Morgunblaðið - 25.06.2022, Side 36
36 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 2022
fyrir heimilið
Sendum
um
land
allt
Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is
Fallegar vörur
Stóll á snúningsfæti í ítölsku nautsleðri
75 cm á breidd
Verð frá 139.000 kr.
Loksins fáanlegir aftur,
í mörgum litum
Samsýningin
Hnoð/ Knead
verður opnuð í
Listasafni Einars
Jónssonar í dag
kl. 15. Hún er
hluti af fimm
landa Evrópu-
verkefni sem
kallast Up-
Create. Í því er
áhersla lögð á mat og ólíkar list-
greinar, að því er fram kemur í til-
kynningu. „Í tilviki Listasafns Ein-
ars Jónssonar sá Sindri Leifsson
myndlistarmaður um skúlptúr-
smiðju í garðskála og höggmynda-
garði með níu þátttakendum og er
sýningin afrakstur af þeirri vinnu,“
segir í tilkynningu. Bent er á að
safnið sé fyrsta byggingin sem hafi
verið reist við Skólavörðuholtið, ár-
ið 1923, og þar haldnar áhugaverð-
ar útisýningar 1967–1972, þar sem
brauð kom eftirminilega við sögu.
„Einar nefnir í endurminningum
sínum að hann hafi fengið haglda-
brauð (eins konar kringlu) í nesti
sem krakki en tímdi ekki að borða
það, af því honum fannst það svo
fallegt í laginu. Í þessu samhengi
og í samvinnu við Brauð & Co. var
ungu listafólki boðið að taka þátt í
verkefninu,“ segir í tilkynningu.
Fimm manna dómnefnd velur einn
vinningshafa sem ferðast með safn-
inu til Ítalíu í haust og tekur þátt í
smiðju á hinum alþjóðlega Fen-
eyjatvíæringi.
Þátttakendur í verkefninu eru
Benedikt Ingi, Gabríel Backman,
Guðný Sara Birgisdóttir, Hlökk
Þrastardóttir, Maria Sideleva, Oli-
ver Wellmann, Saga Líf Sigþórs-
dóttir, Sigurlinn María Sigurðar-
dóttir og Victoria Björk Ferrell.
Hnoðast með
skúlptúr og brauð
Sindri Leifsson
S
valamyndina mætti helst
flokka sem tilraunakennda
heimildarmynd. Titill mynd-
arinnar gefur áhorfendum
ágæta hugmynd um hvað myndin
fjallar um. Pólski leikstjórinn Paweł
Łoziñski kvikmyndar fólk ofan af
svölunum sínum í Warsaw. Łoziñski
ávarpar vegfarendur og segir op-
inskátt frá ásetningi sínum sem er
gera kvikmynd frá svölunum og að
hann vanti hetju en myndin segir
hann vera eins konar myndlíkingu
fyrir lífið sjálft. Þegar honum hefur
tekist að ná athygli vegfarenda og
lokkað inn í rammann biður hann fólk
ýmist um að segja frá sjálfu sér eða
hvaða þýðingu það telur að lífið hafi.
Svörin eru jafn ólík og vegfarend-
urnir, sumir eru kaldhæðnir, aðrir
skipta um umræðuefni og margir eru
drífa sig á annan stað og hafa ekki
tíma til að spjalla.
Hver er tilgangur lífsins?
Markmið Łoziñski virðist ekki vera
að komast að tilgangi lífsins heldur
opna vegfarendur, komast framhjá
grímunni og tilgerðarleikanum. Það
reynist miserfitt en auðveldast er að
ná til barnanna vegna þess að þau
reyna ekki að þykjast vera einhver
annar en þau eru. Eftirminnilegt er
þegar lítið barn stoppar og horfir upp
til Łoziñski glottandi og hleypur svo
áfram til þess að ná móður sinni sem
hafði ekki tekið eftir skrítna karlinum
á svölunum. Łoziñski reynir síðan að
fá aðeins eldra barn til að segja eitt-
hvað þýðingarmikið en barnið er of
upptekið af ísnum sínum til að svara
þessum kjánlegu spurningum hans.
Margir einstaklingar opna sig fyrir
framan myndavélina og segja frá erf-
iðum degi sem þeir eru að upplifa
eins og kona sem er vonsvikin yfir af-
mælisdeginum sínum. Aðrir eru í
verri stöðu eins og karlmaður sem
hefur misst konuna sína til annars
sem samkvæmt honum er djassaðri
og yngri útgáfa af honum sjálfum.
