Morgunblaðið - 25.06.2022, Síða 32

Morgunblaðið - 25.06.2022, Síða 32
32 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 2022 Wayne Rooney hefur sagt starfi sínu sem knattspyrnustjóri enska C-deildarliðsins Derby County lausu. Rooney átti eitt ár eftir af samningi sínum en hefur ákveðið að yfirgefa félagið tafarlaust. Derby hefur verið í greiðslu- stöðvun frá því í september á síð- asta ári og hefur átt í miklum erf- iðleikum með að finna nýja eigendur. Vegna greiðslustöðv- unarinnar var 21 stig tekið af liðinu í ensku B-deildinni, sem varð að lokum til þess að það féll niður í C- deild. Rooney hættur með Derby AFP/Daniel Leal Derby Wayne Rooney hefur ákveðið að láta staðar numið hjá Derby. Körfuknattleiksmaðurinn Kristinn Pálsson er genginn í raðir hol- lenska félagsins Aris Leeuwarden sem leikur í BNXT-deildinni, sam- eiginlegri úrvalsdeild Hollands og Belgíu. Kristinn, sem er 24 ára gamall framherji, kemur frá Grindavík þar sem hann hefur leikið undanfarin tvö tímabil í efstu deildinni hér á landi. Hann er uppalinn í Njarðvík en hefur einnig búið á Ítalíu, þar sem hann lék í yngri flokkum, auk þess sem hann lék fyrir háskólaliðið Marist Red Foxes í Bandaríkjunum. Kristinn heldur til Hollands Ljósmynd/FIBA Holland Kristinn í leik með íslenska karlalandsliðinu síðastliðið haust. EVRÓPUKEPPNI Gunnar Egill Daníelsson Víðir Sigurðsson Ríkjandi Íslandsmeistarar Víkings úr Reykjavík unnu nauman 1:0-sigur á Inter d’Escaldes, meisturunum frá Andorra, í úrslitaleik forkeppni Meistaradeildar Evrópu í knatt- spyrnu karla á Víkingsvelli í gær- kvöldi, og tryggðu sér þar með sæti í undankeppni keppninnar. Víkingur sýndi ekki sínar bestu hliðar í leiknum í gærkvöldi og þá sér í lagi ekki í fyrri hálfleik þegar gestirnir frá Andorra fengu tvö dauðafæri og langsamlega bestu færi hálfleiksins. Þau fóru þó sem betur fer forgörðum og staðan því markalaus í leikhléi. Undir lok fyrri hálfleiks og í upp- hafi síðari hálfleiks voru Víkingar búnir að ná betri stjórn á leiknum en tókst þó ekki að skapa sér færi. Það var ekki fyrr en Arnar Gunnlaugs- son þjálfari hóf að gera skiptingar eftir tæplega klukkutíma leik að heimamenn sköpuðu sér loks færi að einhverju ráði. Nikolaj Hansen komst nálægt því að koma Víkingum yfir á 65. mínútu þegar hann fékk góða sendingu frá varamanninum Karli Friðleifi Gunn- arssyni en skaut rétt framhjá. Skömmu síðar, á 68. mínútu, kom svo sigurmarkið. Það skoraði Krist- all Máni Ingason með góðum skalla eftir frábæra fyrirgjöf frá Karli Friðleifi. Víkingar voru komnir á bragðið og fengu tvö góð færi til viðbótar nokkrum mínútum eftir markið. Þeim fór hins vegar fækkandi undir lokin er heimamenn ákváðu að freista þess að halda fengnum hlut og sigldu þeir að lokum naumum sigri í höfn. Mæta Malmö og Milos næst Sigur Víkinga þýðir að þeir mæta Svíþjóðarmeisturum Malmö í fyrstu umferð undankeppninnar en fyrri leikurinn fer