Morgunblaðið - 20.06.2022, Side 26
ÞÓR/KA – BREIÐABLIK 0:4
0:1 Clara Sigurðardóttir 9.
0:2 Karitas Tómasdóttir 51.
0:3 Karitas Tómasdóttir 58.
0:4 Natasha Anasi 82.
M
Hulda Björg Hannesdóttir (Þór/KA)
Andrea Mist Pálsdóttir (Þór/KA)
Telma Ívarsdóttir (Breiðabliki)
Natasha Anasi (Breiðabliki)
Alexandra Jóhannsdóttir (Breiðabliki)
Karitas Tómasdóttir (Breiðabliki)
Birta Georgsdóttir (Breiðabliki)
Hildur Antonsdóttir (Breiðabliki)
Dómari: Gunnar Freyr Róbertsson – 9.
Áhorfendur: 147.
ÞRÓTTUR R. – VALUR 1:2
0:1 Ásdís Karen Halldórsdóttir 16.
1:1 Katla Tryggvadóttir 48.
1:2 Cyera Hintzen 48.
M
Íris Dögg Gunnarsdóttir (Þrótti)
Katla Tryggvadóttir (Þrótti)
Murphy Agnew (Þrótti)
Sóley María Steinarsdóttir (Þrótti)
Elísa Viðarsdóttir (Val)
Mist Edvardsdóttir (Val)
Ásdís Karen Halldórsdóttir (Val)
Cyera Hintzen (Val)
Arna Sif Ásgrímsdóttir (Val)
Dómari: Þorvaldur Árnason – 8.
Áhorfendur: 120.
SELFOSS – AFTURELDING 0:1
0:1 Jade Gentile 31.
M
Susanna Friedrichs (Selfossi)
Unnur Dóra Bergsdóttir (Selfossi)
Katla María Þórðardóttir (Selfossi)
Eva Ýr Helgadóttir (Aftureldingu)
Jade Gentile (Aftureldingu)
Sólveig J. Larsen (Aftureldingu)
Kristín Þóra Birgisdóttir (Aftureldingu)
Sigrún Gunndís Harðardóttir (Afture.)
Rautt spjald: Áslaug Dóra Sigurbjörns-
dóttir (Selfossi) 67.
Dómari: Arnar Ingi Ingvarsson – 8.
Áhorfendur: 99.
KEFLAVÍK – KR 1:3
0:1 Sjálfsmark 9.
1:1 Kristrún Ýr Hólm 24.
1:2 Rasamee Phonsongkham 40.
1:3 Sjálfsmark 85.
MM
Rasamee Phonsongkham (KR)
M
Samantha Leshnak (Keflavík)
Kristrún Ýr Holm (Keflavík)
Silvia Leonessi (Keflavík)
Ísabella Sara Tryggvadóttir (KR)
Bergdís Fanney Einarsdóttir (KR)
Marcella Barberic (KR)
Kristín Erla Ó. Johnson (KR)
Dómari: Helgi Ólafsson – 8.
Áhorfendur: Um 100.
STJARNAN – ÍBV 4:0
1:0 Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir 39.
2:0 Jasmín Erla Ingadóttir 51.
3:0 Jasmín Erla Ingadóttir 53.
4:0 Katrín Ásbjörnsdóttir 79.
MM
Jasmín Erla Ingadóttir (Stjörnunni)
M
Olga Sevcova (ÍBV)
Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir (Stjörn.)
Katrín Ásbjörnsdóttir (Stjörnunni)
Betsy Hassett (Stjörnunni)
Arna Þís Arnþórsdóttir (Stjörnunni)
Sædís Rún Heiðarsdóttir (Stjörnunni)
Dómari: Guðmundur Friðbertsson – 7.
Áhorfendur: 97.
_ Liðsuppstillingar, gul spjöld, viðtöl og
greinar um leikina – sjá mbl.is/sport/fot-
bolti.
