Morgunblaðið - 20.06.2022, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. JÚNÍ 2022
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Þriðji áfangi
rammaáætl-
unar var
samþykktur fyrir
þinglok, mörgum
árum of seint eftir
að hafa verið lagður
fram fjórum sinnum. Seina-
gangurinn í afgreiðslu áfanga
rammaáætlunar á Alþingi er ein
af ástæðum þess hve illa gengur
að tryggja næga orku hér á
landi en alls ekki eina ástæðan
þó að við núgildandi laga-
umgjörð sé rammaáætlunin
grunnforsenda þess að nokkuð
sé hægt að gera. Þessi lagaum-
gjörð hefur ekki reynst vel og
full ástæða er til að endurskoða
hana í heild sinni í stað þess að
ræða eingöngu einstaka áfanga
rammaáætlunar eða þjarka um
það hvaða virkjanakostir eigi að
vera í nýtingarflokki, biðflokki
eða verndarflokki.
Ef til vill væri líklegra til
árangurs að þingið skoðaði
færri kosti í hvert sinn, jafnvel
bara einn kost, og tæki afstöðu
til þeirra eða hans. Með því má
segja að ekki fengist sú heild-
armynd sem ætlunin er að ná
með rammaáætlununum, en þau
vinnubrögð hafa ekki gengið vel
auk þess sem þá mynd má fá
með áframhaldandi rann-
sóknum án þess að þær rann-
sóknir séu gerðar undir yfir-
skriftinni rammaáætlun.
Þegar hlutir standa fastir ár-
um saman svo í óefni er komið
er óhjákvæmilegt að endur-
skoða vinnubrögð í stað þess að
ríghalda í það sem
hindrað hefur
framþróun. Hvað
viðkemur orku-
málum virðist þó
sem fleira en laga-
ramminn valdi erf-
iðleikum. Í fréttaskýringu í
Morgunblaðinu á laugardag var
til að mynda fjallað um virkj-
analeyfi fyrir Hvammsvirkjun
og ótrúlegar tafir hjá Orku-
stofnun við afgreiðslu umsókn-
arinnar. Umsókn um virkj-
analeyfi var afhent 8. júní í
fyrra en Orkustofnun birti ekki
auglýsingu vegna hennar fyrr
en 10. þessa mánaðar, rúmu ári
síðar.
Eins og rakið er í fréttaskýr-
ingunni er þetta mikil afturför
frá því sem áður var og kallar á
að stjórnvöld fari rækilega yfir
þessi vinnubrögð og bregðist
við með þeim hætti sem dugar.
Um leið og ráðamenn fagna
því að hafa loks getað afgreitt
þriðja áfanga rammaáætlunar,
með öllum hans kostum og göll-
um, ber þeim skylda til að skoða
þessi mál í víðu samhengi, þar
með talinn lagarammann og
vinnubrögðin við afgreiðslu
mála. Sú skoðun þolir hvorki bið
né seinagang. Orkumál eiga að
vera til fyrirmyndar hér á landi
og geta hæglega verið það. Ís-
land á næga orku til að nýta í
sátt við náttúruna og sú nýting
er ein helsta forsenda þess að
hér sé áfram hægt að tryggja
lífskjör sem eru með þeim allra
bestu í heimi.
Afgreiðsla rammans
er ekki nema fyrsta
skrefið í átt að því
að laga orkumálin}
Ein helsta forsendan
Fátt virðist
geta komið í
veg fyrir efna-
hagssamdrátt í
Evrópu, að lík-
indum víðar í hinum vestræna
heimi og ekki er hægt að úti-
loka heimskreppu. Ástæð-
urnar eru margar og nærtæk-
ast að líta til afleiðinga
innrásar Rússa í Úkraínu,
heimsfaraldursins og stór-
karlalegra hagstjórnar-
viðbragða við honum, að
ógleymdri fjármálakreppu og
evrukreppu, sem aldrei var
undið ofan af, heldur látið
duga að velta þeim á undan
sér.
Hvert og eitt þessara
vandamála er erfitt viður-
eignar en til samans nánast
óviðráðanleg. Það á sérstak-
lega við um Evrópu, sem á
ekkert borð fyrir báru, eins
og ráðleysi Evrópska seðla-
bankans sýnir. Nú er átta ára
skeiði lausataka í peninga-
málum evrusvæðisins lokið án
þess að vöxtur hafi skilað sér
og hans er ekki að vænta nú
þegar tökin verða hert til við-
náms gegn verð-
bólgu.
Hagvísar, vænt-
ingavísitölur og
kauphallar-
viðskipti benda til samdráttar
og verðbólgu, en Evrópski
fjárfestingabankinn varar við
að 17% fyrirtækja í ESB eigi
gjaldþrot á hættu.
