Morgunblaðið - 20.06.2022, Síða 15

Morgunblaðið - 20.06.2022, Síða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. JÚNÍ 2022 Hiti Maður kælir sig í vatnsbrunni í Nerja á Spáni. Margir Íslendingar ferðast nú um sólarlönd á meðan hitabylgja ríður yfir Spán. Hafþór Hreiðarsson Það hefur verið ánægjulegt að verða vitni að því frá fyrstu hendi hversu mikið alþing- ismenn þjóðarinnar brenna fyrir því að betrumbæta sam- félagið okkar. Þeir vilja styðja við foreldra sem missa barn, styðja við nýsköpun og styrkja stöðu lántaka og leigj- enda. Þeim er annt um velferð dýra og um umhverfið. Al- þingismönnum er umhugað um geðheilsu þeirra sem vinna við að hjálpa öðrum, vilja jafna stöðu fólks á vinnu- markaði og auðvelda og ein- falda aðgengi að tæknifrjóvg- unum. Þingmenn eru auðvitað ekki alltaf sammála, og kannski sjaldnast, sér- staklega um leiðir að settu marki. En þeim gengur gott til. Munurinn á hugarfari þingmanna, hugsunarhætti og hugsjónum, kom hins vegar glöggt fram í umræðum á þinginu um fjármálaáætlun næstu ára. Þjóðin hefur glímt við næstmesta efnahagsáfall seinni tíma og ljóst er að að- gerðir hafa skilað árangri og efnahagurinn tekið hratt við sér. Hins vegar stafar okkur ógn af verðbólgu og versn- andi efnahagshorfum í heiminum. Hvernig eigum við að bregðast við? Á Alþingi heyrast raddir þar sem amast er við skatta- lækkunum undanfarinna ára, hækkun frítekjumarks og lækkun gjalda. Aðgerðir sem stjórnvöld geta sannarlega hreykt sér af, enda byggist þessi gagnrýni á hugmyndum um að samfélagskakan sé óbreytanleg stærð og ágrein- ingurinn snúi að því hvernig eigi að skipta henni. Efna- hagsstjórn undanfarinna ára undir forystu Sjálfstæð- isflokksins hefur hins vegar sannarlega stækkað kökuna. Um það verður ekki deilt. Stjórnvöld geta vel við unað þann árangur sem ráðstaf- anir þeirra hafa skilað til varnar efnahagslífinu. Hins veg- ar mættu stjórnvöld standa sig mun betur í aðhaldi og hagræðingu. Þar mætti vera meira af „harða hægrinu“, svo vísað sé til orða þingmanns Samfylkingarinnar. Og ég hvet stjórnvöld til að halda aftur af eilífri þörf til að hækka skatta og gjöld þegar að kreppir og fara einfald- lega betur með þær tekjur sem við heimtum af fólkinu í landinu. Eftir Diljá Mist Einarsdóttur »Hins vegar mættu stjórnvöld standa sig mun betur í aðhaldi og hagræðingu. Diljá Mist Einarsdóttir Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Afhjúpun á Alþingi Þegar fundum okkar Uffes Ellemann- Jensens, utanríkis- ráðherra Dana, bar fyrst saman haustið 1988 á fundi utanrík- isráðherra Norður- landa, kom brátt á dag- inn, að við Uffe áttum meira sameiginlegt en við mátti búast. Við vor- um allir sósíal- demókratar nema hann, sem var formaður flokks, sem kenndi sig við vinstrið, en var til hægri. Þetta hafði ekkert að gera með pólitík. Við áttum það bara sam- eiginlegt að bera takmarkað um- burðarlyndi fyrir leiðindum. Því fylgdi grallaralegt skopskyn, sem þótti á köflum varla selskapshæft. Að sögn vinar míns, Stoltenbergs hins norska, missti Uffe út úr sér eftirfarandi: „Það væri nú munur fyrir okkur hin að búa við ráðríki ykkar, krataflokkanna í Norður- landapólitíkinni, ef þið væruð ekki flestir (alls ekki þú, þó!) svona hrút- leiðinlegir. Af hverju getið þið ekki verið meira eins og þessi íslenski?“ Svona trakteringar þóttu ekki við hæfi í bræðralaginu, enda var vini mínum, Stoltenberg, ekki skemmt. Þegar ég lít til baka til þessara ára, 1988-92, þegar samstarf okkar Uffes var hvað nánast, kemst ég ekki hjá því að játa að við vorum lukkunnar pamfílar. Heimurinn var að taka stakkaskiptum. Við vorum að binda enda á kalda stríðið. Fyrir hundrað milljónir Austur- Evrópubúa var loksins verið að binda enda á seinni heimsstyrjöld- ina. Berlínarmúrinn var rifinn niður og Þýskaland sameinað friðsamlega. Endurheimt sjálf- stæði Eystrasaltsþjóð- anna reyndist vera upphafið að endalok- um Sovétríkjanna. Það tókust sögulegir samn- ingar um afvopnun, samdrátt herja og brottflutning hernámsliða. Síðast en ekki síst náðust samningar um fækkun