Morgunblaðið - 20.06.2022, Side 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. JÚNÍ 2022
✝
Jóhannes Sig-
urjónsson
fæddist í Bolung-
arvík 16. febrúar
1954. Hann lést á
Landspítalanum
við Hringbraut 9.
júní 2022.
Foreldrar hans
voru Herdís S.
Guðmundsdóttir,
f. 3. september
1929, d. 31. jan-
úar 2012, og Sigurjón Jó-
hannesson, f. 16. apríl 1926,
d. 6. ágúst 2019.
Systkini Jóhannesar eru
Jóhanna, f. 1952, Sigríður,
f. 1955, Guðrún, f. 1957,
Guðmundur, f. 1962, og
Haraldur, f. 1966.
Jóhannes kvæntist Sig-
steinn Úlfur. 5) Guðrún Sig-
ríður.
Jóhannes ólst upp á Húsa-
vík frá þriggja ára aldri og
bjó þar til æviloka að frá-
töldum mennta- og háskóla-
árum. Hann lauk stúdents-
prófi frá Menntaskólanum
við Tjörnina 1974 og stund-
aði nám í ensku og íslensku
við HÍ 1974-1978.
Í um fjörutíu ár var Jó-
hannes ritstjóri og blaða-
maður á Húsavík, fyrst á
Víkurblaðinu 1979-1996, síð-
an Degi 1997-2001 og loks
Skarpi 2002-2020.
Eftir Jóhannes hafa komið
út þrjú kver af Sönnum
þingeyskum lygasögum auk
ljóðabókarinnar Æpt var-
lega. Þá skrifaði hann nokk-
ur leikrit, söngtexta, grein-
ar og viðtöl í ýmis tímarit
og bækur.
Útför Jóhannesar fer
fram frá Húsavíkurkirkju í
dag, 20. júní 2022, klukkan
11.
ríði Kristínu Þór-
hallsdóttur árið
1985, þau skildu.
Börn þeirra eru:
1) Þórdís Edda.
2) Sigurjón, maki
Þuríður Hall-
grímsdóttir Við-
ar. Synir þeirra
eru Þórður Viðar
og Hilmar Viðar.
Börn Sigríðar og
uppeldisbörn Jó-
hannesar eru: 3) Kristján
Gunnar, maki Jóna Björg
Pálmadóttir. Börn þeirra
eru Arnar Pálmi, Aníta Rak-
el og Kristín Eva. Sonur
Arnars Pálma og Maríu
Bjartar Wiium er Atlas
Máni. 4) Arnar, synir hans
eru Tristan Flóki og Þor-
Inn ganginn til vinstri og svo
áfram, til hægri og að eldgömlu
lyftunni.
Þannig var þetta síðustu dag-
ana og þegar upp var komið í
herbergið þar sem þú lást
blöstu við allir kranarnir fyrir
utan, kranarnir sem byggja upp
nýjan spítala þar sem ný lyfta
tekur við fyrir aðstandendur
framtíðar.
Í einum þeirra hrafnslaupur
þar sem ungarnir voru við það
að fljúga burt til þess að hefja
lifið.
Sólin skein og ég sá þig fyrir
mér á pallinum með kaffibolla
og sígó, orðinn fáránlega sól-
brúnn á engum tíma, að segja
sögur úr mannlífinu eða ræða
um pólitík og fótbolta.
Þegar við komum svo saman
hjá Sigurjóni síðar um daginn
var þar þó skýrasta merkið um
lífsins gang afastrákarnir þínir
yngstu tveir, sem halda ásamt
okkur öllum arfleifðinni á loft
og tala um afa Jóa.
Samband okkar var ætíð
gott; við rerum þó alltaf á
grunnið á hafsjó samskipta og
tilfinninga en hættum okkur
ekki mikið á dýpið þar sem erf-
iðara er að stjórna bátnum en
það gerði ekkert til því miðin
voru fengsæl til lokadags.
Þolinmæði þín var einstök og
það var ótrúlegt hvað ró þín
raskaðist lítið gagnvart mér
þegar ég tók út eitt erfiðasta
unglingaskeið sem um getur í
Þingeyjarsýslu.
Alltaf pollrólegur og vissir al-
veg að vegur lífsins er ekki allt-
af beinn og sléttur.
