Morgunblaðið - 25.06.2022, Page 12

Morgunblaðið - 25.06.2022, Page 12
Ljósmynd/Ingvar H. Sveinsson Krútt Alveg hvítar kýr eru sjald- gæfar. Þessir hafa rautt í eyrum. Morgunblaðið/Eggert Kýr Þessar tvær voru á beit í Hítardal fyrir fjórum árum. Bröndóttar kýr og rauðar eru nú algengastar hér á landi. Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is F jölbreytileiki lita í íslenska kúakyninu er meiri en allra annarra kúakynja í Evrópu. Evrópsk kúakyn eru öll meira og minna eins á litinn. Dæmi má taka af Jersey-kúm, sem eru rauðar með koluðu ívafi og NRF sem eru brúnskjöldóttar. Ég held að bröndótti liturinn sé séríslenskt fyr- irbæri. Mikill breytileiki er í brönd- óttum og rauðum kúm, til eru mjög ólíkar útgáfur af þeim,“ segir Guð- ríður Magnúsdóttir, kúabóndi í Við- vík í Skagafirði. Hún stofnaði fésbókarsíðuna Litir nautgripa, þar sem fólk póstar myndum af kúm og kálfum í hinum ólíkustu litbrigðum. Stundum spyr fólk hvað liturinn heiti, en fólk setur líka myndir á síð- una af sínum uppáhaldskúm eða bara fallegar myndir af kúm, kálfum og nautum. Skemmtilegt spjall verð- ur oft til við myndirnar. Langar í sægráa mjólkurkú „Ég held að kúabændur hug- leiði liti ekki mikið í sinni ræktun, þótt auðvitað finnist einn og einn sérvitringur í þessu, eins og öðru. Ég veit að á bænum Laxamýri í Þingeyj- arsýslu eru margar gráar kýr. Gráu litirnir eru sjaldgæfir, sægrár og steingrár, og þeir eru alls óskyldir. Ég held að Sigga á Laxamýri sé sá bóndi á landinu sem á flestar gráar kýr,“ segir Guðríður og bætir við að hún viti líka um bæi þar sem finna má margar grönóttar kýr. „Þá eru kýrnar hvítar, nema í kringum granir og innan í eyrum, en þar geta þær verið með alla grunn- liti. Stundum eru líka doppur út frá andlitinu á grönóttum kúm. Á nokkr- um bæjum eru töluvert margar hryggjóttar kýr. Þá er kýrin með hvítan hrygg. Mér skilst að fá naut séu til núna með þann lit í rækt- unarstarfinu. Grönóttur litur og hryggjóttur koma ekki fram nema annað foreldrið beri litinn og það eru fimmtíu prósent líkur á að afkvæmið beri hann.“ Afbrigði litanna geta verið skemmtileg. T.d. eru rauðar og kolóttar kýr stundum með munstur sem minnir á frostrósir. Sumir kalla slíkan lit rósóttan en frostrósa- munstrið kemur ekki fram fyrr en eftir að kýrin hefur borið tveimur eða þremur kálfum. Kolóttar kýr eru dökkbrúnar með rauðbrúna rönd niður eftir hryggnum, í kring- um nasir og inni í eyrum. „Ef kolótt kýr er mjög ljós á búknum, þá kalla sumir það dumb- rautt, en nöfn lita á dýrum geta ver- ið misjöfn eftir því hvar á landinu er. Til dæmis kallast golsótt kind annarsstaðar mögótt,“ segir Guð- ríður sem er með sjötíu mjólkandi kýr sem flestar eru bröndóttar og rauðar. „Ég á nokkrar svartar kýr en bara eina alveg svarta, en ekki er mikið af hundrað prósent einlitum gripum. Að fá einlitt er svolítið erf- itt, því það vill slæðast hvít sletta einhversstaðar með, innan á læri, á júgurstæði eða bringu. Alveg hvítar kýr, sem eru ekki albinóar, eru sjaldgæfar,“ segir Guðríður sem finnst grái liturinn fallegastur á kúm. „Nýlega hef ég fengið þrjá grákolótta kálfa. Þeir eru kolóttir með gráa slikju á sér við burð. Ég á einn sægráan nautkálf sem mér var gefinn. Ég ætla að nota hann til kyn- bóta og sjá hvort hann gefi mér sægráan kvígukálf svo ég geti eign- ast sægráa mjólkurkú.“ Aldursdrottningin í fjósinu hjá Guðríði er 14 ára. Hún heitir Agla, borin 24.5. 2008 og er nýhætt að mjólka, enda slitin og gömul. Guð- ríður segir að kýr geti vel orðið fjór- tán til fimmtán ára, þó þær fái sjaldnast að verða svo gamlar. Þær langaði aftur í sjóinn Guðmundur Jóhannesson, ráðu- nautur í nautgriparækt, segir að rauðir og bröndóttir litir séu orðnir ríkjandi hjá íslenska kúastofninum. „Það kemur ekki til af því að kýr með þeim litum mjólki betur en kýr af öðrum lit, heldur er það tilviljun og fer eftir því hvað bestu nautin gefa af litum. Gráar kýr eru sjald- gæfastar, bæði sægráar og gráar. Gamli steingrái liturinn er allra sjaldgæfastur. Svarti grunnliturinn hefur líka verið á undanhaldi.