Morgunblaðið - 25.06.2022, Side 21

Morgunblaðið - 25.06.2022, Side 21
21 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 2022 Sláttur Þrátt fyrir kuldatíð síðustu daga, heldur grasið áfram að vaxa og þarf reglulega umhirðu. Hér er sláttumaður á ferð í Klambratúni við Kjarvalsstaði í gær, vel tækjum búinn og varinn frá toppi til táar. Eggert Jóhannesson Forsætisráðherra mælt- ist viturlega á dögunum, þegar hún sagði að móta þyrfti reglur um hvernig arði af vindorku yrði skipt til að forðast megi ósætti í framtíðinni. Landið, sem notað er undir mannvirkin sem mynda vindorkuver, ber öll einkenni þess að í vissum notum myndist auð- lindarenta. Vindur er hins vegar ekki auðlind og getur í engum tilfellum myndað skattandlag. Það er landið undir vindorkuverin sem myndar mögulega auðlindarentu, þar sem úthlutun lands til eins myndar einka- rétt á notkun þess og sá réttur getur ver- ið verðmætur. Stór hluti lands og allt hafsvæðið við Ísland er í eigu ríkisins fyrir hönd þjóð- arinnar. Ef virkja á vindorku á þessum svæðum er mikilvægt að setja reglur, eins og forsætisráðherra segir, um hvernig hluti arðsins rennur til eiganda síns – þjóðarinnar. Reglurnar þurfa að vera gagnsæjar og auðskiljanlegar, þær mega ekki mismuna og þær verða að upp- fylla lög sem og skuldbindingar þær sem Ísland hefur gengist undir alþjóðlega. Fyrirtækið Qair, sem undirritaður starfar fyrir, tryggði sér ásamt sam- starfsaðilum svæði undan Skotlandi til að þróa vindorkuver á hafi úti nú nýverið. Notuð var uppboðsaðferð, þar sem áhugasömum voru veittar upplýsingar um svæði sem til boða stæðu og þeim gef- inn kostur á að bjóða í leyfi til að rann- saka og væntanlega í framtíðinni virkja á svæðunum. Til boða stóðu nokkur mis- munandi svæði þar sem hægt er að virkja allt að 25 GW. Skemmst er frá því að segja að Qair og samstarfsfélög fengu út- hlutað tveim svæðum, samtals 2 GW eða 2.000 MW. Fyrir þetta eru greiddir rúmir 6,2 milljarðar króna í eingreiðslu. Sú aðferð sem notuð var í Skotlandi til að velja fyrirtæki til að virkja vindorku á skoska landgrunninu er gagnsæ og auð- skiljanleg. Hún mismunar ekki fyr- irtækjum og hún tryggir eigandanum beinan hlut í arðinum sem verður til af nýtingu land- svæðisins, eða hafsvæðis, sem vindorkuverið mun nota. Vegna þessara kosta hefur aðferðinni verið beitt í mörgum löndum undanfarin ár, þegar út- hluta skal landi undir vind- garða. Um vindorkuver á einkalandi er hins vegar, í öllum tilfellum sem und- irritaður þekkir til, not- aðtekjuskiptingarfyr- irkomulag. Landeigandi fær þá tiltekið hlutfall af brúttótekjum sem orkuverið skilar. Orkufyrirtækið tekur alla áhættu og landeigandinn leyfir að mannvirki til orkuöflunar standi á landinu í tiltekinn árafjölda í skiptum fyrir hlutdeild í tekjum. Um land í einkaeign gilda al- menn eignaréttarákvæði og óþarfi að fjalla nánar um hvernig skiptingu arðs er háttað þar. Einkaaðilar hlutast til um það sjálfir. Nú liggur fyrir að tvær hugmyndir um vindorkuver hafa verið settar í nýt- ingarflokk í rammaáætlun. Landið, sem nýta á undir annað orkuverið, er að fullu í eigu hins opinbera og hitt að hluta. Væri ekki upplagt að hefja vind- orkuvæðingu á Íslandi með því að fara að ráðum forsætisráðherra, tryggja þjóðinni hlutdeild í arðinum og bjóða upp kostina undir vindorkuver á al- mennum markaði? Þannig væri hámarksafgjald til þjóðarinnar tryggt og leið væri jafnræðis gagnvart öllum áhugasömum gætt á gagnsæjan hátt. Eftir Tryggva Þór Herbertsson » Væri ekki upplagt að hefja vindorkuvæðingu á Íslandi með því að fara að ráðum forsætisráð- herra og tryggja þjóðinni hlutdeild í