kjarnavopna og samstarf kjarnorkuvelda um að bægja frá útrýmingarhættu af þeirra völdum. Eftir hálfrar aldar kalt stríð undir hótun um allsherjar útrýmingu mannlífs á þessari jörð vaknaði von um nýja og betri tíma. Hinir lærð- ustu menn voru þá jafnvel svo bernskir, að þetta táknaði „endalok sögunnar“. Fram undan biði friðsæl framtíð, þar sem allir fengju notið frelsis og mannréttinda í sam- félögum, sem lytu lýðræðislegri stjórn. Hversu ólýsanleg eru ekki von- brigðin, þegar við lítum nú til baka. Það sem leiddi okkur Uffe saman á þessum árum var óbrigðull stuðn- ingur okkar sem fulltrúa smáþjóða við endurheimt sjálfstæðis Eystra- saltsþjóða. Þar var við ramman reip að draga. Leiðtogum Vesturveld- anna virtist fyrirmunað að skilja, að Sovétríkin voru gjaldþrota. Að Gorbachev var rúinn fylgi, af því að hann gat engan veginn staðið við gefin fyrirheit. Yfirlýst stefna leið- toga lýðræðisríkjanna um að binda allt sitt trúss við pólitísk örlög Gor- bachevs – og þar með að halda Sov- étríkjunum saman í nafni stöðug- leikans – allt var þetta viðbragða- pólitík, byggð á vanþekkingu á raunveruleikanum um yfirvofandi hrun hins gjaldþrota nýlenduveldis Rússa. Það sem skorti var óbilandi stuðn- ingur og þar með massív Marshall- aðstoð við lýðræðisöflin í Rússlandi, þá undir forystu Jeltsíns. Fimm ár og 150 milljarðar dala til að fylgja því eftir, skv. áætlun Javlinskís. En forystumenn lýðræðisríkjanna þekktu ekki sinn vitjunartíma. Þess vegna fór sem fór. Þess vegna er nú þegar byrjað nýtt kalt stríð. Þess vegna erum við á barmi þriðju heimsstyrjaldarinnar. Þess vegna er fyrirhugaður björgunarleiðangur til að forða lífríki plánetunnar frá tor- tímingu nú í molum. Okkur Uffe tókst að koma í veg fyrir, að endurheimtu sjálfstæði Eystrasaltsþjóða yrði fórnað í nafni ímyndaðs stöðugleika, sem enginn var í boði innan Sovétríkjanna. Þeg- ar valdaránstilraun „harðlínu- manna“ í Moskvu hafði mistekist í ágúst 1991 og Jeltsín stóð sigri hrós- andi uppi á skriðdrekanum, sigri hrósandi sem leiðtogi lýðræðis- aflanna, var lýðum ljóst, að yfirlýst stefna lýðræðisríkjanna var gersam- lega í molum. Um skeið ríkti valda- barátta í Kreml. Í vestrinu blasti við pólitískt tómarúm. Þá tókum við af skarið um viður- kenningu á endurreistu sjálfstæði Eystrasaltsþjóða. Aðrar þjóðir komu svo í kjölfarið. Það varð upp- hafið að upplausn Sovétríkjanna. Það er hins vegar ekki okkur að kenna, að leiðtogar Vesturveldanna létu tækifærið, sem upplausn Sov- étríkjanna veitti, sér úr greipum ganga, með þeim afleiðingum sem við blasa. Eitt af því sem Uffe Ellemann beitti sér fyrir, eftir að utanríkis- ráðherraferli hans lauk 1993, var að stofna Baltic Developement Forum. Það var áhrifamikill samstarfsvett- vangur Norðurlanda og Eystrasalts- þjóða, einkum og sér í lagi með því að greiða fyrir fjárfestingum nor- rænna fyrirtækja í Eystrasalts- löndum. Og hefur þar með skilað miklum árangri og vísað veginn til framtíðar. Sú framtíð byggist á svæðisbundnu samstarfi Norður- landa og Eystrasaltsþjóða, innan ramma Evrópusamstarfsins. Fundum okkar Bryndísar og Uffes, vinar okkar, bar seinast sam- an í Kaupmannahöfn fyrir fáeinum árum. Við vorum á heimleið frá Vil- níus með viðkomu í okkar gömlu höfuðborg. Við létum vita af ferðum okkar, og Uffe bauð upp á „dansk julefrokost“ í Nyhavn. Það var ógleymanleg stund. Við létum gamminn geisa um hið liðna og hnakkrifumst um sitthvað í samtíð- inni. En þegar ég spurði hann um danska pólitík sagði hann: „Hafðu ekki áhyggjur af henni. Það eru þeg- ar þegar tveir fulltrúar Ellemann- Jensens þar við völd.“ Og hló með bakföllum. Eftir Jón Baldvin Hannibalsson » Það sem leiddi okkur Uffe saman á þess- um árum var óbrigðull stuðningur okkar sem fulltrúa smáþjóða við endurheimt sjálfstæðis Eystrasaltsþjóða. Jón Baldvin Hannibalsson Uffe Ellemann-Jensen – minning Höfundur var utanríkisráðherra Íslands 1988-95. Morgunblaðið/ Kristinn Magnússon Uffe Ellemann-Jensen, fyrrverandi utanríkisráðherra Danmerkur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.