Morgunblaðið - 19.07.2022, Síða 21

Morgunblaðið - 19.07.2022, Síða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ 2022 ✝ Páll Krist- jánsson fædd- ist á Austaralandi í Öxarfirði 18. apr- íl 1941. Hann lést á Landspítalanum Fossvogi 6. júlí 2022. Foreldrar Páls voru Kristján Páll Sigurðsson, bóndi og hreppstjóri á Grímsstöðum á Fjöllum, f. 8.2. 1906, d. 27.6. 1985, og Aðalbjörg Vilhjálms- dóttir frá Sandfellshaga í Öx- arfirði, f. 19.10. 1917, d. 11.2. 1991. Systur Páls eru Þóra Júl- íana Kristjánsdóttir, f. 1944, Aldís Margrét Kristjánsdóttir, f. 1948 og Kristjana Emelía Kristjánsdóttir, f. 1948. Auk þess átti Páll bróður, Sigurð Kristjánsson, f. 1958, sem dó í frumbernsku. Páll eignaðist með Áslaugu Magnúsdóttur frá Akureyri, f. 29.5. 1944, soninn Gunnar, f. en þá flyst hann til Reykjavík- ur til að leita sér lækninga við bakvandamálum sem öftruðu honum frá því að sinna bú- störfum. Þar kynntist hann Guðnýju Daníelsdóttur, lækni frá Árgerði í Svarfaðardal, og hófu þau búskap í Reykjavík stuttu síðar. Þeim varð tveggja barna auðið, Dýrleifar og Kristjáns, en fyrir átti Guðný soninn Daníel Ágúst Haralds- son og dótturina Söru Haralds- dóttur. Páll var heimavinnandi á árunum um og upp úr 1980, börnin áttu hug hans allan. Páll innritast í öldungadeild Menntaskólans við Hamrahlíð 1982 og útskrifast þaðan 1986. Hann hóf þá störf í Bún- aðarbankanum, síðar Kaup- þingi og vann þar í 23 ár til starfsloka. Páll vann þar við gjaldeyrismál. Páll og Guðný ferðuðust víða árin á eftir og fóru meðal annars til Írans og annarra Mið-Austurlanda. Þau skildu 2018 og síðan þá hefur Páll búið á Eir. Útför hans fer fram frá Grensáskirkju 19. júlí 2022, klukkan 13. 14.3. 1970. Eig- inkona Gunnars er Giti Chandra, f. 1965, þau eiga tvær dætur. Með Hrefnu Jónsdóttur frá Húsavík, f. 28.9. 1943, dótt- urina Ágústu Jónu, f. 16.3. 1972. Eiginmaður Ágústu er Ingólfur Stefánsson, f. 1970, þau eiga einn son. Páll hóf sambúð með Guðnýju Daní- elsdóttur árið 1978. Börn Páls og Guðnýjar eru: Dýrleif Björk, f. 30.3. 1979, og Krist- ján Páll, f. 9.3. 1882. Dýrleif á tvö börn með fv. eiginkonu sinni, Lindu Björk Jóhanns- dóttur, f. 1977. Sambýliskona Kristjáns er Anita Ómars- dóttir, f. 1983, þau eiga einn son. Páll ólst upp á Gríms- staðatorfunni á Hólsfjöllum og varð síðar bóndi þar til 1978 Það er mikilvægt öllum börnum og unglingum að eiga sér góða fyr- irmynd. Páll var okkur krökkun- um, systrum sínum og frændum á Grímsstöðum, góð fyrirmynd. Hann var ímynd dugnaðar og hreysti. Og hann var góður í frjálsum íþróttum sem var mjög eftirsóknarvert í sveitinni á árun- um í kringum 1960. Páll var góður hlaupari en kastgreinar voru hans sérgrein, kastaði kúlu og kringlu og keppti í þeim greinum á hér- aðsmótum í Ásbyrgi. En það sem skipti okkur yngri krakkana mestu máli var að hann gaf sér tíma til að sinna okkur. Félagslíf á Hólsfjöllum var frekar fábreytt en Páll var mjög félagslyndur, gerði sér far um að viðhalda ungmenna- félaginu og var ólatur að skreppa í heimsóknir á bæi. Mér fannst það ómetanlegt að vera í félagsskap manns sem hafði bílpróf. Meðan búið var á Víðirhóli og Grundar- hóli var skroppið í kvöldheimsókn- ir, oft setið fram á nótt við spil og spjall. Í Hólsseli voru gjarnan „hljómsveitaræfingar“ þar sem Siggi Kalli spilaði á nikkuna og Páll hafði lítið trommusett með- ferðis. Ég fékk að syngja með áð- ur en ég fór í mútur. Minnisstæð- ust er mér leiðsögn Páls þegar kom að því að fara út í stóra heim- inn og læra að skemmta sér. Hann var traustur eldri frændi sem kunni að umgangast áfengi, og reyndi að kenna okkur hinum yngri að ganga hægt um gleðinnar dyr. Ferðir á sveitaböll í nærliggj- andi sveitum voru talsverð ferða- lög á misþýðum jeppum á lélegum malarvegum. Páll var ferðafús og dugnaðarmaður við akstur. Páll var stoð og stytta foreldra sinna við búskapinn, en þegar að því kom að