Morgunblaðið - 24.06.2022, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 24.06.2022, Qupperneq 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 2022 295 Vinnuvettlingar PU-Flex Öflugar Volcan malarskóflur á frábæru verði frá 365 Glærir ruslapoka Ruslapokar 120L Ruslapokar 140L Sterkir 10/50stk 1.995 Strákústar mikið úrval Öflug stungu- skófla Garðverkfæri í miklu úrvali Hakar, hrífur, járnkarlar, kínverjar, sköfur, skröpur, fíflajárn, fötur, balar, vatnstengi, úðarar, stauraborar......... Léttar og góðar hjólbörur með 100 kg burðargetu 999Barna- garðverk- færi frá 395 Ruslatínur frá 295 Úðabrúsar í mörgum stærðum frá 995 Smáratorgi 1, 201 Kóp., s. 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is Verkfæralagerinn Mán.-fös. kl. 9-18, lau. kl. 10-17, sun. kl. 12-16 Garðslöngur í miklu úrvali Hrífur Greinaklippur frá 585 Burstar framan á borvél 3 stk. Mikið úrval af garðstömpum Fötur í miklu úrvali frá1.495 Laufhrífur „HELDURÐU AÐ ÞEIR SEMJI OG GREIÐI MÉR HUNDRAÐ ÞÚSUND EF ÉG FER FRAM Á FIMM MILLJÓNIR?“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ... að hlusta frekar á leiðbeiningarnar frá henni en á gps-tækið. ÉG ER EKKI JAFNMINNUGUR OG ÉG VAR. STUNDUM GLEYMI ÉG HLUTUM… EN Á MÓTI KEMUR… AÐ STUNDUM ER ÉG EKKI JAFNMINNUGUROG ÉG VAR. STUNDUM GLEYMI ÉG HLUTUM… SJÁÐU! SNATI ER KLESSTUR VIÐ MIG. ÞETTA ER SVONA „BESTI VINUR MANNSINS“ HLUTUR! ÞETTA ER SVONA „SNARLAÐ Á MATARSÓÐA“ HLUTUR! KYRRALÍFSTÍÐARMYND BEINT AF AUGUM… KOSS… KOSS… SVO TIL HÆGRI… KISSIKISS Hulda flutti norður á Akureyri 1991 og býr þar í dag ásamt eig- inmanni sínum. Hún vann í Lands- bankanum í 27 ár, fyrst á Reyðar- firði og síðar á Akureyri. Þá vann hún einnig hjá Íslandspósti í nokkur ár, síðast á Akureyri. Hulda sótti námskeið í Myndlist- arskólanum á Akureyri og lauk þriggja ára námi frá Myndlist- arskóla Arnar Inga. Hún gaf út ljóðabókina Það sem ég get og vil á útskriftarsýningu sinni, þar sem hverju ljóði fylgdi mynd. Hulda vinnur að myndlist í frítíma sínum og málar aðallega með olíulitum en hefur einnig lært vatnslita- tækni og pastelmálun. Hún hefur haldið nokkrar myndlistarsýn- ingar á Siglufirði, Reyðarfirði og Akureyri, auk tveggja sýninga í Portúgal. Hún hefur líka tekið þátt í nokkrum samsýningum á Skagaströnd, Akureyri og Dalvík. Í lok árs 2008 opnaði hún mark- aðinn Norðurport fyrir notað og nýtt að Dalsbraut 1 á Akureyri og var hann starfræktur í tvö ár. Fjölskylda Eiginmaður Huldu er José Mo- reira, f. 25.5 1963, bifreiðarstjóri. Þau eru búsett á Akureyri. Dætur Huldu eru Hulda Valdís, f. 1971, og Stella Mjöll, f. 1976. Hún á fjögur barnabörn. Systkini Huldu eru Bragi Breiðfjörð Kristinsson, f. 5.10. 1946, Sólveig Traustadótt- ir, f. 16.6. 1951, d. 30.11. 2009, Magnús Hannibal Breiðfjörð Traustason, f. 7.5. 1954, Vilborg Traustadóttir, f. 11.1. 1957 og Jón Trausti Breiðfjörð Traustason, f. 27.1. 1965. Foreldrar Huldu voru Trausti Breiðfjörð Magnússon, f. 13.8. 1918, d. 7.3. 2019, vitavörður og fyrrum sjómaður, og Hulda Jónsdóttir, f. 10.3. 1921, d. 24.5. 2020, fyrrum vitavörður og hús- freyja. Hulda Margrét Breiðfjörð Traustadóttir Sólveig Daníelsdóttir húsmóðir á Krossnesi Benjamín Jóhannesson bóndi á Krossnesi Sólveig Stefanía Benjamínsdóttir húsmóðir á Seljanesi Jón Guðmundsson bóndi á Seljanesi við Ingólfsfjörð Hulda Jónsdóttir húsfreyja og síðar vitavörður á Sauðanesi Guðrún Jónsdóttir húsmóðir á Eyri Guðmundur Arngrímsson bóndi á Eyri Vilborg Ólafsdóttir húsmóðir í Felli Guðmundur Þorkelsson bóndi í Felli Guðfinna Guðmundsdóttir húsmóðir á Djúpavík Magnús Hannibalsson skipstjóri á Djúpavík Guðrún Jónsdóttir húsmóðir í Múlaseli Hannibal Sveinbjörnsson bóndi í Múlaseli Ætt Huldu Margrétar Breiðfjörð Traustadóttur Trausti Breiðfjörð Magnússon vitavörður á Sauðanesi við Siglufjörð Jón Gissurarson yrkir undir hag- kveðlingahætti á Boðnarmiði: Vísur slyngar víða finn við þær glingra nú um sinn. Hagkveðlingahátturinn hugann þvingar lítið minn. Sigurlín Hermannsdóttir bætti við: Hagkveðlingaháttur er harla slyngur, þykir mér. Rúma hringi rímið sker reyndu’ að syngja þetta hér. Gunnar J. Straumland skrifar „málfarspistil úr íslenskum veru- leika – undir afdráttarhætti“ þ.e. seinni parturinn verður til með því að taka fremsta stafinn af hverju orði í fyrri hluta: Skarfar garga, gaula fljóð, gelta flúnar hræður. Karfar arga aula ljóð, elta lúnar ræður. Hér skrifar Guðmundur „Ekki alltaf sól“: Nú er ekki lífið létt, lakur sálarhagur, grúfir yfir þokan þétt, það er mánudagur. Hvergi sér á bláan blett, blýgrár loftsins hjúpur, híma blóm við blauta stétt, brönugrös og stjúpur. „Afdrifarík athyglissýki“ eftir Hjálmar Freysteinsson: Þegar Friðþjófur féll í skuggann var fátt sem náði að hugg’ann, frá kerlingarrolunni úr kjallaraholunni kastaði’ann sér út um gluggann. Í Vísnasafni Jóhanns Sveins- sonar segir frá því að Helga digra Guðmundsdóttir hafi komið inn til Jakobs Havsteen kaupmanns á Akureyri og vildi fá úttekt í búð- inni en Havsteen tók því ekki greiðlega. Á Helga þá að hafa kveðið vísuna. Helga þótti vergjörn í meira lagi og Havsteen talinn nokkuð vífinn og er sagt að hann hafi átt vingott við hana. Brá hon- um svo við vísuna að hann skipaði þjónum sínum að láta Helgu hafa það er hún beiddist en gekk sjálfur burt. Jakob minn ég þekki þig; þú hefur margt á prjónum. Í lautinni, það minnir mig, að mér yrði hált á skónum. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Hagkveðlingaháttur og afdráttur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.