Morgunblaðið - 25.06.2022, Side 19
FRÉTTIR 19Erlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 2022
Skoðið fleiri innréttingar á
innlifun.is
Suðurlandsbraut 26 Sími 587 2700
Opið 11-18 virka daga innlifun.is
Verið velkomin
í sjónmælingu
Hamraborg 10, Kópavogi, sími 554 3200
Opið: Virka daga 9.30–18, laugardaga 11-14
Atli Steinn Guðmundsson
atlisteinn@mbl.is
Milljónir bandarískra kvenna munu
glata lögbundnum rétti sínum til
fóstureyðingar í kjölfar dóms
Hæstaréttar Bandaríkjanna í gær
sem sneri eldri dómi réttarins í máli
Roe gegn Wade frá 1973.
Nýi dómurinn, sem sex íhaldssam-
ari dómarar réttarins kváðu upp
gegn sératkvæði hinna þriggja
frjálslyndari, hefur þau réttaráhrif
að einstökum ríkjum Bandaríkjanna
er nú í lófa lagið að setja lög sem
banna fóstureyðingar. Er því spáð að
helmingur 50 ríkja muni nú lögfesta
annaðhvort bann eða takmarkanir á
fóstureyðingum.
Ný lög sett áður en dómur gekk
Hafa þrettán ríki þegar sett lög
sem unnt verður að framfylgja eftir
dóm Hæstaréttar í gær, svokölluð
„trigger laws“ sem eru þeirrar nátt-
úru að lagaframkvæmdin sjálf er á
bið þar til lagaumhverfi eða aðrar
kringumstæður breytast. Skýring
þess að slík lög voru afgreidd áður en
dómur Hæstaréttar féll í gær er það
fáheyrða atvik að 2. maí í vor var
skjali með drögum að dómsorði
meirihlutans lekið úr þessum æðsta
dómstól Bandaríkjanna.
Vefmiðillinn Politico birti leka-
skjalið og þar með hófu einstök ríki
þegar undirbúning lagasetningar
gegn fóstureyðingum auk þess sem
fylgjendur fóstureyðinga hófu mót-
mæli sem náðu hámarki fyrir utan
Hæstarétt á fimmtudaginn.
Fljótt á litið er talið að 36 milljónir
bandarískra kvenna á barneigna-
aldri glati rétti sínum til fóstureyð-
ingar í kjölfar dóms gærdagsins, sé
mark takandi á tölfræði sem sam-
tökin Planned Parenthood hafa gefið
út, en þau reka stofur vítt og breitt
um Bandaríkin þar sem konur geta
gengist undir fóstureyðingu auk
þess að fá getnaðarvarnir og al-
menna ráðgjöf.
Í máli Roe gegn Wade forðum
taldi Hæstiréttur rétt kvenna til að
gangast undir fóstureyðingu stjórn-
arskrárvarinn. Varð niðurstaða sjö
dómara gegn tveimur að rétturinn til
fóstureyðingar fyrstu þrjá mánuði
meðgöngu væri óskoraður, næstu
þrjá leyfilegur með nokkrum tak-
mörkunum en slík aðgerð bönnuð
með öllu síðustu þrjá mánuðina.
Lagasetning nokkurra ríkja áratug-
ina á eftir dró þó töluvert úr þessum
réttindum.
Hvarf Hæstiréttur því með dómi
gærdagsins frá því að um stjórnar-
skrárvarinn rétt væri að ræða með
svofelldu dómsorði: „Við sláum því
þar með föstu að stjórnarskráin feli
ekki í sér réttindi til fóstureyðingar
[…] og valdið til að setja reglur um
fóstureyðingu beri að veita fólkinu
og kjörnum fulltrúum þess.“
Hatrammar lögfræðideilur
Ákaflega sjaldgæft er að banda-
rískir hæstaréttardómar gangi al-
gjörlega í berhögg við fyrri dóma
réttarins og segja stjórnmálaskýr-
endur vestra pólitískt moldviðri nú í
aðsigi sem skipta muni þjóðinni í
tvær fylkingar.
