Morgunblaðið - 25.06.2022, Side 33

Morgunblaðið - 25.06.2022, Side 33
ÍÞRÓTTIR 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 2022 Það verður ansi spennandi að fylgjast með Söru Björk Gunn- arsdóttur í nýju ævintýri hjá ítalska stórveldinu Juventus. Ekki þarf að koma neinum á óvart að Sara Björk hafi verið eftirsótt af Juventus og fleiri stórliðum, þar á meðal Chelsea og Manchester United, enda hef- ur hún þegar leikið fyrir tvö af stærstu félögum Evrópu, Lyon og Wolfsburg, á ferli sínum. Reynsla Söru Bjarkar yfir höf- uð, og þá ekki síst í Meistara- deild Evrópu, sem hún vann með Lyon á síðasta tímabili og einnig árið 2020, hefur eflaust átt stór- an þátt í áhuga Juventus á henni. Juventus er, eins og rakið er hér við hliðina, á stöðugri upp- leið og náði sínum besta árangri í Meistaradeildinni í stuttri sögu félagsins á síðasta tímabili, er það féll naumlega úr leik gegn Söru Björk og stöllum í Lyon í fjórðungsúrslitum. Eðlilega vill Juventus fara enn lengra í keppninni á næstu árum og ekki yrði ég hissa ef Sara Björk hjálpar liðinu í þeim efnum. Sara Björk er sem kunnugt er í sambandi með Árna Vil- hjálmssyni. Hann er einnig at- vinnumaður í knattspyrnu hjá franska B-deildarliðinu Rodez, þar sem hann er samningsbund- inn til tveggja ára til viðbótar. Þar sem þau eru í sambúð og eiga barn saman, leiðir Árni væntanlega hugann að því að finna sér nýtt félag, og það þá helst á Norður-Ítalíu. Nóg er af félögum í ítölsku B og C-deildunum sem eru stað- sett á Norður-Ítalíu og því ættu möguleikar að vera fyrir hendi hjá Árna. Hvernig sem það allt saman æxlast, vonar maður auð- vitað að þeim verði gert kleift að búa saman sem fjölskylda. BAKVÖRÐUR Gunnar Egill Daníelsson gunnaregill@mbl.is Fimmtán nýliðar léku fyrir Íslands hönd í Pärnu í Eistlandi í gær þegar ungt íslenskt landslið, eingöngu skipað leikmönnum yngri en 23 ára, sigraði A-landslið Eistlands 2:0 í vin- áttulandsleik. Tveir af nýliðunum skoruðu mörk- in en Sólveig Jóhannesdóttir Larsen úr Aftureldingu kom Íslandi yfir á 27. mínútu þegar hún fylgdi eftir skoti sem var varið og Dagný Rún Pétursdóttir úr Víkingi gulltryggði sigurinn á 81. mínútu þegar hún skoraði af stuttu færi eftir horn- spyrnu Ásdísar Karenar Halldórs- dóttur úr Val. Ásdís Karen var mjög aðgangs- hörð við mark Eista og var óheppin að skora ekki eitt eða fleiri mörk í leiknum. Auður Scheving markvörð- ur kom í veg fyrir að Eistar jöfnuðu á 69. mínútu þegar hún varði vel skalla af stuttu færi. Hlín Eiríksdóttir var fyrirliði og lék sinn 20. landsleik og þær Ída Marín Hermannsdóttir og Barbára Sól Gísladóttir léku sinn þriðja landsleik. Auk þeirra fjögurra sem áður voru nefndar léku fyrsta landsleik- inn þær Karen María Sigurgeirs- dóttir, Áslaug Dóra Sigurbjörns- dóttir, Arna Eiríksdóttir, Katla María Þórðardóttir, Diljá Ýr Zo- mers, Tinna Brá Magnúsdóttir, Birta Georgsdóttir, Unnur Dóra Bergsdóttir, Sóley María Stein- arsdóttir, Gyða Kristín Gunnars- dóttir og Andrea Rut Bjarnadóttir. vs@mbl.is Fimmtán nýliðar í íslenskum sigri - Sólveig og Dagný skoruðu í Pärnu Morgunblaðið/Eggert Skoraði Sólveig Jóhannesdóttir Larsen úr Aftureldingu skoraði fyrra mark Íslands í sigrinum gegn Eistlandi í gær, í sínum fyrsta A-landsleik. Knattspyrnudeild Vals hefur samið við