Morgunblaðið - 25.06.2022, Side 25

Morgunblaðið - 25.06.2022, Side 25
MINNINGAR 25Messur á morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 2022 ÁRBÆJARKIRKJA | Djass-sumar- helgistund sunnudag kl. 11. Sr. Þór Hauksson flytur hugleiðingu. Kriztina K. Szklenár er organisti. Kirkjukórinn syngur. Djasstríó leikur nokkur lög. Tríóið skipa eftirtaldir tónlistarmenn: Sigmar Þór Matthíasson kontrabassi, Ingi Bjarni Skúlason píanó, Tumi Torfa- son trompet/flügelhorn. ÁSKIRKJA | Sumarmessa Laugar- dalsprestakalls í Áskirkju kl. 11. Séra Bolli Pétur Bollason þjónar. Organisti er Bjartur Logi Guðnason. Sjá nánar um sumarmessur og prestsþjónustu í prestakallinu á askirkja.is. ÁSTJARNARKIRKJA | Árleg hjól- reiðamessa safnaðanna í Hafnarfirði og Garðabæ verður haldin í Garða- kirkju kl. 11. Fyrir messu verður hjólað á milli kirknanna í Hafnarfirði og endað í Garðakirkju. Sr. Henning Emil Magn- ússon leiðir stundina. Kirkjukaffi á eft- ir í Króki. Þar mun Snorri Beck Magn- ússon kynna kristalhörpu sem hann er að þróa. Lagt verður af stað frá Ástjarnarkirkju kl. 9.30. Sunnudaga- skóli er kl. 10. BESSASTAÐASÓKN | Sumarmess- ur í Garðakirkju alla sunnudaga kl. 11. Bessastaðasókn tekur þátt í Sumar- messunum. Sjá Garðakirkju hér á síð- unni. BREIÐHOLTSKIRKJA | Gönguguðs- þjónusta Breiðholtssafnaðanna sunnudag. Safnast verður saman við Seljakirkju kl. 10 og gengið yfir í Fella- og Hólakirkju þar sem guðsþjónusta hefst kl. 11. Ath. Ekki verður messað í Breiðholtskirkju þennan dag en helgi- stund er alla miðvikudaga kl. 12. BÚSTAÐAKIRKJA | Kvöldsamvera kl. 20. Sr. María G. Ágústsdóttir leiðir stundina ásamt Jónasi Þór og messu- hópi. Ef veður leyfir, verður hluti helgi- stundarinnar í lundinum við kirkjuna. Heitur drykkur og sætur biti í safnaðar- heimilinu á eftir. DIGRANESKIRKJA | Guðsþjónusta sunnudag kl. 11. Sr. Karen Lind Ólafs- dóttir. Organisti er Sólveig Sigríður Ein- arsdóttir. Veitingar að messu lokinni. DÓMKIRKJAN | Prestsvígsla kl. 11. Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðar- dóttir, vígir Bryndísi Böðvarsdóttur og Hjördísi Perlu Rafnsdóttur. Sr. Sveinn Valgeirsson þjónar fyrir altari. Dómkór- inn og Kári Þormar. FELLA- OG HÓLAKIRKJA | Göngu- messa kl. 11 Gengið verður frá Selja- kirkju til Fella- og Hólakirkju. Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar og prédikar. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Arn- hildar Valgarðsdóttur organista. Messukaffi eftir stundina. GARÐAKIRKJA | Sunnudagaskóli í Garðakirkju kl. 10. Sumarmessa í Garðakirkju kl. 11 – Hjólreiðamessa. Hjólað kl. 9.30 frá Vídalíns- og Ástjarn- arkirkju, Hafnarfjarðarkirkju kl. 10, Frí- kirkjunni kl. 10.20 og Víðistaðakirkju kl. 10.40. Sr. Sveinbjörn R. Einarsson þjónar ásamt sr. Henning E. Magnús- syni, sem prédikar. Barn verður fært til skírnar. Snorri Beck Magnússon leikur á kristalhörpu sem hann smíðaði. Jó- hann Baldvinsson organisti og félagar úr Kór Vídalínskirkju leiða sönginn. Kirkjukaffi í Króki. GRAFARVOGSKIRKJA | Kaffihúsa- messa kl. 11 sunnudag. Sr. Magnús Erlingsson þjónar. Kór Grafarvogs- kirkju leiðir söng. Organisti er Lára Bryndís Eggertsdóttir. Kaffi og með- læti. GRENSÁSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. María G. Ágústsdóttir þjónar ásamt Ástu Haraldsdóttur kantor, kirkjukór Grensáskirkju og messuþjónum. Efni: Að þiggja og gefa. Kaffisopi eftir messu. HALLGRÍMSKIRKJA | Messa 26. júní kl. 11. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Messu- þjónar aðstoða. Félagar í Kór Hall- grímskirkju syngja. Organisti er Stein- ar Logi Helgason. Laugardaginn 25. júní kl. 12.30. Tónleikar. 150 raddir flytja fjölbreytt úrval af þjóðlegri og vin- sælli popptónlist. Miðaverð 2000 kr. HÁTEIGSKIRKJA | Sumarmessa kl. 11. Prestur er Eiríkur Jóhannsson. Organisti er Arngerður María Árnadótt- ir. Félagar úr Kordíu, kór Háteigskirkju, leiða messusöng. HVALSNESKIRKJA | Sumarmessur á Suðurnesjum. Sjá Útskálakirkju. HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía | Samkoma kl. 11. Service. Translation into English. Samkoma á ensku kl. 14. English speaking service. Sam- koma á spænsku kl. 16. Reuniónes en español. ÍSLENSKA Kristskirkjan | Almenn samkoma kl. 20. Friðrik Schram pré- dikar. Kaffi að samverustund lokinni. Athugið að þetta er síðasta samkoma fyrri hluta sumars. Skrifstofa kirkjunn- ar verður lokuð í júlí og ekki samkomu- hald þann mánuð vegna sumarleyfa. KEFLAVÍKURKIRKJA | Sumar- messa í Útskálakirkju sunnudag kl. 20. Keflavíkurkirkja tekur þátt í sum- armessunum. Sjá Útskálakirkju hér á síðunni. KIRKJUVOGSKIRKJA Höfnum | Yndismessa í Útskálakirkju sunnudag- inn kl. 20. Njarðvíkurprestakall tekur þátt í Sumarmessunum. Sjá Útskála- kirkju hér í síðunni. KÓPAVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Sjöfn Jóhannesdóttir prédik- ar og þjónar fyrir altari. Lenka Má- téová, kantor kirkjunnar, leikur á org- elið. LANGHOLTSKIRKJA | Messa kl. 11 í Áskirkju sem er sumarkirkjan í sumar. Organisti er Bjartur Logi Guðnason. Jó- hanna Ósk Valsdóttir leiðir söng. Sr. Bolli Pétur Bollason þjónar. MOSFELLSKIRKJA | Sumarmessa kl. 11. Sr. Bryndís Svavarsdóttir pré- dikar og þjónar fyrir altari. Organisti og forsöngvari er Þórður Sigurðarson. Meðhjálpari er Hanna Margrét Gísla- dóttir. NESKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Prestur er Skúli S. Ólafsson. Félagar úr kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Kaffisopi á Torginu að lokinni guðs- þjónustu. NJARÐVÍKURKIRKJA Innri-Njarð- vík | Yndismessa í Útskálakirkju sunnudag kl. 20. Njarðvíkurkirkja tek- ur þátt í Sumarmessunum. Sjá Útskálakirkju hér í síðunni. SANDGERÐISKIRKJA | Sumar- messur á Suðurnesjum. Sjá Útskála- kirkju. SELTJARNARNESKIRKJA | Helgi- stund á Lyfjafræðisafninu, Safnatröð 3, við Nesstofu kl. 11. Hljómsveitin Sóló leikur og syngur. Sr. Bjarni Þór Bjarnason þjónar. Veitingar eftir at- höfn. STRANDARKIRKJA | ,,Englar hæst- ir“ er yfirskrift tónlistarmessu sem verður í Strandarkirkju á tónlistarhátíð- inni Englar og menn, nk. sunnudag kl. 14. Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir þjónar og tónlistarflutning annast Björg Þór- hallsdóttir sópransöngkona, Matthías Nardeau óbóleikari og við orgelið verð- ur Hilmar Örn Agnarsson organisti. ÚTSKÁLAKIRKJA | Yndismessa kl. 20. Keith Reed annast tónlistina ásamt félögum úr Kór Útskála- og Hvalsnessókna. Sigurður Grétar Sig- urðsson sóknarprestur leiðir stundina og flytur hugvekju. VÍDALÍNSKIRKJA | Sumarmessur í Garðakirkju alla sunnudaga kl. 11. Ví- dalínskirkja tekur þátt í Sumarmess- unum. Hjólreiðamessa 2022 á sunnu- daginn. Munið sunnudagaskólann í Garðakirkju kl. 10. Sjá nánar undir Garðakirkja hér á síðunni. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Sumarmessur í Garðakirkju alla sunnudaga kl. 11. Víðistaðakirkja tek- ur þátt í Sumarmessunum. Sjá Garða- kirkja hér á síðunni. YTRI-Njarðvíkurkirkja | Yndis- messa í Útskálakirkju sunnudag kl. 20. Njarðvíkurprestakall tekur þátt í Sumarmessunum. Sjá Útskálakirkju hér á síðunni. Morgunblaðið/ÞÖK Kirkjan á Sólheimum í Grímsnesi. ✝ Ásvaldur Magnússon fæddist 8. júlí 1954 að Ökrum í Reykja- dal. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu í Tröð, Önundarfirði þann 14. júní 2022. Ásvaldur var son- ur hjónanna Ástu Ásvaldsdóttur, f. 12.10. 1930 á Breiðumýri S-Þing, d. 29.10. 2016, og Magnúsar K. Guð- mundssonar, f. 24.10. 1924 í Hjarðardal í Önf., d. 29.7. 2006. Þau voru bændur í Tröð. Systkini Ásvaldar eru: Sigríð- ur Magnúsdóttir, f. 1955, Guð- mundur Helgi Magnússon, f. 1958, Sólveig Bessa Magn- úsdóttir, f. 1962, og Guðný Hild- ur Magnúsdóttir, f. 1969. Ásvaldur kvæntist Helgu Dóru Kristjánsdóttur frá Brekku á Ingjaldssandi 2.7. 1983. Foreldrar hennar voru Kristján Guðmunds- son, f. 1918, d. 1988, og Árilia Jó- hannesdóttir, f. 1923, d. 2014. Börn þeirra eru 1) Ásta Ás- ýmsum félagsmálum. Fyrst sem félagi og stjórnarmaður í Ung- mennafélaginu Önundi og hann var í stjórn Héraðssambands V- Ís. Hann var frumkvöðull og leið- togi í félagsmálum bænda. Var stofnandi og formaður Loðdýra- ræktunarfélags á svæðinu á með- an það starfaði og í stjórn Lands- sambands loðdýraeigenda. Hann var stofnandi og formaður Fé- lags skógareigenda á Vest- fjörðum í 12 ár og sat þann tíma í Landssambandi skógareigenda og eins í stjórn Skjólskóga á Vestfjörðum. Gegndi hann ýms- um öðrum trúnaðarstörfum fyrir bændur, búnaðarfélög og Bún- aðarsamband á svæðinu. Ásvald- ur var virkur í pólitísku starfi, átti sæti í stjórnum og nefndum á vegum Mosvallahrepps og Ísa- fjarðarbæjar. Hann sat í stjórn Ingastofu og var meðhjálpari í Holtskirkju. Þá var hann fjall- skila- og réttarstjóri til margra ára í Önundarfirði Ásvaldur tók að sér húsvörslu og rekstur Holts - Friðarseturs 2003 í gamla Holtsskóla og rak þar gistiheimili og félagsmiðstöð sveitarinnar. Frá 2018 stofnaði hann og rak Holt Inn sveitahótel ásamt konu sinni, Kristjáni syni sínum og Hólmfríði, tengdadótt- ur. Útförin fer fram frá Ísafjarð- arkirkju í dag, 25. júní 2022, kl. 14. valdsdóttir, f. 1985. 2) Kristján Óskar Ásvaldsson, f. 1986, giftur Hólmfríði Bóasdóttur. Þeirra börn eru Helga Dóra, Auður og Bóas Ásvaldur. 