Morgunblaðið - 24.06.2022, Blaðsíða 26
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 2022
Besta deild karla
Breiðablik – KR........................................ 4:0
_ Leikurinn tilheyrir 12. umferð en var
flýtt vegna Evrópuleikja liðanna í júlí.
Staðan:
Breiðablik 11 10 0 1 35:12 30
Stjarnan 10 5 4 1 20:13 19
Víkingur R. 10 6 1 3 22:16 19
Valur 10 6 1 3 19:14 19
KA 10 5 2 3 15:12 17
KR 11 4 4 3 16:16 16
Keflavík 10 3 2 5 16:19 11
Fram 10 2 4 4 19:26 10
FH 10 2 3 5 15:18 9
ÍA 10 1 5 4 11:21 8
Leiknir R. 10 0 4 6 7:17 4
ÍBV 10 0 4 6 9:20 4
Lengjudeild karla
HK – Kórdrengir...................................... 3:1
Grótta – Fylkir ......................................... 2:5
Staðan:
HK 7 5 0 2 14:8 15
Fylkir 8 4 2 2 21:10 14
Selfoss 7 4 2 1 17:10 14
Grótta 7 4 1 2 18:10 13
Grindavík 7 3 4 0 11:6 13
Fjölnir 7 3 2 2 16:12 11
Kórdrengir 8 2 4 2 12:12 10
Vestri 7 2 3 2 10:17 9
Afturelding 7 1 3 3 6:10 6
Þór 7 1 2 4 7:14 5
KV 8 1 1 6 8:20 4
Þróttur V. 6 0 2 4 2:13 2
Lengjudeild kvenna
Tindastóll – Augnablik............................. 3:0
Haukar – Fjölnir ...................................... 1:2
Staðan:
FH 7 6 1 0 23:4 19
Tindastóll 8 6 1 1 13:4 19
HK 8 6 0 2 16:8 18
Víkingur R. 7 5 0 2 17:9 15
Fjarð/Hött/Leikn. 7 4 2 1 16:7 14
Grindavík 8 2 1 5 6:17 7
Fylkir 7 2 0 5 6:13 6
Augnablik 8 2 0 6 8:18 6
Fjölnir 8 1 1 6 6:19 4
Haukar 8 1 0 7 6:18 3
Undankeppni HM kvenna
H-riðill:
Búlgaría – Ísrael....................................... 0:2
_ Þýskaland 21, Serbía 18, Portúgal 16,
Tyrkland 10, Ísrael 6, Búlgaría 0.
Vináttulandsleikir kvenna
Belgía – Norður-Írland............................ 4:1
Bosnía – Filippseyjar............................... 0:3
Kanada
Meistarakeppnin, undanúrslit:
Toronto – CF Montréal ........................... 4:0
- Róbert Orri Þorkelsson lék allan leikinn
með Montréal en í keppninni er leikið um
sæti Kanada í Meistaradeild Norður- og
Mið-Ameríku.
Svíþjóð
B-deild:
Bergdalen – Gamla Uppsala .................. 1:4
- Elva Friðjónsdóttir lék fyrstu 76 mín-
úturnar með Gamla Uppsala.
Noregur
Bikarkeppnin, 2. umferð:
Bjarg – Sogndal ....................................... 1:4
- Hörður Ingi Gunnarsson lék allan leik-
inn með Sogndal og þeir Valdimar Þór
Ingimundarson og Jónatan Ingi Jónsson
komu inn á sem varamenn á 58. mínútu.
>;(//24)3;(
Ísland fór upp um eitt sæti innan
Evrópu á nýjum heimslista FIFA
fyrir karlalandsliðin í fótbolta sem
var birtur í gær. Ísland fór úr 32.
sæti af 55 Evrópuþjóðum upp í 31.
sæti og fór upp fyrir Norður-
Makedóníu. Á heimslistanum er Ís-
land hins vegar áfram í 63. sæti af
211 þjóðum.
Brasilía og Belgía eru áfram í
tveimur efstu sætum listans og
Argentína fór upp fyrir Frakkland
og í þriðja sætið. Þar á eftir koma
England, Spánn, Ítalía, Holland,
Portúgal og Danmörk.
Upp um sæti
innan Evrópu
KNATTSPYRNA
Forkeppni Meistaradeildar karla:
Víkin: Víkingur – Inter d’Escaldes..... 19.30
1. deild karla, Lengjudeildin:
Selfoss: Selfoss – Fjölnir ..................... 19.15
Varmá: Afturelding – Þór.................... 19.15
2. deild karla:
Egilsstaðir: Höttur/Huginn – Völsungur 18
3. deild karla:
Skessan: ÍH – Vængir Júpíters........... 19.15
Akraneshöll: Kári – KH....................... 19.15
2. deild kvenna:
Álftanes: Álftanes – Hamar................. 19.15
Í KVÖLD!
