Morgunblaðið - 25.06.2022, Side 10

Morgunblaðið - 25.06.2022, Side 10
10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 2022 Edinborg er ein fegursta borg Skotlands og vagga skoskrar menningar. Það er mikil upplifun að heimsækja borgina og skoða sig um í „Old Town“ sem og nýrri borgarhlutanum. Gist er á hinu glæsilega Kimpton Charlotte Square Hotel við George Street, sem margir hafa kallað „Champs-Élýsée“ Edinborgar þar sem kaffihús, veitingastaðir og glæsilegar verslanir skarta sínu fegursta. Farið verður í skoðunarferðir um borgina og utan hennar og heimsóknir í Edinborgar- og Stirling kastala ásamt siglingu á Loch Katrine og heimsókn til Whisky-framleiðanda auk kvöldskemmtunar „Spirit of Scotland Show“. Innifalið í verði: Flug með Icelandair til Glasgow báðar leiðir, skattar og bókunargjald. 4ra nátta gisting á Kimpton Square Hotel ásamt morgunverði og kvöldverði. Allur akstur ásamt skoðunarferðum og aðgangi að þeim stöðum sem heimsóttir verða. Fararstjóri: Sigurður K. Kolbeinsson. • Aukagjald fyrir einbýli er kr. 85.000 Edinborg – fegursta borg Skotlands Aukaferð vegna mikillar eftirspurnar – aðeins 24 sæti laus Sérferð fyrir eldri borgara 23. – 27. október Verð 249.500 á mann m.v. gistingu í tvíbýli* Niko ehf | Austurvegi 6 | 800 Selfoss | kt. 590110-1750 Nánari upplýsingar eru veittar hjá Ferðaskrifstofu eldri borgara í símum 783-9300 og 783-9301, einnig með tölvupósti í gegnum netfangið hotel@hotelbokanir.is og á www.ferdaskrifstofaeldriborgara.is William Kristiansson, sænskur gróðursetningarverktaki sem starf- ar fyrir fyrirtækið Gone West, setti í síðustu viku nýtt Íslandsmet í gróðursetningu trjáplantna þegar hann setti niður 17.732 birkiplöntur í Hekluskóga á einum sólarhring. Hann er þó ekki eini afreksmað- urinn á vegum Gone West, en aðrir starfsmenn hafa ekki látið sitt eftir liggja og einn daginn gróðursettu til dæmis tveir ónefndir starfsmenn þeirra yfir 10 þúsund plöntur hvor. Verktakar frá fyrirtækinu hafa síðustu vikur unnið að gróðursetn- ingu á nokkrum svæðum, þar á meðal í Hekluskógum, en nú þegar hafa þeir gróðursett þar um 300.000 birkiplöntur. Þessi fram- úrskarandi gróðursetning mun stórauka líkurnar á að plöntur lifi og nái að vaxa upp og mynda skóg. Einnig hafa starfsmenn Skógrækt- arinnar og Landgræðslunnar haft í nógu að snúast, en undanfarnar vikur hafa afköst gróðursetningar- fólksins verið mikil og komist næst- um því upp í 50 þúsund plöntur á dag. Þetta kemur fram á vef Skóg- ræktarfélags Íslands þar sem félag- ið einnig óskar William til hamingju með Íslandsmetið. gsa@mbl.is Ljósmynd/Hreinn Óskarsson-Skógræktin Nýtt met í gróðursetningu - Setti niður nærri 18 þúsund birkiplöntur í Hekluskógum Guðrún Sigríður Arnalds gsa@mbl.is Fjöldi þess fólks frá Úkraínu sem sækir um dvöl hér á landi hefur skyndilega aukist, en síðastliðna daga hafði þeim hægt og þétt fækkað. Gylfi Þór Þor- steinsson, að- gerðastjóri vegna komu flótta- manna frá Úkra- ínu til Íslands, greinir frá þessu í samtali við Morgunblaðið. Hann segir enga sérstaka skýringu á þessari fjölg- un. Frá áramótum hafa 1.932 flótta- menn komið hingað og þar af eru 1.232 þeirra frá Úkraínu, en 64% þeirra eru konur og 36% karlar. „Þetta eru töluvert fleiri flótta- menn en við höfum tekið við árin áður, en stærsta árið hingað til komu um 1.100 flóttamenn og þeg- ar líður á árið munu þeir líklegast vera um 4.000 talsins,“ segir Gylfi og bætir við: „Við búum okkar undir það að fleiri flóttamenn muni leita hingað í haust. Flugfarið er dýrara á sumr- in og því kemur á óvart þessi fjölg- un á komum flóttafólks núna.“ Gylfi segir vel ganga að útvega fólkinu vinnu, en um 300 eru nú þegar komin með atvinnuleyfi í gegnum Vinnumálastofnun og ein- hverjir hafa fundið vinnu sjálfir. Aðra sögu er þó að segja af hús- næðismálum þar sem mikill skortur er á húsnæði um allt land. „Þetta er ástand sem við þurfum að bregðast hratt við, því þetta bætist ofan á þá húsnæðiskrísu sem er í landinu,“ segir Gylfi. Um 50 manns hafa snúið aftur til Úkraínu eftir að hafa fengið dvalar- leyfi hér á landi. Gylfi telur líklegt að einhverjir þeirra komi aftur til Íslands, þar sem þeim sé frjálst að ferðast eins og þeim sýnist eftir að þeim hafi verið veitt leyfi hér. Hann telur stærstu áskorunina núna felast í því að koma fólkinu betur inn í samfélagið og veita því húsnæði, þar sem mikill skortur er á leiguhúsnæði í öllum landshlutum og leiguverð sé tiltölulega hátt. Húsnæðisskortur er áskorunin - 300 manns hafa fengið atvinnuleyfi Morgunblaðið/Árni Sæberg Flóttamenn Komum flóttafólks hef- ur fjölgað skyndilega síðustu daga. Gylfi Þór Þorsteinsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.