Morgunblaðið - 24.06.2022, Síða 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 2022
VINNINGASKRÁ
160 8046 16143 28538 39493 49460 59638 70783
397 8243 16604 28915 39685 49986 59687 70844
905 8578 17151 29929 40245 50384 60129 70878
1017 8783 17342 30028 40538 50438 61527 70988
1035 8922 17348 31648 40671 50662 61590 71069
1379 8956 17533 32000 40686 50676 61669 71156
1654 8963 19120 32096 41549 50799 61718 71887
1733 9150 19144 32099 41754 50964 61933 72279
1761 9216 19234 32348 42217 51179 62049 72424
1875 9268 19704 32382 42552 51301 62172 73125
1900 9875 19716 32469 42715 51302 62431 73355
1941 10122 19867 32731 42735 51595 62523 74031
2317 10305 20295 33030 42802 52277 62547 74287
2714 10381 20609 33172 42878 52372 63144 75283
2898 10738 21158 33299 43042 52407 63279 75380
3016 11013 22155 33394 43144 53177 63291 75649
3190 11200 22599 33596 43234 53377 63405 75932
3203 11562 22990 33639 43289 53700 63600 76701
3316 11804 23409 33993 43367 53762 63645 77041
3357 11838 23731 34365 44086 53787 63653 77108
3758 12440 23966 35067 44300 53931 63734 77132
3774 12889 24013 35386 44669 54196 63809 77183
3869 13081 24402 35616 45002 54705 63906 77696
3910 14011 24932 35738 45055 55334 64335 77699
3931 14243 25588 36140 45085 55421 65913 77862
4661 14501 25629 36635 45531 55454 66366 77994
4745 14595 25956 36852 45598 55460 66537 78379
4877 14866 26009 37156 46113 55500 66602 78433
4898 15249 26304 37215 46529 55507 67122 78611
4908 15303 26362 37285 46610 57084 67252 79001
5535 15342 26502 37599 46680 57125 67287 79727
5637 15348 27509 37600 47689 57550 67496
6011 15465 27575 37711 47993 58114 67603
6778 15650 27756 37782 48438 58163 68388
6880 15776 27785 38223 48664 58934 68790
6888 15989 28034 38355 48855 59106 69429
7251 16012 28204 39070 49218 59325 70170
31 10516 19098 30729 40025 49204 57520 69291
1076 10574 20907 31739 40698 50090 58285 69967
1859 10717 21539 32444 40842 51336 58724 70132
4667 12275 22554 34788 42416 51338 58998 70781
4988 12290 22847 35101 45699 52097 59586 72884
6482 12361 23628 35958 45880 52359 63450 73934
6828 12790 24304 36395 46025 52730 63465 74473
7516 14365 26313 36682 46249 53756 64304 77176
7747 14387 26503 37292 47003 54880 65746 79526
7866 14986 26741 37882 47129 55809 66926
7869 15523 27056 38311 47769 56209 67959
8096 15810 27601 39256 48399 56367 68415
9202 18646 30652 39536 48897 56860 69186
Næst útdráttur fer fram 30. júní 2022
Heimasíða: www.das.is
Vinningur
Kr. 15.000 Kr. 30.000 (tvöfaldur)
Vinningur
Kr. 25.000 Kr. 50.000 (tvöfaldur)
Vinningur
Kr. 150.000 Kr. 300.000 (tvöfaldur)
2287 19617 39365 57824 61735
Vinningur
Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur)
4066 16968 23165 25898 47319 73133
13518 18556 23676 34177 48840 74382
13868 19379 24526 35286 49519 74559
16429 23049 24549 39396 57872 77299
Aðalv inningur
Kr. 20.000.000 Kr. 40.000.000 (tvöfaldur)
5 2 0 1 1
8. útdráttur 23. júní 2022
Að ljúga að öðrum
er vondur vani en að
ljúga að sjálfum sér er
hvers manns bani.
Hið mælanlega
Á árunum 1930-
1990 var meðalfylgi
Sjálfstæðisflokksins
52% í bæjar- og borg-
arstjórnarkosningum.
Verstu úrslit flokksins
á tímabilinu voru 47,4% árið 1978
og þau bestu 60,4% árið 1990 undir
forystu Davíðs Oddssonar þáver-
andi borgarstjóra, þess sigursæla
leiðtoga. Í alþingiskosningum á ár-
unum 1959-1999 var meðalfylgi
Sjálfstæðisflokksins 44% í Reykja-
víkurkjördæmi. Tvisvar á tíma-
bilinu náði flokkurinn yfir 50%.
Annars vegar undir forystu Bjarna
Benediktssonar árið 1963 (50,7%)
og svo undir forystu Geirs Hall-
grímssonar 1974 (50,1%).
Í síðustu alþingiskosningum fékk
flokkurinn 21,9% í Reykjavík-
urkjördæmum. Flokkurinn hefur
aldrei fengið eins slæmt kjörfylgi í
Reykjavík í alþingiskosningum. Í
nýafstöðnum kosningum til sveit-
arstjórna fékk hann 24,5% í borg-
inni. Flokkurinn hefur aldrei fengið
eins slæmt kjörfylgi í Reykjavík á
sveitarstjórnarstigi.
