Morgunblaðið - 24.06.2022, Side 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 2022
✝
Brynjar Vatns-
dal Dagbjarts-
son (Billi) fæddist
23. nóvember 1947
í Hafnarfirði. Hann
lést á Heilbrigð-
isstofnun Suður-
lands 14. júní 2022.
Foreldrar Brynj-
ars voru Dagbjart-
ur Guðmundsson
og Dagbjört Brynj-
ólfsdóttir. Brynjar
ólst upp í Hafnarfirði ásamt
systkinum sínum þeim Reyni
Vatnsdal, f. 1932, d. 1999, Birgi
Vatnsdal, f. 1941 og Fjólu
Vatnsdal, f. 1945, d. 1945. Sam-
feðra áttu þau systur, Berg-
þóru, f. 1938, d. 2015.
Brynjar hóf snemma störf á
sjó og í byggingarvinnu um
land allt. 1967 kynnist hann eft-
irlifandi konu sinni, Guðrúnu
beinsson, og Guðrúnu Ísafold, f.
2000. Þorleifur Jón er giftur
Villimey Elfudóttur og á hann
tvo syni, Salvar Aron, f. 2001,
maki hans er Sólbjört Lilja Há-
konardóttir, og Ísak Máni, f.
2003.
Árið 1980 flytja þau Brynjar
og Guðrún með börnin til Sví-
þjóðar þar sem þau búa næstu 9
árin. 1989 flytja þau svo aftur
heim til Íslands og búa fyrst í
Reykjavík og svo aftur í Hafn-
arfirði. Þau hjónin byggðu svo
sumarhús í Reykjaskógi í Bisk-
upstungum sem þau svo fluttu
alfarið í árið 2002.
Brynjar gerðist snemma
skáti í Skátafélaginu Hraunbú-
um og í beinu framhaldi gekk
hann til liðs við Hjálparsveit
skáta í Hafnarfirði. Á meðan
búskapur þeirra varði í Svíþjóð
fylgdi hann börnunum í skáta-
starfið þar og eftir að flutt var
heim aftur tók hann upp þráð-
inn á ný með skátum og hjálp-
arsveit.
Útför hans fer fram frá Hafn-
arfjarðarkirkju í dag, 24. júní
2022, kl. 13.
Kristinsdóttur, og
giftist henni 16.
ágúst 1969. Þau
hófu búskap í Fög-
rukinn 20 í Hafn-
arfirði.
7. október 1971
eignuðust þau sitt
fyrsta barn, Dag-
bjart Kristin, og
tveim árum seinna,
7. desember 1973,
Dagbjörtu. Þau
flytja á Jófríðarstaðarveg 8a og
þar bætist þriðja barnið við,
hann Þorleifur Jón, 5. júní 1978.
Dagbjartur Kristinn er giftur
Elsí Rós Helgadóttur og eiga
þau tvö börn, Emmu Vilborgu,
f. 2019 og Elías Valtý, f. 2021.
Dagbjört er gift Páli Sigurði
Magnússyni og eiga þau tvær
dætur, Andreu Dagbjörtu, f.
1998, maki hennar er Sölvi Kol-
Elsku pabbi minn.
Nú ertu farinn heim og verk-
efni þínu er lokið.
Fáir geta verið jafn stoltir af
pabba sínum og ég, því ég átti
besta og hjálpsamasta pabba í
heimi. Þú gafst mér meira en
nokkurn grunar: óstöðvandi
hjálpsemi, endalausa ofvirkni,
hjartafylli af kærleika og um-
hyggju fyrir öllum og öllu. Við
systkinin fengum þetta allt í
vöggugjöf frá þér og þið mamma
komuð okkur þremur til manns,
þótt eflaust hafi vonin um það
verið lítil þegar við vorum villing-
ar í skóginum heima í Svíþjóð.
Barnabörnin eru núna orðin
sex og muna eftir afa Billa sem
sólbrúnum og sætum, alltaf með
bros á vör og kærleika og hlýju í
hjarta.
Afi Billi var einfaldlega bestur.
