Morgunblaðið - 20.06.2022, Síða 24

Morgunblaðið - 20.06.2022, Síða 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. JÚNÍ 2022 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Komdu smá fjöri í félagslíf þitt. Fáðu þér göngutúr og láttu hreina loftið feykja öllum leiðindum burt. Nú væri gott að losa sig við gamalt dót. 20. apríl - 20. maí + Naut Farðu þér hægt því tíminn vinnur með þér og ryður öllum hindrunum úr vegi. Þér verður samt lítið úr verki í kvöld. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Forðastu öll óþarfa útgjöld. Þú verður að halda fast um budduna og vera varkár í fjármálum. Þú ert á villigötum í ástamálunum. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Það eru ýmis smáatriði sem þú verður að koma í lag til þess að ná því takmarki sem þú hefur sett þér. Notaðu kvöldið fyrir í dekur. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Þú ættir að gera sparnaðaráætlun til að tryggja framtíð þína. Brettu upp ermarnar og hættu ekki fyrr en borðið er hreint. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Þú veltir fyrir þér lífinu og tilver- unni þessa dagana. Einkalíf þitt er í blóma og þér finnst allt stefna í rétta átt. 23. sept. - 22. okt. k Vog Ótti þinn við að rugga bátnum hefur leitt til þess að sambandið hefur strandað á skeri. Styrkur þinn kemur vel í ljós þeg- ar á móti blæs. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Þín bíða svo mörg verkefni að það er ljóst að þú ræður ekki við þau öll, biddu um aðstoð. Farðu í göngutúr, í sund eða út að dansa þegar áhyggjurnar læðast að. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú segir hluti sem þú munt sjá eftir. Þú færð mörg prik fyrir góða hugmynd. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Taktu andmæli annarra ekki of nærri þér og dragðu andann djúpt. Leggðu spilin á borðið, það er best úr því sem komið er. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Þú veist hvað þarf til þess að ná markmiðunum sem þú settir þér. Gerðu þér dagamun með vinum því það veitir þér gleði. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Þú hefur mikla löngun til að ferðast og skoða heiminn. Gerðu áætlun og láttu draumana rætast. Hann tók sæti í borgarstjórn 2002 fyrir hönd Reykjavíkurlist- ans og hefur gegnt ýmsum trún- aðarstörfum því tengdu. „Ég varð borgarstjóri í hundrað daga 2007- 2008 og hef setið í því embætti að vinna við dagskrárgerð á Ríkis- útvarpinu, Rás 1, á háskóla- árunum. Dagur tók svo meistara- gráðu í alþjóðamannréttindalögum frá Háskólanum í Lundi að loknu læknaprófi. D agur Bergþóruson Eggertsson fæddist 19. júní 1972 í Ósló. Hann varð því fimm- tugur í gær. „Ég er námsmannabarn. Foreldrar mínir voru ógiftir, þannig að þegar að fæðingunni kom átti pabbi ekki að fá að vera viðstaddur. Mamma hélt nú ekki, hysjaði upp um sig og fór til að fæða á öðrum spítala. Þar fékk pabbi að vera með. Þeg- ar að útskrift kom var ekki við það komandi að ég yrði skráður Eggertsson, aftur vegna þess að þau voru ekki í hjónabandi. Mamma gaf sig ekki og fékk því loks framgengt að ég var skráður Bergþóruson eftir henni, en ekki Jónsdóttir sem var hennar eft- irnafn. Hef ég borið nafn bæði mömmu og pabba stoltur síðan.“ Dagur segir að mikill töggur sé í móður sinni, Bergþóru, og hann hafi erft keppnisskapið frá henni. „Keppnisskap getur smitast út í ákveðna seiglu sem jaðrar við þrjósku, og það að gefast ekki upp.“ Dagur er alinn upp í Árbænum og gekk í Árbæjarskóla alla sína grunnskólagöngu. Hann er fyrsti borgarstjórinn í sögu Reykjavíkur sem er alinn upp í úthverfi og var í fyrsta Íslandsmeistarahópi Fylk- is í 4. flokki árið 1986. Dagur er menntaður læknir og hefur auk þess verið viðloðandi stjórnmál í rúmlega tvo áratugi. Hann segir foreldra sína þó ekki hafa haft neinar fyrirframákveðnar hug- myndir um hvað hann ætti að fást við þegar hann fullorðnaðist. „Eig- inlega þvert á móti. Ég er kominn af óflokksbundnu raunvísindafólki. Ég held það hafi engum í fjöl- skyldunni dottið í hug að fara í stjórnmál. Maður fékk stuðning til alls en valdi sína leið sjálfur.“ Dagur tók stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík og lærði læknisfræði í Háskóla Ís- lands, ásamt því að gegna for- mennsku í Stúdentaráði skólans. Hann skrifaði ævisögu Steingríms Hermannssonar, fv. forsætisráð- herra, í þremur bindum, ásamt því óslitið frá 2014. Ég gaf út bókina Nýja Reykjavík, umbreytingar í ungri borg árið 2021.“ Áhugamál Dags eru margvísleg. „Ég hef fyrst og fremst áhuga á fólki og þar með talið sögum, bók- Dagur B. Eggertsson borgarstjóri – 50 ára Fjölskyldan Dagur, Arna, börnin og kötturinn Mummi á heimili sínu á Óðinsgötunni. Erfði keppnisskapið frá móður sinni Hjónin Dagur B. Eggertsson og Arna Dögg Einars- dóttir á brúðkaupsdaginn 22. september 2001. Borgarstjórinn Dagur lagðist yfir Laxness á mennta- skólaárunum og gat ekki lesið neitt annað árum saman. 50 ÁRA Jakob fæddist á Akureyri en býr til skiptis á fæðingarstaðnum og í Reykjavík. Hann er hljóðmaður og for- maður Félags tæknifólks. „Ég hafði áhuga á félagsstörfum en þau urðu smátt og smátt að vinnunni svo ég vinn í rauninni við áhugamálið.“ FJÖLSKYLDA Eiginkona Jakobs er Svanfríður Ingjaldsdóttir, f. 16.6. 1975, grunnskólakennari. Börn þeirra eru Tryggvi Páll, f. 2003, og Sigrún Inga, f. 2009. Foreldrar Jakobs eru Tryggvi Jakobsson, f. 1950, landfræðingur, jarðfræðingur og kennslufræðingur, og Svanhildur Jóhannesdóttir, f. 1950, fyrrverandi skrifstofustjóri og leikkona. Jakob Tryggvason Til hamingju með daginn Kópavogur Alexandra Thea Fernánd- ez fæddist 28. september 2021 í Reykjavík. Hún vó 3.768 g og var 51 cm löng. Foreldrar hennar eru Heiðar Örn Fernández og Jóhanna Sigríður Gunnarsdóttir. Nýr borgari Hanskar á lager! Stærðir: • S • M • L • XL Verð kr. 1.477 100 stk í pakka. Kemi | Tunguhálsi 10 | Sími 415 4000 | www.kemi.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.