Morgunblaðið - 24.06.2022, Page 6

Morgunblaðið - 24.06.2022, Page 6
6 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 2022 Því hefur ranglega verið haldið fram að stríðið í Úkraínu muni ekki snerta öryggismál í Norður- Atlantshafi. Ástandið er verra en við höfum gert okkur grein fyrir. Ef landher Vladimírs Pútíns Rúss- landsforseta fer illa út úr stríðinu, á Rússland enn flotann sinn eftir og er Norðurflotinn sá öflugasti. Gæti for- setinn beitt honum til að sýna hern- aðarmátt Rússa. Þetta þarf Ísland að hafa í huga. Þetta kom fram í máli Björns Bjarnasonar, fyrrverandi ráðherra, á opnum fundi ungliðanefndar Varð- bergs, Staða varnar- og öryggismála á Íslandi, sem fór fram í gær. Auk Björns voru einnig í pallborði þau Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir, formaður og þingmaður Við- reisnar, og Baldur Þórhallsson, pró- fessor í stjórnmálafræði. Geir Ove Øby, fulltrúi Atlantshafsbandalags- ins á Íslandi, hélt framsöguerindi. Deilt um Evrópusambandið Þremenningarnir í pallborðinu voru sammála um að gera þyrfti meira til að bregðast við breyttri heimsmynd og töldu þau varnarmál á Íslandi ekki hafa fengið verðskuld- aða athygli undanfarin ár. Ekki ríkti þó einhugur meðal þeirra um hvort skynsamlegt væri að skoða mögu- leika á auknu öryggissamstarfi við Evrópusambandið. Aðrir kostir voru þó einnig ræddir, m.a. aukið sam- starf við Bandaríkjaher og ná- grannaríki okkar í Skandinavíu. hmr@mbl.is Nauðsynlegt að bregðast við - Varnarmál verið vanrækt á Íslandi Morgunblaðið/Hákon Pálsson Íhugul Björn ásamt Diljá Mist Einarsdóttur fundarstjóra. Rekstur sveitarfélaga landsins var neikvæður um 8,8 milljarða króna á síðasta ári. Er það svipuð niður- staða og árið á undan. Það gerist þrátt fyrir að tekjur sveitarsjóð- anna (A-hlutans) hafi hækkað um 9,6%, heldur meira en útgjöldin. Laun og launatengd gjöld sveitarfé- laganna hækkuðu um 10% á milli ára og fara um 60% af heildar- tekjum sveitarfélaganna í launa- greiðslur. Koma þessar upplýsingar fram í samantekt hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga á ársreikningum A-hluta 64 af þeim 69 sveitarfélögum sem voru starf- andi á síðasta ári. Í þeim búa yfir 99% landsmanna. Slegið af fasteignagjöldum Útsvarstekjur sveitarfélaganna hækkuðu um rúmlega 9% en meðal- útsvarsprósenta hækkaði lítillega, eða úr 14,44% í 14,45%. Tekjur af fasteignasköttum juk- ust aðeins um 2,5% þrátt fyrir að fasteignamat íbúðarhúsnæðis hafi hækkað um 4,6%. Skýrist misræmið af því að meðalálagning lækkaði og af því að fasteignamat atvinnuhús- næðis hækkaði mun minna en íbúða. Þjónustutekjur og aðrar tekjur hækkuðu um nær 24% á milli ára og höfðu einnig hækkað mikið árið á undan. Undir þennan lið falla tekjur sem jafnan sveiflast verulega á milli ára, svo sem sala byggingarréttar og lóða. helgi@mbl.is 60% af tekjum bæjar- sjóðanna fara í laun - Útgjöld eru nærri 9 milljörðum króna hærri en tekjur Rekstrarreikningur A-hluta sveitarfélaga* 2021 og 2022 Ma.kr. 2021 2020 Breyting Skatttekjur án jöfnunarsjóðs 291,6 270,7 7,7% Framlag jöfnunarsjóðs 48,6 46,5 4.7% Þjónustutekjur og aðrar tekjur 63,7 51,4 23,8% Tekjur 403,9 368,6 9,6% Laun og launatengd gjöld 232,1 210,9 10.0% Breyting lífeyrisskuldbindinga 11,7 11,1 5,9% Annar rekstrarkostnaður 145,3 135,7 7,1% Afskriftir 16,4 15,0 8.7% Gjöld 405,4 372,7 8,8% Rekstrarniðurstaða** -8,8 -8,8 – í hlutfalli við tekjur -22% -2.4% *64 af þeim 69 sem voru til árið 2021 en þar búa yfir 99% landsmanna. **Með óreglulegum liðum, fjármagns- tekjum og -gjöldum. Heimild: SÍS. 112% Skuldir og skuldbindingar A-hluta jukust um 10,2% og hækkuðu sem hlutfall af tekjum úr 111% í 112% 8,8 Rekstraraf- gangur var neikvæður um 8,8 ma.kr. árið 2021 sem er því sem næst sama tala og árið áður Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is Kennsla í ung- lingadeild í Voga- skóla mun hefjast 40 mínútum seinna en vant er í vetur, eða klukkan 09.10. Um er að ræða tilraunaverkefni til eins skólaárs á vegum embættis landlæknis, Reykjavíkurborgar og fræðslu- setursins Betri svefns. Óskað var eftir skólum til þátttöku í verkefninu og Vogaskóli ákvað að slá til. „Okkur fannst þetta mjög áhugavert