Ég fékk að vera með þegar þú
fékkst Gilwell-einkennin eftir
langa bið. Þú varst stoltur og
hreykinn, því þér tókst þetta. Þú
lést þig ekki vanta þegar Andrea
Dagbjört fékk sín einkenni og
þegar Biggi fékk sín eftir langa
bið stóðstu hreykinn við hlið
hans. Ég var samt stoltust allra,
held ég, á öllum þessum stundum.
Nú ert þú farinn heim með ein-
kennin þín með þér. Ég treysti
því að Gilwellskátar hafi tekið á
móti þér með kröftugu Isaka.
Endalaus hjálpsemi þín kenndi
okkur að hjálpsemin fyllir hjörtu
af vellíðan og hamingju. Það má
með sanni segja að við sem um-
gengumst þig mest höfum fyllt
okkar hjörtu á þann hátt sem þú
kenndir okkur.
Skátamótin þar sem þú rigg-
aðir upp pop-up verslunum fyrir
mig áður en pop-up verslanir
urðu til. Heilgrillaðir grísir, Sjón-
arhóll, sixpensarar, jólamatur-
inn, kærleikurinn … Allt eru
þetta minningar sem lifa áfram í
hjarta mínu.
Það eru ekki til orð sem lýsa
þeim söknuði sem fyllir hjarta
mitt núna, en sársaukinn mun
venjast því ég veit að þú passar
upp á okkur áfram.
Takk fyrir allt sem þú gafst
mér og mínum.
Sofnar drótt, nálgast nótt,
sveipast kvöldroða himinn og sær.
Allt er hljótt, hvíldu rótt.
Guð er nær.
(Kvöldsöngur kvenskáta)
Þín
Dagbjört (Dagga).
Himneskt
er að vera
með vorið
vistað í sálinni,
sólina
og eilíft sumar
í hjarta.
Því hamingjan
felst í því
að vera með
himininn
í hjartanu.
Lifi lífið!
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Elsku Billi minn.
Gamli góði tryggi vinur.
Þú kvaddir snöggt og hélst á
braut, enda varstu alltaf röskur í
verkefnum þínum, alla daga eitt-
hvað að brasa og koma á óvart.
Verkefnin virtust elta þig uppi
enda ljúft að biðja þig um greiða.
Ég var svo lánsöm að kynnast
mágkonu þinni í Bernhöft í denn
og í kjölfarið kynnast fjölskyldu
hennar allri og ekki síst ykkur
hjónum. Frá fyrstu stundu varð
mikill vinskapur og virðing á
báða bóga sem hélst fram á sein-
asta dag. Ég er þakklát fyrir allar
stundir með ykkur Dúnu, þið vor-
uð dásamlegt teymi. Þú varst lífs-
glaður Gaflari og fylginn þér, vin-
margur enda glettinn og góð sál.
Þú fannst fjölina þína þegar
þér var úthlutað lóð í Reykja-
skógi, þar undir þú lengi einn í
frístundum við að byggja ykkur
hreiður og varst stoltur af, enda
máttir þú vera það. Ég man hvað
hún Dúna þín var spennt að flytja
austur því hún var ein af þeim
sem gátu flutt vinnuna með sér.
Þú vannst af getu verkefnin sem
þér buðust og bárust á milli þess
sem þú hugsaðir vel um Dúnu
þína eftir að heilsa hennar fór að
bila. Af börnum þínum varstu
stoltur og þú fékkst að njóta
barnabarnanna sem þú naust að
umgangast í sveitinni.
Þú varst stoltur skáti og sáðir
fræjum í kringum þig sem vaxa
enn og blómgast ár frá ári.
Far í friði, gamli vin, hafðu
þökk fyrir allt í þessu jarðlífi.
Elsku Dúna, Bjartur, Dagga,
Bóbó og fjölskyldur ykkar.
Ég sendi ykkur kærleiksljós
og stórt faðmlag ásamt innilegri
samúðarkveðju.
Sigríður (Sigga
Svavars).
