Morgunblaðið - 25.06.2022, Síða 1
Áhyggjurnar skína úr svip úkraínsks drengs í flóttamannabúðum í
Palanca á landamærum Moldóvu og Úkraínu á meðan stúlkan við
hlið hans leikur sér að því er virðist áhyggjulaus. Rúmlega hálf
milljón flóttamanna frá Úkraínu hefur nú leitað hælis í Moldóvu.
Moldóva er eitt fátækasta land Evrópu og þar búa 2,6 milljónir
manna. Ekkert land hefur tekið á móti jafnmörgum flóttamönnum
frá Úkraínu miðað við höfðatölu.
Moldóva fékk á fimmtudag stöðu umsóknarríkis að Evrópusam-
bandinu ásamt Úkraínu. „Framundan er erfið leið, sem mun krefj-
ast mikillar vinnu og framtaks,“ sagði Maia Sandu, forseti
Moldóvu, og gaf um leið til kynna að þessum tíðindum myndu
fylgja aukin velferð, tækifæri og regla fyrir þjóð sína. Í Moldóvu
var í fyrra kosin stjórn sem er hlynnt inngöngu í ESB. Hún hefur
reynt að efla tengslin vestur á bóginn og óttast ásælni Rússa.
Páll Stefánsson ljósmyndari var á ferð í Moldóvu og kynnti sér
stöðuna í landi sem á nóg með sjálft sig, en lætur sig ekki muna um
að taka á móti flóttamönnum frá grannríkinu opnum örmum. Frá-
sögn hans og myndir eru í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.
Ljósmynd/Páll Stefánsson
Hálf milljón flúið Úkraínu til Moldóvu
Straumur flóttamanna til eins fátækasta lands Evrópu
Mótar nýtt lið hjáÞjóðverjum
Norrænnleikhópur
„Þýska deildin er svo krefjandi, að erfitt
getur verið að fá menn til að halda áfram
með landsliðinu eftir þrítugt, sem er súrt
því þá eru menn að komast á þann aldur
þar sem þeir eru bestir í íþróttinni,“
segir Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari
Þýskalands í handknattleik. 8
26. JÚNÍ 2022SUNNUDAGUR
Flóttamenn velkomnir
Hópur kvennaá heiðurinn aðnýju verkisem sýnter í Iðnó. 2
Vill láta
gott af
sér leiða
Guðrún Aspelund erhvergi bangin að taka viðstarfi sóttvarnalæknis. 18
Flóttamönnum frá Úkraínu er
tekið opnum örmum í Moldóvu.12
L A U G A R D A G U R 2 5. J Ú N Í 2 0 2 2
.Stofnað 1913 . 147. tölublað . 110. árgangur .
Laugavegi 174, 105 Rvk. www.hekla.is/skodasalur
Škoda Kodiaq
Vinsæli ferðafélaginn!
Verð frá 7.590.000 kr. Eigum nokkra lausa bíla á lager!
Fjórhjóladrifinn, mjög vel útbúinn með 2.5 tonna dráttargetu
KOMIN Í EITT
STÆRSTA
FÉLAGSLIÐ HEIMS UMDEILDUR DÓMUR
RÉTTUR TIL ÞUNGUNARROFS 19SARA BJÖRK 33
Hólmfríður María Ragnhildardóttir
hmr@mbl.is
Ísland er líklegur gestgjafi þegar sögulegur leiðtoga-
fundur Evrópuráðsins fer fram á næsta ári í fjórða
skipti frá upphafi. Slíkur fundur hefur ekki farið
fram í 25 ár og er því um stórviðburð að ræða, mögu-
lega einn þann stærsta sem haldinn hefur verið á Ís-
landi ef af því verður, segir Bjarni Jónsson, formaður
utanríkismálanefndar og formaður Íslandsdeildar
Evrópuráðsþingsins. Hann er staddur í Strassborg
þar sem sumarþingi Evrópuráðsþingsins lauk í gær.
Alls eiga 46 ríki aðild að Evrópuráðinu og fer hvert
þeirra með formennsku í ráðinu sex mánuði í senn.
Munu Íslendingar taka við því embætti af Írum í nóv-
ember á þessu ári.
Á fundinum verður framtíð Evrópuráðsins til um-
ræðu í ljósi breyttrar stöðu alþjóðamála, auk þess
sem farið verður yfir hvert framtíð Evrópu stefnir og
hvernig hægt sé að þétta raðirnar um sameiginleg
gildi Evrópuríkjanna.
Undirbúningur leiðtogafundarins er nú kominn á
fullt skrið og mun fundurinn að öllum líkindum fara
fram í maí á næsta ári. Ísland hefur boðist til að vera
gestgjafi og er mikill áhugi á því innan Evrópuráðs-
ins og Evrópuráðsþingsins, að sögn Bjarna.
„Þá ekki síst í sögulegu ljósi. Ísland hefur góða
ímynd á alþjóðavettvangi. Stigin voru mikilvæg skref
til að ljúka kalda stríðinu með leiðtogafundi á Íslandi
á sínum tíma. Við höfum sterka lýðræðishefð og höf-
um talað fyrir friðsamlegum úrlausnum á alþjóða-
vettvangi og þeim grunngildum sem Evrópuráðið
byggir á.“
Þá var einnig stofnuð sérnefnd á fundi fram-
kvæmdastjórnar Evrópuráðsþingsins í gærmorgun
sem á að endurskoða starfsemi Evrópuráðsins og
skila tillögum um framtíð þess. Mun Bjarni skipa
sæti í nefndinni.
Sögulegur
viðburður
- Ísland líklegur gestgjafi
leiðtogafundar Evrópuráðs
Ekki er útlit fyrir að þýsku lög-
reglunni takist að hafa uppi á
þeim sem sendu Alfreð Gíslasyni
hótunarbréf í Þýskalandi í fyrra
nema nýjar upplýsingar komi
fram í málinu.
Alfreð er í viðtali í Sunnudags-
blaðinu sem dreift er í dag. Segist
hann hafa orðið var við mikil við-
brögð eftir að hann greindi frá
hótununum í mars í fyrra. Ýmsir
hafi boðið fram aðstoð við að
vakta heimilið auk lögreglunnar.
Mikil viðbrögð
vegna hótana
Alfreð
Gíslason