“ Þegar Guðmundur er spurður að því hvort gætt sé að því að naut í sjaldgæfum litum séu notuð til undaneldis, segir hann að fyrst og fremst sé í ræktun litið til fram- leiðslugetu og byggingar. „Við sveigjum okkur þó aðeins til ef við fáum spennandi liti. Til dæmis er langt síðan við höfum haft gott naut sem gefur eitthvað af þess- um gamla íslenska steingráa lit, en það eru naut í notkun núna sem gefa sægrátt. Allra síðustu ár hefur svört- um kolóttum kúm fækkað en brönd- óttum og rauðum fjölgað, í öllum sín- um fjölbreyttu undirflokkum. Gerst hefur að fæðst hafi alhvítir kálfar, en mögulega kann það að vera stór hvít- ur flekkur en ekki hreinn hvítur.“ Að lokum skal þess getið að ís- lenskar þjóðsögur geyma sagnir um sækýr: „Þær áttu að lifa í sjónum en villast stundum á land, í sögunum voru þessar sækýr eins og venjuleg- ar kýr nema með blöðru yfir grön- unum. Ef tókst að sprengja blöðr- una, urðu kýrnar alveg eins og landkýr, með þeirri undantekningu að þær voru alltaf gráar að lit. Því er sá litur enn kallaður sægrár. Einnig mjólkuðu þær betur en langaði alltaf í sjóinn aftur.“ (af Wikipediu) Morgunblaðið/Atli Vigfússon Sægrá Þessi kýr er frá Ytrafjalli í Aðaldal, en gráu litirnir eru sjaldgæfir. Grunnlitir íslenska kúastofnsins eru sex en lita- mynstur eru fjölmörg. Mikill breytileiki er í brönd- óttum og rauðum kúm, algengustu litunum. „Ég held að Sigga á Laxamýri sé sá bóndi á landinu sem á flestar gráar kýr,“ segir Guðríður kúabóndi í Viðvík en gráu litirnir eru sjaldgæfastir hjá íslenskum kúm. Hryggjótt, kviðótt, síðótt, leistótt 12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 2022 IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB Bílar á lager Sími 4 80 80 80 Litur: Hvítur, svartur að innan. Stór sóllúga, bakkmyndavél, Bang & Olufsen hátalarakerfi, Apple Carplay, hiti í öllum sætum, hiti í stýri, fjarstart, lane-keeping system, heithúðaður pallur o. fl. o.fl. 3,5 L V6 Ecoboost 10-gíra, 375 hestöfl, 470 lb- ft of torque, 20” álfelgur 2021 Ford F-150 Platinum Litur: Hvítur/ Svartur að innan (nappa leather) Æðislegur fjölskyldubíll, hlaðinn búnaði. 7 manna bíll,Hybrid Bensín, Sjálfskiptur, 360° mynda- vélar, Collision alert system, Harman/Kardon hljómkerfi, Tölvuskjáir í aftursæti VERÐ aðeins 10.390.000 m.vsk 2022 Chrysler Pacifica Hybrid Limited VERÐ frá 18.500.000 m.vsk Litur: Svartur/ svartur að innan. 10 gíra skipting, auto track millikassi, sóllúga, heithúðaður pallur, rafmagns opnun og lokun á pallhlera, flottasta myndavélakerfið á markaðnum ásamt mörgu fleirra. High Country Deluxe pakki. 2022 Chevrolet High Country VERÐ 15.890.000 m.vsk Grunnlitir íslenska kúastofnsins eru sex: Rauður, bröndóttur, kolóttur, svartur, grár og sægrár. Grunnlitunum má síðan skipta í nokkur litbrigði. Litamynstur heita eftir því hvar hvíti liturinn er: Hryggjótt, skjöldótt, huppótt, síðótt, kviðótt, sokkótt/leistótt, nema þegar talað er um grön- ótta litinn, t.d. rauðgrönótt. Höfuðmynstur heita eftir því hvar hvíti liturinn er á hausnum: Hjálmótt, baugótt, dröfnótt, krossótt, krímótt, húfótt, blesótt, stjörnótt, laufótt. Í BS-ritgerð Söru Maríu Davíðsdóttur, frá Landbúnaðarháskóla Íslands, kemur fram að 2011 var tíðni grunnlita skv. sumarrannsókn: Rautt 42,8%, bröndótt 28,8%, kolótt 16,3%, svart 8,9 %, grátt 1,8% og sægrátt 1,4 % Sex grunnlitir, mörg litbrigði ÍSLENSKI KÚASTOFNINN Falleg Íslenskar kýr geta verið þrílitar líkt og þessi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.