Morgunblaðið - 25.06.2022, Qupperneq 14
14 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 2022
í lax við Dönugrjót en sá losaði sig.
Betur gekk í hinum þekkta veiðistað
Kristnipolli en þar náði Stefán að
landa fyrsta 100 cm laxinum sem
hann veiðir á Íslandi, 20-pundara,
sem var jafnframt fyrsti veiddi lax
sumarsins í ánni.
Í samtali við Sporðaköst á Mbl.is
sagðist Stefán hafa kastað litlum
rauðum kón í hefðbundinn stórlaxa-
stað í hylnum og þar tók „þessi líka
svakalega fallegi lax“.
„Nú er maður kominn í hundrað-
kallaklúbbinn. Loksins og svakalega
er það gaman. Ég hef veitt ábyggi-
lega einhverja fimm hundruð laxa
sem eru á bilinu 95 til 99 sentímetrar
en þetta er fyrsti lax á Íslandi sem
ég veiði sem nær hundrað sentímetr-
um,“ sagði Stefán æði lukkulegur.
Laxveiði hófst líka í Vopnafirði í
gær og í Hofsá var tveimur landað á
fyrstu vakt og fleiri misstust en kalt
var í norðanáttinni, fjórar gráður.
„Það var stuð á mönnum þrátt fyrir
kuldann,“ sagði Ívar Kristjánsson í
hádeginu en hann náði öðrum lax-
inum, 80 cm hæng sem tók rauðan
kón í Þvottalækjarstreng. Hinn sem
náðist var smálax. Ívar og félagi
hans hafa mikla veiðireynslu í Hofsá
og spáðu góðri opnun og betri en í
fyrra en þá veiddust átta laxar. Fyr-
ir tveimur árum veiddust hins vegar
33 í opnuninni.
Fyrsta vakt í Hafralónsá í gær var
góð en sex löxum var landað.
Loksins kominn í
hundraðkallaklúbb
- Fyrsti í Dölum 20-pundari - 15 ára veiddi 102 cm lax
Ljósmynd/Harpa Hlín Þórðardóttir
Sá fyrsti Stefán Sigurðsson kampakátur með 20 punda laxinn sem hann
veiddi í Kristnipolli Laxár í Dölum í gær, fyrsta lax sumarsins þar.
Ljósmynd/Ari Þórðarson
Byrjunin Ívar Kristjánsson með 80
cm hænginn sem hann veiddi í
Þvottalækjarstreng Hofsár í gær.
STANGVEIÐI
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Þessa dagana hefjast veiðar í síðustu
laxveiðiánum, hverri á fætur ann-
arri, og óhætt er að segja að byrj-
unin hafi verið upp og ofan. Þannig
var gæðunum misskipt í húnvetnsku
ánum síðustu daga; í opnun Laxár á
Ásum veiddist aðeins einn lax, tveir í
Vatnsdalsá við erfiðar aðstæður, áin
í miklum vöxtum, en í Víðidalsá og
Fitjá, rétt þar fyrir vestan, komu
hins vegar 16 á land í opnun og veiði-
menn kampakátir. Rólegt hefur síð-
an verið yfir Blönduveiðum en á
fyrstu tveimur vikunum hafa aðeins
veiðst níu laxar.
Dagur Ólafsson, 15 ára veiðimað-
ur, var með föður sínum við veiðar í
Laxá í Aðaldal og setti í gærmorgun
í og landaði 102 cm laxi í Sandeyrar-
polli á Nesveiðum. Tók nýgenginn
og sterkur hængurinn Sunray
Bismo og tók viðureignin um 40 mín-
útur áður en laxinum var landað
nokkru neðar í ánni, í Dýjaveitum.
Af ánum á Vesturlandi sýna viku-
legar veiðitölur Landssambands
veiðifélaga á vefnum angling.is að
fyrstu fimm dagana veiddust 27 lax-
ar í Haffjarðará, sem er fyrirtaks
byrjun. Í vikunni veiddust 47 laxar í
Norðurá, þar sem smálaxar byrjuðu
að tínast inn í auknum mæli, og í
Þverá-Kjarrá veiddust á sama tíma
35. Blaðamaður var við efri hluta ár-
innar í vikunni, þar var mikið vatn og
ferð á fiskinum sem er strax orðinn
vel dreifður og var að veiðast frá
efstu hyljum, við Rauðaberg, niður í
þá neðstu, Selsstrengi.
