Morgunblaðið - 24.06.2022, Síða 12
12 FRÉTTIR
Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 2022
Ljósmyndir Rutar og Silju
Skipholti 31 | 105 Reykjavík | Sími 568 0150 | www.rut.is |
Opið alla virka daga kl. 10-17
Passamyndir
Tímapantanir
í síma 568 0150
eða á rut@rut.is
Förum eftir öllum
sóttvarnartilmælum
Hagnaður Kaupfélags Skagfirð-
inga (KS) nam í fyrra 5,4 millj-
örðum króna og jókst um rúma 2,4
milljarða króna á milli ára. Tekjur
félagsins námu um 43,9 milljörðum
króna og jukust um 2,9 milljarða á
milli ára, en rekstrarkostnaður
nam 35,8 milljörðum króna og jókst
um 1,4 milljarða á milli ára.
Þetta kemur fram í ársreikningi
félagsins fyrir árið 2021. Stærsti
tekjuliður KS kemur af rekstri
Kaupfélagsins, um 15,7 milljarðar,
en tekjur félagsins af útgerð og
fiskvinnslu námu um 11,8 mill-
jörðum. Þá námu tekjur af rekstri
annarra félaga í samstæðunni um
13,6 milljörðum króna.
Rekstrarhagnaður fyrir fjár-
magnsliði nam 6,1 milljarði króna
og jókst um 1,6 milljarða króna á
milli ára. Eigið fé KS var í árslok
síðasta árs um 47,9 milljarðar
króna og handbært fé frá rekstri
nam 5,8 milljörðum króna. Við lok
árs námu langtímaskuldir félagsins
tæpum 13 milljörðum króna.
Fram kemur í ársreikningi KS að
störfum innan félagsins hefur
fækkað. Á síðasta ári störfuðu að
meðaltali 935 manns hjá félaginu
en 970 árið áður. gislifreyr@mbl.is
Morgunblaðið/Björn Jóhann
Uppgjör Tekjur KS af útgerð námu tæpum 12 milljörðum á síðasta ári.
Auknar tekjur og
góð afkoma hjá KS
bæði ríki treysti á flutningastarfsemi
og þannig mætti áfram telja. Af þeim
ástæðum sé meðal annars hægðar-
leikur að heimfæra þá reynslu sem
norsk fjármálafyrirtæki hafa af
grænum fjárfestingum á íslensk
fyrirtæki, sem taka að hans sögn
sjálfbærnimál mjög alvarlega í starf-
semi sinni.
„Íslendingar eru framarlega á svo
mörgum sviðum, meðal annars í
sjávarútvegi og nýtingu orkuauð-
linda þar sem sífellt fleiri horfa til
grænna lausna og fjárfestinga í
þeim,“ segir Ripman.
„Grænar fjárfestingar snúast ekki
um einhverjar fallegar hugmyndir
um að bjarga jörðinni í ófyrirsjáan-
legri framtíð, heldur um að fjárfesta
í raunverulegum lausnum. Út um all-
an heim eru að verða til lausnir sem
fela í sér miklar framfarir, lausnir
sem gefa okkur færi á að reka fyrir-
tæki með sjálfbærari hætti en áður
og með minna kolefnisspori og það
er því mikill fengur að því að taka
þátt í þeim fjárfestingum. Þess
vegna getum við haldið því fram að
fyrirtæki sem bjóða upp á eða fjár-
festa í raunhæfum lausnum muni lifa
til lengri tíma og skapa bæði hlut-
höfum og öðrum hagaðilum aukin
verðmæti til framtíðar.“
Ripman segir að fjármálafyrir-
tæki hafi verkfæri sem hægt sé að
beita með jákvæðum hætti, meðal
ananrs með því að sniðganga fjár-
festingar í óumhverfisvænum iðnaði,
sem muni væntanlega fyrr en síðar
lognast út af.
„Það er því ekki mikil framtíð í
þeim fjárfestingum,“ segir Ripman.
Framtíðin liggi í grænum fjárfestingum
- Yfirmaður hjá Storebrand segir grænar fjárfestingar snúast um raunverulegar lausnir - Margt líkt
með tækifærum íslenskra og norskra fjármálafyrirtækja - Hægt að sneiða hjá ósjálfbærum fjárfestingum
Morgunblaðið/Hákon
Sjálfbærni Philip Ripman hóf störf hjá Storebrand árið 2006.
BAKSVIÐ
Gísli Freyr Valdórsson
gislifreyr@mbl.is
Þau fyrirtæki sem einblína á sjálf-
bærni og bjóða upp á raunhæfar
lausnir eru þau fyrirtæki sem munu
lifa til lengri tíma.
