Morgunblaðið - 25.06.2022, Síða 28

Morgunblaðið - 25.06.2022, Síða 28
Skúli Einarsson fv. formaður Mat- sveinafélags Íslands hefði orðið 96 ára 23. júní síðastlið- inn. Skúli var kjörinn formaður Matsveinafélags Íslands árið 2004, 78 ára gamall. Hann sigldi félagi sínu í örugga höfn með sameiningu við Sjómannafélag Reykjavíkur og til varð Sjómannafélag Íslands. Skúli sigldi um heimsins höf og lifði ævintýri sjómennsku á mesta breytingaskeiði Íslandssögunnar. Sjómannslíf, sjómannslíf, draumur hins djarfa manns, blikandi bárufans, býður í trylltan dans. Sjómannslíf, sjómannslíf, ástir og ævintýr fögnuð í faðmi býr, brimhljóð og veðragnýr. Ship-o-hoj, ship-o-hoj. (Loftur Guðmundsson) Skúli var pikkaló hjá frænda sínum, Jóhannesi Jósefssyni á Hótel Borg, og horfði á Winston Churchill halda ræða á svölum Al- þingishússins í ágúst 1941. Guttinn opnaði dyr Hótels Borgar fyrir Marlene Dietrich þegar hún kom til að syngja fyrir ameríska her- menn. Síðari heimsstyrjöldin hafði brotist út í september 1939 og Ís- land var hernumið af Bretum 10. maí 1940. Bandaríkjamenn höfðu tekið að sér hervernd Íslands. Stríð var fyrir ströndum. Orrustan um Atlantshafið stóð sem hæst. Þó stríð væri fyrir ströndum, munstraði sextán ára guttinn sig sem messagutta á norskan ryð- kláf, Tordenskjøld. Hann skildi eftir miða til forelda sinna: „Far- inn á sjóinn. Kveðja Skúli.“ Útlitið var dökkt, þýskir kafbátar grönd- uðu kaupskipum Bandamanna á Atlantshafinu sem enginn væri morgundagurinn. Átján mánuð- um síðar fór Skúli yfir á Dettifoss í siglingum yfir hafið til Banda- ríkjanna. Tilviljun réð að Skúli var ekki um borð þegar þýskur kafbátur sökkti Dettifossi á Ír- landshafi í febrúar 1945, fimmtán manns fórust. Stríðinu lauk vorið 1945. Skúli var í Ameríkusiglingum og dokk- Skúli Einarsson ✝ Skúli Ein- arsson fv. for- maður Matsveina- félags Íslands, fæddist á Rauf- arhöfn 23. júní 1926. Hann lést 4. mars 2017. aði við Bryggju 37 í New York. Stórborg- in heillaði unga manninn. Manhattan var ævintýri líkust, Broadway, Empire State, Time Square. Skemmtistaðurinn Iceland var á 42. stræti þar sem dans- að var öll kvöld, Russian Inn, Latin Quarter og Storkur- inn þar sem íslensku sjómennirnir hittu kvikmyndadísina Ritu Hay- worth sem var forvitin um hagi þeirra. Eftir stríð kom leikarinn heimsfrægi, Tyrone Power, til Ís- lands. Skúli var kokkur á fjölmörgum skipum og bátum. Hann upplifði skútuöld, var munstraður á flutn- ingaskútuna Ebbu Soffíu sem sigldi seglum þöndum milli Ís- lands og Evrópu, skírð í höfuðið á eiginkonu Óskars Íslandsbersa Halldórssonar, Ebbu Soffíu Kruuse. Skúli var á kolakyntum gufutogurum, nýsköpunartogur- um og loks skuttogurum. Hann var á gömlu Súðinni, Heklu og Herðubreið í eigu Ríkisskipa, á hvalbátum feðganna í Hval. Skúli sigldi á vegum Skipadeildar SÍS Mælifelli, Arnarfelli, Stapafelli og Hvassafelli. Hann fór 100 daga skreiðartúr í skálmöldina í Níger- íu. Þá svaf Skúli með öxi undir kodda við öllu búinn enda skreiðin eftirsótt af glæpagengjum. Til skotbardaga kom þegar glæpa- gengi reyndi að komast um borð í Arnarfellið. Skipverjar gripu til vopna og hermenn skutu á eftir flýjandi ræningjum. Skúli var liðlega hálfa öld til sjós og fór í land 1994. Hann var heiðraður á sjómannadaginn 1997. Skúli seldi ilúks-pylsur í miðbænum, sem auðvitað voru pylsur-skúli afturábak. Hann kór- ónaði lífsstarf sitt með því að koma Matsveinafélaginu í skjól. Eiginkona Skúla var Inga Guð- rún Ingimarsdóttir, sem lést í júlí 2001 eftir erfið veikindi, 72 ára að aldri. Þau höfðu þá kvatt dóttur sína, Jórunni Ingu, í september 1991, aðeins þrítuga eftir hetju- lega baráttu við krabbamein. Að- eins ári áður hafði hún fylgt manni sínum, Gunnari Eggerti Júlíussyni. Anna Linda tók að sér Gunnar Eggert, tveggja ára syst- urson sinn ásamt eiginmanni sín- um, Pétri Kristjánssyni rokkara sem lést í september 2004. Jónas Garðarsson. 