Þú gegndir svo mörgum titl-
um um ævina; Jói, James, Unit-
ed-aðdáandinn, fótboltamaður-
inn, Völsungurinn,
Húsvíkingurinn, Þingeyingur-
inn, pabbinn, eiginmaðurinn,
sonurinn, bróðirinn, rithöfund-
urinn, blaðamaðurinn, vinurinn,
ljósmyndarinn, skáldið, fót-
boltaáhugamaðurinn og afinn,
sem er titillinn sem mér þótti
vænst um.
Samband þitt við strákana
mína var svo fallegt og Tristan
var svo mikill afastrákur. Og ég
man alltaf þegar þið komuð úr
einni bæjarferðinni og það var
þetta frábæra glott á þér þegar
þú sagðir að Tristan hefði spurt
þig hvort hann mætti eiga Sub-
aru-skrjóðinn græna sem hékk
saman á lyginni einni þegar
hann yrði sautján ára og fengi
bílpróf.
Bílar og fataval voru ekki þín
helstu hugðarefni og elda-
mennskan lá heldur ekki vel
fyrir þér og þegar mamma fór
að heiman skiptust á pylsurnar
og Ora-fiskbúðingur á pönnu og
poppkornið kólnaði uppi á skáp
með aromat til þess að maula
um kvöldið.
Frá árinu 1979 komst þú að
því að gefa út bæjarblaðið og
þar liggur svo ómetanleg saga
Húsavíkur, Völsungs, HSÞ, at-
vinnusaga Húsavíkur og ekki
síst mannlífsins í bænum sem
þú elskaðir og enginn í heim-
inum var stoltari en þú þegar
Húsvíkingur náði langt.
„Kevin Costner er leiðinlegur
leikari“ voru lokaorðin þín,
sterkar skoðanir eins og ætíð.
Við feðgar eigum eftir að
sakna þín svo mikið en við ylj-
um okkur við minningarnar og
flettum upp í þeim milljónum
orða sem eftir þig liggja og
skoðum myndirnar og þannig
lýsist þú upp í huga okkar fram
á okkar lokadag.
Það væri við hæfi í lokin að
grafa upp ljóð eða fallegan
texta eftir þig en ég ætla frekar
að vitna í þetta sem þú sagðir
upphátt mjög oft eitt árið.
„Einu sinni átti ég hest of-
urlítið skjóttan, það var sem
mér þótti verst þegar pabbi
skjótt’ann.“
Hef þetta lokaorð elsku Jó-
hannes minn.
Og það held ég nú.
Þinn
Arnar.
Jóhannes Sigurjónsson blaða-
maður, pistlahöfundur, ljóð-
skáld og ýmislegt annað en um-
fram allt mannvinur er fallinn
frá eftir erfið veikindi. Ævistarf
hans var einstaklega merkilegt.
Strax í upphafi skrifa hans í
Víkurblaðið 1979 var tekið eftir
fallegum og liprum texta sem
oft var ljóðrænn og grallaraleg-
ur. Árið áður hafði hann gefið
út ljóðabókina „Æpt varlega“.
Göngum í skóginn
tínum smára jarðarber
og blágresi.
Gleymum heiminum
stundarkorn
og því
að stjörnurnar
eru ekki lengur stjörnur.
Tínum blágresið
í blóra við teoríur
og tryllitæki.
Gleymum heiminum
sem fyrst
sem oftast
ef við þorum ekki
að breyta honum.
(Göngum í skóginn)
„Ég get séð eitthvað kómískt
við alla hluti og þarf að halda
aftur af mér að skrifa ekki kóm-
ískt um allt,“ sagði Jóhannes í
viðtali við DV á fyrstu árum
Víkurblaðsins. Það má segja að
þarna birtist í hnotskurn höf-
undareinkenni hans sem blaða-
manns. Hann lærði fljótt að
tempra þessi kómísku skrif sín
enda var honum fullljóst að
slíkt var ekki alltaf við hæfi.
Þegar honum tókst hvað best
upp komust fáir blaðamenn með
tærnar þar sem hann hafði hæl-
ana.
Skrif hans sem pistla- og
leiðarahöfundur gáfu kærkomið
tilefni til að lita skrifin á þann
hátt að jafnvel þeir sem voru
ekki þekktir húmoristar gátu
brosað að minnsta kosti út í
annað. Hann varð víðfrægur af
þessum skrifum og fjölmiðlar
og flestir sem gáfu út prentað
mál nýttu sér gullmola úr skrif-
um hans. Jóhannes var um
skeið einhver vinsælasti sögu-
maður á mannamótum.
