Morgunblaðið - 24.06.2022, Page 14

Morgunblaðið - 24.06.2022, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 2022 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Seðlabankar heimsins eru í miklum vaxtahækk- unarham um þess- ar mundir og kem- ur það ekki til af góðu. Verðbólgan geisar víðast hvar af meiri krafti en sést hefur í áratugi, meðal annars í þeim löndum sem við horfum gjarnan til, Bandaríkjunum, Bretlandi, á Norðurlöndunum og svo á evru- svæðinu. Seðlabanki evrunnar fer sér að vísu hægar en aðrir enda efnahagsástandið á svæð- inu ennþá afar erfitt. Engu að síður hefur verið gefið til kynna að vaxtahækkunarferli sé fram- undan og hefjist á fundi bankans í næsta mánuði, en búist er við að þar verði farið rólega af stað. Í Bandaríkjunum er tekið fastar á enda efnahagurinn sterkari og þar voru vextir hækkaðir um 0,75%, sem er mesta einstaka vaxtahækkunin þar í tæpa þrjá áratugi, og seðlabankinn boðar frekari stór- tækar hækkanir. Jerome Powell seðlabankastjóri sagði þing- nefnd á miðvikudag að barátta bankans gegn verðbólgu kynni að leiða til efnahagssamdráttar. „Það er ekki ætlunin, en það gæti vissulega orðið nið- urstaðan,“ sagði Powell og lagði áherslu á að einskis yrði látið ófreistað við að koma böndum á verðbólguna. Aðalhagfræðingur Englands- banka talaði með sama hætti í vikunni, vextir yrðu hækkaðir eins og á þyrfti að halda til að stöðva verðbólguna, jafnvel þó að vaxtahækkanirnar yllu efna- hagssamdrætti. Þetta er óvenjulega eindregið tal frá seðlabönkum en tímarnir eru líka óvenjulegir. Kröftugar vaxtahækkanir þurfa þess vegna ekki að koma á óvart. Nýjasta dæmið um þær er vaxtahækkun í Noregi í gær upp á 0,5%, sem er tvöfalt meiri hækkun en venjan er og mesta vaxtahækkun í Noregi í tvo ára- tugi. Og seðlabankinn norski bendir á að vænta megi frekari vaxtahækkana til að þvinga nið- ur verðbólguna því að rétt eins og aðrir seðlabankar gera þá horfir hann fyrst og fremst til þess að ná niður verðbólgunni, enda er vel þekkt hvaða vanda hún veldur þó að það vilji stund- um gleymast í umræðunni og skýrist líklega af því hve langt er frá því að hún olli usla á Vest- urlöndum, þar með talið hér á landi. Degi áður en norski seðla- bankinn tók sitt stóra vaxta- hækkunarskref hækkaði Seðla- banki Íslands stýrivexti sína enn meira og tók jafnvel stærra skref en búist hafði verið við, eða 1%. Þetta þurfti þó ekki að koma mikið á óvart og var í sam- ræmi við fyrri ákvörðun, þró- unina erlendis og tiltekna þætti í efnahagsþróuninni hér heima. Einhverjir hafa fundið að þessari ákvörðun og vissu- lega er hún þess eðlis að sjálf- sagt er að hún sé rökrædd, líkt og gert var í ágætu samtali við seðlabankastjóra í Dagmálum í gær. Og ákvarðanir sem þessar eru ekki léttvægar, eins og heyra mátti á seðlabankastjóra, og þær hafa víðtæk áhrif, enda til þess sem leikurinn er gerður. Það er ekki aðeins að þessar ákvarðanir hafi áhrif í þeim löndum þar sem þær eru tekn- ar, þó að sú íslenska hreyfi tæp- ast við heimsmarkaðsverði, því að þær hafa sumar áhrif í fjar- lægum löndum. Seðlabanka- stjóri nefndi í framhjáhlaupi í fyrrgreindu viðtali erfiðleika sem hrjá Srí Lanka um þessar mundir og stafa af kórónuveiru- faraldri og ýmsum röngum ákvörðunum stjórnvalda þar, ekki síst mikilli skuldsetningu, einkum fyrir milligöngu Kín- verja í nafni Beltis og brautar. Sá vandi er geigvænlegur en mun nú magnast upp og hið sama á við um fjölda annarra þróunarlanda og annarra landa sem veikt standa sem hafa notið lágra vaxta en horfa nú fram á aukna vaxtabyrði og mögulegt greiðsluþrot, líkt og Srí Lanka lenti í fyrir skömmu. Rétt eins og þjóðríki geta lent í vandræðum þegar skuld- setning er komin úr hófi og vextir hækka geta einstakling- ar, fjölskyldur og fyrirtæki lent í því