Morgunblaðið - 20.06.2022, Síða 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. JÚNÍ 2022
Þín upplifun
skiptir okkur máli
Kringlan ... alltaf næg bílastæði
Borðabókanir á
www.finnssonbistro.is eða
info@finnssonbistro.is
Við tökum vel á móti þér
Fjölbreyttur og spennandi
matseðill þar sem allir
finna eitthvað við sitt hæfi
Skoðið matseðilinn á
finnssonbistro.is
Vestmannaeyjar, 14. apríl
1942
Heimaklettur er fallegur, hugs-
aði Sigurjón Jónsson skipstjóri
með sér á meðan skonnortan Arc-
tic marraði við Bæjarbryggjuna.
Skýjahula hafði skriðið niður
klettanna og sveipaði Heimaklett
dulúð og mikilfengleika. Þessi ferð
frá Reykjavík til Eyja hafði sóst
illa og tekið á
fimmta dag. Þeir
höfðu lent í suð-
vestan brælu við
Garðskaga og
miðseglið rifnað.
Því höfðu þeir
þurft að fara aft-
ur norður fyrir
Reykjanesið og í
var við Útskála,
á meðan bóman á miðseglinu var
löguð. Þeir höfðu komið kvöldið
áður til Eyja en urðu að liggja fyr-
ir akkeri fyrir utan höfnina yfir
nótt. Það var ekki fyrr en með
morgninum að þeir gátu lagst að.
Nú var að draga að hádegi.
Hafið var úfið og hvíttoppa öld-
ur fyrir utan höfnina. Það var
grátt yfir þó veður hefði lægt. Sig-
urjón stóð við brúna og virti fyrir
sér mannlífið á bryggjunni.
Magaónot skyggðu á ró Sigurjóns.
Þetta var einhver andskotans
herpingur sem gerði honum erfitt
fyrir en myndi eflaust lagast þeg-
ar hann gæti deyft það með áfengi
í Bretlandi. Annað sem olli Sigur-
jóni hugarangri var að hann var
að horast, fötin voru laus á honum
og hann hafði verið lystarlítill.
Álagið og spennan síðustu vikur
höfðu verið mikil og sennilega var
það skýringin á þessu öllu. Það var
vonandi að baki, að minnsta kosti í
bili.
Sigurjón horfði á nafnana Guðna
Thorlacius, fyrsta stýrimann, og
Guðna Ingvarsson skipskokk, þar
sem þeir stóðu á þilfarinu við
skipssíðuna. Arctic var komið til
Eyja til að taka farm af freðfiski
til Fleetwood á Englandi og Guðni
Thorlacius er að gera ráðstafanir
vegna þess. Á meðan spjallar
Guðni Ingvarsson við nokkra
heimamenn sem eru á bryggjunni.
Hann er héðan úr eyjunni og á hér
frændfólk og vini. Annar stýri-
maður, Eyvi, er að græja lestina
með hásetunum af myndarskap.
Eyvi er alltaf jafn glæsilegur, hann
ber sig betur en aðrir menn og
snyrtimennska er honum í blóð
borin. Þetta er góð áhöfn og valinn
maður í hverju rúmi.
Kyrrðin er rofin þegar tveir
bandarískir hertrukkar koma æð-
andi að og bremsa hastarlega við
Bæjarbryggjuna. Hópur hermanna
með stálhjálma og alvæpni
stökkva úr trukkunum og hlaupa
niður bryggjuna. Hrollur fer um
Sigurjón þegar hann sér hermenn-
ina nálgast landganginn að Arctic.
Íslendingarnir víkja til hliðar
undrandi yfir þessum bægsla-
gangi. Landgangurinn glamrar og
hristist þegar hermennirnir þjóta
upp í herklossunum, dreifa sér um
þilfarið og ota vopnum sínum að
áhöfninni. Guðni Thorlacius stígur
fram og heimtar að vita hvað
gangi eiginlega á en næsti her-
maður rekur hlaupið af riffli í and-
lit hans þannig að Guðni hrökklast
aftur. Unglingspilturinn í herbún-
ingnum nötrar af stressi og er
með fingur á gikknum. Aðeins smá
tog vísifingurs og ævi Guðna væri
á enda. Bandarískur liðsforingi
kallar yfir skipið að þeir séu allir
handteknir og hermennirnir smala
áhöfninni á þilfarið. Óvissa og
skelfing grípur um þá flesta. Hvað
vilja þessir hermenn hér á Arctic?
Hræðslutilfinning grípur líka
um sig hjá Sigurjóni, en af annari
ástæðu. Getur verið að þeir séu
hér vegna þess sem hann hefur
gert? Þess sem þeir gerðu? Það
getur ekki verið að þeir viti það.
Reykjavík, 17. apríl 1942
Marel Magnússon varð fyrst var
við hertrukkinn og hermennina áð-
ur en barið var á dyrnar á Berg-
staðastræti 50a. Einhver hleypti
þeim inn og stuttu síðar voru her-
mennirnir komnir niður í kjall-
arann og heimtuðu að Marel kæmi
með þeim. Marel var strax tekinn
höndum og Guðbjörg Pálsdóttir
kona hans greip utan um Ernu
dóttur þeirra sem var níu ára. Án
þess að hann hefði hugmynd um
ástæðuna leiddu hermennirnir
Marel út úr íbúðinni. Marel horfði
til baka á konu sína og dóttur,
hvað yrði um þær? Tveir hermenn
urðu eftir við íbúðina og stóðu
vörð.