Þar gat hann dregið stjórn-
málamenn og forystumenn í
viðskiptalífinu sundur og saman
í háði en samt á þennan hárfína
hátt að enginn bar skaða af.
Þrátt fyrir vinsældir þurfti
hann að hafna mörgum. Ekki
auðgaðist hann á þessu. Jó-
hannes hafði ekki mikinn áhuga
á peningum, hafði meiri áhuga á
því að aðrir hefðu til hnífs og
skeiðar en hann sjálfur.
Við Húsvíkingar og Þingey-
ingar stöndum í þakkarskuld
við Jóhannes Sigurjónsson. Að
halda úti í rúmlega 40 ár lifandi
og fróðlegum skrifum um sam-
félag okkar er varla á færi eins
manns. Hann gerði það samt
lengstum einn og á þann hátt að
einstakt má telja. Atburðasaga
Þingeyinga í rúm 40 ár er
þarna færð í letur á lifandi og
fræðandi hátt. Eftirkomandi
sagnfræðingar og allir þeir sem
vilja nýta þessi skrif eiga eftir
að sækja þarna framúrskarandi
fróðleik um liðna tíð.
Jóhannes var kvæntur Sigríði
Kristínu Þórhallsdóttur. Þau
slitu samvistum. Þrátt fyrir það
var alltaf kært á milli þeirra.
Þau eignuðust saman tvö börn,
Þórdísi Eddu og Sigurjón. Fyr-
ir átti Sigríður þrjú börn sem
urðu því stjúpbörn Jóhannesar.
Samskipti við þau voru alltaf
með ágætum enda leit Jóhannes
á þau sem sín börn. Þau eru
Kristján Gunnar, Arnar og Guð-
rún Sigríður Þorvarðarbörn.
Við kveðjum vin okkar til
margra ára og samstarfsmann
um tíma og þökkum honum
samferðina og óteljandi
ánægjustundir. Siggu og börn-
um þeirra vottum við samúð
okkar. Farnist þér vel á nýjum
slóðum. Við gleymum þér ekki.
Arnar Björnsson,
Þorkell Björnsson.
Það er ekki auðhlaupið að því
að skrifa minningargrein um
Jóhannes Sigurjóns því hún
verður óðara meira um mann
sjálfan en hann. Það er vegna
þess hvernig persóna Jói var og
hvernig hann talaði til fólks. Ég
er einn af mörgum sem hann
klappaði oft á bakið fyrir alls
konar smáatriði í amstri lífsins
og lét mér líða eins og ég hefði
eitthvað til brunns að bera. Ég
held að flestir hafi upplifað
nærveru hans þannig. Þegar ég
var unglingur þurfti hann að til-
kynna mér að einn besti vinur
minn hefði látist í slysi. Hann
gerði það með heimspekilegri
nærfærni sem ég held að fáum
tvítugum mönnum sé gefin og
samtalið reyndist mér dýrmætt.
Ég skrifa þessi kveðjuorð til að
þakka fyrir hvað hann gerði
mér gott í sálinni alla tíð. Orð
hans skiptu máli og þau minna
okkur á að hrós verður seint of-
metið og mætti oftar einkenna
háttalag okkar í lífinu. Það þótti
öllum vænt um Jóa. Ég var
þremur árum yngri en hann og
man eftir honum í fótboltanum
með Völsungi á unglingsárun-
um. Hann var langbestur og
talið að hann yrði atvinnumaður
í íþróttinni. Það var ógleym-
anlegt að horfa á hann með
boltann á vellinum því hann
hafði meiri tækni en við höfðum
séð. En hann helgaði krafta
sína ritstörfum og útgáfustarf-
semi á Húsavík og eftir hann
liggur stórmerkilegt ævistarf.
Hann var afburðastílisti og
frægur fyrir sinn fágaða húmor.