28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 2022 ✝ Einar Karls- son fæddist 25. september 1937 og ólst upp í húsi foreldra sinna við Hafn- argötuna í Stykk- ishólmi. Hann lést á Heilbrigðis- stofnun Vestur- lands 18. júní 2022. Foreldrar: Finn- ur Karl Jónsson verkamaður, f. 16. febrúar 1898, d. 29. jan- úar 1979 og Hómfríður Ein- arsdóttir húsfreyja, f. 27. október 1903, d. 1. janúar 1992. Systkini: Ólöf Karlsdóttir, f. 10. júlí 1935, d. 23. desember 2000 og samfeðra Jón Magnús Finnsson, f. 30. ágúst 1927, d. 7. júní 2001. Eiginkona Einars til sextíu ára er Pálína Guðný Þorvarð- ardóttir frá Flatey á Breiða- firði. Börn þeirra: 1) Olga Sædís, f. 14. febrúar 1960, gift Þor- keli Gunnari Þorkelssyni, f. 14. mars 1956, börn þeirra eru tvö: a) Selma Rut, gift Guð- brandi Gunnari Garðarssyni og b) Þorkell Máni, kvæntur Þuríði Gíu Jóhannesdóttur. 2) Þorvarður Karl, f. 11. apríl 1966, sonur hans og fyrrverandi sambýliskonu, Do- rotu Filipek, er Dawid Einar, kær- asta Dawids er Snjólaug Þor- steinsdóttir. Langafabörn Einars eru: Gunn- ar Jökull, Einir Hugi, Ölnir Þorri, Emilý Dögg, Aþena Hall, Kristófer Elí og Viktoría Þöll. Einar gekk í barnaskólann í Stykkishólmi og tók mót- ornámskeið í Reykjavík 1956. Hann byrjaði ungur að vinna á sjó, fyrst um 15 ára gamall með Karli föður sínum og var í framhaldi á nokkrum bátum þar til hann fór að vinna í landi sem vélstjóri í frysti- húsum, síðar í Vélsmiðju Kristjáns Rögnvaldssonar og svo í Skipavík. Í 30 ár var hann formaður Verkalýðsfé- lags Stykkishólms þar til hann lét af störfum vegna aldurs. Útförin fer fram frá Stykk- ishólmskirkju í dag, 25. júní 2022, kl. 14, útförinni verður streymt á youtube-síðu Stykk- ishólmskirkju. Í dag kveðjum við elsku pabba minn, sem hefur verið mín stoð alla tíð. Á svona stundum streyma minningarnar fram. Heima á Höfðagötunni þegar kom gott lag í útvarpinu dönsuðu pabbi og mamma á eldhúsgólfinu, kannski bara í hádegismatarhléi. Þegar við drifum okkur út í Heppinn til að ná flæðinni og fara að leita í eyjunum. Skreppa í bíltúr inn í Dali. Tjaldútilega með tjald sem pabbi og mamma bjuggu til, minningar um ferðir erlendis, sérstaklega til Kanarí, þar sem pabbi naut sín vel í sól og hita. Það er ekki hægt að tæma minningabankann. Eftir að ég flutti í Grundar- fjörð hafði pabbi alltaf áhuga á því hvað við værum að gera, sér- staklega eftir að barnabörnin og barnabarnabörnin voru komin. Þau mamma komu alltaf þegar eitthvað var um að vera hjá okk- ur fjölskyldunni, sérstaklega fannst þeim gaman að koma Á góða stund í Grundarfirði og vera með í öllum atburðum sem voru í boði. Vorin hafa alltaf verið anna- söm hjá pabba, þá byrjaði hann að dytta að bátnum Heppinn, um leið og veður leyfði, svo hægt væri að setja á flot fyrir 1. maí því sá dagur var mjög annasamur hjá formanni Verkalýðsfélags Stykkishólms. Þá var hægt að fara á sjó og upp í eyjar þegar viðraði. Bátinn Heppinn létu pabbi og mamma smíða fyrir 39 árum og er hann alltaf eins og nýr, pabbi hefur haldið honum svo vel við, alltaf nýmálaður. Pabbi og mamma eru búin að leiðast í gegnum lífið í 65 ár, allt- af jafn ástfangin. Það er mikill missir hjá mömmu, þegar stoðin hennar er fallin frá. En gott er að minnast