Það er með döprum hug sem
við skógarbúar í Reykjaskógi
Biskupstungum kveðjum góðan
félaga og vin. Alltaf verðum við
óviðbúin þrátt fyrir að ljóst hafi
verið að veikindi voru fyrir hendi
en af dugnaði hélt Brynjar áfram
með líf sitt af þeirri glaðværð og
hjálpsemi sem einkenndi hann.
Brynjar var einn af mörgum
frumkvöðlum skógarins, kom að
flestum framkvæmdum, lét sig
aldrei vanta. Margt sem gert var
á svæðinu varð til fyrir atbeina
hans.
Er rétt að minnast brúarinnar
yfir Vallará. Þar var hann fremst-
ur í flokki ásamt öðrum sumar-
húsaeigendum og landeiganda,
Gunnari Ingvarssyni.
Á leiksvæðinu, sem var gert
fyrir börnin á svæðinu, var hann
óþreytandi við að leggja sitt af
mörkum. Með öðrum félögum
voru smíðaðar níu mínígolfbraut-
ir á einni helgi.
Hann tók alltaf þátt í vinnu-
helgi skógarins sem haldin var
einu sinni á ári og lagði sitt sann-
arlega af mörkum. Mætti við
grillið í lokin og sá um að allir
fengju nóg í mat og drykk.
Það var svo margt sem hann
kom að, sem yrði of langt upp að
telja, sem gera þurfti og fram-
kvæma eins og viðhald, umsjón
hliðsins ásamt svo mörgu sem
varðaði sameign skógarins.
Brynjar hafði gott lag á því að
hrista fólk saman og stofnaði
grúppu sem hét Kótilettukvöld.
Þá lét hann boð út ganga að við
færum út að borða saman og
auðvitað fékk hann fólk til að
koma. Kótilettukvöldið var vel
sótt og mæltist vel fyrir, fólk
kynntist og átti skemmtilegt
kvöld saman.
Lengi vel voru haldnar stórar
sumarhátíðir í skóginum og var
hann þar fremstur manna til að
leggja hönd á plóginn. Ekkert af
þessu gerðist fyrirhafnarlaust en
alltaf var hann glaður og kátur
með grínið meðferðis við slíkar
samkomur.
Brynjar var bóngóður með af-
brigðum. Það eru eflaust ekki
margir bústaðir í skóginum sem
hann kom ekki að. Hann aðstoð-
aði eigendur þeirra, hvort sem
það var við smíðar, pípulögn, raf-
magn og fleira og fleira. Hann var
mjög fjölhæfur maður og útsjón-
arsamur.
Allt samfélagið hér í Reykja-
skógi syrgir þennan einstaka
mann sem kunni ekki að neita
bón.
Verður hans sárt saknað og
margir eiga eftir að hugsa til hans
með hlýhug, vináttu og þakklæti.
Okkar innilegustu samúðar-
kveðjur, kæra Dúna og fjöl-
skylda.
Fyrir hönd sumarhúsaeig-
enda,
Hjördís Bára og
Stefán Hans.
Það er erfitt að kveðja kæran
vin sem kvaddi þetta líf svo
skyndilega, alltaf verðum við
óviðbúin þrátt fyrir að ljóst hafi
verið að veikindi hafi verið tölu-
verð og Brynjar, sem við kölluð-
um alltaf Billa, hafi í raun ekki
borið það með sér, heldur haldið
áfram með líf sitt af ótrúlegum
dugnaði, glaðværð og hjálpsemi
sem einkenndi hann.
Vinátta, væntumþykja og
þakklæti er okkur efst í huga, það
var sannarlega það sem ein-
kenndi Brynjar, í honum birtist
orðatiltækið „eitt sinn skáti,
ávallt skáti,“ alltaf viðbúinn að
hjálpa. Billi var einstakur maður.
Það var fyrir rúmlega tuttugu
árum sem við hittum þennan
glaða og kvika mann og með okk-
ur tókst vinátta, hann var alltaf
var tilbúinn að hjálpa, það var
honum svo eðlislægt enda lék
nánast allt í höndunum á honum
og hann var með afbrigðum ráða-
góður og lausnamiðaður. Það
voru ófáar gleðistundirnar sem
við áttum saman í sumarhúsi okk-
ar og víðar.
