Morgunblaðið - 24.06.2022, Síða 8
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 2022
Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is
Komdu í BÍLÓ!
M.BENZ EQC 400 4MATIC POWER 2021
Nýskráður 12/2020 ekinn aðeins 9 Þ.km, rafmagn (408 km drægni), sjálf-
skiptur, fjórhjóladrifinn. Hlaðinn aukabúnaði s.s. AMG-line bæði innan og
utan. Sjónlínuskjár, 21“ álfelgur, rafdrifin framsæti, skynvæddur hraðastillir,
360° bakkmyndavél. BURMESTER hljómkerfi o.fl. Raðnúmer 254037
0.000
M.BENZ EQB 300 POWER 4MATIC - 2022
Nýskráður 12/2021 ekinn 3þkm, 100% rafmagn með 423 km drægni,
360° Bakkmyndavél, glerþak - 19“ álfelgur og dekk. Alveg hlaðinn búnaði og
til afhendingar strax! Raðnúmer 254157
0.000
Þessir síungu strákar eru klárir
í að selja bílinn þinn
VIÐ ERUM EKKI AÐ
FARA NEITT
ÞÚ FINNUR OKKUR
Á FUNAHÖFÐA EITT
Hlökkum til!
Indriði Jónsson
og Árni Sveinsson
M.BENZ EQA 250 POWER AMG
Nýskráður 08/2021, ekinn aðeins 8 Þ.km, 19“ álfelgur og dekk, dráttar-
krókur, Night pack (Næturpakki), AMG line innan og utan o.fl.
Raðnúmer 254155
0.000
Arnar Þór Jónsson skrifar eftir-
tektarverða grein í blað gær-
dagsins, þar sem hann fer m.a. yf-
ir hættur sem ógna nú
sjálfsákvörðunarrétti manna og
þjóða á margvíslegan hátt:
- - -
Mannréttindi,
sem til
skamms tíma þóttu
sjálfsögð, svo sem
málfrelsi, funda- og
ferðafrelsi, eru í
raunverulegri
hættu. Án lýðræðis-
legs umboðs hafa
embættismenn og „sérfræðingar“
fest hönd á valdataumum. Án um-
ræðu og án viðunandi réttlætingar
er verið að umbreyta borgaralegu
frelsi í leyfisskyldar athafnir.
- - -
Hið opinbera seilist sífellt
lengra inn á svið einkalífs.
Mörk leyfilegrar valdbeitingar
verða stöðugt þokukenndari. Við
þessar aðstæður er gagnrýni illa
séð, því hún ógnar valdinu. Betra
er að „treysta sérfræðingunum“
og „fylgja vísindunum“. Viðhorf,
sem jafnvel eru byggð á hlut-
lægum staðreyndum, eiga á hættu
að vera stimpluð sem falsvísindi
og upplýsingaóreiða ef þau sam-
ræmast ekki því sem stjórnvöld
boða.
- - -
Við stöndum þá frammi fyrir
stöðnun og myrkvun, þar sem
aðeins eitt viðhorf er leyfilegt. Í
þjóðfélagi, þar sem sannleiksleit
er í reynd bönnuð, umbreytast há-
skólar og fjölmiðlar í skrumskæl-
ingu þess sem þeim er ætlað að
vera. Hlutlægur sannleikur hverf-
ur sjónum. Sannleikurinn tilheyrir
þá þeim einum sem fara með skil-
greiningarvaldið.
- - -
Ef menn fara ekki að vakna,
mun hið frjálsa samfélag
brátt heyra sögunni til. Þá verður
of seint að koma því til varnar.“
Arnar Þór
Jónsson
Tímabær aðvörun
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Guðrún Sigríður Arnalds
gsa@mbl.is
Dregið hefur úr sölu hraðgreining-
arprófa fyrir Covid hér á landi. Það
má að miklu leyti rekja til þess að
farþegar á leiðinni til Bandaríkjanna
hafa frá og með 12. júní síðastliðnum
ekki þurft lengur að framvísa nei-
kvæðu Covid-prófi. Flest önnur ríki,
sem hægt er að ferðast beint til og
frá Íslandi, höfðu áður breytt sótt-
varnarreglum sínum í þá veru.
