Morgunblaðið - 19.07.2022, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.07.2022, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ 2022 Hágæða vinnuföt í miklu úrvali Sérmerkjum fyrir fyrirtæki Mikið úrval af öryggisvörum Verkfæri og festingar vinnuföt fást einnig í HAGI ehf • Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414 3700 • hagi@hagi.is • hagi.is • Hagi ehf HILTI Opið: 8-18 virka daga – 10-12 laugardaga Þjóðkirkja Íslands er sögð vera í lægð nú um stundir. Þeim, sem stofnaði hana í önd- verðu, mun þó ekki verða skotaskuld úr að reisa hana við að nýju, þegar Honum líst. Borin von? Frá fyrsta degi var staða kirkjunnar álitin hæpin, að ekki sé meira sagt. Tólf menn af alþýðustétt höfðu fengið þau fyrirmæli að prédika, að Jesús frá Nasaret væri Kristur, að heittrúar- maður, sem tekinn hafði verið af lífi, væri Guðs sonur og að Honum, sem hafði dáið yfirgefinn og vanmáttugur fyrir allra augum, væri gefið allt vald á himni og jörðu. Þetta skyldu þeir prédika í borg, þar sem meistara þeirra hafði þegar verið hafnað, boða það meira að segja fólki, sem hrópað hafði: „Krossfestu, krossfestu.“ Allir skynsamir menn hlutu að sjá, að slíkt verkefni hlaut að vera vonlaust frá upphafi. Dauðann sigraði fyrir oss Og þó lánaðist þetta! Allt svarta- gallsraus manna datt dautt. Hér var nokkuð að verki, sem stjórnmála- menn og fyrirfólk var ekki vant að taka með í reikninginn. Þessa þáttar, sem mönnum sást yfir, hafði Gam- alíel gamli beðið Ráðið að minnast, þegar hann sagði íhugandi: „Sé þetta ráð eða verk frá mönnum, verður það að engu, en sé það frá Guði, þá megn- ið þér ekki að yfirbuga þá. Og það má eigi verða, að þér berjist við sjálfan Guð.“ Kirkja vors Guðs er gamalt hús Þá og því aðeins er hægt að pré- dika, að líflátinn spá- maður hafi sigrað dauð- ann, að hann hafi í raun og sannleika sigrast á dauðanum. Og þá og því aðeins er hægt að fara á stúfana og gera fólk að lærisveinum hans, að hann sé í raun og sann- leika Herra lifenda og dauðra. Þetta er hið mikla tækifæri kirkj- unnar – og raunar hinn eini valkostur hennar: Að trúa á hinn upprisna Drottin sinn, ganga án vafninga í þjónustu hans, boða orð hans klárt og kvitt, og án þess að draga nokkuð undan, eða eins og segir í vígsluheit- inu „að prédika Guðs orð hreint og ómengað, eins og það er að finna í hinum spámannlegu og postullegu ritum og samkvæmt vitnisburði vorr- ar evangelísk-lúthersku kirkju í játn- ingum hennar“. Og sinna verki Drottins óttalaust, jafnvel þótt það kosti, að við „mótumst eftir honum í dauða hans“. Öll tilvist kirkjunnar byggist á þessu undri: að hann, sem var dáinn, er risinn upp frá dauðum og er nú með þeim, sem honum heyra til, alla daga – allt til enda veraldar- innar. Og kirkjan er sjálf hluti af þessu kraftaverki. Guðs mun þó bygging ei hrynja Kirkjan væri ekki til, ef kraftur upprisu Krists væri ekki að verki í henni. Þegar Kristur reis upp frá dauðum, hófst nýtt tímabil, hvorki meira né minna. Í fyrsta lagi náði saga heimsins í raun lokamarki sínu. Þegar líkami Krists, sem var særður, blóði storkinn og líflaus, með þorn- aðan rómverskan hráka í andlitinu, kom út úr gröfinni ummyndaður að nýju, hafði hin fallna og forgengilega sköpun í fyrsta sinn náð „dýrðarfrelsi Guðs barna“. Þessi nýi veruleiki, þegar dauðinn var uppsvelgdur af líf- inu, er lokamark