sama. Skuldsetning er al- mennt ekki mjög há hér á landi um þessar mundir og mikilvægt að sú staða haldist, eins og Seðlabankinn hefur reynt að stuðla að. En helsti vandinn hér, og um leið helsta skýringin á því hve bratt hefur þurft að hækka vexti hér á landi, er að lóðaskortur hefur keyrt upp íbúðaverð sem aftur ýtir undir skuldsetningu. Á þessu ber Seðlabankinn enga ábyrgð, hann hefur þvert á móti varað við þessu. Þau stjórnvöld sem mest geta haft um þetta að segja, borgarstjórn Reykjavík- ur, hafa hins vegar skellt við skollaeyrum og haldið óbreyttri stefnu. Jákvæðasta efnahags- aðgerð sem hægt væri að ráðast í hér á landi væri að byggja strax á því lausa landi sem víða er að finna í Reykjavík, rétt eins og seðlabankastjóri benti á í fyrrnefndu viðtali. Til þess þarf vilja og hann er ekki að finna hjá meirihlutanum í Reykjavík. Jafnvel ekki eftir „breytingarnar“. Á meðan svo er verða vextir hærri en þeir ella þyrftu að vera með tilheyr- andi kostnaði fyrir alla sem skulda. Áhrif vaxtahækkan- anna, sem er fjarri því lokið, finnast nú um allan heim} Vaxtahækkanir Á undanförnum áratug hefur náðst góður árangur í stjórn efnahags- mála á Íslandi. Á þeim tíma hefur skuldastaða ríkissjóðs batnað mikið, afgangur af utanríkis- viðskiptum og kaupmáttur launa hefur aukist verulega og verðbólgutölur haldist lágar í sögulegu samhengi. Ýmsar áskoranir hafa þó skotið upp kollinum undanfarin tvö ár. Heims- faraldurinn setti hið venjubundna líf jarð- arbúa á ís með ýmsum röskunum á að- fangakeðjum og tilheyrandi áhrifum á alþjóðaviðskipti. Þá hefur óverjanleg innrás Rússa í Úkraínu mikil áhrif á verðlagsþróun í heiminum öllum, meðal annars á orku- og fæðukostnað. Áhrifa þessa er farið að gæta í efnahags- málum víða um veröld og hafa verðbólgutölur hækkað töluvert á skömmum tíma. Áhrifin af slíkri þró- un koma við hvert einasta heimili í landinu, sér í lagi tekjulágt fólk. Gripu stjórnvöld meðal annars til mót- vægisaðgerða með þetta í huga, með sértækum aðgerð- um eins og hækkun bóta almannatrygginga, sérstökum barnabótaauka til þeirra sem eiga rétt á tekjutengdum barnabótum og hækkun húsnæðisbóta. Aukinheldur hafa ríkisstjórn og Seðlabanki lagst sameiginlega á ár- arnar til þess að takast á við hækkandi verðbólgu. Kynnti ríkisstjórnin í því samhengi 27 milljarða aðhalds- aðgerðir í rekstri hins opinbera til að draga úr þenslu og verðbólguþrýstingi. Það er skoðun mín að það sé sameiginlegt verkefni okkar sem samfélags, að halda aftur af verðlagshækk- unum eins og kostur er. Þar skipta samkeppnismál miklu. Virk samkeppni er einn af horn- steinum efnahagslegrar velgengni. Sam- keppniseftirlitið hefur meðal annars hafið upplýsingaöflun um þróun verðlags á helstu mörkuðum, til að meta hvort verðlagshækk- anir kunni að stafa af ónægu samkeppnislegu aðhaldi eða óeðlilegum hvötum. Mun eftirlitið leggja sérstaka áherslu á dagvörumarkað, eldsneytismarkað og byggingarvörumarkað. Það gerir Samkeppniseftirlitinu auðveldara um vik að greina óhagstæð ytri áhrif á verðþróun og greina hvort verðhækkanir kunni að stafa af mögulegum samkeppnis- bresti á viðkomandi mörkuðum. Í vikunni samþykkti ríkistjórnin einnig tillögu mína um skipun vinnuhóps til að greina gjaldtöku og arðsemi bankanna. Við vitum að stór hluti af útgjöldum heimilanna rennur til bankanna, í formi afborgana af húsnæðis-, bíla- og neyslulánum auk vaxta og þjónustugjalda. Samsetning þessara gjalda er oft flókin, sem gerir samanburð erfiðan fyrir almenna neytendur. Því tel ég brýnt að hlutur þessara þátta verði skoðaður ofan í kjölinn, með vísan til samkeppnisþátta og hagsmuna neytenda. Markmiðið er að kanna hvort ís- lensk heimili greiði meira fyrir almenna viðskipta- bankaþjónustu en heimili á hinum Norðurlöndunum. Þrátt fyrir stórar