Hugurinn leitar til allra gleði-
stundanna sem við áttum saman
og brölluðum eitthvað sniðugt,
oft var mikið hlegið.
Til varð orðatiltæki á heim-
ilinu: „Ég er með hugmynd,“ það
var oftar en ekki sem Billi kom til
okkar og sagði þessa setningu, þá
hlógum við, vissum að nú væri
hann að bralla eitthvað sem hon-
um datt í hug enda með eindæm-
Brynjar Vatnsdal
Dagbjartsson
✝
Ragna Þor-
gerður Stef-
ánsdóttir fæddist í
Pétursborg á Reyð-
arfirði 18. október
1924. Hún lést á
Hrafnistu Sléttu-
vegi í Reykjavík 19.
júní 2022.
Foreldrar henn-
ar voru Guðmund-
ur Stefán Bjarna-
son frá Fossi á Síðu
og Sigríður Jónsdóttir frá Ein-
holti á Mýrum.
Ragna var sjötta í röð tíu al-
systkina, hin eru: Blómey, Geir,
Guðríður, Bjarni Jón, Pálína
Anna, Gunnar Auðunn, Helga
Valborg, Kristín Stefanía og
Guðný, en þau eru öll látin.
Að auki átti hún fjögur hálf-
systkin, eldri, börn Stefáns af
fyrra hjónabandi; Matthildi,
Skarphéðin, Gunnar og Njál,
sem öll eru látin.
Ragna giftist 22. október
1949 Vigfúsi Sigurðssyni frá
Húsavík, f. 18. janúar 1924, d.
13. nóvember 1998.
Barn þeirra er
Hanna Rúna, f.
1956, hennar dóttir
er Ragna, f. 1977,
sambýlismaður
David Schlecht-
riemen, f. 1979,
dætur þeirra eru
Ronja, f. 2008, og
Rúna Karlotta, f.
2013.
Fyrir átti Vigfús
soninn Inga, f. 1951, kvæntur
Hrefnu Eyjólfsdóttur f. 1954,
eiga þau þrjá syni.
Ragna ólst upp á Reyðarfirði
en fluttist ung til Reykjavíkur,
þar sem hún bjó allar götur síð-
an. Hún vann ýmis störf á sinni
starfsævi. Starfaði við aðhlynn-
ingu á Kleppsspítalanum og síð-
an hjá Samvinnutryggingum og
VÍS í 28 ár sem matráður til
starfsloka.
Útför Rögnu fer fram í dag,
24. júní 2022, frá Bústaðakirkju
og hefst athöfnin kl. 10.
Meira á www.mbl.is/andlat
Við, litla fjölskyldan, ég, pabbi
og þú mamma mín, áttum góðar
stundir í sumarbústaðnum okkar
í Mosfellsdalnum. Þið að rækta
tré og ég að reyna að smíða kofa
við ána. Seinna, þegar þið fluttuð
á Sogaveginn, tók garðvinna aft-
ur við og rólegri tími. Alltaf var
farið í berjamó og reynt að finna
ber í Kjósinni, á Þingvöllum eða í
Heiðmörk. Þú varst alltaf til í að
skutlast hvert sem var. Í janúar
ár hvert var farið til Kanarí á
meðan við Ragna dóttir mín pöss-
uðum húsið og köttinn og mok-
uðum snjó.
Ófáar voru gleðistundirnar í
eldhúsinu, þar sem drukkið var
kaffi, spáð í kaffibolla, eldað og
bakað, settar rúllur í hárið og
augnhár og augabrúnir litaðar
þegar Ragna yngri kom í frí frá
sínu námi í Bretlandi.
Skemmtilegast þótti þér að
ferðast. Þú fórst t.d. til Köben,
Grænlands, Spánar, Bretlands,
Krítar, Hawaii og Ameríku. Við
þrjár, Rögnurnar og ég, fórum til
Parísar og héldum upp á áttræð-
isafmælið í Eiffelturninum. Alla
leið skyldum við fara, þótt þú
þyrftir að ganga upp erfiðar
tröppur efst í turninum.