Um tíma fékk ég hann til að
skrifa og flytja pistla sem voru
sýndir í sjónvarpi og hann gerði
það vel eins og annað. Hann var
skáldmæltur og hefði skilað
stærra verki á því sviði ef hann
hefði svo kosið. Það stóð að
honum afar gott fólk og hann
bar þess merki, það fylgdi hon-
um manngæska. Þegar við hitt-
umst í síðasta sinn var hann bú-
inn að vera mánuðum saman á
sjúkrahúsi að fást við erfið veik-
indi. Ég færði honum karton af
Salem í ógagnsæjum plastpoka
og við settum hann til öryggis
neðst í fataskápinn á sjúkra-
stofunni. Þetta var ekki gáfu-
legur gjörningur en okkur var
alveg sama um það, enda höfum
við ekki eytt mikilli lífsorku í að
þykjast vera fullkomnir eða
menn án breyskleika. Jóhannes
var mjög skemmtilegur maður,
vel gefinn og ógleymanlegur.
Ég votta öllum aðstandendum
hans samúð í þeirra sáru sorg.
Bjarni Hafþór
Helgason.
Kveðja frá skólasystkinum á
Húsavík
Svo viðkvæmt er lífið sem vordags-
ins blóm,
er verður að hlíta þeim lögum,
að beygja sig undir þann
allsherjardóm
sem ævina telur í dögum.
Við áttum hér saman svo indæla
stund
sem aldrei mér hverfur úr minni.
Og nú ertu gengin á guðanna fund,
það geislar af minningu þinni.
(Friðrik Steingrímsson frá Gríms-
stöðum)
Innilegar samúðarkveðjur til
fjölskyldunnar.
Fyrir hönd árgangs 1954,
Helgi Kristjánsson,
Júlíus Bessason,
Kristín Magnús-
dóttir, Sigríður
Björg Þórðar-
dóttir.
Jóhannes
Sigurjónsson
✝
Gissur Vignir
Kristjánsson
fæddist 25. júní
1944 í Hafnarfirði.
Síðar á ævinni
breytti hann nafni
sínu í Gissur Júní
Kristjánsson.
Hann lést á Landa-
kotsspítala 31. maí
2022.
Foreldrar hans
voru Kristján
Steingrímsson bifreiðastjóri í
Hafnarfirði, f. 25. sept. 1906,
d. 15. okt. 1991, og Sigrún
Gissurardóttir húsfreyja í
Hafnarfirði, f. 28.
mars 1908, d. 28.
apríl 1991.
Systkini Giss-
urar voru Stein-
grímur, f. 21. okt.
1926, d. 25. des.
2020, og Margrét
Ágústa, f. 3. mars
1934, d. 14. sept.
2000.
Maki Gissurar
frá 31. des. 1976
var Dóra Laufey Sigurðar-
dóttir húsfreyja og símakona,
f. 16. des. 1928, d. 1. júní 2017.
Þau skildu.
Gissur varð stúdent frá MA
1965 og cand. juris frá Há-
skóla Íslands 1972. Hann
stundaði almenn lögfræðistörf
í Hafnarfirði, var síðar fulltrúi
hjá bæjarfógetanum í Hafn-
arfirði, á Seltjarnarnesi og í
Garðabæ og hjá sýslumann-
inum í Kjósarsýslu. Síðan rak
hann eigin lögmannsstofu í
Hafnarfirði og síðar í Reykja-
vík.
Hann gegndi trúnaðar-
störfum fyrir m.a. Varðberg,
Alþýðuflokkinn, Knattspyrnu-
félagið Hauka og Lionsklúbb
Hafnarfjarðar. Einnig var
hann formaður framtalsnefnd-
ar Hafnarfjarðarbæjar og for-
maður barnaverndarnefndar
Hafnarfjarðar.
Útförin fer fram frá Hafn-
arfjarðarkirkju í dag, 20. júní
2022, klukkan 13.
Í dag er borinn til grafar gam-
all skólabróðir og vinur, Gissur
Júní Kristjánsson.
Við kynntumst á þroskaskeiði
lífsins í Menntaskólanum á
Akureyri fyrir rúmum 60 árum.
Gissur skar sig nokkuð úr
nemendahópnum með ábúðar-
miklu fasi og hafði þegar mynd-
að sér fastmótaðar skoðanir á
stjórnmálum þar sem Alþýðu-
flokkurinn og skandinavískur
sósíalismi var hin göfuga fyrir-
mynd. Þessar skoðanir breyttust
ekki á langri ævi en á efri árum
kallaði hann sig hægri krata og
umbótasinna.
Eftir erfiðan barning í
menntaskólanum tók hann lög-
fræðipróf við Háskóla Íslands
með miklum sóma og vann síðan
við lögfræðistörf á eigin skrif-
stofu.