Í ríkjum á borð við Michigan,
Pennsylvania og Wisconsin, þar sem
mjótt er á munum milli fylgjenda og
andstæðinga fóstureyðinga, er jafn-
vel gert ráð fyrir því að lögmæti fóst-
ureyðinga muni sveiflast með ein-
stökum kosningum. Annars staðar
gætu hatrammar lögfræðideilur
staðið fyrir dyrum sem snerust með-
al annars um hvort leyfilegt yrði að
heimsækja önnur ríki til að fara í
fóstureyðingu eða panta þungunar-
rofslyf í pósti.
Getty Images/AFP/Nathan Howard
Viðsnúningur Fréttamaður klórar sér í höfðinu við Hæstarétt í gær en fylgjendur fóstureyðinga mótmæla ákaft.
Sneru rótgrónum dómi frá 1973
- Milljónir kvenna munu glata rétti til fóstureyðinga - Skjali með drögum að dómsorði lekið í maí
- Rétturinn ekki lengur stjórnarskrárvarinn - Lögmæti gæti sveiflast með einstökum kosningum
Verð hlutabréfa skotvopnaframleið-
andans Smith & Wesson Brands
Inc. tók sveiflu upp á við í gær í kjöl-
far dóms Hæstaréttar Bandaríkj-
anna í fyrradag, þar sem því var
slegið föstu að hver maður nyti
stjórnarskrárvarins réttar til að
bera skotvopn á almannafæri til að
verja hendur sínar.
Þurfi ekki að biðja um leyfi
Hækkuðu bréfin um 14,6 prósent í
síðdegisviðskiptum í gær eftir 9,6
prósenta hækkun strax í kjölfar
dómsins á fimmtudag. Skjótt skipast
veður í lofti því við lokun markaða á
miðvikudag enduðu bréfin í lægsta
verði sínu síðan í júní 2020.
Svipaða sögu er að segja af skot-
vopnaframleiðandanum Sturm, Ru-
ger & Co sem hækkaði samtals um
7,5 prósent í gær og fyrradag eftir
að hafa endað miðvikudaginn í
lægsta verði síðustu 18 mánaða.
„Þessi dómur snýst í stuttu máli
um að ábyrgir og löghlýðnir borg-
arar þurfa ekki að biðja stjórnvöld
um leyfi til að nýta sér réttindi sem
þeim eru tryggð í stjórnarskrá
landsins,“ sagði Mark Smith, stjórn-
arformaður Smith & Wesson, á
fundi eftir lokun markaða í gær og
bætti því við að enn væri of snemmt
að segja til um hver áhrif dómsins á
afkomu skotvopnaframleiðenda
yrðu til lengri tíma litið.
Löghlýðnir borgarar
„Þar sem dómurinn snýst um rétt-
in til að bera hulið vopn (e. concealed
carry), og vopn sem henta til slíks
burðar eru stór hluti framleiðslu
okkar, má ætla að bætt aðgengi lög-
hlýðinna borgara að framleiðslunni
hafi jákvæð áhrif á okkur,“ sagði
stjórnarformaðurinn enn fremur.
Vatn á myllu byssusmiða
- Hlutabréf Smith & Wesson og fleiri framleiðenda vestra í
hæstu hæðum eftir lægstu lokun síðan 2020 á miðvikudag
AFP/Angela Weiss
Dómur Ekki deildu allir gleði S&W.
Úkraínuher tilkynnti í gær að hann
hygðist hörfa með herlið sitt frá
borginni Severodonetsk í Lúhansk-
héraði, en harðir götubardagar hafa
verið í borginni síðustu daga og vik-
ur. Enn var barist þar í gær, en það
mun taka nokkra daga fyrir Úkra-
ínumenn að ljúka brottför sinni það-
an.
Serhí Haídaí, héraðsstjóri Lúh-
ansk, sagði að það þjónaði engum til-
gangi að verja áfram stöður sem
hefðu fengið að kenna á stórskota-
hríð Rússa svo mánuðum skipti, en
hann áætlaði að um 90% borgarinnar
hefðu skemmst í árásum Rússa.
Talsmenn bandaríska varnar-
málaráðuneytisins gerðu lítið úr tíð-
indunum um flóttann, og lögðu
áherslu á að Rússar hefðu þurft að
gjalda þess dýru verði í bæði her-
gögnum og mannafla að ná Seve-
rodonetsk á sitt vald. Ekki væri von
á að fall borgarinnar myndi leiða til
stórsóknar Rússa í gegnum varnir
Úkraínumanna.
ÚKRAÍNA
Hörfa með lið sitt
frá Severodonetsk