Morgunblaðið - 24.06.2022, Page 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 2022
40 ÁRA Sigríður er fædd og uppalin á
Patreksfirði en flutti til Grindavíkur árið
2011 og býr þar í dag. Hún er deildar-
stjóri hjá Hæfingarstöðinni í Reykja-
nesbæ. Hún er kennari að mennt og með
MA-gráðu í stjórnun og stefnumótun frá
Háskóla Íslands. Sigríði finnst gaman að
ferðast og er nýfarin að stunda golf. „Ég
er alltaf á leiðinni til Ítalíu og fer vonandi
á þessu ári.“
FJÖLSKYLDA Eiginmaður Sigríðar er
Gunnar Daníel Ingþórsson, f. 1979. Þau
eiga soninn Unnstein Óla, f. 2014. Dóttir
Sigríðar úr fyrra sambandi er Melkorka
Mist Einarsdóttir, f. 2003. Sigríður á
stjúpbörnin Sóldísi Huldu, f. 2009 og Al-
mar Orra, f. 2010. Foreldrar Sigríðar eru
Gunnar Ragnarsson, f. 1949, og Ásthild-
ur Ágústsdóttir, f. 1955.
Sigríður Gunnarsdóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Fjörugt félagslíf gæti leitt til óvar-
kárni í fjármálum. Breytt umhverfi mun
auka við þekkingu þína á heiminum.
20. apríl - 20. maí +
Naut Það er þér daglegt brauð að bjóða
fram ást þína, en hún verður ekki ómerki-
legri fyrir vikið. Skilaboðin eru af andlegum
toga, ekki vísa þeim sjálfkrafa á bug.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Rómantíkin ræður ríkjum og þú
ert í sjöunda himni því allt virðist ætla að
ganga upp.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Þú gefur frá þér magnaða orku.
Fólk vill það ekki. Eða kannski fannstu ein-
hvern til að fjárfesta í hugmyndum þínum.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Þú ert með hugmynd sem þú vilt
koma á framfæri. Ef það gerist hefur þú til-
hneigingu til að vilja hjálpa.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Hvernig þú bregst við streitu og
álagi sýnir hinn sanna persónuleika þinn.
Njóttu þess að vera í sviðsljósinu um tíma.
Komdu hugmyndum þínum á framfæri.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Gerðu það sem þú þarft til þess að
gera þig sýnilegri. Taktu aðeins með þér
peninga fyrir lífsnauðsynjum.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Notaðu innsæið til þess að
ákveða hvort þú eigir að láta eitthvað verða
að veruleika eða ekki. Varastu því aula-
fyndni og ódýr loforð.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Taktu sjálfan þig ekki of alvar-
lega og reyndu að sjá broslegu hliðarnar á
lífinu. Hafirðu eftirsjá geturðu aðeins kennt
sjálfum þér um svo það er ekki eftir neinu
að bíða.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Þú ert of auðmjúkur í sam-
skiptum við þína nánustu og þyrftir að vera
fastari fyrir. Tunglið er í merkinu þínu en
hinn þrjóski Satúrnus hefur þó enn meiri
áhrif á þig.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Ef þú hefur þín takmörk á
hreinu mætirðu skilningi og annarra á leið
þinni. Vertu hvergi smeykur því áætlanir
þínar ganga í augun á yfirboðurunum.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Láttu ekki sögusagnir ná þeim tök-
um á þér að þú hlaupir upp til handa og
fóta áður en þú kannar hvað í þeim felst.
Hættan við of mörg verkefni er að einhver
þeirra sitji á hakanum.
H
ulda Margrét Breið-
fjörð Traustadóttir
er fædd 24. júní
1952 í Djúpavík á
Ströndum. Hún ólst
upp á Sauðanesi við Siglufjörð
ásamt foreldrum sínum og fimm
systkinum. Faðir hennar, Trausti
Breiðfjörð Magnússon, gerðist
vitavörður þar og flutti fjölskyld-
una með sér frá Djúpavík þegar
síldin hvarf. „Þetta var rosalega
afskekkt, þarna á Sauðanesi. Við
komum þarna 1959 með vitaskipi
og þurftum að fara á litlum bátum
í land og ganga upp háan bakka.