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. JÚNÍ 2022
Lengjudeild karla
Fjölnir – Vestri ......................................... 1:2
Staðan:
Selfoss 7 4 2 1 17:10 14
Grótta 6 4 1 1 16:5 13
Grindavík 7 3 4 0 11:6 13
HK 6 4 0 2 11:7 12
Fylkir 7 3 2 2 16:8 11
Fjölnir 7 3 2 2 16:12 11
Kórdrengir 7 2 4 1 11:9 10
Vestri 7 2 3 2 10:17 9
Afturelding 7 1 3 3 6:10 6
Þór 7 1 2 4 7:14 5
KV 7 1 0 6 7:19 3
Þróttur V. 5 0 1 4 1:12 1
2. deild karla
Haukar – Höttur/Huginn ........................ 1:0
KFA – ÍR .................................................. 4:3
Ægir – KF................................................. 5:3
Víkingur Ó. – Magni................................. 5:1
Staðan:
Njarðvík 7 6 1 0 23:7 19
Ægir 7 6 1 0 14:4 19
Þróttur R. 7 5 1 1 13:6 16
Völsungur 7 4 1 2 16:11 13
ÍR 7 3 2 2 12:9 11
Haukar 7 3 2 2 8:8 11
KF 7 1 4 2 14:13 7
KFA 7 1 3 3 11:15 6
Víkingur Ó. 7 1 2 4 8:12 5
Höttur/Huginn 7 1 2 4 8:14 5
Magni 7 1 1 5 5:22 4
Reynir S. 7 0 0 7 5:16 0
3. deild karla
Elliði – KFS .............................................. 2:0
KFG – Sindri............................................. 2:1
Staðan:
Dalvík/Reynir 7 5 0 2 17:10 15
KFG 7 5 0 2 14:9 15
Víðir 7 4 1 2 17:9 13
Sindri 7 4 1 2 15:11 13
Elliði 7 4 1 2 11:7 13
Kári 7 3 1 3 10:10 10
Vængir Júpiters 7 3 1 3 10:10 10
Augnablik 7 3 1 3 10:14 10
KFS 7 3 0 4 10:16 9
ÍH 7 2 0 5 17:18 6
Kormákur/Hvöt 7 2 0 5 12:17 6
KH 7 1 0 6 5:17 3
Besta deild kvenna
Þór/KA – Breiðablik................................. 0:4
Keflavík – KR ........................................... 1:3
Selfoss – Afturelding................................ 0:1
Þróttur R. – Valur .................................... 1:2
Stjarnan – ÍBV ......................................... 4:0
Staðan:
Valur 10 8 1 1 28:6 25
Breiðablik 10 7 0 3 25:5 21
Stjarnan 10 6 1 3 22:10 19
ÍBV 10 5 2 3 15:15 17
Þróttur R. 10 5 1 4 17:15 16
Selfoss 10 4 2 4 11:9 14
Keflavík 10 3 1 6 13:16 10
Þór/KA 10 3 1 6 16:30 10
KR 10 2 1 7 11:34 7
Afturelding 10 2 0 8 10:28 6
Lengjudeild kvenna
Fjarð/Hött/Leiknir – Haukar ................. 3:1
Fjölnir – Tindastóll .................................. 0:2
Staðan:
FH 7 6 1 0 23:4 19
Tindastóll 7 5 1 1 10:4 16
Víkingur R. 7 5 0 2 17:9 15
HK 7 5 0 2 14:8 15
Fjarð/Hött/Leikn. 7 4 2 1 16:7 14
Grindavík 7 2 1 4 6:15 7
Augnablik 7 2 0 5 8:15 6
Fylkir 7 2 0 5 6:13 6
Haukar 7 1 0 6 5:16 3
Fjölnir 7 0 1 6 4:18 1
2. deild kvenna
Fram – KH................................................ 3:2
Grótta – Álftanes ...................................... 1:1
Völsungur – Sindri ................................... 6:1
KÁ – Einherji ........................................... 1:2
Staðan:
Fram 4 4 0 0 12:2 12
Grótta 5 3 2 0 21:3 11
ÍR 4 3 1 0 11:6 10
Völsungur 3 2 1 0 9:3 7
KH 4 2 1 1 13:8 7
Sindri 5 2 0 3 8:18 6
ÍH 4 1 1 2 10:12 4
Álftanes 5 1 1 3 9:12 4
ÍA 2 1 0 1 2:3 3
Einherji 4 1 0 3 4:10 3
Hamar 4 0 1 3 4:10 1
KÁ 4 0 0 4 4:20 0
Bandaríkin
Portland Thorns – Orlando Pride......... 6:0
- Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir lék allan
leikinn með Orlando Pride.