gjörvallrar verald- arsögunnar. „Vér væntum eftir fyr- irheiti hans nýs himins og nýrrar jarðar, þar sem réttlæti býr,“ segir postulinn um það mál. Þessi endur- fæðing, sem umbreytir öllu, og þar sem hið dauðlega uppsvelgist af lífinu og þetta hið forgengilega hefur íklæðst óforgengileikanum, sú end- urfæðing hefur nú ræst og er orðin að veruleika í upprisu Jesú Krists, frelsara vors. Í þessum punkti, og honum einum, hefur lífið nýja nú þegar opinberast í þessum hverfula heimi. En hinn sami kraftur er og alls staðar að verki í leyndum. Þar sem heimurinn eignast hlutdeild í lífi Krists, er það undir formerki leynd- ardóms Guðs. Börn sín vill hún Kristi klæða Þar sem hinn upprisni er, þar er og lífið nýja. Í veröldinni miðri, þeirri veröld, sem er undirorpin illsku, þjáningu, ósigrum, – þar er kraftur upprisunnar að verki. Enn þá er hann samt hulinn og verkar í leynd- um, alveg á sama hátt og guðdómur Krists var falinn undir mannlegu gervi hans. En þessi kraftur er samt óvefengjanlega til staðar. Hann tek- ur á sig mynd, sem hver maður getur séð og hvert eyra getur heyrt. Þessi ytri mynd er Orðið, sakramentið, guðsþjónustan, söfnuðurinn, emb- ættið. Allt það, sem hinn upprisni gerir, allt það, sem hann dregur til sín, allt það, sem hann réttlætir og helgar, allt það, sem hann með ein- hverjum hætti notar sem farveg fyrir náð sína, náðarmeðalið, allt er það gegnsýrt af hinum leyndu kröftum upprisunnar. Og samnefnari alls þessa, þessa nýja lífs upprisunnar í hinum gamla heimi syndarinnar og dauðans, – það er hin heilaga, al- menna kirkja. Stöndum vörð um þjóðkirkju Ís- lands! Íslenska kirkjan Eftir Gunnar Björnsson » Samnefnari þessa nýja lífs uppris- unnar í hinum gamla heimi syndarinnar og dauðans, – það er hin heilaga almenna kirkja. Gunnar Björnsson Höfundur er pastor emeritus. Grunnt er á Vísinda- grunni gruggugt í viskunnar brunni þó karlarnir kunni að keppa við Unni kannski þeir fari frá hlunni. Þau eru orðin nokkuð mörg, sumrin sem stórhvelin náðu að éta meira en millj- ón tonn af þorski úr árgangi sem byrjaði með um 200 þúsund tonn- um. Af hrognum og sviljum. Þetta gerist þó eingöngu ef skilyrði ljós- tillífunar eru sæmileg. Það hlýtur að teljast mikið afrek hvalanna að ná að veiða 500% af ĺífmassa ár- gangs þorsks á innan við hálfu ári án þess að það ylli miklum skaða fyrir vísitölu eins árs þorska eða hefði teljandi áhrif á nýliðafjöldann tveimur árum síðar. Ef hvalirnir væru íslenskir menn væru þeir örugglega búnir að fá fálkaorðuna fyrir afrekið að sýna fram á að hægt er að veiða 500% úr árgangi sem hefur náttúrulegan dánar- stuðul 99,8% með skekkjumörkum upp á 0,2% frá hrognum til eins árs. Árangur árgangsins að lifa af tæp 600% afföll af lífmassa sínum hlýtur þó að vera enn meiri. Að- eins einn árgangur þorsks hefur hærri náttúrulegan dánarstuðul en fyrsta árs þorskar og það er síð- asta árið sem þorskar lifa í við- komandi árgangi en þá er stuðull- inn 100% með 0,0% skekkjumörkum. Fiskifræðingar hafa valið að nota fastan náttúrulegan dánar- stuðul í útreikningum sínum á stofni sem stundar sjálfrán þegar við á og þar sem skörun árganga getur verið mjög breytileg. Þeir völdu um 20% stuðul og byggja mat sitt á áhrifum veiða á stofn- stærð á þeirri tölu. Einnig notuðu þeir þessa tölu í aldurs/aflagrein- ingar árganga þannig að