Þetta staðfestir Ómar Brynjólfs-
son, framkvæmdastjóri AVIÖR,
sviðs innan Öryggismiðstöðvar-
innar, í viðtali við Morgunblaðið.
„Auðvitað mátti alltaf búast við
þessu á einhverjum tímapunkti, en
það er bara eðli málsins í þessum
Covid-fræðum að aðstæður geta allt-
af breyst,“ segir Ómar.
Öryggismiðstöðin, í samstarfi við
Sameind rannsóknarstofu, opnaði
síðastliðið sumar nokkrar skim-
unarstöðvar, víðs vegar um landið.
Aðsókn í þær jókst gífurlega í mars
þegar sóttvarnalæknir tók ákvörðun
um að ekki yrði lengur í boði fyrir al-
menning með einkenni að panta
PCR-próf, heldur einungis hrað-
greiningarpróf.
Ómar segir að fáeinar stöðvar
verði enn opnar og hægt verði að
fara í hraðpróf þótt eftirspurn hafi
töluvert minnkað. „Það eru ennþá
mörg virk Covid-smit í samfélaginu
og auðvitað einhverjir sem nýta
ennþá þessa þjónustu,“ bætir Ómar
við. Hann segist álíta það ákveðna
skyldu þeirra að halda skimunar-
stöðvunum opnum. Þá verður enn
hægt að fara í skimun á stöðinni í
Kringlunni annars vegar og BSÍ
hins vegar, þótt hann segi að fram-
haldið muni stjórnast að mestu leyti
af eftirspurn.
Sala hraðgreining-
arprófa minnkað
- Fáeinar skimunarstöðvar verði opnar
Morgunblaðið/Baldur S. Blönda
Kórónuveiran Nokkrar skim-
unarstöðvar verða enn opnar.
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi
(SFS) og fyrirtæki innan þeirra vé-
banda hafa ákveðið að styrkja þrenn
hjálpar- og mannúðarsamtök í
Úkraínu um 130 milljónir króna.
Upphaflega var tilkynnt um gjöf-
ina á ársfundi samtakanna 6. maí sl.
en þá lá ekki fyrir hvaða hjálpar-
samtök yrðu fyrir valinu. Samtökin
sem styrkinn hljóta eru Caritas,
UNICEF – Barnahjálp Sameinuðu
þjóðanna og UN Women.
Caritas eru hjálparsamtök í Úkra-
ínu. Styrkur til þeirra mun einkum
fara til útibús samtakanna í borginni
Ternopil sem er skammt frá borg-
inni Lviv í vesturhluta landsins.
UNICEF sinnir börnum og fjöl-
skyldum þeirra innan og utan Úkra-
ínu, en talið er að allt að 60-70%
barna í Úkraínu hafi flúið heimili sín.
UN Women sinna neyðaraðstoð
og sérstökum þörfum kvenna og
jaðarsettra hópa. Eitt verkefna sam-
takanna snýr að því að styðja konur
sem hafa verið beittar kynferðisof-
beldi í stríðinu.
Fyrirtækin sem standa að gjöfinni
eru Arctic Fish, Brim, Eskja, G.
Run, Gjögur, Hraðfrystihúsið Gunn-
vör, Huginn, Iceland Pelagic, Ice-
land Seafood Int., Ísfélagið, Loðnu-
vinnslan, Oddi, Rammi, Samherji,
SFS, Síldarvinnslan, Skinney-
Þinganes, Vinnslustöðin, Vísir og
Þorbjörn.
130 milljónir frá fyrirtækjum SFS
- Útgerðarfyrirtæki styrkja þrenn hjálpar- og mannúðarsamtök í Úkraínu
AFP/Sergei Chuzavkov
Úkraína Börn að leik í rústuðum bæ
skammt frá Tsjernigív.