Morgunblaðið - 24.06.2022, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 24.06.2022, Blaðsíða 32
STILLANLEG HJÓNARÚM MEÐ BODYPRINT DÝNU WWW.SVEFNOGHEILSA.IS Svefn heilsa& PANDORA STILLANLEGUR HÆGINDASTÓLL VANDAÐAR SÆNGUROG KODDAR Í ÚRVALI EITT MESTA ÚRVAL AF HEILSUDÝNUM Á LANDINU ÚRVALAF VÖNDUÐUM HEILSURÚMUM GERIÐ GÆÐA- OG VERÐSAMANBURÐ Rósa Gísladóttir opnar kl. 17 í dag, föstudag, sýn- inguna Safn Rósu í Listasafni Einars Jónssonar (LEJ) en í dag eru 99 ár liðin frá opnun safnsins sem var það fyrsta sem opnað var almenningi í eigin húsnæði. Safnið var byggt á gjöf Einars Jóns- sonar til þjóðarinnar sem fylgdi það skilyrði að reisa yrði einkasafn yfir verk hans. Á sýningunni tekst Rósa Gísladóttir á við „hugmyndina um hið karllæga einkasafn í opinberu rými og býr til sitt eigið safn með tilvísunum í arkitektúr og tilurð LEJ“, eins og segir í tilkynningu. Verk Rósu eru öll ný og sækir hún innblástur í verk Einars en einnig í smiðju samtíma- manns hans, úkraínska fram- úrstefnulistamannsins Kazim- írs Malevitsj. Gerði hann skúlptúra á þriðja tug síðustu aldar sem hann kallaði „arki- tekton“ og voru abstrakt lík- ön sem minntu á bygg- ingar. Safn Rósu Gísla í safni Einars Jóns FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 175. DAGUR ÁRSINS 2022 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 776 kr. Áskrift 8.383 kr. Helgaráskrift 5.230 kr. PDF á mbl.is 7.430 kr. iPad-áskrift 7.430 kr. Anton Sveinn McKee náði þriðja besta árangri Íslend- ings á heimsmeistaramóti í sundi í gær þegar hann varð sjötti í 200 metra bringusundi á HM í Búdapest. Anton sagði eftir sundið að hans aðalmarkmið á þessu ári væri samt Evrópumótið í Róm í ágúst og að lang- tímamarkmiðið væri að keppa á Ólympíuleikunum í París árið 2024. »26 Anton setur stefnu á Róm og París ÍÞRÓTTIR MENNING Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Ekki er heiglum hent að vinna á jarðýtu, hvað þá í vegagerð á fjöllum uppi í misjöfnu veðri, en það hefur Gísli Heiðmar Ingvarsson, bóndi í Dölum 1 í Hjaltastaðaþinghá á Fljótsdalshéraði, gert í um 66 ár. Hann verður 82 ára í sumar og er enn að. „Ég hef verið viðflæktur jarðýtu síðan ég var 16 ára,“ áréttar hann. „Gísli er goðsögn á Héraði,“ útskýrir Sigurður Aðalsteinsson á Vaðbrekku. Vinna á jarðýtu hefur að mestu verið áfallalaus hjá Gísla. „Ég hef reynt að fara með gætni, þótt það hafi stundum ekki dugað til,“ segir hann og vísar til þess að hann sé sennilega eini Íslendingurinn sem hafi velt jarðýtu, en það var 1969. „Hún skreið út á hlið í hálku uppi á Efri-Jökuldal, stoppaði á hvolfi og tréhúsið fór í mask. Ég átti ekki von á því að hún myndi stoppa á hvolfi og hugsaði með mér: guð minn góður, nú ferst ég hér. Ég var hræddur fyrst en svo var ég sáttur við enda- lokin.“ Hann slapp ómeiddur og ýtan skemmdist ekki, fyrir utan húsið. „Það kom ekki nýtt hús á hana fyrr en undir haustið,“ upplýsir hann. Tóm vitleysa Eftir á að hyggja segir Gísli að þetta hafi verið tóm vitleysa, því aldrei hafi átt að fara umrædda leið. „Það voru ekki fyrirmæli frá verk- stjóranum.“ Vegurinn upp á Efri- Jökuldal hafi verið lokaður vegna snjóa. Hann hafi þurft að fara langa leið inn heiðina í miklum byl og hafi áætlað hvar hann ætti að fara niður á móts við Hákonarstaði. „Snjóföl kastaðist á um nóttina, ég sá ekki hvar voru auðir blettir og hvar svell og þegar ég ætlaði að stoppa aðeins skaust hún út á hliðina.“ Gísli er hættur í vegagerðinni og heldur sig mest heima við og í ná- grenninu. Hefur reyndar lítið farið úr sveitinni, nema hvað hann var á vertíð í Eyjum sem ungur maður til að safna peningum. Hann hefur aldrei farið til útlanda. „Það er hryll- ingur að fara þangað,“ segir hann, en að undanförnu hefur hann verið að kýfa flög hjá Lindu Björk Stein- grímsdóttur og Þorsteini Guð- mundssyni, bændum á Ketils- stöðum. „Hjónin eru óhemju dugleg og samhent í sínum stórbúskap og ég sagði honum að ég væri tilbúinn að fara á ýtuna. Hann myndi ekki hafa mig á henni ef honum líkaði ekki við mig.“ Þetta ýtir undir það sem haft var eftir Gísla í Morgun- blaðinu 1989: „Halldór á Miðhúsum segir að hann þekki engan meiri ýtu- snilling á Héraði en mig. Ég bjó til kartöflugarð fyrir hann.“ Sem ungur maður fór Gísli, sem er ókvæntur og barnlaus, á milli bæja með herfi og jarðýtu til að vinna land og búa til tún fyrir bænd- ur samfara eigin búskap. „Það sem bjargaði mér er að ég hafði góða konu til að sjá um bústörfin ef ég þurfti að fara að heiman, en hún fór til Egilsstaða, þegar ég brá búi.“ Bílakarl Gísli er þekktur fyrir að fara vel með tæki og tól og halda þeim í góðu standi. „Ég hef verið mikið í bílum og vélum og á ágæta bíla og vélar en bíladellan er farin að minnka,“ segir bóndinn, sem á sumrin ekur um á Rambler, árgerð 1966, sem er eins og nýr þótt búið sé að keyra hann um 331 þúsund kílómetra. „Hann kom nýr á Seyðisfjörð, ég fékk hann 1969 og hef ekki þurft að gera mikið við hann.“ Á veturna ekur hann á Willys-jeppa, árgerð 1989 og svo á hann Ford-vörubíl, árgerð 1964. „Ég hef ekkert haft við hann að gera síð- an ég hætti bústörfum fyrir um þremur árum.“ Heilsan hefur alla tíð verið góð, nema hvað Gísli segist hafa verið með svima síðan hann var spraut- aður fyrir kórónuveirunni fyrir um 15 mánuðum, auk þess sem líkams- hitinn hafi ekki verið réttur síðan hann fékk þriðju sprautuna. „Þegar ég anda að mér köldu lofti fer hitinn niður í 34 til 35 gráður, en ég finn ekkert fyrir svimanum, þeg- ar ég er sestur í ýtuna.“ Goðsögn á Héraði - Gísli H. Ingvarsson í Dölum 82 ára og enn að á jarðýtunni - Ekur um á Rambler á sumrin og Willys-jeppa á veturna Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Kraftur Gísli á Catepillar H 6-jarðýtu í vinnu hjá Þorsteini á Ketilsstöðum. Á ferðinni Gísli ekur á gömlum Rambler fyrir austan á sumrin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.