hugsan- legar breytingar á náttúrulegum dánarstuðlum koma allar fram sem vitlausir bíómassar í endanlegum stofnformum þeirra og gerir þau ónothæf til skilnings. Auk þess virðast þeir neita að horfast í augu við að auknar veiðar lækki náttúrulega stuðulinn. Fiskifræð- ingar stunduðu áratugum saman smáfiskavernd til að byggja upp öldrun í þorskstofninum og reyna að fá mikið af stórum fiski sem ódýrt er að veiða fyrir stór- útgerðina. Þeir notuðu reglur sem lokuðu veiðum þegar viðkom- andi smáfiskaárgangur var stórt hlutfall af afla en létu sig litlu varða örlög þeirra sem varla sáust sökum fæðar. Þótt ég leyfi mér að blanda sam- an lífmassa og stakafjölda í ofan- greindum samanburði ætti hann að duga til að bera saman aðferðir náttúrunnar og Hafró fyrir þá sem vilja skilja stöðuna. Allir sem koma nálægt sjávar- útvegi þurfa að gera sér grein fyr- ir að jafn mikil ábyrgð fylgir því að vernda stofn eða stofnhluta og að veiða hann. Allt kjaftæði um sjálfbærar veiðar er innihaldslaust orðagjálfur nema það sé viður- kennt. Einfalda reglan er sú að ef þú veiðir gerir þú þeim gagn sem eru neðar í fæðukeðjunni en þeim ógagn sem eru ofar. Ef þú verndar gerirðu þeim gagn sem eru ofar í fæðukeðjunni en þeim ógagn sem eru neðar. Sjálfsagt er að hafa frjósemisþætti í huga þegar það er metið. Verndarstefna Hafró hefur þó reynst hernaður gegn nýliðun þorskstofnsins ef árangur og stærð hrygningarstofns eru höfð í huga. Ekki veit ég hvort hvalir nota stuðla og vísitölur en hitt sýnist mér augljóst að þeir standi ís- lenskum fiskifræðingum og erlend- um kollegum þeirra miklu framar hvað varðar skilning á orkunýtingu lífríkisins í hafinu enda hafa þeir haft mun lengri tíma til að öðlast hann. Um vísitölur og dánarstuðla Eftir Sveinbjörn Jónsson Sveinbjörn Jónsson » Allir sem koma ná- lægt sjávarútvegi þurfa að gera sér grein fyrir að jafn mikil ábyrgð fylgir því að vernda stofn eða stofn- hluta og að veiða hann. Höfundur er sjómaður og ellilífeyrisþegi. svennij@simnet.is Það nýjasta frá Svandísi Svavars- dóttur í strandveið- unum er að hörfa. Hún ætlar að leggja fram frumvarp í haust og taka upp svæðaskiptingu á kvóta strandveiðanna á nýjan leik. Kerfi sem var meingallað, kerfi sem hvatti strandveiðisjómenn út, hvernig sem viðraði, til að ná í eitthvað af kvótanum. Þá var nefnilega ákveðið magn sett á strandveiðar, sem var svo skipt jafnt á milli svæða og deilt á mán- uðina. Sem leiðir til þess að ef ein- hver afkoma á að nást keppast menn við að róa stíft fyrstu dag- ana meðan til er afli. Það voru aldrei fleiri en 5-7 dagar sem menn náðu á þeim svæðum þar sem fjöldi báta var mestur. Það er alltaf verið að búa til kerfi sem svo leiða til ójafnaðar og sundr- ungar. Væri ekki skyn- samlegra að gefa strandveiðar bara frjálsar og þá eru menn ekki að stefna sjálfum sér og öðrum í nein óefni. Þá væri hægt að endurvekja ljómann sem var yfir höfnum landsins, þeg- ar enginn trillusjó- maður reri nema þegar blíða var á miðunum. Nei, það vill Svandís ekki, held- ur ala á grófri mismunun og ójöfn- uði. Er Svandís að skíta í nytina sína? Eftir Hjört Sævar Steinason Hjörtur Sævar Steinason » Afturför Svandísar ráðherra! Höfundur er sjómaður. hjortur@jakinn.is ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS VANTAR ÞIG PÍPARA?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.