Seint á ævinni greindist hann
með ADHD-sjúkdóminn sem
hafði fylgt honum alla ævi og
valdið miklum truflunum við
nám og störf.
Fáir hafa þurft að glíma við
jafnerfiða og langvinna sjúk-
dóma og Gissur.
Auk ADHD var hann með
sykursýki og erfiðan blóðsjúk-
dóm. Draugar þunglyndisins
herjuðu miskunnarlaust á hann
en hann bugaðist ekki þótt ýmsir
broddborgarar hefðu ekki virt
hann að verðleikum.
Hann var snarpur mann-
þekkjari og mundi vel eftir fólki
sem hann hafði kynnst á lífsleið-
inni. Þekking hans á íslenskri
stjórnmálasögu og almennri ætt-
fræði var aðdáunarverð.
Gissur var afar hjálpsamur og
vinur vina sinna. Alltaf var hann
reiðubúinn að keyra höfund
þessa pistils um borgina vegna
bókagerðar og prófarkalesturs.
Ófáar voru ferðirnar í Hafnar-
fjörðinn til tannviðgerða en þar
þekkti hann hvern mann með
nafni og ættartölu. Á síðasta ári
fór heilsunni að hraka.
Eftir málsverð á Aski missti
hann meðvitund á götunni og
vegfarendur hringdu á sjúkrabíl
sem flutti hann á gjörgæsludeild
Landspítalans.
Eftir rannsókn var hann
sendur heim. Mánuði seinna
fékk hann aðsvif á heimili sínu
og lá bjargarlaus á gólfinu í sól-
arhring áður en hjálp barst.
Hann var sendur á Borgarspít-
alann og seinna til endanlegrar
vistar á sjúkradeild Landakots-
spítala.
Daginn áður en hann dó
hringdi hann og sagði óskýrri
röddu að sér liði vel og hefði
fengið ánægjulega heimsókn um
daginn.
Ég kveð Gissur með söknuði
og þakklæti þótt stundum hafi
gefið á bátinn í okkar samskipt-
um vegna svörtu drauganna.
Ellert Ólafsson.
Kveðja frá Knattspyrnufélag-
inu Haukum
Þegar horft er yfir farinn veg
er margt sem kemur upp í hug-
ann þegar félaga okkar, Gissurar
Vignis, er minnst. Hann var fé-
lagsmaður góður, trúr og traust-
ur Haukamaður. Sat í stjórn
handknattleiksdeildar á árunum
1968 til 1981, formaður 1969, for-
maður Félagsráðs Hauka 1986-
89 og sat í aðalstjórn félagsins.
Hann var ráðsnjall og úrræða-
góður allt til lokadags.
Undirritaður minnist ferðar
sem farin var 1980 til Færeyja
vegna þátttöku í Evrópumóti
bikarhafa í handknattleik þar
sem Gissur var fararstjóri. Flog-
ið var frá Reykjavík í tveimur
vélum. Rétt fyrir brottför kemur
flugstjórinn aftur í og tilkynnir:
„Strákar, vélin er 135 kílóum of
þung!“ Stendur þá fararstjórinn
upp og segir: „Ég verð eftir.“
Fyrsti maðurinn sem við sáum á
hafnarbakkanum þegar við kom-
um með ferju til Þórshafnar eftir
fyrri leikinn á Tværeyri var
Gissur. Góðri ferð lauk með
ógleymanlegri ræðu Gissurar í
kveðjuveislu sem Færeyingar
héldu okkur að loknum síðari
leik.
Nú í lok ferðar kveðjum við
góðan félaga, og þakkar félagið
ánægjuleg samskipti og góð
störf og sendir ættingjum Giss-
urar innilegar samúðarkveðjur.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
F.h. Knattspyrnufélagsins
Hauka,
Bjarni Hafsteinn
Geirsson.
Gissur Vignir
Kristjánsson
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
GUÐLAUG JÓNA SIGURÐARDÓTTIR,
Lilla í Mellandi,
Kirkjuvegi 6, Hvammstanga,
lést á HSV Hvammstanga föstudaginn
10. júní. Útförin fer fram frá Hvammstangakirkju þriðjudaginn
21. júní klukkan 14.
Baldur Ingvarsson
Sigurður Kr. Baldursson Sigríður Sigurðardóttir
Inga S. Baldursdóttir Stefán L. Haraldsson
barnabörn og barnabarnabörn