góðra stunda. Elsku pabbi, ég mun sakna þín, að heyra þig segja sögur úr bókum sem þú hefur verið að lesa, eða bara um gamla tíma. Takk fyrir allt. Þín dóttir, Olga Sædís. Á kveðjustundu langar mig að minnast Einars Karlssonar, fyrr- verandi formanns Verkalýðs- félags Stykkishólms og bæjar- fulltrúa í Stykkishólmi. Mín fyrstu kynni af Einari voru er hann tók sæti í bæjarstjórn Stykkishólms en hann var vara- maður eftir kosningarnar 1974 en tók síðan sæti aðalfulltrúa árið 1975 og var kjörinn í sveitar- stjórn 1978. Allt frá þeim degi er hann hóf að starfa fyrir sveitarfé- lagið áttum við einstaklega gott samstarf sem aldrei brá skugga á þrátt fyrir mismunandi stjórn- málaskoðanir okkar. Einar var mikill Breiðfirðingur sem dýrk- aði eyjarnar og Stykkishólm og hann lagði sig fram við að vinna í þágu samfélagsins á vettvangi verkalýðsbaráttunnar og bæjar- mála. Hann var einstaklega já- kvæður maður og viljugur til fé- lagsstarfa. Einar kom til starfa í félagsmálum á miklum upp- gangstímum í Stykkishólmi. Skelveiðar í Breiðafirði byggðu upp öflugan sjávarútveg bæði í útgerð og vinnslu. Opinberum starfsmönnum fjölgaði við efl- ingu stofnana svo sem sjúkra- hússins. Skipasmíða- og bygging- ariðnaðurinn voru að eflast og verða burðarásar í samfélaginu sem og ferðaþjónustan eftir að Hótel Stykkishólmur var byggt og hóf rekstur. Það fór ekki á milli mála að Einar naut trausts bæði félaga í verkalýðsfélaginu sem og þeirra sem hann þurfti að semja við um hagsmuni verka- fólksins á uppgangstímum. Til marks um hve verkalýðsfélagið var öflugt á hans tíma kom félag- ið sér upp húsnæði á besta stað við Aðalgötuna þar sem var að- staða fyrir skrifstofu félagsins ásamt með fundaraðstöðu sem nýttist til funda- og samkomu- halds. Þegar Einar var í bæjar- stjórn voru mikil umsvif á vegum bæjarins og því í mörg horn að líta hjá bæjarfulltrúum. Hann naut þess, svo áhugasamur sem hann var um velferð og uppbygg- ingu bæjarins. Auk samstarfs okkar í bæjarstjórn áttum við langt og gott samstarf í bygging- arnefnd sjúkrahúss St. Fransis- kussystra þar sem við unnum með systrunum og þá einkum Reene Lonton príorinnu þegar unnið var við að byggja heilsu- gæslustöð við sjúkrahúsið. Jafn- framt voru legudeildirnar stækk- aðar í þessu merkilega sjúkrahúsi sem sinnti Snæfell- ingum og Breiðfirðingum og síð- ar fólki úr öllum landshlutum eft- ir að bakdeildin hóf starfsemi í stækkuðu sjúkrahúsi. Einar rifj- aði oft upp og minntist þessa ein- staka samstarfs við systurnar. Við Hallgerður minnumst Einars með þakklæti fyrir liðnar sam- verustundir og vottum Pálínu og fjölskyldunni samúð. Blessuð sé minning Einars Karlssonar. Sturla Böðvarsson. Á kveðjustundu vinar míns Einars Kalla koma í hugann margar góðar samverustundir í Hólminum okkar. Við vorum, í mörg ár, saman í stjórn bæjarins á miklum framkvæmdatímum þar sem mikið þurfti að gera á skömmum tíma. Þá var oft teflt djarft og sumt orkaði tvímælis, eins og gengur, en órofa sam- staða í bæjarstjórn gerði gæfu- muninn. Einar var þar vissulega betri en enginn, traustur og gegnheill og ávallt bjartsýnn enda trú hans á framtíð Stykk- ishólms án takmarka. Þetta voru góðir tímar fyrir Hólminn og ein- drægni og vinátta ríkjandi í sveitarstjórn, þrátt fyrir ólíkar stjórnmálaskoðanir manna. Þá minnist ég líka góðra samskipta við Einar sem formann Verka- lýðsfélagsins og varð oft vitni að árangri hans fyrir fólkið sitt þar sem kröfur náðu fram að ganga án stóryrða og sleggjudóma. Á sjómannadaginn 2010 var Einar heiðraður fyrir störf sín, þar sagði ég meðal