Morgunblaðið - 24.06.2022, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 2022
Flug
sprettur
VERONA báðar leiðir 26. júní - 03. júlí frá39.900 kr.
TENERIFE báðar leiðir 27. júní - 05. júlí frá49.900 kr.
ALMERÍA báðar leiðir 27. júní - 07. júlí frá39.900 kr.
ALICANTE aðra leið 28. júní frá19.900 kr.
MALLORCA báðar leiðir 29. júní - 06. júlí frá39.900 kr.
MALAGA báðar leiðir 30. júní - 11. júlí frá39.900 kr.
FLEIRI FLUG Í BOÐI TIL ÍTALÍU Á ÓTRÚLEGU VERÐI !
ÚTSALA!SÍÐUSTUSÆTIN Í JÚNÍ
VERÐIÐ L
ÆKKAR E
N BENSÍN
IÐ HÆKK
AR!
info@plusferdir.is www.plusferdir.is
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Guðrún Sigríður Arnalds
Veronika Steinunn Magnúsdóttir
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadótt-
ir utanríkisráðherra segir að ófriður
og illdeilur milli Rússlands og um-
heimsins séu vitaskuld áhyggjuefni
fyrir öll ríki í okkar heimshluta. Hins
vegar sé ljóst að ógnin sé mun nær-
tækari fyrir mörg önnur vina- og
bandalagsríki heldur en okkur.
Þetta segir Þórdís í svari við fyrir-
spurnum Morgunblaðsins vegna hót-
ana Rússa síðustu daga gegn Litháen
vegna ákvörðunar stjórnvalda þar um
að loka fyrir vöruflutninga með lest-
um til Kalíníngrad. Hafa Rússar með-
al annars hótað því að grípa til að-
gerða gegn Litháum sem muni hafa
„verulega neikvæð áhrif á íbúa Lithá-
en“ ef þeir dragi ekki ákvörðun sína
til baka, auk þess sem rætt hefur ver-
ið í rússnesku dúmunni að draga til
baka viðurkenningu Rússa á sjálf-
stæði Eystrasaltsríkjanna.
Spurð um viðbrögð Íslands við
þessum hótunum segir Þórdís að Ís-
land sé stolt af vináttu sinni við
Eystrasaltsríkin þrjú og standi við
bak þeirra. Þá hafi komið fram að
Litháen sé eingöngu að framfylgja
þvingunaraðgerðum ESB, sem hafi
mikil áhrif á Rússa.
„Ljóst er að stríðsrekstur Rússa
hefur gríðarlegar afleiðingar fyrir
stóran hluta heimsbyggðarinnar,
einkum vegna þess að uppskeru
Úkraínu er í raun haldið í gíslingu og
hún kemst ekki á markað. Þessi staða
er mikið áhyggjuefni fyrir heims-
byggðina en bitnar einkum á svæðum
þar sem neyð var fyrir,“ segir Þórdís
Kolbrún.
Innrás talin ólíkleg
Baldur Þórhallsson, prófessor í
stjórnmálafræði, segir í samtali við
Morgunblaðið að það sé ólíklegt að
Rússar séu með þessu að hóta að ráð-
ast inn í landið, enda er það NATO-
ríki. „Það er líklegra að þeir reyni ein-
hverjar netárásir og árásir á fjar-
skiptakerfið. En ég myndi ekki
útiloka einhver takmörkuð skemmd-
arverk,“ segir hann og nefnir mögu-
legar árásir á opinberar byggingar.
Baldur segir að það skipti máli að
staðbundnar varnir í Eystrasalts-
löndunum séu það öflugar að Rúss-
land ráðist aldrei til atlögu. „Þessi ríki
eru það lítil að það er auðvelt að fara
með herafla í gegnum þau. Það er
mikilvægt fyrir þessi ríki að koma í
veg fyrir að ráðist verði til atlögu,“
segir hann. Litháen sé að fylgja eftir
refsiaðgerðum Evrópusambandsins
en að vísu hafi Eystrasaltsríkin verið
fremst í flokki þegar kemur að hörð-
um refsingum gagnvart Rússum. Þau
ganga lengst í að beita hörku og það
er líka það sem ráðamenn í Kreml eru
að bregðast við.
Baldur nefnir að með hótunum sín-
um séu rússnesk stjórnvöld að gera
það sama og þau hafa ítrekað gert í
aðdraganda og eftir innrás í Úkraínu.
„Það er að hóta NATO og aðildarríkj-
um þess öllu illu ef eitthvað er gert
sem rússneskum stjórnvöldum finnst
þrengja að þeim. Hótanir hafa verið
um viðbrögð ef NATO myndi lýsa yfir
flugbanni yfir Úkraínu eða einstök
NATO-ríki kæmu meira að hernaðin-
um í Úkraínu,“ segir hann.
Þá hafi hótanir um beitingu kjarn-
orkuvopna verið tíðar síðan Rússar
réðust inn í Úkraínu. Vegna þessa
hefur NATO farið varlega í að
styggja rússnesk stjórnvöld að sögn
Baldurs. „Það sem er orðið alvarlegt í
samskiptum ráðamanna í Kreml við
ráðamenn í Vesturlöndum er það að
rússnesk stjórnvöld eru mun óút-
reiknanlegri í dag heldur en sovésk
stjórnvöld voru á sínum tíma.“ Rúss-
um hafi því tekist vel að nýta fæling-
armáttinn sér í hag.