3) Eyvindur Atli Ás- valdsson, f. 1990, giftur Sæbjörgu Freyju Gísladóttur. Þeirra börn eru Ív- ar Hrafn Ágústsson, Andri Pétur Zakarías Ágústsson, Sólveig Erla Eyvindardóttir og Sæmundur Búi Eyvindarson. Ásvaldur bjó í foreldrahúsum á Flateyri en þegar hann var á fjórða ári, flutti fjölskyldan að Tröð og átti hann þar heimili síð- an. Hann stundaði sjómennsku í 7 ár en vann á sumrum við bústörf- in. Hann lauk búfræðiprófi frá Hvanneyri og að því loknu hóf hann búskap með kindur og kýr ásamt foreldrum sínum í Tröð og 1983 kom Helga Dóra inn í bú- skapinn. Þau keyptu síðar jörðina og tóku alfarið við rekstri hennar. Ásvaldur tók virkan þátt í Ég átti besta tengdapabbann. Hann var eins og þéttvaxinn skógur. Hvert og eitt tré var hug- mynd og hver og ein grein nánari útfærsla hennar. Því Ási var alltaf búinn að pæla í hlutunum alveg frá rótum og út í hæsta laufblað. Sumar hugmyndirnar misgáfu- legar og sumar misskemmtilegar en allar áhugaverðar. Ég held hann hafi verið með nýja hug- mynd í hvert skipti sem ég hitti hann. Sem var nokkuð oft. Ég er svo heppin að hafa fengið að vera hluti af allavega einni af þessum mögnuðu hugmyndum og það verkefni varð heldur betur að veruleika. Það gaf okkur ótal margar stundir og minningar saman sem ég er ævinlega þakklát fyrir. Þetta verkefni minnir okkur á þennan duglega, þrjóska og góða mann á hverjum degi og mun gera um ókomna tíð. Hann bjó einnig yfir ótrúlegri þrautseigju sem ég dáist alltaf að og ég mun eftir bestu getu kenna börnunum mínum þrautseigju afa þeirra. Hann kom mér alltaf á óvart með ótal fjölbreytilegra hug- mynda. Að þessum bónda og bóndasyni úr Önundarfirði gæti dottið þetta í hug. En svona var Ási. Framsýnn, frumkvöðull, hörkuduglegur, ákveðinn, sann- gjarn, stríðinn og skemmtilegur. Mikill jafnréttissinni og hvatti kvenpeninginn í fjölskyldunni óspart áfram að fara óvenjulegar og/eða óhefðbundnar leiðir. Ég fékk að eiga hann að í tæp 15 ár, rákum fyrirtæki saman, bjó hjá honum og Helgu í samtals fjögur ár ásamt óteljandi helgum sem við fjölskyldan eyddum saman með þeim í sveitinni. Við erum þakklát fyrir þessar samverustundir. Á þessum 15 árum voru aldrei árekstrar eða ósætti. Við vorum oft ósammála, en aldrei ósátt. Við vorum góðir vinir og náðum vel saman. Það var alltaf gott að vera í kringum Ása og vinna með honum og tala við hann. Því alltaf var hægt að tala við hann og spjalla um hvað sem er. Maður var aldrei að trufla hann. Hann átti alltaf tíma. Hann kenndi manni svo margt og gaf svo mikið af sér. Ási gat allt. Eftir nokkrar ár- angurslausar tilraunir við að fá múrara til að hjálpa mér við tvær tröppur heima þá var Ási mættur daginn eftir og græjaði þetta. Svona var hann. Ekkert að mikla hlutina of mikið fyrir sér. Bara byrja á þessu. Enda komst hann yfir alveg ótrúlega mikið af verk- efnum. Skaut svo stundum á mig þegar hann var að klára eitthvað: „Jæja Hófí, ertu búin að lesa leið- beiningarnar?