Morgunblaðið - 25.06.2022, Page 24

Morgunblaðið - 25.06.2022, Page 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 2022 Á netinu sé ég að Landlæknisembættið íslenska hefur staðið sig mjög vel í fræðslu um sjálfsvíg hér á landi, um fjölda þeirra og annað þeim tengt. Það hefur einnig birt ágæta leiðsögn handa fjölmiðlum um hvernig staðið skuli að frétta- flutningi af slíkum at- burðum. Það er og ekki síst, að emb- ættið hefur birt á netinu leiðbeiningar til fólks sem er í slíkri sálarneyð, að sjálfsvíg er ofarlega í huga. Loks er hjálparsími Rauða krossins, 1717, afar dýrmætur í þess- um efnum. Það vekur athygli mína, að þjóð- kirkjunnar er hvergi getið í þessum efnum. Hún auglýsir enga hjálp. Samt vinna prestar mikilvægt og gott starf á þessu sviði og eiga þar langa og farsæla sögu. Mín eigin reynsla af þessum vett- vangi segir mér, að stundum verði ýmsir sálrænir erfiðleikar mönnum ofviða af því að þeir kunna ekki að biðja, hafa aldrei lært hvernig hægt er að leita andlegs styrks í bæn til Guðs, styrks sem oft vinnur krafta- verk. Ég þekki gildi þessara hluta af því að ég hef margsinnis orðið vitni að því hvernig einlæg bæn brotins manns, karls eða konu, hefur róað hug hans, létt byrðar hans og end- urvakið gleði hans, er hann hefur skynjað að nýtt, ósýnilegt, andlegt afl hefur fundið sér leið inn í líf hans og umbreytt þar mörgu. Þess vegna hvet ég alla til bænar og ekki síst foreldra til að kenna börnum sínum bænir. Ekki bara falleg vers, heldur sýna þeim einnig hvernig þau geti talað við Guð með sínum eigin orðum. Það eiga þau að geta gert hvar sem er. Ég man hve fermingarbörnin mín voru oft hissa, er ég sagði þeim að þau gætu farið með bæn inni á klósetti eða í strætó á leiðinni í skólann. Guð er alls stað- ar, þess vegna er hægt tala við hann hvar sem er. Ég tel að kirkjan þurfi að vera sýnilegri á þessu sviði. Það yrði örugglega vel þegið af almenningi, ef öðru hvoru yrði boðið til eins kvölds námskeiðs í sóknum landsins um bænahald, þar sem rætt væri yfir kaffibolla um gagn, þörf og framkvæmd einstaklingsbundinnar bænar og svo fengju þátttakendur blað með prentuðum bænum í nesti með sér heim. Úr þeim mætti svo velja eftir smekk. Það barn sem hlýtur slíka leiðsögn að heiman, eignast með henni ein- hvern sterkasta fáanlegan skjöld til varnar, þegar erfiðleikar lífsins knýja dyra og verða á stundum illskeyttir. Hver unnin barátta skapar svo auk- inn þroska og hæfni til að verjast enn betur í næstu orrahríð ævinnar. Allt skapar þetta andlega sterkan ein- stakling, sem verður fjölskyldu sinni og samfélagi dýrmætur um leið og hann finnur sína eigin lífshamingju. Kristin bæn hentar þó ekki öllum til sáluhjálpar og margir finna sér aðrar leiðir, sem reynast þeim vel. En ég hef séð, að oft hefur bænin bjarg- að. Vanmetum ekki slík lífsgildi. Leitið til prestanna ykkar ef ein- hverjar spurningar vakna. Þeir munu glaðir biðja með ykkur, sé þess óskað, og koma til móts við ykkur eins og unnt er. Eftir Þóri Stephensen Þórir Stephensen »Ég hef séð að oft hefur bænin bjargað. Vanmetum ekki slík lífsgildi. Höfundur er fyrrverandi dómkirkjuprestur. Bænin getur bjargað Leirdalur 17, 260 Reykjanesbæ Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is Glæsileg 4ra herb. neðri hæð með bílskúr og sólpalli í mjög nýlegu tvíbýli í Dalshverfi Reykjanesbæ. Nýr grunn- og leikskóli í göngufæri. Jóhannes Ellertsson Löggiltur fasteignasali s. 864 9677 Júlíus M Steinþórsson Löggiltur fasteignasali s. 899 0555 Bjarni Fannar Bjarnason Aðstoðamaður fasteignasala s. 773 0397 Verð 74.900.000 Birt stærð 139,5 m2 Opið hús mánudaginn 27. júní kl. 17:15-17:45 Skannaðu mig Uppistaðan í helgi- riti okkar í kirkjunni eru sögur, frásagnir og upplifanir fólks af lífinu, bæði gleði og harmi. Hver saga gef- ur okkur spegil til að horfa á okkur sjálf, tengsl okkar og líf, svo við getum fetað okkur áfram í þeirri trú að við séum að ganga veg sem færir blessun og ljós inn líf