Allir eru að takst á við sínar áskor-
anir sem er róandi að fylgjast með.
Kvikmyndin einkennist þó ekki af súr
og depurð heldur tjá margir hversu
glaðir þeir séu eins og karlinn sem
sér lífið allt í einu miklu skýrar eftir
að hann hætti að drekka og konan
sem hefur nýlega fundið hamingjuna
eftir að eiginmaður hennar lést.
Óvænt skemmtun
Umfjöllunarefni myndarinnar virðist
ekki vera spennandi en það kemur
manni á óvart hvað venjulegt fólk
getur verið áhugavert og hvað hvers-
dagsleikinn getur hlotið mikla þýð-
ingu ef maður gefur sér tíma til að
fylgjast með honum. Nægar eru sög-
urnar af ofurhetjum, það er kominn
tími til að segja sögur af venjulegu
fólki eins og okkur. Þetta fólk er
hetjur í sínu eigin lífi og það er nóg.
Myndin er líkust því að sitja á kaffi-
húsi og fylgjast með fólkinu í kring-
um sig, hlusta á samræður þess og
reyna glotta ekki og koma upp um sig
þegar einhver segir eitthvað fyndið.
Svalamyndin minnir að mörgu leyti á
Bergmál (2019) eftir Rúnar Rún-
arsson þar sem hann fangar daglegt
líf á Íslandi um jólin en myndin er
samsett af 56 atriðum af mismunandi
fólki við allskonar aðstæður. Ólíkt
Svalamyndinni er Bergmál frásagn-
armynd og sögurnar sagðar af leik-
urum en ekki alvöru persónum. Báð-
ar myndirnar hafa sinn sjarma og
felst sjarmi Svalamyndarinnar í því
að um er að ræða alvöru einstaklinga
og suma hverja nágranna leikstjór-
ans. Áhorfendum fer að þykja vænt
um persónurnar alveg eins og um sé
að ræða sögupersónu í frásagn-
armynd.
Það eru nokkrir einstaklingar sem
koma fyrir oftar en einu sinni í mynd-
inni en meðal þeirra er Robert, fyrr-
um sakamaður á fertugsaldri sem er
að reyna að lifa heiðarlegu og mann-
sæmandi lífi. Hann kemur sér fyrir
framan svalirnar og er að betla þar. Í
gegnum myndina fá áhorfendur að
fylgjast með leit hans að sæmilegri
vinnu og svefnstað. Tvær
nágrannakonur hans koma einnig
ítrekað fyrir í myndinni, kjaftaskjóð-
an Jadwiga sem syrgir enn eigin-
mann sinn Andrzej sem lést fyrir 13
árum. Łoziñski og áhorfendur um leið
fá í hennar tilfelli hlutverk sálfræð-
ings. Hún segir oft eitthvað djúpt og
hjartnæmt eins og að hún sjái eftir
því að hafa ekki sýnt manni sínum
nægilega ást en er rokin út áður en
hægt er að segja eitthvað á móti: „À
bientôt!“. Oft sést önnur gömul kona
sópa eða slá grasið en það er hin dug-
lega Zosia sem aldrei virðist kvarta.
Hún er eins konar húsvörður eða um-
sjónarkona byggingarinnar sem Ło-
ziñski býr í en samkvæmt honum sér
hún um tíu aðrar byggingar og sér
ekki fram á að hætta þrátt fyrir að
vera orðin 74 ára. Það er engin aug-
ljós hetja í myndinni og þótt þessum
þremur fyrrnefndu manneskjum sé
gefinn meiri skjátími þá tekst sumum
sem staldra stutt við ekki síður að
sigra hjarta þitt.