Þú varst litrík og það er gaman
að hugsa til þess þegar þú varst
að skerpa rauða litinn í hárinu
með hennalitum og hárið varð
bleikt. Þá kallaði Gunnar í næsta
húsi þig Pink lady. Þið Gunnar
fóruð saman til Köben og leigður
var bíll. Þú að nálgast áttrætt,
keyrðir frá flugvellinum í mið-
borgina og síðan út á land.
Þú reyndir alltaf þitt besta og
allt var hægt. Um áttrætt ferðað-
ist þú líka ein og heimsóttir
Rögnu, ömmustelpuna þína, til
Bretlands og ferðaðist þar og
skemmtir þér með unga fólkinu.
Þú þurftir að hafa mikið fyrir
lífinu alveg frá fæðingu, dugleg,
baráttu- og kjarnakona.
Þín
Hanna Rúna Vigfúsdóttir.
Elsku besta amma í heimi er
farin, sú sem hefur fylgt mér allt
mitt líf og mótað mig á svo ótal
marga vegu. Ég veit að hennar
tími var kominn en sorg mín og
söknuður eru hyldjúp.
Ég gæti skrifað heila bók um
ömmu, enda var hún litríkur kar-
akter og algjör kjarnorkukona.
Það á vel við að hún skyldi hafa
kvatt okkur á kvenréttindadag-
inn. Hún sýndi ávallt að maður
gerir hlutina sjálfur og það þarf
að hafa fyrir hlutunum. Hún
sagði mér gjarnan stolt frá því
hvernig hún keypti sína fyrstu
íbúð og sinn fyrsta bíl, Bjölluna.
Amma hefði getað orðið
heimsfræg kvikmyndastjarna
eða listakona, hún var að minnsta
kosti heimsfræg í mínum augum.
Alltaf vel til höfð og fór ekki út úr
húsi án þess að setja upp andlitið,
eins og hún sagði alltaf. Hún fór
sínar eigin leiðir og sagði stund-
um í gríni að hún hefði örugglega
verið fyrsti pönkari landsins þeg-
ar hún litaði svartan lokk í fag-
urrauða hárið sitt ung að árum.
Síðar meir, á níunda áratugnum,
var hún flotta amma mín með blá-
an eða grænan maskara, var al-
veg sama hvað öðrum fannst og
lá sjaldnast á skoðunum sínum.
Ég fékk þann heiður að heita í
höfuðið á henni og áttum við það
sameiginlegt að vera báðar
freknóttir rauðhausar, sem ég
var glöð með, því ég var eins og
amma og amma var best.
Minningarnar hrannast nú
upp. Það var svo ótal margt sem
amma kenndi mér, enda var
henni margt til lista lagt. Hún
málaði og saumaði listaverk,
stundaði glerskurð og postulíns-
málun, saumaði sína eigin kjóla
og bútasaumsteppi. Hún var með
eindæmum frændrækin og gest-
risin, eldaði og bakaði best af öll-
um, pönnukökur og kleinur og
ekki komu jólin nema við fengj-
um rjúpur, kæsta skötu (sem var
aldrei nógu bragðsterk fyrir
ömmu) og skorið væri út laufa-
brauð. Amma var líka algjört
náttúrubarn og kenndi mér að
virða og elska náttúruna. Hún
ræktaði grænmeti, sultaði og
hafði áhuga á náttúrulækningum
og garðyrkju. Hún kenndi mér að
búa til blóðbergste, að nota fífl-
amjólk á freknurnar, að kúahland
væri gott fyrir hárið, kenndi mér
að blása í ýlustrá og flétta blóma-
kransa. Á Jónsmessunótt laum-
uðumst við út á miðnætti fliss-
andi til að velta okkur naktar upp
úr dögginni, að gömlum sið, til
heilsubótar. Hún kenndi mér ut-
anbókar ljóð, vísur og þjóðsögur
og ég lærði að spila og leggja
kapal. Á meðan við biðum eftir að
spákaffið þornaði í bollunum,
spiluðum við með ættingjum og
vinum sem komu gjarnan og oft í
heimsókn. Lífið var alltaf ævin-
týri með ömmu, virðing var borin
fyrir því yfirnáttúrulega og við
trúðum saman á drauga, tröll og
álfa og fundum fyrir þeim þegar
við ferðuðumst um landið á besta
bíl í heimi, Skodanum!