Það kom ekki vegur fyrr en síðar,
þegar göngin komu. Fram að því
þurftum við að ganga annað hvort
yfir fjallið til Siglufjarðar eða fara
með bát ef viðraði vel. Vitinn var
ekki sjálfvirkur og honum þurfti
að sinna á þriggja eða fjögurra
tíma fresti, allan sólarhringinn.“
Faðir Huldu var vitavörður á
Sauðanesi í yfir 40 ár en fluttist til
Reykjavíkur á tíunda áratugnum,
þegar hann var kominn á háan
aldur. Sauðanes er enn í ættinni,
því bróðir Huldu tók við keflinu af
föður sínum og býr nú þar ásamt
fjölskyldu sinni. Heimildarmynd
var gerð um síðustu æviár for-
eldra Huldu og hvernig þau tókust
á við ellina. Kvikmyndin heitir
Hálfur Álfur. Jón Bjarki Magn-
ússon leikstýrði, skrifaði og fram-
leiddi myndina. Hún var sýnd víðs
vegar um Evrópu við góðar und-
irtektir. Hún var einnig tilnefnd
til verðlauna og hlaut meðal ann-
ars dómnefndarverðlaun Skjald-
borgarhátíðarinnar.
Hulda var snemma send í fjar-
kennslu á milli Sauðaness, Siglu-
ness og Reyðarár, hinum megin
við fjörðinn. Þá var siglt með hana
og systkini hennar á milli staða,
þar sem þau lærðu í sex vikur á
hverjum stað í senn. Seinna meir
fóru þau annað hvort inn í Fljót
eða til Siglufjarðar í skóla. Þrátt
fyrir að búa mjög afskekkt á
Sauðanesi fann fjölskyldan upp á
ýmsu til að stytta sér stundir. „Ég
las hverja bókina á fætur annarri.
Við hlustuðum mikið á Rás 1, öll
leikrit, alla þætti og framhalds-
sögur eins og þetta var í gamla
daga. Svo var pabbi duglegur að
smíða stangir og brautir, svo við
gátum farið í leiki; langstökk, há-
stökk og hlaup var mikið stundað.
Við fengum frændsystkinin í sveit
til okkar á sumrin og þau minnast
alltaf á þessar íþróttakeppnir á
Sauðanesi.“
Áhugi Huldu á sögum og leik-
ritum kviknaði á Sauðanesi, þar
sem hún og Sólveig, systir hennar,
léku sér mikið með dúkkur,
klipptu út hallir, sömdu sögur og
bjuggu til heima. Sólveig gaf út
tvær barnabækur áður en hún féll
frá árið 2009. Hulda fékk vinnu á
hóteli í Borgarfirði 18 ára gömul
og var þá byrjuð að fikta við skrif.
Síðar starfaði hún hjá Pósti og
síma á Brú í Hrútafirði í nokkur
ár áður en hún flutti austur á
land, fyrst á Egilsstaði og síðar á
Reyðarfjörð. Þar vann hún í leik-
list og skrifaði og setti upp sýn-
ingar. Leikfélagið á Reyðarfirði
sýndi Sjóleiðina til Bagdad eftir
Jökul Jakobsson og Saumastofuna
eftir Kjartan Ragnarsson. „Við
vorum að reyna að vera með ís-
lenska höfunda, okkur fannst það
svo skemmtilegt. Þegar við vorum
í vandræðum, settist ég niður og
skrifaði leikrit í fyrsta sinn. Ég
skrifaði nokkur leikrit og setti
meðal annars upp með nemendum
í Grunnskóla Reyðarfjarðar.“
Hulda Margrét Breiðfjörð Traustadóttir - 70 ára
Hjónin Hulda Margrét kynntist eiginmanni sínum, José,
þegar hún var með systur sinni í Portúgal árið 1991 og voru
þær þá að vinna að því að skrifa leikrit. José fór með Huldu
til Íslands og settust þau að Akureyri þar sem þau búa í dag.
Skáldaður heimur á Sauðanesi
Listakona Hulda er áhugakona um
leiklist og myndlist og hefur skrifað
leikrit og sett upp á Reyðarfirði.
Bjuggu afskekkt Hulda bjó afskekkt á Sauðanesi
með fjölskyldu sinni þar sem faðir hennar var vita-
vörður. Þau styttu sér meðal annars stundir með því
að stunda íþróttir, lesa og hlusta á sögur í útvarpinu.
Til hamingju með daginn
Erla María Ríkharðsdóttir,
Katla Guðmundsdóttir,
Rakel Brynja Guðmunds-
dóttir, Santía Líf Rúnars-
dóttir og Jóhanna Bryndís
Arnardóttir héldu tombólu
við Nettó á Salavegi í
Kópavogi til styrktar
Rauða krossinum. Þær
seldu úkraínuarmbönd og
límonaði og söfnuðu alls
35.225 krónum.
Hlutavelta
–– Meira fyrir lesendur
NÁNARI UPPLÝSINGAR
um auglýsingapláss:
Berglind Bergmann
Sími: 569 1246
berglindb@mbl.is
Sérblað Morgunblaðsins kemur út 19. júlí
Allt sem þú þarft að
vita um rafbíla
Auglýsendur athugið
SÉRBLAÐ