Morgunblaðið - 24.06.2022, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 2022
OSMANTHUS EAUDE TOILETTE
Umvefðu þig blómum
Kringlan 4-12 | s. 577-7040 | www.loccitane.is
Kvenfélagið Harpa í Tálknafirði
heldur upp á 60 ára afmæli sitt á
morgun, laugardag. Opið hús verð-
ur frá kl. 14-17 í Vindheimum. Öll-
um er velkomið að koma, þiggja
veitingar og fagna með kvenfélags-
konum.
Kvenfélagið var stofnað í janúar
árið 1962. Lengi höfðu Hörpukonur
aðsetur í samkomuhúsinu Dun-
haga, eða frá 1969 allt þar til fyrir
nokkrum árum. Þar er nú rekið
kaffihús, Café Dunhagi. Fyrsti for-
maður Hörpu var Steinunn Finn-
bogadóttir en formaður í dag er
Jóna Sigursveinsdóttir.
Hörpukonur fagna
60 ára afmælinu
Morgunblaðið/Guðlaugur J. Albertsson
Tálknafjörður Samkomuhúsið Dunhagi,
þar sem kvenfélagið hafði lengi aðsetur.
Dregið var í gær í Happdrætti DAS.
Aðalvinningurinn að þessu sinni
var 40 milljónir króna á tvöfaldan
miða á miðanúmerið 52011. Vinn-
ingshafinn reyndist vera 64 ára
karlmaður, íbúi á Suðurnesjum.
Ekki hafði síðdegis í gær tekist
að ná sambandi við þann heppna,
samkvæmt upplýsingum frá Sig-
urði Ág. Sigurðssyni, forstjóra
DAS. Að auki fóru þrír vinningar
út, hver að upphæð 150 þúsund
krónur.
DAS leitar að 64 ára
karli á Suðurnesjum
Happdrætti Sigurður Ág. Sigurðsson hjá
DAS er á höttunum eftir vinningshafanum.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Goslokahátíð 2022 í Vestmanna-
eyjum hefst fimmtudaginn 30. júní
og lýkur sunnudaginn 3. júlí. Boðið
verður upp á fjölda viðburða eins og
listsýningar, ljósmyndasýningu,
bókarkynningu, tónleika og fleira.
„Þetta er mikilvæg hátíð en eld-
gosið 1973 og allt sem tengist því
hefur mikið tilfinningalegt gildi,“
segir Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri.
Hún segir goslokin vera sannarlega
tilefni til hátíðarhalda.
„Hátíðin minnir einnig nýjar kyn-
slóðir á þennan atburð og hún er
orðin fastur liður í árinu og menn-
ingu okkar,“ segir Íris.
Þegar er byrjað að leggja drög að
goslokahátíð 2023 en þá verða liðin
50 ár frá Heimaeyjargosinu og 60 ár
frá upphafi Surtseyjargossins.
„Við erum í samstarfi við forsætis-
ráðuneytið um fund forsætisráð-
herra Norðurlandanna og ráðstefnu
í samvinnu við Háskóla Íslands og
Jarðfræðingafélag Íslands. Einnig
við Alþingi sem samþykkti þings-
ályktunartillögu um gerð minnis-
varða um eldgosið á Heimaey,“ segir
Íris. Einnig hefur verið rætt um að-
komu forseta Íslands að hátíðar-
höldunum. Íris segir að vonandi tak-
ist að afhjúpa minnisvarðann á
næsta ári. Listamaðurinn Ólafur
Elíasson er byrjaður á hugmynda-
vinnu vegna verksins.
Þéttskipuð dagskrá í ár
„Dagskráin er mjög þéttskipuð í
ár,“ segir Sigurhanna Friðþórs-
dóttir, verkefnastjóri Safnahúss
Vestmannaeyja. „Það er orðið mjög
eftirsótt að taka þátt í goslokahátíð-
inni og listafólk er mikið búið að
spyrja um sýningarrými á næsta ári,
afmælisárinu.“
Hún segir að nú verði boðið upp á
fjölda tónleika og verða þeir fyrstu
þegar á fimmtudagskvöld. Tvennir
tónleikar verða á föstudagskvöld og
bæði á laugardag og sunnudag. Þar
verður flutt fjölbreytt tónlist.
„Þetta er svolítið hátíð heima-
manna og brottfluttra Vestmanna-
eyinga. Sumir segja að dagskráin
hafi verið miðuð við miðaldra fólk,
en ungu hljómsveitirnar hér í Vest-
mannaeyjum sækjast eftir að spila á
hátíðinni. Einnig er mjög vegleg
barnadagskrá í boði Ísfélags Vest-
mannaeyja og eins býður Íslands-
banki börnunum í bíó svo við reyn-
um að höfða til allra aldurshópa,“
segir Sigurhanna. „Einkaaðilar eru í
samstarfi við hátíðina. Höllin verður
t.d. með tónleika með Bjartmari
Guðlaugssyni og Prófasturinn er
með rokktónleika sem höfða til
yngra fólksins.
Á laugardagsmorgun verður boðið
upp á gönguferð á Heimaklett með
félögunum Pétri Steingrímssyni og
Svavari Steingrímssyni, en hann er
kominn yfir áttrætt og fer flesta
daga á klettinn. Hann segir að nú
fari hver að verða síðastur að koma
með honum á klettinn! Þeir munu
leiðsegja samferðafólkinu, greina frá
örnefnum og fleira.“
Fjölbreytt goslokahátíð nálgast
- Gosloka í Vestmannaeyjum er minnst 30.
júní til 3. júlí - Á næsta ári verða liðin 50 ár
frá gosinu í Heimaey og 60 ár frá Surtsey
Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson
Goslokahátíð Fjöldi fólks leggur leið sína til Eyja til að taka þátt í árlegum hátíðarhöldum til að minnast þess þeg-
ar eldgosinu í Heimaey lauk árið 1973. Að þessu sinni verður fjöldi viðburða í boði. Myndin var tekin 2019.