Slíkur samdráttur, kreppa
jafnvel, bælir ekki aðeins hag-
kerfið, því lítið þarf til að
ítalska ríkið lendi í kröggum
og bankakerfi Evrópu í bráðri
hættu. Í Bretlandi harðnar
líka á dalnum, þótt það sé álit-
ið öruggasta höfnin í rysjóttri
tíð Evrópu, þar sem skulda-
kreppa og fjármagnsflótti vof-
ir yfir. Vestanhafs hrannast
óveðursskýin einnig upp.
Ísland er um margt betur í
stakk búið en velflest önnur
lönd til þess að fást við þreng-
ingar sem þessar. Enginn
skyldi þó ímynda sér að efna-
hagssamdráttur helstu við-
skiptalanda okkar hafi ekki
áhrif hér. Það þurfa stjórn-
völd, aðilar vinnumarkaðar og
almenningur að hafa hugfast.
Ísland er ekki í skjóli
fyrir lægðum}Efnahagsblikur á lofti
O
rðspor Íslands skiptir öllu þegar
kemur að alþjóðlegum við-
skiptum. Ráðamenn ræða það
iðulega hversu mikilvægt það er
að fá hingað til lands erlendar
fjárfestingar enda er okkar innlendi markaður
smár og vinnur smæðin gegn hagsmunum okk-
ar. Þegar erlendir fjárfestar hugleiða komu inn
á markaðinn eru nokkrir þættir skoðaðir öðru
fremur; stöðugleiki gjaldmiðils, stöðugleiki í
stjórnmálum, fjármálakerfið, réttarkerfið og
síðast en ekki síst spillingarvarnir. Nú berast
okkur þær fréttir að vinnuhópur OECD gegn
mútum sé undrandi yfir hægagangi rann-
sóknar á Samherjamálinu og hefur yfirmaður
vinnuhópsins, Drago Kos, sagt það nánast
vandræðalegt að við séum eftirbátar Namibíu í
þessum efnum. Krefst vinnuhópurinn jafn-
framt svara frá yfirvöldum á Íslandi vegna afskipta lög-
reglu af blaðamönnum sem fjallað hafa um málið. Segir
Drago Kos viðbúið að einstaklingar og fyrirtæki sem liggi
undir grun grípi til ýmissa ráða en það valdi sér áhyggjum
að lögregluyfirvöld spili með. Þetta eru skiljanlegar
áhyggjur enda býsna óvenjulegt að lögregla sé að hafa af-
skipti af blaðamönnum sem skrifa um möguleg alþjóðleg
mútubrot stórra aðila í íslensku viðskiptalífi. Fregnir hafa
borist af handtökum, gæsluvarðhaldsúrskurðum, kyrr-
setningum og fangelsisdómum yfir málsaðilum í Namibíu
á sama tíma og héðan hafa borist fregnir af því hverjir
hafa hlotið réttarstöðu sakborninga. Annað ekki. Héraðs-
saksóknari segir að hraði rannsóknar sé í
beinu samhengi við fjármagn sem stjórnvöld
skammta embættinu, það sé einfaldlega van-
fjármagnað og það bitni á málshraða.
Þegar Samherjamálið var opinberað átti sér
stað vinna á Alþingi við fjárlagafrumvarp árs-
ins 2020. Við í Samfylkingunni lögðum þá til að
auknu fjármagni yrði varið til embættis hér-
aðssaksóknara vegna þessa yfirgripsmikla
máls. Það þótti fjármálaráðherra alveg fráleitt
og sagði að ef embættið þyrfti frekari fjármuni
þyrfti það bara að koma til sín með slíka bón.
Lét hann jafnframt hafa eftir sér að það væri
sláandi og rót vandans í þessu tiltekna máli
sem verið væri að afhjúpa hversu veikt og
spillt stjórnkerfi væri í Namibíu. Drago Kos
segir þessi ummæli einfaldlega röng því að sá
sem bjóði mútur sé jafn ábyrgur og sá sem
þiggur þær og segir hann jafnframt að hin þrúgandi þögn
sem berist frá Íslandi varðandi rannsóknina sé vandamál
enda virðist allt uppi á borðum í Namibíu en hula hvíli yfir
rannsókn mála hér á landi.