Háður ókunnugum
Svalamyndin var sýnd á heimildar-
myndahátíðinni IceDocs á Akranesi á
fimmtudag, 23. júní, og eftir sýningu
svaraði Paweł Łoziñski spurningum
áhorfenda. Łoziñski segir að á tveim-
ur og hálfu ári hafi hann spjallað við
um tvö þúsund manns en aðeins 80
hafi endað í kvikmyndinni. Þegar
myndin var að hefjast í Bíóhöllinni
tók ég eftir því að Łoziñski læddist út
úr bíósal. Hann sagði það vegna þess
að hann fengi alltaf aðrar hugmyndir
að klippingu en hann hafði nú þegar
gert 54 drög að myndinni. Łoziñski
segir hafa verið erfitt að hætta, hann
hafi orðið háður þessari félagslegu
nánd en það er nákvæmlega það sem
áhorfendur upplifa. Við bíðum spennt
eftir því að sjá hver kemur næst. Er
það einhver sem við þekkjum? Það
kemur okkur svo sífellt á óvart að
okkur leiðist ekki heldur eru sam-
ræður við ókunnuga næg skemmtun
á fimmtudagskvöldi.
Vegfarendur Gagnrýnandi segir Svalamyndina líkasta því að sitja á kaffihúsi og fylgjast með fólkinu í kringum sig.
Skrítni karlinn á svölunum
Bíóhöllin á Akranesi (IceDocs)
The Balcony Movie / Svalamyndin
bbbbm
Leikstjórn: Paweł Łoziñski. Handrit:
Paweł Łoziñski. Pólland, 2021. 100 mín.
JÓNA GRÉTA
HILMARSDÓTTIR
KVIKMYNDIR
Rangt nafn söngkonu
Í myndasyrpu sem birtist í blað-
inu 23. júní frá uppskeruhátíð Hita-
kassans í Iðnó, þar sem fram komu
hljómsveitir og tónlistarmenn sem
komust í úrslit Músíktilrauna í ár,
stóð að söngkona með hljómsveit-
inni Bí Bí og Joð héti Svanhildur
Guðný Hjördísardóttir. Hið rétta er
að með sveitinni söng Lára Ruth
Clausen og einnig Fannar Árni
Ágústsson.
LEIÐRÉTT
Sirens of Poland, eða Sírenur Pól-
lands, nefnist sýning pólska mynd-
listarmannsins Mateusz Hajman
sem opnuð verður í dag kl. 14 í Café
Pysju, Hverafold 1-3 í Grafarvogi.
„Pólska sumrið; einhvers staðar
milli íbúðarblokkanna, við árfar-
veginn, inni í skóginum, úti við
strandlengjuna. Þessa letilegu daga
er erfitt að greina hvern frá öðrum.
Sæluríkur tíminn smýgur milli
fingranna,“ segir m.a. í tilkynningu
um sýninguna en á henni má sjá
ljósmyndir af konum að sumarlagi
úti í náttúrunni.
Hajman myndar hinar ungu kon-
ur og einnig karla þar sem þau eru í
makindum sínum og „minnir okkur
á að áhorfandinn sjálfur mun nema
erótíkina“, eins og því er lýst í til-
kynningu.
Sýningin er haldin í tengslum við
Reykjavík Fringe Festival og stend-
ur til 21. ágúst. Hajman er þekktur
meðal sinnar kynslóðar í heima-
landi sínu og víðar, að því er fram
kemur í tilkynningu og þá einkum
fyrir ljósmyndir af konum. Café
Pysja er nýstofnað sýningarrými
fyrir myndlist og er að hluta til
listamannarekið. Það er einnig
kaffihús, eins og nafnið gefur til
kynna. Sýning Hajman er sú þriðja
sem haldin er í Café Pysju.
Sírenur Póllands í Café Pysju
Náttúra Ein af myndum Hajmans sem voru
teknar í sumarsælu við vatn í Póllandi.
Magnea Tómasdóttir, Kjartan Guðnason og Kjartan
Valdemarsson flytja sönglög á stofutónleikum Gljúfra-
steins á morgun, 26. júní, kl. 16. Á efnisskrá verða söng-
lög eftir Atla Heimi Sveinsson og Jón Ásgeirsson við
texta Halldórs Laxness og Jónasar Hallgrímssonar. Að-
gangseyrir er kr. 3.500 og fer miðasala fram í móttöku
safnsins fyrir tónleika.
Stofutónleikar verða haldnir á Gljúfrasteini alla
sunnudaga kl. 16 í sumar. Þeir hafa verið fastur liður í
safninu allt frá árinu 2006. Í tíð Halldórs og eiginkonu
hans, Auðar, voru reglulega haldnir tónleikar í stofunni
þar sem innlent og erlent tónlistarfólk kom fram.
Sönglög með nýjum blæ á Gljúfrasteini
Magnea
Tómasdóttir