fram í Malmö 5. júlí og sá seinni á Víkingsvellinum 12. eða 13. júlí. Þjálfari Malmö er Milos Milojevic, þjálfari Víkinga á árunum 2015 til 2017 og áður leikmaður og aðstoð- arþjálfari þeirra. Sennilega eiga Víkingar ekki mikla möguleika á að slá Malmö út en sigurinn í gærkvöld gefur þeim eftir sem áður mjög góða möguleika fyrir framhaldið. Tapi þeir fyrir Malmö flytjast Víkingar yfir í 2. um- ferð Sambandsdeildarinnar þar sem þeir mæta tapliðinu úr viðureign The New Saints frá Wales og Lin- field frá Norður-Írlandi. Þar ættu Víkingar að eiga virkilega möguleika á að sigra og komast enn lengra í keppninni. Komi Víkingar hinsvegar á óvart með því að slá Malmö út fara þeir í 2. umferð Meistaradeildarinnar og mæta þar Ballkani frá Kósóvó eða Zalgiris frá Litháen. Þar ættu einnig að liggja talsverðir möguleikar á að komast lengra. Andorramennirnir í Inter fara hinsvegar strax yfir í 2. umferð Sam- bandsdeildarinnar og mæta annað- hvort Pyunik Jerevan frá Armeníu eða CFR Cluj frá Rúmeníu. Tvö öfl- ug lið þar á ferð og þrautreynd í Evrópumótum. Víkingur hafði sigur gegn Inter með herkjum - Kristall skoraði sigurmarkið í síðari hálfleik - Malmö næsti andstæðingur Morgunblaðið/Hákon Pálsson Sigurmark Kristall Máni Ingason skoraði sigurmark Víkings í sigrinum nauma á Inter d’Escaldes í gærkvöldi með góðum skalla um miðjan síðari hálfleikinn. Um annað Evrópumark Kristals var að ræða í öðrum Evrópuleik hans. Meistaradeild karla Forkeppni, úrslitaleikur: Víkingur – Inter d’Escaldes .................... 1:0 _ Víkingur mætir Malmö í 1. umferð Meist- aradeildar en Inter mætir Pyunik Jerevan eða CFR Cluj í 2. umferð Sambandsdeild- ar. Undankeppni HM kvenna C-riðill: Hvíta-Rússland – Tékkland .................... 2:1 Staðan: Ísland 6 5 0 1 19:2 15 Holland 6 4 2 0 27:3 14 Hvíta-Rússland 5 2 1 2 7:10 7 Tékkland 6 1 2 3 12:10 5 Kýpur 7 0 1 6 2:42 1 B-riðill: Úkraína – Skotland .................................. 0:4 _ Spánn 18, Skotland 13, Ungverjaland 9, Úkraína 4, Færeyjar 0. D-riðill: Lettland – Lúxemborg ............................ 1:0 _ England 24, Austurríki 19, Norður-Ír- land 13, Lúxemborg 9, Norður-Makedónía 3, Lettland 3. G-riðill: Moldóva – Rúmenía ................................. 0:4 _ Ítalía 21, Sviss 19, Rúmenía 16, Króatía 7, Litháen 4, Moldóva 0. Lengjudeild karla Afturelding – Þór ..................................... 4:1 Selfoss – Fjölnir ....................................... 2:0 Staðan: Selfoss 8 5 2 1 19:10 17 HK 7 5 0 2 14:8 15 Fylkir 8 4 2 2 21:10 14 Grótta 7 4 1 2 18:10 13 Grindavík 7 3 4 0 11:6 13 Fjölnir 8 3 2 3 16:14 11 Kórdrengir 8 2 4 2 12:12 10 Afturelding 8 2 3 3 10:11 9 Vestri 7 2 3 2 10:17 9 Þór 8 1 2 5 8:18 5 KV 8 1 1 6 8:20 4 Þróttur V. 6 0 2 4 2:13 2 2. deild karla Höttur/Huginn – Völsungur.................... 