okkar og samferðafólks- ins. Hver saga gefur okkur færi á að taka skref áfram, en þá verðum við að hlusta og leyfa henni að hreyfa við okkur. Í dag, þegar Samtökin 78 og Þjóð- kirkjan kynna niðurstöður verkefn- isins „Ein saga, eitt skref“, þá verð- um við líka að hlusta og leyfa frásögnum af slæmu viðmóti þjóð- kirkjunnar og presta hennar gagn- vart hinsegin fólki að hreyfa okkur. Í kirkjunni halda mörg að í dag sé staðan önnur og gjörbreytt frá því sem var, að fordómar og útilokum tilheyri einhverri forneskju – en það er bara rúmur áratugur síðan þjóð- kirkjan barðist gegn einum hjúskap- arlögum. Eins sjáum við sem til- heyrum hinsegin samfélaginu og störfum fyrir kirkjuna að fordóm- arnir eru enn til staðar. Það eitt að við í Glerárkirkju skyldum mála regnboga við kirkjuna okkar fyrr í sumar olli því að fólk hafði samband til að láta vita að það myndi ekki taka meiri þátt í safnaðarstarfi okk- ar. Við erum ekki komin lengra en það. Það er kjarninn í trúarsýn okkar að allt fólk sé skapað í mynd Guðs. Við berum öll í okkur þennan heilaga neista guðdómsins auk þess sem orð og líf Jesú kenna okkur hvernig við eigum að mæta samferðafólki okkar – í kærleika og væntumþykju. Þær sögur sem við fáum að heyra í dag sýna okkur að samfélag þjóðkirkj- unnar hefur ekki verið opið eða tekið vel á móti öllum. Sögurnar segja okkur frá brotnu trausti, útilokun, sárs- auka og vanlíðan. Því þurfum við að hlusta. Ef við sem reynum að fylgja Kristi í okkar lífi og feta þann veg friðar og kærleika sem hann boðar getum ekki hlustað á þessar sögur og leyft þeim að hreyfa okkur í nýja átt þá erum við að fara á mis við boðskap- inn. Þá erum við að tapa sjónum á því grundvallarstefi trúar okkar að hver einastasta manneskja sé dýr- mæt sköpun Guðs sem eigi skilið að vera mætt af virðingu og kærleika. Ég fagna því að okkur sé gefið tækifæri til að hlusta, til að meðtaka þann skaða sem þjóðkirkjan hefur valdið hinsegin samfélaginu og ég vona að við leyfum okkur að eiga hugrekkið til að taka skrefið og vera sannarlega kirkja með opinn faðm. Kirkja sem mætir öllu fólki af þeirri virðingu og kærleika sem við þráum sjálf að upplifa. Hlustum og tökum skref í rétta átt. Tökum skrefið Eftir Sindra Geir Óskarsson Sindri Geir Óskarsson » Það er kjarninn í trúarsýn okkar að allt fólk sé skapað í mynd Guðs. Höfundur er sóknarprestur Glerárkirkju. Skólamunastofa Austurbæjarskóla byggist á miklu safni muna uppi á háalofti skólans, sem lengi hef- ur nýst sem góð geymsla, en er óboðlegt kennsluhúsnæði nema stund og stund. Fyrst og fremst er hún þó byggð á ræktarsemi og árvekni ótal stjórnenda, kennara og starfsmanna og vænt- umþykju gamalla nemenda. Þetta eru í fyrsta lagi munir úr langri sögu skól- ans, en í öðru lagi gjafir til Hollvina- félags Austurbæjarskóla frá nem- endum og erfingjum látinna kennara. Þar má nefna hluti úr fórum rithöf- undarins Stefáns Jónssonar, einnig sýnishorn frá upphafi vinnubók- argerðar á Íslandi, en vagga hennar var í Austurbæjarskólanum. Þeir grip- ir eru þjóðargersemi. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs, hefur engan rétt til að ráðstafa þeim gjöfum eitt eða neitt. Þeir eru eign Hollvinafélags Austurbæjarskóla. Skólamunastofan raungerir menntastefnu Reykjavíkurborgar með afar skýrum hætti. Þar segir: „Aðgengi að menningararfi eru lífs- gæði og grundvöllur þekkingar, virð- ingar og aukins skilnings á fortíð og samtíð. Reykjavíkurborg leggur rækt við verndun menningararfs.“ Enn fremur: Reykjavík „vill skapa rými fyrir hið óvænta og ótamda“. Skólamunastofan er einmitt sjálfs- prottin, óvænt og ótamin. Svo vitnað sé í lýðræðisstefnu Reykjavíkur segir þar, að miðað sé að því „að efla lýð- ræðislega þátttöku borgarbúa og formgera enn frekar möguleika íbúa til þess að hafa áhrif á málefni sem þá varða. Forsenda fyrir farsælli ákvarðanatöku um borgarmálefni eru vandaðar upplýsingar, víðtæk þátt- taka og samtal fulltrúa mismunandi sjónarmiða.