arðinum? Tryggvi Þór Herbertsson Höfundur er stjórnarformaður Qair Iceland ehf. Að skipta arði Ég rakst á frétt (á vefmiðlinum Eyjunni) um að ég hefði spurt forsætisráðherra (skrif- lega) hvernig ráðu- neytið skilgreindi orðið kona. Fréttin snerist um að á Twitter, aðalsam- félagsmiðli hinna gagn- rýnustu og hörund- sárustu, hefði spurningin vakið hörð viðbrögð með hefðbundnum ásökunum um fordóma og fávisku. Til að skilja slík viðbrögð við þess- ari einföldu spurningu, þarf að þekkja til nýrrar harðlínustefnu sem nú hef- ur verið flutt inn frá útlöndum. Þar hefur málið þó vakið talsverða um- ræðu, nokkuð sem er stundum af skornum skammti hér á landi (eink- um ef um er að ræða stór grundvall- armál). Víða erlendis, einkum í enskumæl- andi löndum, þykir sumum nú óvið- eigandi að tala um konur. Þetta við- horf hefur verið keyrt áfram af þeirri hörku, að starfsmenn fyrirtækja og opinberra stofnana hafa fengið leið- beiningar eða verið settir á innræt- ingarnámskeið um að forðast beri að tala um konur. Hvatt hefur verið til orðanotkunar á borð við „ein- staklingar sem hafa tíðir“ og „leghaf- ar“. Slíkt orðalag nær reyndar ekki yfir allar konur en hefur skotið upp kollinum hér á landi, jafnvel í umfjöll- un um þingmál. Þessi nýi rétttrúnaður hefur geng- ið svo langt, að í Bretlandi var ráðist í umfangsmikla lögreglurannsókn til að komast að því hverjir hefðu fest upp litla miða á götum úti með texta sem talinn var hættu- legur. Þetta var líklega í fyrsta skipti sem ráðist var í slíka rannsókn frá því á 19. öld. En hver voru hin hættulegu skilaboð? Á miðunum var aðeins skilgreining orðabókarinnar á orð- inu kona: „Kona: Full- orðin, kvenkyns mann- eskja“ (e. „Woman: Adult human female“). Þetta er eitt af mörgum dæmum um hvernig lög um svo kallaða hat- ursorðræðu eiga það til að vera mis- notuð með sífelldum endurskilgrein- ingum á því hvað teljist vera hatur. Nú er svo komið að enskumælandi aktívistar á þessu sviði (þ.m.t. ráð- gjafar opinberra stofnana) vilja ekki einu sinni sjá orðið „woman“ og hafa skipt því út fyrir „womxn“. Sótt að konum Femínistar, og aðrir sem hafa talað fyrir mikilvægi þess að verja réttindi kvenna og réttmæti þess að það megi yfir höfuð tala um konur, hafa orðið fyrir aðkasti. Vinsælasti rithöfundur heims, J.K. Rowling, hefur aldeilis fengið að finna fyrir því frá því hún skrifaði stutt tíst þar sem hún vísaði í fyrirsögn greinar um réttindi „fólks sem hefur tíðir“. Í lauslegri þýðingu skrifaði hún: „Ég er viss um að það var til orð yfir þetta fólk. Getur ein- hver hjálpað mér. Kóbur? Kyníur? Kanúur?“. Fyrir þetta mátti Rowling þola ótrúlegt skítkast, fordæmingu og hót- anir. Það færist svo í aukana í hvert sinn sem hún minnir á réttindi kvenna eða kemur til varnar ein- hverjum sem orðið hefur fyrir aðkasti fyrir að gera slíkt hið sama. Í engu til- vikanna hefur hún sýnt af sér for- dóma (þvert á móti) en reyndar leyft sér að benda á að það sé ekki hatur að segja sannleikann. Öfgarnar sem Rowling gagnrýndi taka á sig ýmsar myndir. Hópur fem- ínista í Bretlandi (sem Rowling hefur stutt) hélt nýverið fund við styttu af hinni frægu súffragettu, Emily Pank- hurst, í Manchester. Fundurinn var haldinn til að ræða réttindi kvenna undir yfirskriftinni „Leyfum konum að tala“. Fyrr en varði sótti hópur fólks að konunum. Flestir voru svart- klæddir karlmenn með svartar grím- ur að hætti bankaræningja (eða hópa sem eigna sér hvaða málstað sem þeir telja nýtast til að ráðast á fólk á göt- um úti í nafni „réttlætis“). Árás- armennirnir sökuðu konurnar um að ráðast á transfólk með kvenrétt- indatali sínu, öskruðu á þær, ýttu