HK og Fylkir, liðin sem féllu úr úr-
valsdeild karla í fótbolta síðasta
haust, komust í gærkvöld í tvö efstu
sætin í 1. deildinni. HK vann Kór-
drengi 3:1 í Kórnum þar sem Stefán
Ingi Sigurðarson skoraði tvö mörk
og Ásgeir Marteinsson eitt.
Fylkir vann Gróttu 5:2 á Seltjarn-
arnesi. Nikulás Val Gunnarsson,
Mathias Laursen, Benedikt Daríus
Garðarsson, Þórður Gunnar Haf-
þórsson og Ómar Björn Stefánsson
skoruðu fyrir Fylki en Kjartan Kári
Halldórsson og Luke Rae fyrir
Gróttu.
HK og Fylkir í
toppsætunum
Morgunblaðið/Eggert
Tvenna Stefán Ingi Sigurðarson
skoraði tvö marka HK í gær.
Tindastóll komst að hlið FH á toppi
1. deildar kvenna í knattspyrnu,
Lengjudeildarinnar, með sigri á
Augnabliki í gærkvöld. Tindastóll
vann 3:0 í leik liðanna á Sauðár-
króki og er með 19 stig eins og FH
en með lakari markatölu. HK er
með 18 stig og Víkingur R. með 15 í
næstu sætum.
Fjölnir sótti Hauka heim á Ás-
velli og vann 2:1 þannig að liðin
höfðu sætaskipti á botninum. Þetta
var fyrsti sigur Fjölnis sem hafði
aðeins fengið eitt stig í fyrstu sex
leikjunum.
Ljósmynd/Jóhann Helgi
Tindastóll Bryndís Rut Haralds-
dóttir og samherjar unnu 3:0.
Tindastóll í
annað sætið
Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðabliki)
Viktor Örn Margeirsson (Breiðabliki)
Mikkel Qvist (Breiðabliki)
Kennie Chopart (KR)
Atli Sigurjónsson (KR)
Dómari: Erlendur Eiríksson – 7.
Áhorfendur: 1.679.
_ Liðsuppstillingar, gul spjöld, viðtöl og
grein um leikinn – sjá mbl.is/sport/fot-
bolti.
BREIÐABLIK – KR 4:0
1:0 Viktor Karl Einarsson 24.
2:0 Höskuldur Gunnlaugsson 39. (v)
3:0 Ísak Snær Þorvaldsson 55.
4:0 Jason Daði Svanþórsson 59.
M
Anton Ari Einarsson (Breiðabliki)
Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðabliki)
Viktor Karl Einarsson (Breiðabliki)
Jason Daði Svanþórsson (Breiðabliki)
Dagur Dan Þórhallsson (Breiðabliki)
BESTA DEILDIN
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Breiðablik skráði sig á spjöld ís-
lensku fótboltasögunnar í gærkvöld
með stórsigrinum gegn KR á Kópa-
vogsvellinum, 4:0.
Þetta var sextándi heimasigur
Breiðabliks í röð í efstu deild, allt frá
því liðið tapaði fyrir KR í fyrstu um-
ferð Íslandsmótsins 2021, og þar
með sló Kópavogsfélagið met sem
ÍBV hafði átt í 23 ár.
Eyjamenn unnu fimmtán heima-
leiki í röð á Hásteinsvelli á árunum
1997 til 1999, þar af alla leikina tíma-
bilið 1998, og hafa átt metið síðan,
eða þar til Blikar jöfnuðu það í sig-
urleiknum gegn KA síðasta mánu-
dag.
Minnir á Skagamenn 1993
Breiðablik er með þessum sigri
komið með ógnvænlega ellefu stiga
forystu í deildinni. Liðið skoraði í
fimmta sinn á tímabilinu fjögur
mörk eða meira í leik og er komið
með 35 mörk í fyrstu ellefu leikj-
unum. Staða Blika minnir um margt
á stöðu ÍA á Íslandsmótinu 1993 en
eftir ellefu leiki það tímabil (af 18)
voru Skagamenn líka með 30 stig og
höfðu skorað 37 mörk, og voru
komnir með yfirburðastöðu sem þeir
létu ekki af hendi.
En þá áttu Skagamenn eftir sjö
leiki, nú eiga Blikar enn eftir sextán
leiki á þessu Íslandsmóti. Það er því
alltof snemmt að krýna þá meistara
en með þessu áframhaldi verður
vandséð hverjir geti fylgt þeim eftir.