Það er óeðlilegt að embætti sem annast rannsókn Sam-
herjamálsins þurfi að fara bónarveg til formanns Sjálf-
stæðisflokksins og fjármálaráðherra eftir nægu fjár-
magni. Embættið er vanfjármagnað, það tefur rannsókn
málsins og getur valdið réttarspjöllum ofan á þá orð-
sporsáhættu sem augljós er. helgavala@althingi.is
Helga Vala
Helgadóttir
Pistill
Orðspor eyríkis
Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingar.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
FRÉTTASKÝRING
Þóra Birna Ingvarsdóttir
thorab@mbl.is
A
lþjóðasundsambandið,
FINA, hefur ákveðið að
transkonur verði ekki
gjaldgengar í kvennaflokk
hafi þær stigið sín fyrstu skref í
kynþroskaferli karlkyns líkama. Er
þá miðað við að þær hafi náð tólf ára
aldri áður en þær hófu hormóna-
meðferð vegna kynleiðréttingar,
nema sýnt sé að kynþroskaskeið
þeirra hafi ekki verið byrjað þegar
hormónameðferðin hófst. Til þess að
koma til móts við þann hóp sem ekki
uppfyllir þessi skilyrði verður settur
á fót sérstakur opinn flokkur fyrir
þá keppendur sem skilgreina kyn
sitt með öðrum hætti en líffræðilegir
eiginleikar þeirra gefa til kynna við
fæðingu.
Þessar nýju reglur voru sam-
þykktar með 71 prósenti greiddra
atkvæða, þar sem alls 152 félagar
sambandsins kusu. Ákvörðuninni
hefur verið lýst sem fyrsta skrefinu
í átt að því að ná utan um alla hópa.
Lokað á Liu Thomas
Stefna sambandsins er útlistuð
á 34 blaðsíðum, með samþykkt
hennar fær Lia Thomas ekki að
keppa í kvennaflokki á Ólympíu-
leikunum, líkt og hún hafði lýst yfir
áhuga á. Lia Thomas er tuttugu og
þriggja ára afreksíþóttakona í sundi
og syndir fyrir háskólalið sitt í
Pennsylvaníuríki Bandaríkjanna.
Hún synti með karlaliði skólans þrjú
tímabil en fór svo í gegnum
kynleiðréttingarferli og vakti mikla
athygli þegar hún varð fyrsta opin-
bera transkonan til þess að vinna til
fyrstu verðlauna í efstu deild banda-
rískra háskóla.
Réttlát samkeppni
kjarni íþrótta
Brent Nowicki, framkvæmda-
stjóri stjórnar sambandsins, segir
vinnuna að baki stefnunni yfirgrips-
mikla, byggða á vísindalegum
grunni og stefnan sé til þess fallin að
bjóða velkominn breiðari hóp en áð-
ur. Með henni tryggi FINA rétt alls
afreksfólks í sundi til þess að keppa,
á sama tíma og sambandið standi
vörð um réttláta samkeppni. „Við
munum alltaf bjóða allt íþróttafólk
velkomið, með því að stofna opinn
flokk geta allir keppt á afreksstigi.
Þetta hefur ekki verið gert áður svo
við tökum hér forystuna. Ég vil að
öllu íþróttafólki finnist það til-
heyra.“
Sharron Davies, ólympíu-
meistari í sundi, kveðst stolt af því
að FINA sé að taka þetta skref.
Hún hefur opinberlega gagnrýnt að
transkonur keppi gegn sískynja
konum. Hún, ásamt sextíu öðrum ól-
ympíumeisturum, skrifaði Ólympíu-
sambandinu og óskaði eftir því að
litið yrði til vísindanna. Sharron seg-
ir ekkert alþjóðasamband hafa gert
það fyrr en nú. „Sund er íþrótt fyrir
alla og við viljum tryggja að allir
geti verið með en kjarni íþrótta er
sá að keppni fari fram á réttlátum
forsendum.“ Máli sínu til stuðnings
bendir Sharron á að aldursskipting
tíðkist í flestum íþróttum barna,
þannig keppi fimmtán ára barn ekki
í kapphlaupi við tólf ára barn, box-
urum sé skipt upp í þyngdarflokka
og Ólympíuleikar fatlaðra bjóði upp
á margar ólíkar greinar. Ef horfið
yrði frá slíkum aðgreiningum væru
það á endanum konur sem færu á
mis við rétt sinn til réttlátrar sam-
keppni.
Skaðleg og óvísindaleg
Þrýstihópurinn Athlete Ally,
sem beitir sér fyrir rétti LGBT-
fólks innan íþróttahreyfingarinnar,
hefur gefið út yfirlýsingu til stuðn-
ings Liu Thomas, þar sem þessi
nýja stefna alþjóðasundsambands-
ins er fordæmd. Hópurinn telur
reglurnar skaðlegar, stuðla að mis-
munun og óvísindalegar. Þá er því
haldið fram að þær stangist á við
reglur Ólympíusambandsins.
AFP
Sigurvegari Lia Thomas sést hér taka á móti verðlaunum fyrir fyrsta
sæti í 90 metra sundi í kvennaflokki í háskóladeild í Bandaríkjunum.
Réttur til þátttöku og
réttlátrar samkeppni
AFP
Sanngirni Sharron hefur áhyggjur af því að rétturinn til réttlátrar sam-
keppni verði fótum troðinn ef ekki er litið til vísindanna.