við þeim og hengdu snöru með fána mál- staðarins um háls styttunnar. Frem- ur en að fjarlægja ólátabelgina bað lögreglan konurnar að fara annað. Sams konar atburðir hafa átt sér stað í öðrum löndum á síðustu miss- erum. Um síðustu helgi var svo gerð önnur tilraun til að halda „Leyfum konum að tala“ fund. Að þessu sinni á sérstökum málfrelsisreit (Speakers corner) í Bristol. Sambærileg atburðarás átti sér stað en lauk með því að lögreglan forðaði konunum inn á knæpu og leit- aðist við að varna svartklæddum skrílnum inngöngu við aðal- og bak- dyrnar. Rowling benti á hið augljósa, að slík framganga gerði málstaðnum varla gagn. Öllum má vera ljóst að því fer fjarri að allir sem berjast fyrir réttindum transfólks réttlæti slíkar aðferðir eða það að gagnrýninni um- ræðu sé mætt með skítkasti eða að lögregla sé send heim til fólks vegna kvartana yfir fimmaurabröndurum á samfélagsmiðlum. Þótt þeir sem fara fram með slík- um hætti telji sig vera í réttindabar- áttu, má skynsömu fólki vera ljóst að það verður að vera hægt að gagnrýna bæði ályktanirnar og aðferðirnar sem beitt er. Það verður líka að leyfa orð og skilja hvað þau þýða. Aðeins þann- ig næst skynsamleg og réttlát niður- staða. Erfið spurning Það vildi svo til að tveimur dögum eftir að ég lagði fram fyrirspurnina um skilgreiningu forsætisráðuneyt- isins á orðinu kona, birtist grein í tímaritinu Spectator undir fyrirsögn- inni „Hvað er kona?“. Umfjöllunar- efnið var nýútkomin heimildarmynd með sama nafni. Höfundur grein- arinnar, Debbie Hayton, er trans- kona og lýsti myndinni sem óhugn- anlegri. Debbie hefur skrifað mikið um mikilvægi þess að byggja réttindi transfólks á skynsamlegri umræðu. Það sem henni þótti óhugnanlegt var að sjá hversu erfitt viðmælendur í heimildarmyndinni (sem hlotið hefur afbragðsgóða dóma) áttu með að svara spurningunni „hvað er kona?“ og hversu margir þeirra sem töldu sig tala máli transfólks sýndu öfga- kennd og illa ígrunduð viðbrögð. Hún vísaði auk þess í grein eftir femínist- ann Jo Bartosch um sama efni. Grein- arnar eru aðgengilegar á vefnum og höfundarnir hafa báðir bætt við greinum um atburðina í Bristol. Mikilvæg spurning Þegar ég lagði fram fyrirspurnina gerði ég það ekki í hálfkæringi. Það skiptir verulegu máli hvernig forsæt- isráðuneytið skilgreinir konur, því það hefur áhrif á lög og framfylgd þeirra. Á síðustu árum hafa verið sett lög þar sem þetta virðist vera á reiki. Á síðasta þingi voru sett lög sem stönguðust á að þessu leyti. Alþingi hefur auk þess samþykkt frumvörp ríkisstjórnarinnar, þar sem engin til- raun var gerð til að skýra hver áhrifin yrðu á réttindi, öryggi og íþróttir kvenna eða annað sem mikið hefur verið rætt í öðrum löndum. Ekki er langt síðan ríkisstjórnin lagði til að orðið móðir yrði fjarlægt úr ýmsum lagagreinum. Það hlýtur að vera hægt að ræða þessi stóru mál, án þess að stjórnvöld komi sér hjá því að svara til um áhrif- in og að þeir sem spyrja spurninga megi vænta persónulegra árása eða fullyrðinga um að þeir megi ekki tjá sig um málið af því þeir tilheyri ekki réttum hópi. Það væri fráleitt að útiloka að kon- ur geti fæðist í líkama karls og öfugt. En bæði kynin hljóta að geta tekið undir með Debbie Hayton um að það eigi að sýna öllum virðingu, ræða málin af skynsemi og verja um leið konur, karla og börn fyrir skaðlegum þrýstingi og öfgum. » Það skiptir verulegu máli hvernig forsæt- isráðuneytið skilgreinir konur því það hefur áhrif á lög og framfylgd þeirra. Höfundur er formaður Miðflokksins. Hvað þýðir orðið kona? Eftir Sigmund Davíð Gunnlaugsson Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.