markvörðinn Frederik Schram um að leika með liðinu næstu tvö árin. Hann kemur til Vals frá Lyngby í Danmörku þar sem hann hefur verið varamarkvörður und- anfarin þrjú ár. Frederik, sem hef- ur leikið fimm A-landsleiki fyrir Ís- lands hönd, er 27 ára og lék áður með dönsku liðunum Roskilde, SönderjyskE, Vestsjælland og OB. Hann lék 12 leiki fyrir yngri lands- lið Íslands og var í leikmannahópi íslenska landsliðsins í lokakeppni HM í Rússlandi sumarið 2018. Frederik er kominn til Vals Morgunblaðið/Eggert Valsmaður Frederik Schram hefur leikið allan sinn feril í Danmörku. Valskonur eiga góða möguleika á að komast í 2. umferð Meistara- deildar kvenna í fótbolta. Þær drógust í gær gegn Hayasa frá Armeníu í undanúrslitum 1. um- ferðar og sigurvegarinn í leiknum mætir annaðhvort Pomurje frá Slóveníu eða Shelbourne frá Írlandi í úrslitaleik. Breiðablik dróst hins- vegar gegn Rosenborg frá Noregi, sem Selma Sól Magnúsdóttir, fyrr- verandi Bliki, leikur með. Sigur- vegarinn í þeim leik mætir Minsk frá Hvíta-Rússlandi eða Slovácko frá Tékklandi í úrslitaleik. Hagstæðara hjá Val en Blikum Morgunblaðið/Eggert Meistaradeildin Valur og Breiða- blik spila 18. og 21. ágúst. Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Þó Sara Björk Gunnarsdóttir kom- ist hreinlega ekki hærra í fótbolt- anum en að spila með besta fé- lagsliði heims, Frakklands- og Evrópumeisturum Lyon, er óhætt að segja að hún sé á leið þaðan í mun stærra félag. Sara hefur samið við Ítalíumeist- arana Juventus um að leika með þeim næstu tvö árin, frá og með 1. júlí. Sara lék einmitt með Lyon gegn Juventus í 8-liða úrslitum Meist- aradeildarinnar í mars, þar sem Ju- ventus sýndi styrk sinn með því að vinna fyrri leikinn í Tórínó, 2:1, en Lyon náði að komast naumlega áfram með 3:1 sigri í seinni leiknum í Frakklandi. Juventus varð Ítalíumeistari fimmta árið í röð í vor en liðið vann 19 af 22 leikjum sínum á tímabilinu og fékk fimm stigum meira en næsta lið, Roma, og þrettán stigum meira en Guðný Árnadóttir og sam- herjar í AC Milan sem urðu í þriðja sæti. Meistarar öll fimm árin Aðeins fimm ár eru síðan kvennalið Juventus var stofnað, 1. júlí 2017. Félagið keypti keppnis- leyfið í A-deildinni af litlu ná- grannafélagi, Cueno, og í framhaldi af því hefur Juventus orðið ítalskur meistari öll fimm árin sem það hef- ur verið starfrækt. Með Juventus leikur kjarninn úr ítalska landsliðinu sem Sara mætir einmitt með því íslenska í loka- keppni EM á Englandi í næsta mán- uði. Níu leikmenn liðsins hafa spil- að fyrir hönd Ítalíu á undanförnum mánuðum, m.a. tvær leikjahæstu konur landsliðsins í dag, varnar- maðurinn Sara Gama og marka- skorarinn Cristiana Girelli. Þar leika einnig m.a. sænsku landsliðs- konurnar Lina Hurtig, Amanda Nil- dén og Linda Sembrant, hollenska landsliðskonan Lineth Beeren- steyn, franski landsliðsmarkvörð- urinn Pauline Peyraud-Magnin og dönsku landsliðskonurnar Matilde Lundorf og Sofie Junge. Þessar eru nær allar á leið á EM þannig að þar verður nokkurn veginn allt lið Ju- ventus samankomið. Úr besta liðinu í enn stærra félag Morgunblaðið/Hallur Már Ítalía Sara Björk Gunnarsdóttir er gengin til liðs við Juventus. Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Flest besta frjálsíþróttafólk lands- ins verður með á Meistaramóti Ís- lands í Kaplakrika í dag og á morgun. Meðal keppenda verða millivega- lengdahlaupararnir öflugu Hlynur Andrésson og Baldvin Þór Magn- ússon sem hafa sett hvert Íslands- metið á fætur öðru síðustu árin og oft tekið metin hvor af öðrum. Þeir eru báðir búsettir erlendis, Hlynur á Ítalíu og Baldvin í Bandaríkj- unum þar sem hann hefur gert það gott á háskólamótum undanfarin ár. Þá komst Baldvin í úr- slitahlaupið í 3.000 metra hlaupi á heimsmeistaramótinu innanhúss í vetur. Baldvin og Hlynur mætast þó ekki því Baldvin keppir í 1.500 m hlaupi og Hlynur í 5.000 m hlaupi. Kastararnir öflugu Elísabet Rut Rúnarsdóttir og Hilmar Örn Jóns- son í sleggjukastinu, Guðni Valur Guðnason í kringlukastinu, Erna Sóley Gunnarsdóttir í kúluvarpinu og Dagbjartur Daði Jónsson í spjótkastinu verða öll með í Kapla- krika og ekki þyrfti að koma á óvart þó einhver þeirra myndu slá Íslandsmet á mótinu. Tiana Ósk Whitworth og Kol- beinn Höður Gunnarsson verða að vanda áberandi í spretthlaupunum. Ekki verður þó einvígi milli Tiönu og Guðbjargar Jónu Bjarnadóttur að þessu sinni því Guðbjörg missir af mótinu vegna meiðsla. Há- stökkvarinn ungi Kristján Viggó Sigfinnsson og hlauparinn Aníta Hinriksdóttir mæta líka til leiks. Ljósmynd/Þórir Tryggvason Frjálsar Hlauparinn öflugi Baldvin Þór Magnússon kemur á Meistaramótið annað árið í röð og keppir sem fyrr fyrir Akureyrarfélagið UFA. Hlynur og Baldvin mæta í Krikann - Meistaramótið í frjálsum um helgina KNATTSPYRNA Mjólkurbikar karla, 16-liða úrslit: Kórinn: HK – Dalvík/Reynir.................. S14 KA-völlur: KA – Fram............................ S16 Kaplakriki: FH – ÍR .......................... S19.15 Þorlákshöfn: Ægir – Fylkir .............. S19.15 1. deild karla, Lengjudeildin: Ísafjörður: Vestri – Grindavík............... L14 2. deild karla: Grenivík: Magni – Reynir S................... L13 Þróttarvöllur: Þróttur R. – KFA .......... L14 Ólafsfjörður: KF – Víkingur Ó.............. L16 3. deild karla: Blönduós: Kormákur/Hvöt – Elliði....... L14 Höfn: Sindri – Augnablik....................... L14 Vestmannaeyjar: KFS – KFG............... L18 1. deild kvenna, Lengjudeildin: Víkin: Víkingur R. – FHL ...................... S14 2. deild kvenna: Skessan: ÍH – Fram ............................... L14 ÍR-völlur: ÍR – Völsungur ..................... L16 Höfn: Sindri – KÁ.............................. L16.30 FRJÁLSÍÞRÓTTIR Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum fer fram í Kaplakrika í dag og á morgun. Í dag er keppt frá kl. 13 til 17.15 í stangar- stökki kvenna, sleggjukasti karla og kvenna, 110 og 100 m grindahlaupi karla og kvenna, hástökki karla, þrístökki kvenna og karla, 3.000 m hindrunarhlaupi karla og kvenna, 100 m hlaupi karla og kvenna, spjótkasti kvenna og karla, 1.500 m hlaupi karla og kvenna, 400 m hlaupi karla og kvenna og 4x100 m boðhlaupi karla og kvenna. Á morgun er keppt frá 14 til 16.50 í stang- arstökki karla, 400 m grindahlaupi karla og kvenna, kringlukasti karla og kvenna, kúlu- varpi kvenna og karla, 5.000 m hlaupi karla og kvenna, langstökki kvenna og karla, 800 m hlaupi karla og kvenna, hástökki kvenna, 200 m hlaupi karla og kvenna og 4x400 m boðhlaupi karla og kvenna. UM HELGINA!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.