CF Montréal – Austin.............................. 0:1
- Róbert Orri Þorkelsson var allan tímann
á bekknum hjá Montéal.
Orlando City – Houston Dynamo .......... 2:1
- Þorleifur Úlfarsson kom inn á hjá Hou-
ston á 79. mínútu.
B-deild:
San Antonio – Oakland Roots ................ 1:1
- Óttar Magnús Karlsson lék allan leikinn
með Oakland Roots.
Hvíta-Rússland
BATE Borisov – Isloch............................ 0:1
- Willum Þór Willumsson lék ekki með
BATE Borisov vegna meiðsla.
50$99(/:+0$
FÓTBOLTINN
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Valur verður með fjögurra stiga
forskot á toppi Bestu deildar
kvenna í fótbolta næsta rúma mán-
uðinn eftir 2:1-sigur á Þrótti úr
Reykjavík á útivelli í gær er tíundu
umferðinni lauk. Umferðin var sú
síðasta fyrir rúmlega mánaðar hlé
vegna Evrópumótsins á Englandi.
Valskonur hafa verið á mikilli sigl-
ingu og unnið níu af síðustu tíu
leikjum í öllum keppnum. Valur hef-
ur skorað flest mörk allra og aðeins
tapað einum leik í deildinni til
þessa. Ljóst er að það verður þraut-
in þyngri fyrir önnur lið að ná Val
eftir hléið.
Sagan er nokkurn veginn sú sama
hjá Þrótti; liðið vinnur liðin fyrir
neðan sig en tapar fyrir liðunum
fyrir ofan. Þróttur er í fimmta sæti
með 16 stig. Þróttur gaf Valskonum
góðan leik í gær og þurfa leikmenn
ekki að skammast sín.
Stjarnan upp í þriðja sæti
Stjarnan fór upp fyrir ÍBV og
upp í þriðja sæti deildarinnar með
4:0-heimasigri á Eyjakonum. Jas-
mín Erla Ingadóttir skoraði tvö
mörk fyrir Stjörnuna og er hún orð-
in markahæst í deildinni með sjö
mörk. Stjörnukonur geta farið í
góðu skapi í hléið eftir tapið óvænta
gegn Keflavík í leiknum á undan.
Liðið hefur unnið sjö af átta síðustu
leikjum og getur hæglega barist við
Breiðablik og Val um efstu tvö sæt-
in.
Samsung-völlurinn í Garðabæ er
einn sá erfiðasti heim að sækja og
er Stjarnan með fjóra sigra og eitt
tap í fimm heimaleikjum. Markatal-
an er 17:4.
Tapið er áfall fyrir ÍBV eftir mjög
gott gengi í deildinni þar á undan en
Eyjakonur höfðu leikið fimm leiki í
röð án þess að tapa fyrir gærdaginn
og m.a. unnið Breiðablik og gert
jafntefli við Val, bæði á útivelli.
Botnliðin unnu
Umferðin var góð fyrir botnliðin
og nýliða Aftureldingar og KR. Aft-
urelding gerði afar góða ferð á Sel-
foss og vann 1:0-sigur þar sem Jade
Gentile skoraði glæsilegt sig-
urmark. Er aðeins um annan sigur
Aftureldingar að ræða á tímabilinu
og þann fyrsta eftir sex töp í röð í
öllum keppnum. Sigurinn gefur Aft-
ureldingu aukna von um að liðið geti
haldið sæti sínu í deildinni. Eftir
góða byrjun á mótinu hefur Selfoss
hins vegar tapað þremur leikjum í
röð og fjórum af síðustu fimm. Nú
reynir á Björn Sigurbjörnsson, sem
tók við þjálfun liðsins fyrir sumarið.
KR gerði góða ferð yfir Reykja-
nesbrautina og vann sterkan 3:1-
sigur á Keflavík á útivelli. KR-ingar
fengu eilitla hjálp frá Keflvíkingum
því tvö markanna voru sjálfsmörk.
Taílenskættaða Bandaríkjakonan
Rasamee Phonsongkham heldur
áfram að heilla í liði KR og var hún
besti maður vallarins.