Skammt frá Bergstaðastræti, á
Haðarstíg 8, fór önnur svipuð
handtaka fram. Hallgrímur Dal-
berg bjó þar með móður sinni og
ömmu. Hann heyrði að einhver
bankaði og síðan kom amma
áhyggjufull inn til hans og sagði
að það væru komnir hermenn.
Hann fór til þeirra og var strax
tilkynnt að hann væri handtekinn.
Þeir fluttu hann út í hertrukk.
Hann var að læra lögfræði og von-
aði að þessi heimsókn her-
mannanna myndi ekki skaða
möguleika hans í framtíðinni. Ekki
óraði hann fyrir því sem í vændum
var.
Fangelsi setuliðsins við Kirkju-
sand var vesæll staður. Á berangri
stóð braggaþyrping bak við háa
stauragirðingu úr gaddavír. Þar
var kalt og hrátt yfir að líta og
ekkert sem gladdi augað. Marel
kom fyrstur og var leiddur inn í
bragga þar sem var lítil skrifstofa.
Inni var kalt og dimmt. Breskur
liðsforingi sat við borð og tveir
hermenn stóðu vörð. Marel hafði
enn enga hugmynd um hvers
vegna hann var kominn á þennan
guðsvolaða stað. Hann kunni held-
ur enga ensku og yfirheyrslan
byrjaði fremur vandræðalega uns
þeir sóttu túlk sem gat þýtt sam-
ræðurnar. Þegar það var frágeng-
ið byrjaði liðsforinginn:
„Hafið þér tekið á móti pakka
frá hr. Jónssyni?“
„Já, hann bað mig að geyma tvo
poka fyrir sig.“ Nú fór ónota-
tilfinning um Marel. Hvað hafði
gamli maðurinn komið honum út
í? Hann hafði ávallt haft Sigurjón
í miklum metum. Gamli maðurinn
var traustur og góður drengur.
Marel hafði haldið að þetta væri
bara smá smyglvarningur sem
Sigurjón vildi geyma. Af hverju
hafði herinn áhuga á þessu?
„Hvað er í þessu pokum?“ hélt
liðsforinginn áfram.
„Ég veit það ekki, ég hef ekkert
kíkt í þá.“
„Hvar eru þeir?“
„Í hólfi undir stiganum, framan
við íbúðina mína.“
„Og þér hafið ekki kíkt í pok-
ana?“
„Nei, alls ekki.“
„Hvað áttuð þér að gera með
það sem var í þeim?“
„Ég veit ekki hvað er í þeim,
Sigurjón bað mig bara að geyma
fyrir sig tvo poka.“
„Og ef einhver biður þig að
geyma tvo poka þá bara gerið þér
það?“
„Ég þekki hann, hann er giftur
Ingibjörgu systur minni, Sigurjón
er góður maður.“
„Eruð þér vissir um það?“
„Það eina sem ég veit er að Sig-
urjón bað mig fyrir tvo poka og
seinna komu Haraldur sonur hans
og Haukur Andrésson til okkar
með pokana. Ég var ekki heima
og en Guðbjörg tók á móti þeim
og sagði þeim að setja þá undir
stigann og kom hvergi nálægt
þessu.“
„Í pokunum er þýskt senditæki.
Hvað segið þér um það.“
Nú rann kalt vatn milli skinns
og hörunds á Marel. Hvað var
maðurinn að segja? Voru fjar-
skiptatæki í pokunum? Það gat
ekki verið, hann þekkti Sigurjón.
Hann hafði siglt með honum. Sig-
urjón hafði ekkert saman við
Þjóðverja að sælda, hann var bara
venjulegur íslenskur sjómaður.
Marel neitaði áfram að hafa vitað
hvað var í pokanum og gaf liðsfor-
ingjanum nákvæmar leiðbeiningar
um hvar mætti finna þá. Hermenn
voru sendir til að sækja þá og
Marel var fluttur í fangaklefa.
Þegar Marel var orðinn einn í
klefanum braut hann heilann um
hvað í ósköpunum Sigurjón hafði
komið honum út í? Hvaða afleið-
ingar átti lítill vinargreiði eftir að
hafa? Svo helltist yfir hann
örvænting þegar hann hugsaði til
Guðbjargar og Ernu sem nú voru
einar í óvissu. Marel hafði hætt á
sjó til að geta verið meira með
fjölskyldu sinni og nú hafði hann
ekki hugmynd um hvenær hann
sæi þær aftur.
Grátt yfir skonnortunni Arctic
Bókarkafli Örlaga-
skipið Arctic heitir bók
eftir G. Jökul Gíslason
og segir frá skonnort-
unni Arctic og úlfa-
kreppu áhafnarinnar í
hryllingi seinni heims-
styrjaldarinnar.
Skonnortan Arctic var í eigu Fiskimálanefndar frá hausti 1939 þar til hún
fórst við sunnanvert Snæfellsnes í mars 1943.
Marel Magnússon Sigurjón Jónsson