_ Ísak Snær Þorvaldsson skoraði
sitt 11. mark fyrir Breiðablik í deild-
inni í ár og er átta mörkum frá
markameti deildarinnar þegar sex-
tán leikir eru eftir. Hann átti auk
þess stoðsendingu og krækti í víta-
spyrnu.
_ Mikkel Qvist var í fyrsta sinn í
byrjunarliði Blika í deildinni. Hann
kom í stað Damirs Muminovic sem
var í banni.
_ Tapið hjá KR-ingum er það
stærsta í deildinni í fjögur ár, eða
síðan þeir töpuðu 4:0 fyrir FH árið
2018.
Blikar slógu
23 ára met ÍBV
Morgunblaðið/Hákon
Kópavogur Jason Daði Svanþórsson lék varnarmenn KR oft grátt í gær-
kvöld og hann skoraði sitt sjöunda mark í deildinni á þessu tímabili.
- Ellefu stiga forysta eftir 4:0 gegn KR
SUND
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Sjötta sætið sem Anton Sveinn
McKee náði í 200 metra bringusundi
á heimsmeistaramótinu í 50 metra
laug í Búdapest í gær er þriðji besti
árangur Íslendings á HM frá upp-
hafi.
Aðeins Örn Arnarson hefur gert
betur, þegar hann fékk silfur og
brons í 100 og 200 metra baksundi á
HM í Furuoka árið 2001, og Hrafn-
hildur Lúthersdóttir náði sama ár-
angri og Anton þegar hún varð
sjötta í 100 m bringusundi á HM í
Kazan árið 2015.
Auk þeirra hafa bara Eðvarð Þór
Eðvarðsson (áttundi í 200 m bak-
sundi 1986) og Eygló Ósk Gúst-
afsdóttir (áttunda í 200 m baksundi
2015) komist í úrslitasund á HM.
Anton kom í mark á 2:09,37 mín-
útum, rúmum tveimur sekúndum á
eftir heimsmethafanum og ólympíu-
meistaranum Zac Stubblety-Cook
frá Ástralíu sem sigraði á 2:07,07
mínútum og sekúndu á eftir Yu Ha-
nagurama frá Japan og Erik Pers-
son frá Svíþjóð sem deildu silfur-
verðlaunum en þeir komu jafnir í
mark á 2:08,38 mínútum.
Anton synti því þrisvar á mótinu
undir fyrra Íslandsmeti sínu sem
hann setti í mars, 2:10,02 mínútur og
eftir stendur Íslandsmetið hans frá
því í undanúrslitunum, 2:08,74 mín-
útur, en það hefði fært honum fjórða
sætið í úrslitasundinu.
Anton tók forystu í sundinu þegar
50 metrar voru eftir og var lengi vel í
baráttunni um verðlaunasætin en
náði ekki að halda út á endasprett-
inum.
Stoltur af sjálfum mér
„Þetta var bara frábært, ég er
stoltur af sjálfum mér yfir því að
hafa gefið mér tækifæri til að berj-
ast til verðlauna og að öll þau mark-
mið sem voru sett fyrir þetta mót
skyldu nást,“ sagði Anton við Morg-
unblaðið eftir sundið.
Hann kom hins vegar á þetta með
mót með það að markmiði að það
væri liður í undirbúningi hans fyrir
Evrópumeistaramótið sem fer fram í
Róm 11. til 17. ágúst.
„Já, algjörlega, og ég vil líka horfa
á frammistöðuna hérna í stærra
samhengi til að sjá hvert ég er kom-
inn núna frá því í desember. Þá var
ég algjörlega á botninum, hafði
keyrt mig gjörsamlega niður í holu
eftir erfiða Ólympíuleika og tímabil-
ið í 25 metra laug sem tók við eftir
það. Ég var ekki á góðum stað, lík-
amlega eða andlega, en ég náði að
ýta á endurræsingartakkann í des-
ember, tókst að byggja mig upp
hægt og örugglega og náði hér þess-
ari draumaniðurstöðu, þessu stóra
skrefi sem þetta mót er fyrir mig,“
sagði Anton sem staðfesti jafnframt
að langtímamarkmið sitt væri Ól-
ympíuleikarnir í París sumarið 2024,
en lengra viðtal við hann er á mbl.is/
sport.
Aðeins Örn hefur gert betur
- Anton í baráttu um verðlaunasæti á
HM í Búdapest og endaði í sjötta sæti
Ljósmynd/Szilvia Micheller
Kraftur Anton Sveinn McKee á fullri ferð í úrslitasundinu í Búdapest í gær
þar sem hann var fyrstur um tíma og barðist um verðlaunasætin á HM.