Þetta segir Philip Ripman, fram-
kvæmdastjóri hjá Storebrand Global
Solutions, í samtali við Morgunblað-
ið. Ripman var nýlega staddur hér á
landi og átti þá samtal við íslenska
lífeyrissjóði og fjármálafyrirtæki um
grænar fjárfestingar og fleira sem
snýr að sjálfbærnimálum í fjármála-
kerfinu. Hann segir að Íslendingar
og Norðmenn eigi margt sameigin-
legt, í báðum löndum sé öflugur sjáv-
arútvegur, mikið af orkuauðlindum,
Logi Sigurðarson
logis@mbl.is
Eftirvænting lá í loftinu í höfuð-
stöðvum Alvotech í Vatnsmýrinni
meðan viðstaddir biðu eftir því að
Róbert Wessman, stofnandi og
stjórnarformaður lyfjafyrirtækisins,
hringdi kauphallarbjöllunni og lok-
aði fyrir viðskipti með bréf í höllinni.
Blaðamaður var á staðnum og tók
bæði Róbert og Magnús Harðarson,
forstjóra Kauphallarinnar, tali þeg-
ar fagnaðarlátunum var lokið.
Bréf félagsins voru tekin, í fyrsta
skipti, til viðskipta á First North-
markaðnum í gær. Félagið var skráð
í Nasdaq-kauphöllina í New York í
síðustu viku og hefur gengi bréfanna
flökt mikið á þeim tíma. Þess varð
ekki vart á fyrsta viðskiptadegi bréf-
anna hérlendis en gengið hækkaði
aðeins um 32 krónur í viðskiptum
sem námu 83 milljónum króna.
Gengi bréfanna í lok dags var 1.332
krónur. Fyrirtækið er verðmetið á
rúma 250 milljarða og er því næst-
stærsta félagið í Kauphöllinni.
Hluthafalistinn ekki birtur
Róbert sagði í samtali við blaða-
mann Morgunblaðsins þetta vera
stóran áfanga en lífið héldi áfram og
mikilvægt væri að hafa hugann við
áframhaldandi vöxt. Fyrsta lyf fyrir-
tækisins er komið á markað í Kan-
ada og Evrópu og átta önnur í þró-
un. Aðspurður sagði Róbert
fyrirtækið áætla að skila hagnaði á
síðari hluta næsta árs og það hafi
nóg fjármagn til þess að fara í gegn-
um þá ársfjórðunga þar sem fyrir-
tækið muni skila tapi. Inntur eftir
því hvort lífeyrissjóðir hefðu tekið
þátt í 175 milljóna dollara fjármögn-
un sem fyrirtækið réðst í fyrir ára-
mót svaraði Róbert því neitandi en
80 milljónir dollara af þeirri fjár-
mögnun komu frá Íslandi. Hann
bætti því við að í raun hefði hann
verið að kynna lífeyrissjóðunum
fyrirtækið síðustu vikur. Hluthafa-
listi fyrirtækisins hefur ekki verið
birtur og er að sögn forsvarsmanna
félagsins trúnaðarmál að svo stöddu.
Magnús Harðarson sagði skráningu
Alvotech vera ánægjulega. Aðspurð-
ur sagði Magnús að skráning fyrir-
tækisins í Kauphöllina myndi hjálpa
íslenskum fjárfestum að venjast
verðmati sem byggist meira á vænt-
ingum frekar en hagnaði eins og
tíðkast í Bandaríkjunum.
Alvotech skráð á markað
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Nýsköpun Lyfjafyrirtækið Alvotech var skráð á First North-vaxtamarkaðinn í gær við mikinn fögnuð viðstaddra.
Netflix stefnir að því að auka tekjur
sínar með því að selja auglýsingar
og mæta þannig fækkun áskrifta að
streymisveitunni. Félagið er meðal
annars í viðræðum við Alphabet,
sem er í eigu Google, og Comcast,
sem er í eigu NBC Universal, um
mögulegt samstarf um auglýsinga-
sölu. Í fyrsta sinn í áratug hefur
áskrifendum Netflix fækkað.
Ted Sarandos, forstjóri Netflix,
sagði við fjölmiðla vestanhafs í gær
að ekki stæði til að bæta auglýs-
ingum inn í streymisþjónustuna í
núverandi mynd, heldur væri horft
til þess að bjóða upp á ólíkar
áskriftarleiðir, meðal annars ódýr-
ari leið með auglýsingum. Netflix
er þó ekki eina félagið sem horfir
til þess að breyta tekjuleiðum sín-
um, því Disney+ hefur einnig horft
til þess að bæta auglýsingum inn í
sína veitu, þó ekki hafi verið kynnt
með hvaða hætti það yrði gert.
Netflix horfir
til auglýsingasölu
- Áskrifendum veitunnar hefur fækkað
24. júní 2022
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 131.83
Sterlingspund 161.5
Kanadadalur 101.54
Dönsk króna 18.646
Norsk króna 13.204
Sænsk króna 13.001
Svissn. franki 136.61
Japanskt jen 0.9692
SDR 175.83
Evra 138.7
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 171.2901