annarra orða: „Að Einari standa rótgrónar sjó- mannaættir og í foreldrahúsum hans voru störf sjómanna og verkamanna mikils metin, enda sá Karl, faðir Einars, lengi um samningamál sjómanna. Í þessu umhverfi mótaðist Einar og lengi býr að fyrstu gerð. Einar átti trillu frá fermingaraldri og var stoltur yfir að hafa svo lengi get- að kallað sig trillukarl. Í bland við hagnýt not af trillu er eitt- hvað sem erfitt er að útskýra, eitthvað er svo seiðandi við þessa litlu báta, ekki síst á okkar slóð- um. Þeirrar fallegu náttúrusmíð- ar sem við Hólmarar eigum í rík- um mæli verður hvergi eins vel notið og af þeim sem komast á sjó þegar þeir vilja, geta skotist eyjasund, lagt lóðastubb og skak- að eða einfaldlega hlýtt á náttúr- una, ótruflaða, flytja symfóníu sína. Þessum verðmætum nær mölur, ryð og bankahrun ekki að granda. Einar Karlsson á mörg hlutabréf í þessu breiðfirska fyrirtæki.“ Og síðar í ávarpinu sagði: „Þó eru það sérstaklega óeigingjörn félagsmálastörf Ein- ars í þágu sjómanna og verka- manna í Stykkishólmi sem sjó- menn vilja þakka í dag. Í full þrjátíu ár stóð Einar vaktina í Verkalýðsfélagi Stykkishólms og naut þar mikilla vinsælda, bón- góður og hjálplegur en fylginn sér og fastur fyrir ef þess þurfti með. Ljóst má vera að félagsmál er tengjast stéttabaráttu og bein- um hagsmunum fólks eru ekki af léttari sortinni. Vinnutíminn vill verða ófyrirséður, verkefnin margvísleg, stundarhiti í mönn- um og jafnvel heift sem lempa þarf. Góður forustumaður deilir líka með félögum sínum persónu- legum erfiðleikum þeirra og and- streymi. Eðlislag Einars féll vel að þessu verkefni.“ Og nú kveðjum við í dag Einar Karlsson, einn af bestu sonum þessa bæjar. Hann var alla tíð stoltur af byggðinni sinni, var einkar fróður og áhugasamur um fyrri tíð Hólmara og sat raunar í ritnefnd um sögu Stykkishólms en fyrstu tvö bindin eru komin út. Einar átti því láni að fagna að eiga að lífsförunaut heiðurskon- una Pálínu, sem studdi hann ávallt dyggilega í öllu félagsmála- vafstrinu enda voru þau einstak- lega samrýnd og náin. Við Jó- hanna sendum elsku Pálu og fjölskyldunni innilegar samúðar- kveðjur á sorgarstundu. Minningin um góðan dreng mun lifa. Ellert Kristinsson. Einar Karlsson Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Allur arður af þjónustunni rennur til reksturs kirkjugarðanna Útfararþjónusta í yfir 70 ár Við tökum vel á móti ástvinum í hlýlegu og fallegu umhverfi HJARTAVERND Minningarkort 535 1800 www.hjarta.is Stapahrauni 5, Hafnarfirði Sími: 565 9775 www.uth.is - uth@uth.is Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Kristín 699 0512 Minningarkort á hjartaheill.is eða í síma 552 5744 Hjartans þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra RÓBERTS RAFNS ÓÐINSSONAR. Sérstakar þakkir til vina Róberts sem veittu okkur ómetanlega aðstoð við útförina. Ólöf Arna Gunnlaugsdóttir Óðinn Már Jónsson Svava Rut Óðinsdóttir Óttar Kolbeinsson Proppé Innilegar þakkir til allra sem sýndu hluttekningu og hlýhug við andlát VILMUNDAR ÞÓRS GÍSLASONAR hljóðmeistara. Kirkjugestum, presti, tónlistarfólki, útfaraþjónustu og öðrum þeim sem komu að athöfninni, allar kveðjur og ásamt þeim sem styrktu SOS-barnaþorpin, færum við hugheilar þakkir. 14-EG hjartadeild Landspítalans sem annaðist Vilmund af miklu kærleiksþeli og Sunnu Snædal nýrnalækni er þakkað sérstaklega. Hrafnhildur K. Óladóttir Laufey Vilmundardóttir Hermann Hinriksson Óli Kristinn Vilmundarson Pálína Björg Snorradóttir Sævar Þór Vilmundarson Anna Dögg Hermannsdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.