Hinn blákaldi veruleiki
Einhverjir hafa haft orð á því að
sala á hlut ríkisins í Íslandsbanka
hafi orsakað fylgistapið í borginni
og að líta megi á niðurstöðuna sem
varnarsigur. Það stenst hins vegar
ekki skoðun. Flokkurinn mældist
með 21,9% fylgi í skoðanakönnun
sem var birt 11. febrúar. Söluferli
Íslandsbanka var ekki sett af stað
fyrr en 22. mars eða yfir mánuði
síðar. Það er því eitthvað annað en
bankasalan sem um er að kenna.
Þá var það heldur ekki vinsæld-
um meirihlutans að kenna. Augljós
vanþóknun og megn óánægja var
með verk og stefnu síðasta meiri-
hluta í borginni enda var hann kol-
felldur í kosningunum. Fólkið vildi
ekki þennan meirihluta. Samfylk-
ingin missti tvo borgarfulltrúa og
síamstvíburi hennar
einn. Hafa ber í huga
að þetta eru þeir tveir
flokkar sem hafa verið
fánaberar þéttingar,
borgarlínu og bílahat-
urs. Stefna sem hefur
alið af sér tilgangs-
lausasta umferðaröng-
þveiti norðan Alpa-
fjalla. Kjósendur
höfnuðu þessu!
Slíkt árferði ætti að
vera kjörið fyrir stór-
sigra. Einnig fyrir
Sjálfstæðisflokkinn. Þrátt fyrir það
endaði ekki eitt einasta óánægjuat-
kvæði (og þau voru mörg) hjá Sjálf-
stæðisflokknum. Ekki eitt! Ekki
bara það heldur tapaði flokkurinn
miklu fylgi frá síðustu kosningum.
Sjálfstæðisflokkurinn missti tvo
borgarfulltrúa rétt eins og Sam-
fylkingin, sem er ófullnægjandi ár-
angur. Það er ekki hægt að horfa
fram hjá því að flokkurinn tapaði
fimmtungi af fylgi sínu frá síðustu
borgarstjórnarkosningum og hefur
glatað hátt í helmingi kjósenda sé
horft til meðalfylgis á árunum
1930-1990.
Sjálfstæðisflokkurinn er vissu-
lega enn stærsti flokkurinn. Slík
skilyrði væri þó hægt að uppfylla í
nánast öllum tilfellum svo lengi
sem stjórnmálaflokkar eru nægi-
lega margir og nægilega smáir.
Stjórnarfar í slíku smáflokkaum-
hverfi elur hins vegar á áhrifaleysi
kjörinna fulltrúa og byrgir mönn-
um sýn á þeirra ríku ábyrgð. Þá
þarf ekki marga slíka „varn-
arsigra“ til að gera flokkinn áhrifa-
lausan með útilokun eða neyða
hann til uppgjafar í aðalstefnu-
málum.
Ný nálgun
Á gullaldarskeiði sínu átti Sjálf-
stæðisflokkurinn frumkvæði að
mörgum grundvallarmálum; svo
sem að orkuveitur væru í eigu hins
opinbera, að jarðnæði og aðrar
fasteignir væru í íslenskri eigu og
auðvitað að þjóðin byggi við stjórn-
skipulegt frelsi. Þá var Sjálfstæð-
isflokkurinn sjálfstæðisflokkur og
sem slíkur voru fulltrúar hans
óhræddir að verja það sem máli
skiptir; svo sem þjóðareinkennin,
þjóðmenninguna, þjóðkirkjuna,
sjálfstæðið og ásókn erlendra hags-
muna í þjóðarauðlindir okkar og
eignir. Flokkurinn var breiðfylking
sem vildi varðveita hið mikilvæga
líkt og er einkenni stórra íhalds-
flokka í Evrópu. Hér má halda því
til haga að aðalstefnumál flokksins
voru og eru meðal annars að „Ís-
land taki að fullu og öllu sín mál í
sínar eigin hendur og gæði landsins
til afnota fyrir landsmenn eina“.
Upp á síðkastið hafa fulltrúar
flokksins hins vegar vikið frá því að
sýna nokkurt einasta frumkvæði í
slíkum málum og þess í stað elt
hismi samfélagsmiðla og fylkt sér á
bak við hin og þessi mál sem ekki
eiga við á Íslandi og geta jafnvel
verið þjóðinni skaðleg um ókomna
tíð. Það verður ekki litið fram hjá
því að þetta daður við umrótið hef-
ur skaðað flokkinn og traust til
hans. Þá verður heldur ekki litið
fram hjá því að kjörnir fulltrúar
flokksins hafa fjarlægst sjálfstæð-
isstefnuna og þau mikilvægu að-
alstefnumál flokksins sem þó voru
lögð til grundvallar við stofnun
hans. Þetta má sjá á talsmáta
þeirra sem vilja selja Landsvirkjun
eða landið okkar til útlendinga. Slík
stefna hefur óhjákvæmilega skaðað
flokkinn og fært ásýnd hans til
vinstri.
