist á blöðruhálskrabbameini 2011. Hann hafði einnig glímt við bæði hjarta- sjúkdóm og sykursýki. Andlát Uffes Ellemann-Jensens vakti mikla sorg meðal Dana og margir stjórnmála- menn í Danmörku hafa stigið fram og lýst honum sem merkum manni. Søren Pind, fyrrverandi ráðherra, sagði andlát Ellemann-Jensens mik- inn missi fyrir danska lýðræðið og sig sjálfan. Það væri Ellemann-Jen- sen að þakka að Pind væri í dag vinstrisinnaður maður. johann@mbl.is, logis@mbl.is Uffe Ellemann- Jensen látinn - Fyrrverandi utanríkisráðherra Danmerkur Morgunblaðið/ Kristinn Magnússon Andlát Uffe Ellemann-Jensen, fyrr- verandi utanríkisráðherra Dana. Slökkviliðsmenn berjast við skógareld nálægt borg- inni Zamora á norðurhluta Spánar. Hitabylgja gengur nú yfir á Spáni en hiti hefur náð 40 stigum á mörgum stöðum og mest 43 gráðum. Skógareldar geisa víða á meginlandi Evrópu sökum þeirra þurrka sem hitinn hefur í för með sér. Til að mynda hefur einn stærsti eldurinn á Spáni eyðilagt tuttugu þúsund hektara. Þá hafa þúsundir manna þurft að yfirgefa heimili sín á Spáni til að flýja eldana. Tvö þúsund manns þurftu að yfirgefa heimili sín fyrir viku vegna skógarelda sem brutust út í suðurhluta landsins. Veðurfræðingar eru uggandi yfir því að slík- ar hitabylgjur verði æ tíðari. „Sökum hnattrænnar hlýnunar má búast við hitabylgjum fyrr á árinu,“ sagði Clare Nullis, talskona Alþjóðaveðurfræðistofnunar Sameinuðu þjóðanna. Ljósmynd/AFP Skógareldar á Spáni í hitabylgju Emmanuel Macron Frakklandsfor- seti og fylking hans Ensemble náði ekki meirihluta í frönsku þingkosn- ingunum í gær. Niðurstaðan hefur gífurleg áhrif á áfrom Macrons um endurbætur á næsta kjörtímabili og líklegt að hann þurfi að finna nýja bandamenn til þess að ná áformum sínum í gegn. Fylking Macrons var með 234 þingsæti þegar 97% atkvæða höfðu verið talin, en til að mynda meiri- hluta þarf 289 sæti. Elizabeth Borne forsætisráðherra Frakklands sagði í ávarpi í gærkvöldi að það yrði mikil áskorun að mynda meirihluta. Niðurstöður þingkosninganna draga verulega úr nýlegum kosn- ingasigri Macrons í apríl, en þá var hann fyrsti forsetinn í tuttugu ár sem var kosinn til þess að sitja annað kjörtímabil. Nýja vinstrabandalagið NUPES undir stjórn Jean-Lucs Melenchons fékk 124 sæti. Bandalagið var myndað í maí eftir forsetakosningarnar en í því eru sósíalistar, kommúnistar og um- hverfissinnar. Hægriflokkur Marine Le Pen vann mikinn kosningasigur og bætti við sig a.m.k. 81 sæti en hafði fyrir aðeins átta. logis@mbl.is Macron missir meirihlutann - Fylkingin náði aðeins 234 sætum AFP Ósigur Macron náði ekki þeirri nið- urstöðu sem hann leitaði eftir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.