Morgunblaðið - 25.06.2022, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 25.06.2022, Blaðsíða 40
BESTA SKIPAFÉLAGIÐ Í EVRÓPU 10 ÁR Í RÖÐ OG 5 ÁR Í KARÍBAHAFI KARÍBAHAF 17.-29. NÓVEMBER Verð frá kr. 495.000 á mann í 2ja manna inniklefa með PREMIUM ALLT INNIFALIÐ - ORLANDO - COZUMEL - COSTA MAYA - ROATÁN - HARVEST CAYE ALLT INNIFALIÐ Í ÖLLUM SIGLINGUM EKKI BORGA MEIRA EN ÞÚ ÞARFT Sími 587 1717 www.sulatravel.is Stangarhyl 1 110 Reykjavík GERUM TILBOÐ FYRIR HÓPA OG EINSTAKLINGA OPNUNARTÍMAR MÁNUDAGA-FIMMTUDAGA 10-14 NÁNAR Á WWW.SULATRAVEL.IS YFIR ATLANDSHAF FRÁ NEW YORK 19. apríl til 9. maí 2023 Azoreyjar, Madeira, Cadiz (Sevilla), Malaga, Mallorka, Marseille og Barcelona Verð frá kr. 600.000 á mann KARÍBAHAF 16.-28. febrúar 2023 Orlando, Cozumel, Costa Maya, Roatán, Harvest Caye Verð frá kr. 460.000 á mann MIÐJARÐARHAF 14.-26. maí 2023 Cannes, Liveorno, Róm, Napoli, Cagliari, Mallorca, Ibiza og Barcelona Verð frá kr. 490.000 á mann Free at Sea Hljómsveitin Brek heldur tónleika víða um land dagana 26. júní til 9. júlí, alls 12 opinbera tónleika auk þess að leika fyrir aldraða á dvalarheimilum. Hljómsveitin leik- ur einkum frumsamda, alþýðuskotna tónlist með áhrif- um úr ýmsum áttum en meðlimir leggja mikla áherslu á að skapa áhugaverða en notalega stemningu í hljóð- færaleik sínum og einnig er lögð áhersla á fjölskrúðuga notkun íslenskrar tungu í textagerð. Brek hefur ferðina í Norræna húsinu á morgun, heldur þaðan til Víkur í Mýrdal, Seyðisfjarðar, Eskifjarðar, Borgarfjarðar eystri, Neskaupstaðar, Egilsstaða, Kópaskers, Siglufjarðar, Akureyrar, Dalvíkur og endar í Ólafsfirði. Brek heldur í 12 tónleika ferðalag LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 176. DAGUR ÁRSINS 2022 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í lausasölu 1.330 kr. Áskrift 8.383kr. Helgaráskrift 5.230 kr. PDF á mbl.is 7.430 kr. iPad-áskrift 7.430 kr. Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Ríkjandi Íslandsmeistarar Víkings úr Reykjavík unnu nauman 1:0-sigur á Inter d’Escaldes, meisturunum frá Andorra, í úrslitaleik forkeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu karla á Víkingsvelli í gærkvöldi og tryggðu sér þannig sæti í 1. umferð undankeppni keppninnar. Kristall Máni Ingason skoraði sigurmark Víkings um miðjan síðari hálfleikinn. Víkingur mætir Svíþjóðarmeisturum Malmö í 1. um- ferðinni. Þjálfari Malmö er Serbinn Milos Milojevic, fyrrverandi þjálfari og leikmaður Víkings. »32 Víkingur vann úrslitaleikinn og mætir lærisveinum Milos í Malmö ÍÞRÓTTIR MENNING stórtónleika um kvöldið, þar sem fram koma Jón Jónsson, Jógvan Hansen, Unnur Birna, Guðrún Árný og Stebbi Jak. Að þeim loknum verður stórdansleikur í tjaldinu. Hljómsveitin Góss slær síðan botn- inn í hátíðina í Reykjadalsskálanum á sunnudaginn.“ Hann leggur áherslu á að allir dagskrárliðir hátíð- arinnar séu ókeypis nema viðburð- irnir í tjaldinu. „Fyrirtæki í bænum hafa gert okkur kleift að hafa ókeyp- is aðgang að dagskránni í garðinum en selt verður á viðburði í tjaldinu.“ Þrennt vekur sérstaka athygli í Hveragerði í sumar. Utanvega- hlaupið Hengill Ultra var fyrstu helgina í júní, síðan er það Allt í blóma um komandi mánaðamót og svo Blómstrandi dagar í ágúst. „Tilgangurinn með hátíðinni er að vekja athygli á möguleikunum sem Hveragerði hefur upp á að bjóða og bæta við annars öflugt mannlíf í bænum,“ segir Sigurgeir. „Hér býr margt tónlistarfólk og annað list- hneigt fólk, menning er í hávegum höfð og fjölbreytt flóra.“ Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Fjölskyldu-, skemmti- og tónlistar- hátíðin Allt í blóma í Hveragerði var fyrst haldin í Lystigarðinum í bæn- um í fyrrasumar, heppnaðist vel og leikurinn verður endurtekinn um næstu helgi. „Lystigarðurinn er sér- staklega flottur, en óþekktur hjá mörgum. Svæðið er lítið notað og því tilvalið að vekja athygli á því með svona skemmtun,“ segir Sigurgeir Skafti Flosason, framkvæmdastjóri og skipuleggjandi hátíðarinnar. Hjónin og tónlistarfólkið Sigur- geir og Unnur Birna Bassadóttir hafa búið í Hveragerði í fimm ár. Hann hefur spilað á bassa í ýmsum hljómsveitum, rekur hljóðkerfaleigu og skipuleggur viðburði á Suður- landi, höfuðborgarsvæðinu og víðar. „Því var ekkert eðlilegra en að kýla á skemmtun í fyrra, enda allt til alls í Lystigarðinum og þetta er eðlileg þróun á starfi mínu,“ segir hann. „Svæðið er í skjóli, skammt frá Varmá, og ég sá fyrir mér að þarna væri gaman að halda skemmtun á góðu sumarkvöldi.“ Fjölbreytt dagskrá Hátíðin verður frá fimmtudegi til sunnudags. Haldnir verða viðburðir víðs vegar í Hveragerði með áherslu á dagskrá í Lystigarðinum. „Lang- tímaspáin er einstaklega góð í Ár- nessýslu, en við setjum upp tjald fyrir ákveðna viðburði,“ segir Sig- urgeir og bætir við að mikilvægt sé að bjóða upp á fjölbreytta dagskrá svo allir finni eitthvað við sitt hæfi: „Á föstudaginn verða fjölskyldu- tónleikar með Reykjavíkurdætrum klukkan fimm og stórtónleikar með Magnúsi og Jóhanni hefjast í tjald- inu klukkan átta um kvöldið. „Á laugardaginn byrjum við með barnaskemmtun í hádeginu, verðum með Suðurlandsdjass með Kristni Svavarssyni klukkan þrjú og fría Allt í blóma í Hvera- gerði annað árið í röð - Fjölskyldu-, skemmti- og tónlist- arhátíð fyrir alla aldurshópa Ljósmynd/Dagný Dögg Steinþórsdóttir. Í Lystigarðinum Sigurgeir Skafti Flosason og Unnur Birna Bassadóttir með dóttur sína, Náttsól Viktoríu Sigurgeirsdóttur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.