og okk- ur langar að taka þátt í rannsóknum sem mögulega geta verið til hins betra fyrir okkar nemendur,“ segir Snædís Valsdóttir, skólastjóri Voga- skóla. Rannsóknir Betri svefns hafa sýnt að 50% nemenda í 10. bekk og 70% framhaldsskólanema fái ekki nægan nætursvefn, þ.e. sjö klukku- stundir eða minna. „Þeirra líkams- klukka er aðeins öðruvísi en fullorð- inna og barna,“ segir Snædís. -Taka krakkarnir þessu ekki bara fagnandi? „Það er eins og með allt. Sum eru hrifin en öðrum finnst þetta skrýtin breyting,“ segir hún. Spurð hvort þessi háttur verði áfram hafður á, takist verkefnið vel, segir Snædís: „Það á náttúrlega eftir að ræða það. Þetta er rannsókn og það á eftir að skoða niðurstöður og þessari rann- sókn fylgir einnig fræðsla til for- eldra og nemendanna. En það á eftir að skoða allt í kringum þetta.“ Svefnmynstur kannað með hreyfiúrum Eftir skólaárið 2022 til 2023 verð- ur rýnt í niðurstöðurnar og skoðað hvaða áhrif breytingin hefur á svefn, líðan og námsgetu nemenda. Eins verða spurningalistar lagðir fyrir í september og janúar, til þess að skoða svefn og líðan, og verður svefn ungmennanna mældur með hreyfi- úrum á tveimur tímabilum, í október og mars. Nemendur mæta seinna í skólann - Tilraunaverkefni um svefn í Vogaskóla Snædís Valsdóttir Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Fljótt á litið virðist fálkavarp hafa gengið ágætlega í vor,“ segir Ólaf- ur K. Nielsen, vistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Hann hefur fengist mikið við rann- sóknir á fálka og rjúpu. Ólafur er í vettvangsvinnu og segir að þar sem hann fer um sé um helmingur paranna með unga. Það er tiltölulega hátt hlutfall. Kalt hefur verið fyrir norðan og það getur orðið til þess að ungar drepist í hreiðrum ef þeir eru óvarðir og það rignir mikið á þá. Ungadauða hefur ekki orðið vart nú nema mögulega í einu hreiðri. „Fálkinn gerir ekki hreiður sjálf- ur heldur verpir hann í skútum, á klettasyllum eða leggur undir sig gamla eða nýja hrafnslaupa. Stundum hrekur hann hrafninn frá þegar hann er búinn að smíða laup og tekur dyngjuna yfir. Ef fálkar hafa aðgang að hrafns- laupum þá velja þeir þá umfram syllur eða skúta,“ segir Ólafur. Fálkapör verpa ekki endilega á hverju ári. Setrin eru misgóð og aðstæður á hverjum stað hafa áhrif og eins reynsla og hæfni fuglanna. „Þegar fálkar byrja í tilhugalíf- inu hættir kerlingin alfarið að veiða. Karlinn ber í hana rjúpur og ef þetta á að ganga upp þá verður hann að færa henni nægt æti. Hún bara situr fyrir og safnar forða fyrir varpið og þroskar eggjakerfið. Fálkakerlingar þyngj- ast úr 1.500 til 1.600 grömmum upp í 2.000 til 2.200 grömm á tveimur til þremur vikum áður en þær fara að verpa. Ef þetta geng- ur ekki upp hætta fuglarnir við varp,“ segir Ólafur. Karlfuglinn sér einn um fæðuöfl- un þangað til ungarnir geta haldið á sér hita. Það gerist gjarnan þeg- ar þeir eru um hálfs mánaðar gamlir. Þá fer kerlingin einnig að veiða ef karlinn veiðir ekki nóg. Annars passar hún ungana. Karl- inn er yfirleitt úti að leita að bráð og veiða. Gæddi ungunum á skúfönd Guðlaugur Albertsson, fréttarit- ari Morgunblaðsins á Tálknafirði, lagði land undir fót í blíðunni á laugardaginn var og fylgdist með fálkahreiðri á ónefndum stað á Norðvesturlandi. Meðan hann fylgdist með hreiðrinu flugu hjá tveir skúfandarsteggir. „Allt í einu flýgur fálkinn af stað og kemur með önd í matinn,“ segir Guðlaugur. Hann fylgdist með þegar ungarnir voru mataðir á öndinni. Fálkahreiðrið er í gömlum hrafnslaupi og þar var einnig fálkahreiður í hitteðfyrra og þá komust tveir fálkaungar á legg. Í fyrra verpti hrafn í laupinn. Fálkavarp virðist hafa gengið ágætlega nú í vor - Fálkar taka gjarnan yfir nýja eða gamla hrafnslaupa og gera sér þar hreiður Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson Uppeldi Fullorðni fálkinn kom færandi hendi og reif nýveidda önd í ungana. Þeir gerðu matnum góð skil. Karlfuglinn sér að mestu um veiðarnar á varptím- anum og á meðan ungarnir eru að braggast. Þegar líður að varpi hefur kerlingin hægt um sig og safnar kröftum en karlfuglinn ber mat í hana, oft rjúpur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.