Það hefur verið nefnt og verður
aldrei of oft kveðið að sjálfstæð-
isstefnan er sál flokksins sem gegn-
ir hlutverki vitans í hinu sí-
breytilega veðurfari
stjórnmálanna. Flokksforystan
mætti huga að afleiðingum þess
þegar skipstjórar og stýrimenn,
týndir í þoku hismis og hégóma,
villast frá og hirða ekki um eða
meðvitað neita að nota ljósmerki
vitans.
Það endar ekki vel ef menn segja
skilið við sálina.
Þegar þagnar í eimreiðinni
Eftir Viðar
Guðjohnsen » Það verður ekki litið
fram hjá því að þetta
daður við umrótið hefur
skaðað flokkinn og
traust til hans.
Viðar Guðjohnsen
Höfundur er lyfjafræðingur
og sjálfstæðismaður.
Ársæll Guðmunds-
son skólameistari
Borgarholtsskóla hef-
ur ítrekað tjáð sig um
það að sveinspróf séu
tímaskekkja og úrelt
fyrirbæri sem beri að
afleggja. Ekki átta ég
mig á því hvað það er
við þau færnipróf sem
sveinsprófin sannar-
lega eru sem truflar
skólameistarann.
Ekki þá annað en að framkvæmd
prófsins fer fram á forsendum at-
vinnulífsins en ekki skólans. Engu
að síður telur skólameistarinn að
samstarf atvinnulífsins og skóla sé
mikilvægt og nauðsynlegt. Að lyk-
illinn að farsælu námi séu góð
tengsl kennara og nemenda. Sem
eflaust má til sanns vegar færa.
Líkt og nemendur eru kennarar
misjafnir og ekki alltaf sem þeir ná
þessum tengslum sem Ársæll telur
svo mikilvæg og nauðsynleg.
Núverandi kerfi
Nú er það svo að ætli nemandi að
læra iðn þarf hann að stunda verk-
legan hluta þess á vinnuplássi í
þeirri grein sem numið er í. Þar fer
fram verkleg kennsla undir stjórn
meistara og neminn fær að kljást
við flóknari verkefni eftir því sem
færni hans eykst. Á vinnuplássinu
fer fram raunveruleg framleiðsla á
vörum og þjónustu
sem viðskiptavinir
greiða fyrir. Til þess
er leikurinn gerður; að
læra þá færni sem til
þarf og markaðurinn
kallar eftir á hverjum
tíma. Að ætla sér að
kenna handverk ein-
göngu í skóla er hæpið
og varla mögulegt í
öllum greinum.
Sveinsprófið er hið
endanlega mat á færni
nemandans eftir fjög-
urra ára nám. Und-
irritaður hefur í allmörg ár komið
að sveinsprófum í bakstri sem
prófdómari og að semja prófaefni.
Sveinsprófsnefndir eru skipaðar af
menntamálaráðherra og í þær velst
fólk annars vegar frá atvinnurek-
endum og hins vegar viðkomandi
fagfélagi. Raunar skiptir litlu hvað-
an nefndarmenn koma hafi þeir þá
þekkingu og færni sem til þarf til
að meta verklega færni og fag-
þekkingu nemenda.
Hver er reynslan?
Afar misjafnt er hvernig nem-
endur í sveinsprófi standa sig, eðli-
lega. Sumir eru taugatrekktir,
kvíðnir og enn aðrir eru óskipu-
lagðir og metnaðarlausir. Bara eins
og gengur með nemendur í öllum
fögum, býst ég við. Sumir nem-
endur hafa haft þá grillu að sveins-
prófið væri léttara en lokapróf í
verklegum áföngum í skóla, þó án
þess að ná að sýna það með eigin
frammistöðu. Aðrir nemendur
töldu sig það færa að þeir voru
farnir að kenna öðru fólki fagið í
gegnum samfélagsmiðla og bók-
arskrif áður en að útskrift kom.
Sem greinilega tafði þá frá raun-
verulegu námi því árangurinn á
sveinsprófi var síðan nær falli en
fararheill. Þetta segi ég bara til að
ítreka að það sé varla neinum hollt
að hlaupa áður en hann lærir að
ganga og vænlegra til árangurs er
að hafa grunnatriðin á hreinu áður
en haldið er út í atvinnulífið. Síðan
má taka undir orð Ársæls skóla-
meistara um það að að námi loknu
hefjist fyrst námið, sem er sann-
arlega rétt, en til að ná að tileinka
sér nýja færni þarf að kunna skil á
þeirri gömlu því oftast er sú nýja
byggð á hinni gömlu. Það má ekki
gleymast í nútímavæðingu skóla-
meistarans.
Skólameistari með skoðun
Eftir Steinþór
Jónsson » Ársæll Guðmunds-
son skólameistari
Borgarholtsskóla hefur
ítrekað tjáð sig um það
að sveinspróf séu tíma-
skekkja og úrelt fyrir-
bæri sem beri að af-
leggja.
Steinþór
Jónsson
Höfundur situr í sveinsprófsnefnd og
stjórn Menntaskólans í Kópavogi.
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
VANTAR ÞIG
PÍPARA?