Morgunblaðið - 25.06.2022, Side 8
Paxlovid-töflur gegn
Covid væntanlegar
Veronika Steinunn Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
Paxlovid, nýtt lyf sem gæti fækkað
innlögnum og dauðsföllum af völd-
um Covid-sýkingar um 85-90%, er
væntanlegt hingað til lands í haust
eða síðsumars.
Lyfið var nýver-
ið samþykkt af
Evrópsku lyfja-
stofnuninni.
Heilbrigðisráðu-
neytið mun
kaupa lyfið fyrir
á annað hundrað
milljónir króna.
Magnús Gott-
freðsson, pró-
fessor í smitsjúk-
dómum, segir það mikinn kost að
lyfið sé tekið um munn. „Það þýðir
að við þurfum ekki að fá fólk inn á
spítala eða setja upp æðalegg, láta
blanda lyfið og láta það renna inn,
sem er mjög takmarkandi,“ segir
hann. Lyfið er gefið tvisvar á dag.
„Og það hefur sýnt sig í rann-
sóknum sem hafa verið birtar að
það getur dregið úr innlögnum og
dauðsföllum um 85 til 90%,“ segir
hann.
Ávinningur sést hjá þeim sem
eru settir á meðferð innan fimm
daga frá upphafi einkenna. „Ávinn-
ingurinn virðist vera mestur ef
sýkingin er greind snemma og
meðferð hafin án mikillar tafar.“
Lyfið verður helst gefið þeim sem
eru í aukinni hættu á að fá slæma
sýkingu, til dæmis eldra fólki og
fólki með alvarlega undirliggjandi
sjúkdóma. „En þá er forsendan sú
að okkur takist að greina það í
tæka tíð,“ segir hann. Milliverkanir
við önnur lyf eru helst annmarki
lyfsins og verður að skoða slíkt í
hverju tilviki fyrir sig að sögn
Magnúsar.
Ekki er ljóst hvort sjúklingar
muni geta sótt sér lyfið sjálfir eða
þurfi að neyta þess á spítala. „Það
er nú kannski ekki alveg búið að
ákveða hvernig verður staðið að
því. Ég reikna með því að við verð-
um með sambærilegar leiðbeining-
ar og þær sem verið er að skrifa á
Norðurlöndunum um hvernig við
nýtum þessi lyf best. Þetta er aug-
ljóslega sjúkdómslyf því það er gef-
ið í töfluformi og tilgangurinn er að
afstýra alvarlegum veikindum. Við
reynum að búa þannig um hnútana
að fólk geti fengið þessa meðferð ef
við teljum að hún eigi við, án mik-
illa tafa,“ segir Magnús að lokum.
- Kaupverð á annað hundrað milljónir
Magnús
Gottfreðsson
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 2022
Talið er að um 350 milljónir
manna séu í töluverðri og vax-
andi hættu vegna
matarskorts sem
stafar af stríðinu í
Úkraínu. Rússland
og Úkraína framleiða um fimmtung
af maís heimsins og meirihluta sól-
blómaolíunnar en lítið berst nú af
matvælum frá þessum löndum.
- - -
Áhugavert er að setja þetta í
samhengi við það að í Banda-
ríkjunum fer meira en þriðjungur
af maís og sojabaunaolíu í að knýja
vélar, ekki síst bíla.
- - -
Ekki síður að samanlagður hita-
einingafjöldi, sem brennt er
sem lífeldsneyti, myndi nægja til að
fæða 1,9 milljarða manna, sem sagt
margfalt fleiri en nú eru við hung-
urmörkin.
- - -
Í umfjöllun Financial Times á
dögunum kom fram að hægt
væri að fylla í skarðið fyrir allt sem
tapast hefur af kornmeti frá Úkra-
ínu, með því að minnka um helming
það sem fer í lífeldsneyti í Evrópu-
sambandinu og Bandaríkjunum.
- - -
Í Evrópusambandinu er talið að
ígildi 15 milljóna brauða sé
brennt daglega sem etanóli í bíl-
vélum.
- - -
Framleiðendur lífeldsneytis telja
að málið sé ekki svona einfalt.
Þeir fallast ekki á að maturinn sem
brennt er gæti nýst í hungruðum
heimi. Það er ekki mjög trúverðugt
en þá verður líka að hafa í huga að
þeir eiga hagsmuna að gæta.
- - -
En það eru stjórnmálamennirnir
sem setja reglurnar. Þeir ættu
að láta sig hungursneyð í heiminum
varða. Og það ætti að gera áður en
hún skellur á af fullum þunga.
Er lífeldsneyti
öfugmæli?
STAKSTEINAR
Landsmót UMFÍ 50+, sem eins og
tölurnar gefa til kynna er fyrir fólk
eldra en fimmtugt, hófst í Borgar-
nesi í gær og stendur um helgina.
Líkt og áður hófst mótið á
keppni í boccia, sem jafnan er fjöl-
mennasta greinin. Spilað var í
Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi
fram eftir degi í gær. Að því loknu
tók við ringó og götuhlaup.
Landsmótið var síðan sett form-
lega í gærkvöldi, að viðstöddum
Guðna Th. Jóhannessyni, forseta
Íslands.
Í dag verður keppt í brids, sundi,
pútti og frjálsum, sem jafnframt er
vel sótt grein. Í kvöld verður svo
kótelettukvöld og skemmtun.
Landsmótinu verður haldið
áfram á morgun, sunnudag, og
m.a. keppt í fótbolta og fleiri grein-
um.
Landsmót UMFÍ
50+ í Borgarnesi
Ljósmynd/UMFÍ
Landsmót Einbeittur keppandi í boccia í Borgarnesi í gær.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/