áskoranir á heimsvísu skipta að- gerðir okkar innanlands miklu máli. Ég hvet okkur öll til þess að vera á tánum, því sameiginlega náum við meiri árangri í verkefnum líðandi stundar. Lilja Dögg Alfreðsdóttir Pistill Hugum vel að samkeppnismálum Höfundur er viðskiptaráðherra og varaformaður Framsóknar STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen samningum seljenda og kaupenda. Fyrirkomulagið er annað í flest- um öðrum löndum, að sögn Einars. Þar sé heildsölumarkaður, markaðs- torg, þar sem raforkuseljendur og -kaupendur geta átt viðskipti, án þess að vita deili hverjir á öðrum. Fyrirkomulagið er gjarnan uppboðs- fyrirkomulag, eins og á hlutabréfa- markaði. Seljandi býður fram lausa raforku í tilteknu magni og tíma, og á ákveðnu verði. Kaupandi getur þá tekið tilboðinu ef hann finnur þar eitthvað sem hann þarf og á verði sem hann sættir sig við. Kaupendur geta vitaskuld einnig lagt fram til- boð. Ætlunin er að íslenski heildsölu- markaðurinn verði í þessu formi, þótt Einar segi ekki ákveðið hvernig fyr- irkomulagið verði í öllum atriðum, til dæmis hvaða vörur verði til sölu og innan hvaða tímaramma. Það skýrist þegar nær dregur. Landsnet hefur auglýst eftir framkvæmdastjóra og sérfræðingi til að undirbúa og koma upp þessum markaði. Telur Einar Snorri að reikna megi með því að undirbún- ingur taki rúmt ár. Gagnsæi í verðlagningu Hér á landi er meginhluti raf- orkuframleiðslunnar bundinn í tví- hliða samningum til langs tíma. Spurður að því, hvort búast megi við því að svo verði áfram og aðeins af- gangsorkan fari inn á heildsölu- markað, segir Einar að erlendis hafi reynslan orðið sú að orka, sem bund- in er í tvíhliða samningum, fari smám saman inn á heildsölumarkaðinn. Því sé reiknað með þeirri þróun hér. Einn af kostum heildsölumark- aðar er að þar verður gagnsæi um verð á raforku. Spurður hvort mark- aðurinn muni ekki leiða til verð- hækkunar, eins og aðstæður eru nú, segir Einar að megintilgangur heild- sölumarkaðar sé að skila hagstæð- asta verði til neytenda hverju sinni. Á virkum markaði ráðist verðið af framboði og eftirspurn. Því sé ómögulegt að segja til um það hvort verðið hækki eða lækki. Allavega verði niðurstaðan hagstæðasta verð fyrir neytendur hverju sinni. Orkuframleiðendur og -kaup- endur fá upplýsingar um stöðu markaðarins eftir verðmerkjum hans og geta hagað framleiðslu og notkun sinni eftir þessum merkjum. Einar segir að heildsölumarkaður tengist einnig orkuöryggi, þannig að þegar verðið er hátt sé rétt að skoða nýja orkuöflun eða draga úr notkun, en þegar verðið er lágt þurfi mögulega minna af nýrri orku inn á markaðinn. Raforkuviðskiptin fara á markaðstorg Ljósmynd/Landsnet Miðja Raforkuframleiðslu í landinu og flutningi er stýrt frá stjórnstöð Landsnets. Þar gæti heildsölumarkaður verið. BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Á kveðið hefur verið að koma á fót heildsölumarkaði fyr- ir raforku hér á landi. Landsnet stendur fyrir verkefninu, sem sett verður í sjálf- stætt dótturfélag. Landsnet er miðja raforkukerf- isins. Framleiðslu og flutningi raf- orku er stýrt úr stjórnstöð fyrir- tækisins. Þar liggja því miklar upplýsingar fyrir, án þess að fyrir- tækið taki þátt á samkeppnismarkaði raforkusölunnar. Þótti Landsnet því betur til þess fallið að koma heild- sölumarkaði á fót, frekar en til dæm- is stórir raforkuframleiðendur, eins og Landsvirkjun. Heildsölumark- aðurinn á þó að verða sjálfstætt dótturfélag. Eins og hlutabréfamarkaður Einar Snorri Einarsson, fram- kvæmdastjóri stjórnunarsviðs Landsnets, segir að raforkumark- aður hafi verið á Íslandi frá því farið var að framleiða raforku í ein- hverjum mæli og selja. Viðskiptin hafi helst farið fram með tvíhliða

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.