Morgunblaðið - 24.06.2022, Side 9

Morgunblaðið - 24.06.2022, Side 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 2022 Erum með þúsundir vörunúmera inn á vefverslun okkar brynja.is Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | verslun@brynja.is Vandaðir þýskir póstkassar, hengi- lásar, hjólalásar og lyklabox. MIKIÐ ÚRVAL Opið virk a dag a frá 9-18 lau frá 11-1 7 Varma Orka ehf. og Baseload Power Iceland ehf. hafa fengið starfsaðstöðu í Verinu, hjá frum- kvöðla- og þekkingarsetrinu í Þorlákshöfn, Ölfus Cluster (ÖC). Páll Marvin Jónsson, fram- kvæmdastjóri ÖC, og fulltrúar Varmaorku og Baseload, þeir Ragnar Sær og Anders Bäckstr- öm, skrifuðu í vikunni undir sam- starfssamning um afnot af að- stöðunni í Verinu. Varmaorka og Baseload Power Iceland, í samstarfi við landeig- endur í Ölfusi, undirbúa nú orku- öflun á lághitasvæðum í sveitar- félaginu Ölfusi. Áhersla er á svæði þar sem jarðhiti er yfir 100°C en Varmaorka hefur náð góðum árangri með slíkum jarð- hitavirkjunum, t.d. við Kópsvatn á Flúðum og Efri-Reyki í Blá- skógabyggð. Ragnar Sær Ragn- arsson frá Varmaorku leiðir þessa vinnu. Að sögn Ragnars kallar starfsemin í Ölfusi á við- veru og náið samstarf við land- eigendur og heimamenn. „Verkefnin sem eru í undirbún- ingi falla einkar vel að auðlinda- stefnu sveitarfélagsins, þar sem markmiðið er að framleiða orku úr lágvarma og umframvarma og nýta til frekari atvinnuuppbygg- ingar í Ölfusi. Hin gríðarlega mikla atvinnuuppbygging sem á sér stað innan sveitarfélagsins, m.a. í landeldi á laxi, ylrækt og jarðefnaiðnaði, kallar á mikla orku. Ljóst er að orkuþörfin mun vaxa enn frekar næstu árin,“ seg- ir í tilkynningu frá Ölfus Cluster. Ölfus Fulltrúar Ölfus Cluster, Varmaorku og Baseload ásamt Elliða Vign- issyni, sveitarstjóra í Ölfusi, þegar samningar voru undirritaðir. Undirbúa orkuöfl- un á lághitasvæði - Tvö fyrirtæki koma í Ölfus Cluster Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is Knattspyrnufélag Reykjavíkur og Knattspyrnufélagið Valur hafa fengið styrk frá Knattspyrnusambandi Evr- ópu (UEFA) upp á 30.000 evrur eða sem nemur 4,3 millj- ónum króna til þess að hjálpa flóttafólki að aðlagast íþróttasamfélaginu í Miðborg, Hlíðum og Vesturbæ. Þessir fornu erkifjendur vinna saman að verkefninu þar sem Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða nær yfir svæði beggja. Pálmi Rafn Pálmason, íþróttastjóri KR, segir að- spurður að rígur milli félaganna sé settur til hliðar í mál- um sem þessum: „Rígur er algjörlega settur til hliðar þegar svona á við. Við vinnum þetta í sameiningu og ger- um þetta fyrir þennan hóp, sem er mikilvægt að aðstoða eins vel og við getum,“ segir hann. Þjónustumiðstöðin eigi þá einnig stóran þátt í verkefn- inu og sé stór ástæða fyrir því að félögin hafi fengið styrk fyrir verkefnið, sem ber yfirskriftina Velkomin í hverfið. Skiptir engu hvaðan gott kemur Gunnar Örn Arnarson, íþróttafulltrúi Vals, tekur í sama streng. „Erkifjendur og ekki erkifjendur. Það skiptir ekki máli hvaðan gott kemur. Markmiðið er að þetta verði iðkendum til hagsbóta og samfélaginu í heild sinni. Það skiptir ekki máli hvaðan gott kemur, það skiptir máli að þetta takist vel upp,“ segir hann. Þjón- ustumiðstöðin tengdi Val og KR saman. „Valur hefur í svolítinn tíma verið í samstarfi við þjónustumiðstöðina í samskonar verkefnum, þar sem við erum að reyna að efla þátttöku flóttafólks og hælisleitenda,“ segir hann. Hælisleitendum verður þá hjálpað við að komast inn í skráningar- og upplýsingakerfi félaganna og verður þá mögulega ráðinn starfsmaður sem sér um að halda utan um mál þessi. Þá verður íþróttastarf innan félaganna kynnt betur fyrir hælisleitendum en einnig gæti verið þörf á túlkaþjónustu sem yrði þá veitt, þar sem félögin hafa ekki túlka á sínum snærum. „Þetta er náttúrulega mjög þarft. Bæði félög finna fyr- ir því að við erum að fá iðkendur af erlendu bergi brotna sem eru í þessari stöðu. Það er erfiðara fyrir það fólk að fóta sig hjá okkur og í samfélaginu. Þá getur þessi brú á milli félaganna og þjónustumiðstöðvarinnar verið mikil- væg,“ segir Gunnar. Aðildarsamböndum UEFA býðst að sækja um styrk í sérstakan sjóð vegna knattspyrnutengdra verkefna sem tengjast flóttafólki og hælisleitendum. Með sjóðnum, sem settur var á laggirnar árið 2017, eru knattspyrnu- sambönd Evrópu hvött til að starfa með knattspyrnu- félögum, samtökum eða öðrum aðilum sem starfa að mál- efnum flóttamanna og hælisleitenda í sínum löndum og stofna til knattspyrnutengdra verkefna sem styðja við aðlögun þeirra. Rígurinn settur til hliðar fyrir málstaðinn - KR og Valur fá styrk til þess að aðstoða flóttafólk við að aðlagast samfélaginu - Knattspyrnutengd verkefni Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Stórveldin Valur og KR leggja ríginn til hliðar og vinna saman við að hjálpa flóttafólki við aðlögun í hverfunum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.