Opnaði með sínum stærsta
Veiði hófst í Laxá í Dölum í gær-
morgun og þrátt fyrir að lofthitinn
væri einungis þrjár gráður þá byrj-
aði morgunninn heldur betur vel hjá
einum veiðimannanna, Stefáni Sig-
urðssyni. Hann byrjaði á því að setja
Húsbukkur (Hylobates bajulus) er
tegund trjábukka sem berst af og til
hingað til lands. Það gerðist einmitt
nýlega, þegar einn slíkur fannst í
Reykjavík. Honum var komið til
Náttúrufræðistofnunar Íslands, þar
sem honum er til haga haldið. Lík-
legt er að hann hafi komið með
pakkningum erlendis frá. Frá þessu
greinir Erling Ólafsson skordýra-
fræðingur á fésbókarsíðu sinni,
Heimur smádýranna. Þar kemur
fram að trjábukkar finnist ekki í
náttúru Íslands en ein tegund þeirra
gæti þó mögulega þrifist hér á landi,
fyrrnefndir húsbukkar. Þeir lifa í
trjáviðum gamalla húsa og getavald-
ið á þeim skemmdum. „Lirfurnar
vaxa upp inni í gömlum viðum húsa,
einkum stoðum og bitum í burð-
arvirkinu. Það tekur þær mörg ár að
ná fullum þroska og skila sér út úr
viðunum sem fullþroska bjöllur.
Tegundin er hitakær og þarf helst
um og yfir 25°C hita í viðnum til að
nærast og dafna,“ segir Erling.
Hann tekur fram að vegna þessa
hafi hann litla trú á að trjábukkur-
inn geti sest að í húsum hér á landi,
fest sig í sessi og orðið til vandræða.
Húsbukkur kom til
landsins nú í júní
Ljósmynd/Erling Ólafsson
Húsbukkur Sú tegund bukka er nokkuð auðþekkt og er 14 mm löng.
SÍMI 587 2000 · KLETTHÁLSI 2, 110 REYKJAVÍK · WWW.TOPPBILAR.IS
HOBBY 560
KMFE DE LUXE
• Truma Combi 6 miðstöð
• 150L ísskápur 15L frystir
• 50L Vatnstankur
• Álfelgur
• 2000 kg öxull (Meiri burður)
• Lúga hjá kojum
• Vatnstengi + rafmagnstengi
+ sjónvarpstengi
• Tvöfalt USB + barnaljós í
kojum með USB tengi
• Festing fyrir sjónvarp
• Reykskynjari
• 2 kojur með fallvörn
• Hobby Connect
• Hleðslustöð
• Rafgeymir AGM
• Aflestur rafgeymis
• LCD skjár
• Umhverfislýsing
Raðnúmer 280968
Nýskráður 03/2022
(ónotað)
Næsta skoðun 2026
Verð kr. 6.290.000
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Ekki eru fyrirhugaðar neinar stór-
ar lagfæringar á Snæfellsnesvegi í
sumar, samkvæmt upplýsingum
Vegagerðarinnar. Pálmi Þór Sæv-
arsson, svæðisstjóri vestursvæðis,
segir þó að ástandið verði vaktað
og ef svigrúm skapist, verði reynt
að lagfæra verstu staðina.
Snæfellingar hafa vakið athygli
á að ástand vegarins frá Borg-
arnesi og um Mýrar og Snæfells-
nes sé slæmt og hættulegt á köfl-
um. Vegagerðin hefur ekki
fjármagn til neinna stóraðgerða en
bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar
sendi í vor áskorun til innviða-
ráðherra og Alþingis um að leggja
meira fé í viðhaldið.
Þurfa að komast veginn
Jón Eggertsson, fyrrverandi
vörubílstjóri í Ólafsvík, setur
ástandið í samhengi við umræðu
um framtíð ferjusiglinga á Breiða-
firði. „Það eru miklir fiskflutn-
ingar á Snæfellsnesinu og þegar
flutningur á laxi frá Vestfjörðum
bætist við, er ekki von á að vel
fari,“ segir Jón og bendir á að til
þess að hægt sé að nota ferju á
Breiðafjörðinn, þurfi flutningabíl-
arnir að geta komist til og frá
Stykkishólmi. Það sé lágmarkið.
Jón man tímana tvenna í vega-
málum, enda byrjaði hann að
keyra bíl 1962 og vann meðal ann-
ars við vegagerð. Hann segir að þá
hafi vegurinn um Mýrarnar verið
eitt aursvað og tóm slörk, veg-
urinn ósléttur og holóttur. Yfir
þetta hafi síðar verið lagt slitlag.
Þungaflutningar og mikil um-
ferð ferðafólks hefur ekki farið vel
með veginn, sérstaklega frá Borg-
arnesi og vestur að Vegamótum,
en slæmir kaflar eru víðar á Snæ-
fellsnesi. Jón ekur sínum einkabíl
ennþá, þótt hann sé hættur með
vörubílinn og hafi farið suður í
vor. „Vegurinn var hrikalegur,
ekkert nema glompur. Ég myndi
ekki láta keyra mig í sjúkrabíl
suður, ég myndi hristast alla leið-
ina og yrði að einni beinahrúgu,“
segir hann.
Morgunblaðið/Valli
Snæfellsjökull Margt ferðafólk leggur leið sína um Snæfellsnes á sumrin.
Það eykur að sjálfsögðu álag á vegina sem ekki eru beysnir fyrir.
„Myndi ekki vilja
láta keyra mig í
sjúkrabíl suður“
- Engar lagfæringar á Snæfellsnesvegi
- Bílstjóri segir veginn hrikalegan