Ógnin nærtækari
fyrir önnur ríki
- Slæmt að Rússar hóti Litháum - Óútreiknanlegri en áður
AFP/Anatolii Stepanov
Ógn Rússar eru sífellt óútreiknanlegri í samskiptum sínum við nágrannaríki.
Þóra Birna Ingvarsdóttir
thorab@mbl.is
Stífar hæfniskröfur fyrir embætti
dómara við Mannréttindadómstól
Evrópu og löng embættistíð geta
haft áhrif á fjölda þeirra sem sækj-
ast eftir embættinu, segir Gunnar
Þór Pétursson, prófessor við laga-
deild Háskólans í Reykjavík.
„Þú þarft að uppfylla sömu hæfn-
iskröfur og gerðar eru til dómara við
Hæstarétt hér heima, svo þarftu að
hafa góða þekkingu á alþjóðalögum,
sérstaklega Mannréttindasáttmála
Evrópu. Loks þarftu að hafa full-
komið vald á annaðhvort ensku eða
frönsku, auk þess að hafa vinnu-
hæfni í því tungumáli sem þú ert
síðri í.“
Oddný Mjöll Arnardóttir, Jónas
Þór Guðmundsson og Stefán Geir
Þórisson voru tilnefnd fyrir embætti
dómara við Mannréttindadómstól
Evrópu. Ísland þarf að tilnefna þrjá
umsækjendur og einungis þrír sóttu
um, bæði í ár og árið 2013. Að lokn-
um viðtölum í Strassborg drógu þeir
Jónas Þór og Stefán Geir umsóknir
sínar til baka.
Gunnar tekur undir orð Davíðs
Þórs Björgvinssonar, fyrrverandi
dómara Íslands við MDE, um að það
kunni að hafa áhrif þegar það spyrst
út að öflugur umsækjandi á borð við
Oddnýju Mjöll sækist eftir embætt-
inu.
Hann vekur þó einnig athygli á að
þó að einstaklingur uppfylli kröfurn-
ar sem þarf til að eiga möguleika á
embættinu, sé ekki sjálfgefið að fólk
hafi áhuga á eða aðstöðu til að flytja
til Strassborgar í níu ár enda sé það
langur tími fyrir tímabundið starf.
Stífar hæfnis-
kröfur hafi áhrif
- Tveir drógu um-
sókn til baka um emb-
ætti dómara við MDE
Ljósmynd/Háskólinn í Reykjavík
Dómarar Gunnar Þór, prófessor við
lagadeild Háskólans í Reykjavík.
Guðrún Sigríður Arnalds
gsa@mbl.is
„Við hófum starfsemi í miðjum
heimsfaraldri og fórum mjög rólega
af stað en starfsemin síðastliðið ár
hefur gengið von-
um framar,“ seg-
ir Birgir Jónsson,
forstjóri Play, en
í dag er liðið eitt
ár frá fyrstu flug-
ferð félagsins.
Jómfrúarferðin
var til London 24.
júní árið 2021 en
nú hafa fleiri en
320.000 manns
flogið með félag-
inu. Birgir segir að allt stefni í enn
meiri vöxt í sumar. „Hins vegar var
aldrei gert ráð fyrir hagnaði fyrstu
mánuðina, en við sjáum fram á að
skila rekstrarhagnaði, sem er auð-
vitað afrek.“
Ásættanleg nýting á sætum
Hann segir að flugfélagið sé nú
komið með mjög ásættanlegar nýt-
ingartölur miðað við flugfélög um
allan heim. Þótt hækkun á olíuverði
hafi sett strik í reikninginn, þá gangi
vel að ná þeim markmiðum sem fé-
lagið hefur sett sér. „Eitt markmið
sem við viljum ná eru 15 flugvélar í
notkun fyrir árið 2025. Það er allt í
kortunum þar sem það gengur vel að
bæta við okkur vélum.“
Annað markmið Play var að ná
einingakostnaði sínum niður fyrir
fjögur sent fyrir hvern farinn kíló-
metra. Birgir greinir frá því að stutt
sé í land hvað það varðar.
„Við erum stoltust af því að vera
með besta verðið á markaðinum, en
það er auðvitað bara hægt með því
að lækka kostnaðinn,“ segir Birgir.
Langstærsti hluti farþega Play
eru erlendir ferðamenn sem ferðast
til Íslands. Bandarískum ferða-
mönnum fjölgaði mikið á tímum
heimsfaraldursins, þar sem Ísland
var eitt af fáum löndum sem þá voru
opin ferðamönnum.
Birgir segir marga vanmeta þá
breytingu sem orðið hafi hjá Play á
stuttum tíma. Félagið fljúgi ekki
lengur bara með Íslendinga til sólar-
landa, heldur fljúgi Play einnig með
fjöldann allan af ferðamönnum víðs
vegar frá. Segist hann vera bjart-
sýnn á framtíð flugfélagsins.
Jómfrúarvélin Ár er liðið frá fyrstu flugferð flugfélagsins Play.
Miklar breytingar
á stuttum tíma
- Ár liðið í dag frá fyrsta flugi Play
Birgir
Jónsson