“ Það er einhver grund- vallarmisskilningur hjá Helga Gríms- syni að hann geti ráðið örlögum Skólamunastofunnar með samtölum við aðra embættismenn. Það gera kjörnir fulltrúar í samstarfi við stjórn Hollvinafélagsins og fleiri aðila í anda lýðræðisstefnunnar. Sú aðferð er „forsenda fyrir farsælli ákvarð- anatöku“. Helga ber ein- ungis að hrinda í fram- kvæmd þeim ákvörðunum sem kjörn- ir fulltrúar taka að lok- um. Ekki stjórnar hann borginni. Hvað aðkomu skólastjóra varðar er rétt að minna á auglýs- ingu um stöðu hans frá 2014, en þar er m.a. leit- að „að einstaklingi sem getur veitt skólasamfélaginu faglega forystu á lýðræðislegan hátt og leitt skólann inn í framtíðina með virðingu fyrir ríkri menningarlegri arfleifð“. Enn fremur „að starfið byggist á sterkum hefðum“. Mér sýnist skólastjórinn hafa dæmt sig úr leik með því að hirða ekki um hefðirnar og annað sem minnir á sögu skólans. Þar vottar ekki fyrir virðingu. Eitt af meginhlutverkum Hollvina- félagsins er að halda utan um þessa sögu. Austurbæjarskólinn er fyrsta húsið í Reykjavík sem kynt er með heitu vatni úr iðrum jarðar. Fyrsti græni skólinn? Sjálfbærni er lykilorð í allri stefnu stjórnvalda. Varla eru plastblómin á göngum skólans hluti af grænum skrefum Reykjavíkurborgar, eða hvað? Hvað varðar orð Helga Grímssonar í Morgunblaðinu 21. júní sl. um að Austurbæjarskólann sár- vanti pláss fyrir tölvur og þvíumlíkt er vert að rifja það upp, að eftir ár flytur unglingadeild skólans yfir í Vörðuskól- ann. Þá losnar öll norðurálman. Skól- ann vantar ekkert pláss nema kannski um stundarsakir. Reyndar er heilli kennslustofu splæst á námsráðgjaf- ann, önnur er einungis notuð sem fundaherbergi. Spennistöðin sem skól- inn hefur afnot af á skólatíma stendur ónotuð. Það mætti nýta það húsnæði til einhvers. Fundi mætti halda uppi á lofti í Skólamunastofunni. Allir hefðu gott af hreyfingunni, sem myndi bæta „heilsu og vellíðan á öllum æviskeið- um“, eins og segir í lýðheilsustefnu borgarinnar. Helgi Grímsson virðist hins vegar alltaf hafa haft horn í síðu Skólamunastofunnar, sem er ein- kennilegt, þar sem hann er gamall skáti eins og Arnfinnur Jónsson, fyrsti formaður Hollvinafélagsins, en einnig gamall nemandi Guðmundar Sighvats- sonar, annars formanns félagsins. Hvað gengur honum til? Hvað framtíðina varðar ætti Skóla- munastofan tvímælalaust að verða grunnur að Skólamunasafni Reykja- víkur, sem aftur yrði hluti af Borg- arsögusafni. Þá þyrfti gott húsnæði með aðgengi fyrir alla, starfsfólki sem hugsar á skapandi hátt og virkri safnakennslu þar sem börn geta handleikið gamla muni og kennslu- tæki. Með því að fara höndum um hlutina öðlast skilningur á eðli þeirra. Þess vegna þarf að vera nóg til af munum og bókum. Einnig gætu eldri borgarar átt þarna unaðsstundir, alz- heimersjúklingar kveikt á perunni í kunnuglegu umhverfi, kynslóðirnar unað sér saman. En Austurbæj- arskólinn sjálfur er líka ígildi safns. Svo merkileg er þessi bygging, að saga hans þarf alltaf að vera sýnileg og nemendur meðvitaðir um hana. Annað er ekki í boði. Boltinn er hjá Framsókn- arflokknum. Þaðan koma um þessar mundir menningarmálaráðherra, barnamálaráðherra, formaður skóla- og frístundaráðs og verðandi borg- arstjóri. Dugnaðarforkurinn Sigrún Magnúsdóttir hefði rúllað þessu verkefni upp ein. Varla vilja hin fjög- ur verða eftirbátar hennar. En í milli- tíðinni: Ekki setja munina ofan í kassa, sem settir verða í geymslu úti í bæ. Látið Skólamunastofuna í friði þangað til verðugt húsnæði finnst. Annars gerist ekkert og munirnir gleymast. Eftir Pétur Hafþór Jónsson Pétur Hafþór Jónsson » Skólamunastofa Austurbæjarskóla ætti að verða grunnur að Skólamunasafni Reykjavíkur, sem hluti af Borgarsögusafni í húsakynnum með að- gengi fyrir alla. Höfundur situr í stjórnum Hollvina- félags Austurbæjarskóla og Íbúa- samtaka miðborgarinnar. peturhafthor@icloud.com Skólamunastofa Austurbæjarskóla

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.