“ og glotti svo stríðnislega. Þegar Kristján var öll kvöld að vinna í húsinu okkar þá var Ási með mér öll kvöld að ganga um gólf með nafna sinn og prófa nýjar aðferðir til að róa hann. Ási vildi finna lausn á öllu og laga. Þannig var hann. Svo lausnamiðaður og bjó yfir svo miklu þolgæði og þrautseigju að ég hef sjaldan kynnst öðru eins. Þegar Ási fór af stað út í fjár- hús að vinna þá lét hann aldrei vita. Maður heyrði bara hurðina lokast og þá vissi maður að hann væri farinn út eitthvað að brasa. Þú lést okkur heldur ekki vita í þetta skipti að þú ætlaðir að fara en ég er viss um að þú ert að brasa eitthvað með eina af hugmyndum þínum. Elsku Ási, þú varst mér svo góður. Þú varst eins og pabbi númer tvö. Við munum hugsa vel um skóginn þinn. Hólmfríður Bóasdóttir. Líkt og þegar þú leist dagsins ljós í fyrsta sinn kveður þú þessa jarðvist á björtum sumardegi. Sumarbarnið, náttúrubarnið, við erum svolítið þannig Traðarsystk- inin. Og nú er stórt skarð komið í okkar hóp sem við vitum ekki al- veg hvernig við fyllum, við erum þó nú þegar farin að svara fyrir þig, leggja þér orð í munn og þannig muntu lifa með okkur. Takk, kæri bróðir, fyrir sam- ferðina, það er svo ótal margs að minnast og þakka. Veit það eru aðrir sem munu tí- unda ævistarf þitt og mannkosti en ég læt hér fylgja eitt af fallegum náttúruljóðum Guðmundar Inga. Vorblærinn hlýr þegar vaknar af dvala veturinn þokar sér fjær. Fæðist þá lífið til fjalla og dala, faðmar og brosir og grær. Lífið á allt, – það á bununa bláa, brekku með nýgræðingslit, sjálfala búfé og söngfugla smáa, sólskin og vorgoluþyt. Jafn fyrir öllum er vorlífsins vegur, vöxtur og gróður og ást. Allt sem að heiman oss endranær dregur eyðist og fær ekki að sjást. Engjarnar, túnin og hagarnir heima heilla með ilmandi þrá. Hrífandi fjarlægð er geðþekkt að gleyma gróðursins blómfaðmi hjá. Guð geymi þig, elsku Ási minn, þar til við finnumst síðar, megi all- ar góðar vættir styrkja og styðja fallegu fjölskylduna þína til að halda áfram án þín. Þín systir, Bessa. Elsku hjartans Ási stóri bróðir minn er farinn, alltof, alltof snemma. Hann hafði svo margt að lifa fyrir og við svo mörg sem elsk- uðum hann. Ási var meistari í því sem kallað er góðlátleg stríðni. Með sinni góðlátlegu stríðni sýndi hann fólki ást, umhyggju og áhuga og skap- aði andrúmsloft léttleika og hlýju. Í návist Ása leið öllum vel. Ási hafði alltaf mörg járn í eld- inum. Á fyrri hluta ævinnar var hann sjómaður, loðdýrabóndi og kúabóndi. Síðustu áratugina var hann fjárbóndi, skógarbóndi og hótelstjóri. En stærsta hlutverk hans var að sinna fjölskyldunni. Og fjölskyldan hans var risastór. Helga hans, börnin, tengdadæt- urnar og barnabarnahópurinn, sem stækkaði með hverju árinu. Við systkinin og fjölskyldur. Tengdafjölskyldan. Og allt frænd- fólk og vinir. Við vorum öll alltaf velkomin í Tröð og nutum gest- risni hans og nærveru. Ási var fjölskyldumaður í bestu merkingu þess orðs, traustur, hlýr og um- hyggjusamur. Og skemmtilegur, alltaf skemmtilegur. Ási var mikill sögumaður, hafði ótrúlegt minni, var vel lesinn og fjölfróður. Hann hafði gaman af því að ögra viðteknum skoðunum, oft með kímnina í augunum og hann var