Lífið verður tómlegt án ömmu
en ég veit að hún bíður eftir því
að taka á móti okkur síðar meir
með sinn hlýja faðm og bros á vör
og á meðan vakir hún yfir okkur
og gætir. Ég er full þakklætis,
þakklát fyrir árin sem ég fékk
með ömmu og þakklát fyrir það
að David og Ronja og Rúna Kar-
lotta dætur okkar fengu líka að
kynnast henni vel og tengjast
órjúfanlegum böndum.
Takk fyrir allt elsku amma.
Þín ömmustelpa,
Ragna Skinner.
Elsku langa mín, þú ert mik-
ilvægasti hluti lífs míns og besta
vinkona mín. Þú hefur alltaf verið
til staðar fyrir mig og ég veit að
þú verður alltaf hjá mér. Ég man
þegar þú hjálpaðir mér að læra
að lesa sögubækur, kenndir mér
að baka vöfflur og pönnukökur og
prjóna. Ég man þegar þú varst
alltaf að keyra mig út um allt,
sitjandi á göngugrindinni þinni
og greipst mig þegar ég datt. Ég
man allar góðu stundirnar í garð-
inum þínum, þegar ég hjálpaði
þér að reyta arfa og hugsa um
blómin. Þú ert besti knúsari í
heimi, alltaf brosandi og við grín-
uðumst mikið saman. Ég mun
sakna þín svo mikið. Er í lagi að
ég gráti stundum? Ég elska þig
alltaf og geymi þig í hjartanu
mínu.
Þín langömmustelpa,
Rúna Karlotta
Davidsdóttir (9 ára).
Elsku besta langan mín var af-
ar brosmild og náði alltaf að
koma mér í gott skap. Hún
kenndi mér svo ótal margt, meðal
annars að prjóna, sauma og baka.
Það var alltaf gaman að koma að
heimsækja hana og við spiluðum
mikið Ólsen ólsen. Hún vann í
nánast hvert skipti. Hún var
besti kokkur í heimi og bjó til
besta laxinn, pönnukökurnar og
vöfflurnar.
Við hlógum mikið saman og
hún var alltaf að grínast og gretta
sig. Ég hjálpaði henni oft að tína
rifsberin og rabarbarann úr
garðinum á Sogaveginum og við
bjuggum til sultu úr þeim. Þú
munt alltaf lifa í hjarta mínu og
ég mun sakna þín mjög mikið.
Þín langömmustelpa,
Ronja Davidsdóttir
(13 ára).
Ragna var stórkostleg per-
sóna sem ég mun aldrei gleyma
og lifir áfram í okkar hjörtum.
Hún var tengdaamma mín og
langaamma dætra minna. Við
elskuðum hana öll, dýrkuðum og
dáðum og munum halda upp
heiðri hennar í húsinu á Soga-
veginum, sem er nú okkar heim-
ili, ég er nú þegar byrjaður að
sökkva mér í garðyrkjuna í garð-
inum hennar sem fyllir mig ró og
lífsgleði.
Ég mun aldrei gleyma því
þegar ég kom fyrst í heimsókn til
Íslands sem kærasti Rögnu
yngri fyrir um 14 árum og hún
bauð mig strax hjartanlega vel-
kominn í fjölskylduna, með op-
inn faðminn og gaf alltaf besta
faðmlagið sem minnti mig oft á
mína eigin ömmu. Síðar þegar ég
svo loksins flutti til Íslands sagði
hún „loksins ertu kominn“. Hún
tók líka alltaf vel á móti foreldr-
um mínum, gestrisin með bros á
Ragna Þ.
Stefánsdóttir