Frammistaða KR hefur batnað
eftir að Chris Harrington tók við
liðinu af Jóhannesi Karli Sig-
ursteinssyni og nú eru úrslitin farin
að fylgja með. Fjögur stig úr úti-
leikjum gegn Þór/KA og Keflavík er
sterkt og er KR nú aðeins þremur
stigum frá báðum liðum, sem eru
komin í alvarlega fallbaráttu.
Breiðablik skoraði fjögur
Breiðablik minnkaði forskot Vals
niður í eitt stig, í sólarhring eða svo,
með sannfærandi 4:0-sigri á Þór/KA
á Akureyri á laugardag. Breiðablik
hefur unnið sex leiki í röð í öllum
keppnum og skorað í þeim 21 mark
og aðeins fengið á sig tvö.
Ljóst er að Breiðablik mætir
breytt til leiks eftir hléið því Hildur
Antonsdóttir er á leið til Hollands í
atvinnumennsku og óvíst er með
Alexöndru Jóhannsdóttur, sem hef-
ur verið að láni hjá Breiðabliki frá
Frankfurt í Þýskalandi. Það verður
áhugavert að sjá hvernig þær breyt-
ingar hafa áhrif á Blikaliðið sem er
að komast í gang og ætlar sér að
berjast við Val um þann stóra.
Valur með
fínt forskot
í EM-hléinu
Morgunblaðið/Óttar Geirsson
Sigur Stjörnukonur fagna fyrsta marki leiksins í stórsigri á ÍBV á heima-
velli sínum í Garðabænum í Bestu deildinni í fótbolta í gær.
- Blikakonur á flugi - Stjarnan upp í
þriðja - Óvæntir sigrar botnliðanna
_ Anton Sveinn McKee hafnaði í
sautjánda sæti af 64 keppendum í
100 metra bringusundi á heims-
meistaramótinu í 50 metra laug í
Búdapest á laugardagsmorgun. Ant-
on synti í sjöunda og síðasta riðl-
inum, þeim sterkasta, og varð þar
sjöundi af tíu keppendum á tím-
anum 1:00,80 mínútum. Sá síðasti
inn í undanúrslitin synti á 1:00,70
mínútum. Seinni grein Antons á
mótinu er 200 metra bringusund á
miðvikudaginn kemur. Snæfríður
Sól Jór-
unnadóttir er
einnig á meðal
keppenda en
hún keppir í
100 og 200
metra skrið-
sundi í dag og á
miðvikudag.
Tvö mótsmet
voru slegin um helgina. Katie Le-
decky frá Bandaríkjunum synti 400
metra skriðsund á 3:58,15 mínútum.
Hin fimmtán ára gamla Summer
McIntosh frá Kanada varð önnur.
Þá synti Léon Marchand frá Frakk-
landi 400 metra fjórsund á 4:04,28
mínútum, sem er nýtt Evrópu- og
mótsmet.
_ Aron Bergsson hafnaði í 28.
sæti á Junet Open-golfmótinu í Sví-
þjóð. Mótið er hluti af Nordic Golf-
mótaröðinni. Aron var í forystu eft-
ir fyrsta hring en náði sér ekki á
strik á öðrum og þriðja hring. Aron
lék þriðja hringinn á laugardag á 75
höggum, rétt eins og annan hring-
inn á föstudag, og lauk því leik á
parinu og í 28. sæti ásamt nokkr-
um öðrum kylfingum. Hann lék
fyrsta hringinn á 66 höggum en
náði ekki að fylgja því eftir. Axel
Bóasson féll úr leik eftir tvo hringi.
_ Enska knattspyrnukonan Lucy
Bronze hefur gert tveggja ára
samning við spænsku meistarana í
Barcelona. Hún kemur til félagsins
frá Manchester
City þar sem
hún hefur verið
síðustu tvö ár.
Barcelona hefur
verið á meðal
bestu liða Evr-
ópu síðustu ár
en liðið varð
Evrópumeistari
á síðasta ári.
Barcelona varð
hins vegar að sætta sig við tap
gegn Söru Björk Gunnarsdóttur og
stöllum í Lyon í úrslitum Meist-
aradeildarinnar á þessari leiktíð.
_ Hildur Antonsdóttir,
knattspyrnukona Breiðabliks, er á
Eitt
ogannað