1:1 Staðan: Njarðvík 8 7 1 0 29:7 22 Ægir 8 6 1 1 14:10 19 Þróttur R. 7 5 1 1 13:6 16 Völsungur 8 4 2 2 17:12 14 Haukar 8 4 2 2 11:8 14 ÍR 8 3 2 3 12:12 11 KF 7 1 4 2 14:13 7 KFA 7 1 3 3 11:15 6 Höttur/Huginn 8 1 3 4 9:15 6 Víkingur Ó. 7 1 2 4 8:12 5 Magni 7 1 1 5 5:22 4 Reynir S. 7 0 0 7 5:16 0 3. deild karla ÍH – Vængir Júpíters............................... 5:3 Kári – KH.................................................. 2:3 Staðan: Víðir 8 5 1 2 19:10 16 Dalvík/Reynir 8 5 0 3 18:12 15 KFG 7 5 0 2 14:9 15 Sindri 7 4 1 2 15:11 13 Elliði 7 4 1 2 11:7 13 Kári 8 3 1 4 12:13 10 Vængir Júpiters 8 3 1 4 13:15 10 Augnablik 7 3 1 3 10:14 10 ÍH 8 3 0 5 22:21 9 KFS 7 3 0 4 10:16 9 Kormákur/Hvöt 7 2 0 5 12:17 6 KH 8 2 0 6 8:19 6 2. deild kvenna Álftanes – Hamar ..................................... 5:2 Staðan: Fram 4 4 0 0 12:2 12 Grótta 5 3 2 0 21:3 11 ÍR 4 3 1 0 11:6 10 Völsungur 3 2 1 0 9:3 7 KH 4 2 1 1 13:8 7 Álftanes 6 2 1 3 14:14 7 ÍA 3 2 0 1 10:4 6 Sindri 5 2 0 3 8:18 6 ÍH 5 1 1 3 11:20 4 Einherji 4 1 0 3 4:10 3 Hamar 5 0 1 4 6:15 1 KÁ 4 0 0 4 4:20 0 Vináttulandsleikir kvenna Þýskaland – Sviss..................................... 7:0 Norður-Makedónía – Kósóvó.................. 3:1 Danmörk – Brasilía .................................. 2:1 Serbía – Japan .......................................... 0:5 England – Holland ................................... 5:1 Vináttuleikur U18 kvenna Finnland – Ísland..................................... 2:2 Írena Héðinsdóttir og Þóra Björg Stefáns- dóttir skoruðu mörk Íslands. 4.$--3795.$ Englandsmeistarar Manchester City hafa náð samkomulagi við Leeds United um kaup á enska landsliðsmanninum Kalvin Phillips, sem er 26 ára gamall miðjumaður. Sky Sports greindi frá í gær og þar sagði að kaupverðið væri á bilinu 45 til 50 milljónir punda. Leeds sam- þykkti tilboð Selfoss hafði betur gegn Fjölni, 2:0, þegar liðin mættust í 1. deild karla í knattspyrnu, Lengjudeildinni, á Selfossi í gærkvöldi. Með sigrinum endurheimtu Selfyssingar toppsæti deildarinnar, þar sem liðið er nú með tveggja stiga forskot á HK í öðru sætinu. Spánverjinn Gonzalo Zamorano kom Selfossi yfir með glæsilegu skoti skömmu fyrir leikhlé. Zamor- ano hefur nú skorað sjö mörk í deildinni og er jafnmarkahæstur í henni. Undir lok leiks varð Guð- mundur Þór Júlíusson, varnar- maður Fjölnis, svo fyrir því óláni að setja boltann í eigið net. Afturelding fékk þá Þór frá Ak- ureyri í heimsókn og vann öruggan 4:1-sigur. Leiknum seinkaði um 75 mínútur vegna bilunar í flugvél sem flutti Akureyringa til Reykjavíkur. Aron Elí Sævarsson skoraði tví- vegis fyrir Mosfellinga og Georg Bjarnason eitt mark, auk þess sem Þórsarinn Orri Sigurjónsson skor- aði sjálfsmark. Elvar Baldvinsson skoraði mark Þórs. Ljósmynd/Guðmundur Karl Markahæstur Gonzalo Zamorano fagnar glæsimarki sínu fyrir Selfoss í 2:0- sigri liðsins á Fjölni í gærkvöldi. Hann er nú jafnmarkahæstur í deildinni. Selfyssingar komu sér aftur á toppinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.