þrjóskur, sem er fjöl- skyldueinkenni. Ási var alltaf að fá hugmyndir, gera áætlanir, hanna og framkvæma. Hann var skorpumaður, réðst oft í stórar framkvæmdir og kom mörgu í verk. En hann kunni líka að hvíla sig og leggjast í híði þegar hann þurfti þess. Ási var í essinu sínu í góðum félagsskap. Eldhúsið, bæði í Tröð og í Holti, var hans ríki, hann var frábær kokkur og naut þess að gefa fólki gott að borða. Ási var elstur af okkur fimm systkinum. Við vorum náin og urðum eiginlega enn nánari með aldrinum. Við vorum öll stjórnsöm og athafnamikill, þó bræðurnir tveir vildu meina að það væru bara við systurnar sem værum stjórnsamar. Við höfum ráðist í svo margt saman, skrifað ættar- bók saman og skipulagt óteljandi veislur, viðburði og ferðir. Við vor- um mjög leikin í því sem við köll- uðum að rökræða, en fyrir utanað- komandi gat litið út fyrir að við værum að rífast. En við nutum þess að rökræða og stjórnast hvert í öðru og það var alltaf í góðu. Traustið og kærleikurinn var kjarninn sem við þurftum aldrei að efast um. Ási var gæfumaður. Hann kynnist ástinni sinni þegar hann hitti Helgu og átti með henni sterkt og fallegt hjónaband í fjóra áratugi. Hann eignaðist börnin sín þrjú sem hann var svo stoltur af og svo blómstraði hann í afahlut- verkinu þegar að því kom. Hann naut sterkra og góðra tengsla við stórfjölskyldu og vini. Ási fékk líka að starfa sjálfstætt og koma í framkvæmd hugðarefnum sínum og hugmyndum og hafa áhrif á samfélagið sitt. Líf Ása var gæfa fyrir alla í kringum hann, hann gaf svo mikið af sér, bæði í persónu- legum samskiptum og í sam- félagslegum málefnum. Fyrir okkur sem syrgjum hann er gott að hugsa um allt þetta. Elsku besti Ási minn, við þurf- um að læra að lifa án þín. En andi þinn og allar minningarnar verða alltaf með okkur og lifa áfram. Farðu í friði elsku elsku bróðir. Takk fyrir allt. Guðný Hildur Magnúsdóttir. Ásvaldur Magnússon - Fleiri minningargreinar um Ásvald Magnússon bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, AÐALSTEINN ÍSFJÖRÐ SIGURPÁLSSON, múrarameistari og harmonikuleikari, Forsæti 10b, Sauðárkróki, áður til heimilis á Húsavík, lést á HSN Sauðárkróki mánudaginn 20. júní. Útför fer fram frá Sauðárkrókskirkju þriðjudaginn 28. júní kl. 14. Útförinni verður einnig streymt á facebooksíðu Sauðárkrókskirkju. https://www.youtube.com/watch?v=4vau1CVau1Q Einnig má nálgast hlekk á streymi á mbl.is/andlat Unnur Sigfúsdóttir Sigurpáll Þór Aðalsteinsson Kristín Elfa Magnúsdóttir Linda Rós Aðalsteinsdóttir Ása Birna Aðalsteinsdóttir Bjarni Gunnarsson Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÁRNI STEFÁN NORÐFJÖRÐ, áður til heimilis í Álandi 11, Reykjavík, andaðist 21. júní á Hjúkrunarheimili DAS á Sléttuvegi. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 1. júlí klukkan 11. Anna Hulda Ólafsen Norðfjörð Unnur Dóra Norðfjörð Runólfur Þór Andrésson Sigrún Birna Norðfjörð Oddgeir Arnarson Árni Valur Skarphéðinsson Iðunn Ólafsdóttir barnabörn, barnabarnabörn og þeirra makar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.