eðlilegt hefði verið að Páll tæki við búi af foreldrum sín- um var byggð á Hólsfjöllum mjög tekin að strjálast og horfur ekki glæsilegar í sauðfjárbúskap í þeirri sveit. Um þetta leyti hitti hann Guðnýju Daníelsdóttur og hóf búskap með henni í Reykjavík. Þau eignuðust tvö börn saman, en áttu fyrir tvö börn hvort. Hann undi hag sínum vel á mölinni, starfaði hjá Búnaðarbankanum lengst af og reyndist traustur og góður heimilisfaðir. Síðustu árin háði hann harða baráttu við syk- ursýki, sjúkdóm sem dró hann til dauða. Eftir langa sjúkrahúsvist, þar sem taka þurfti neðan af báð- um fótum, flutti hann í íbúð á Eir í Grafarvogi og undi hag sínum all- vel. Mér auðnaðist að heimsækja hann alloft, þótt Kóvíd-faraldur- inn hamlaði fundum. Nutum við þess báðir að rifja upp æskudaga á Fjöllunum. Fjöllin eru umgjörðin um Pál Kristjánsson í minning- unni, umgjörðin um góðan félaga og fyrirmynd. Við Guðrún sendum börnum hans, systrum og öðrum ástvinum samúðarkveðjur við andlát þessa góða drengs. Ævar Kjartansson. Nú hefur elsku Páll kvatt þenn- an heim. Hann var móðurbróðir minn og á sérstakan stað í mínu hjarta. Hann var hlýr og góður maður. Alltaf jákvæður og iðulega tilbúinn að hjálpa. Ég eyddi mikl- um tíma með honum þegar ég var unglingur. Yngsti sonur hans, Kristján, er á svipuðum aldri og ég og við vorum bestu vinir í æsku. Ég kom oft að heimsækja þau í Reykjavík. Páll tók alltaf vel á móti mér. Hann var gestrisinn og var fljótur að setja upp hlaðborð með ýmsum kræsingum. Hann var líka mikið með okkur strákun- um og alltaf til í að hjálpa okkur og skutla þegar við vildum skreppa eitthvað. Systkini mín, Anna og Ingó, áttu líka gott samband við hann og þótti ofboðslega vænt um hann. Þín er sárt saknað, elsku Páll minn. Hvíldu í friði. Sigurður Rögnvaldsson, Anna Margrét Rögnvalds- dóttir og Ingólfur Rögn- valdsson. Páll Kristjánsson Minningarvefur á mbl.is Minningar og andlát Á minningar- og andlátsvef mbl.is getur þú lesið minningargreinar, fengið upplýsingar úr þjónustuskrá auk þess að fá greiðari aðgang að þeirri þjónustu sem Morgunblaðið hefur veitt í áratugi þegar andlát ber að höndum. Andláts-, útfarar- og þakkartilkynningar eru aðgengilegar öllum. www.mbl.is/andlát Minningargreinar Hægt er að lesa minningar- greinar, skrifa minningargrein og æviágrip. Þjónustuskrá Listi yfir aðila og fyrirtæki sem aðstoða þegar andlát ber að höndum. Gagnlegar upplýsingar Upplýsingar og gátlisti fyrir aðstandendur við fráfall ástvina. ✝ Birna Þor- steins Viggós- dóttir fæddist í Reykjavík 1. apríl 1935. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Ísafold í Garðabæ 5. júlí 2022. Hún var dóttir hjónanna Mar- grétar Guðlaugar Halldórsdóttur, f. 27. maí 1906, d. 11. desember 1939, og Viggós Krist- ins Þorsteinssonar, f. 2. júní 1903, d. 10. september 1941. Systkini hennar voru Anna Em- ilía Viggósdóttir, f. 7. júní 1931, d. 14. mars 2020, og Þorsteinn Júlíus Viggósson, f. 8. nóvember 1936, d. 2. júlí 2015. Eiginmaður Birnu var Sig- urjón Viðar Alfreðs Guð- laugsson, f. 29. nóvember 1934, d. 19. nóvember 1994. Þau gengu í hjónaband 3. september 1955. Börn þeirra eru: 1. Alfreð Viggó Sigurjónsson, f. 24. sept- ember 1955, sem var kvæntur Elínu Hauksdóttur, f. 22. nóvem- ber 1960. Börn þeirra eru Hauk- ur Viðar Alfreðsson og Brynjar Smári Alfreðsson. Alfreð og Elín slitu samvistir. Sambýliskona Alfreðs er Guðný Guðmunds- dóttir, f. 25. október 1960. 2. Bára Sigurjónsdóttir, f. 3. des- ember 1956, gift Garðari Agnari Garðarssyni, f. 19. janúar 1956. Börn þeirra eru Elín Hrund Garðarsdóttir, Sigurjón Friðrik Garðarsson, Garðar Björn Garð- arsson, Sverrir Ingi Garðarsson og Ísak Einir Garðarsson. 3. Svavar Páll Sigurjónsson, f. 23. apríl 1964. Sam- býliskona hans er Anna María Hjalta- dóttir, f. 10. maí 1966. Börn þeirra eru Hjalti Már Svavarsson, Birna Ósk Svavarsdóttir, Hulda Sunna Svav- arsdóttir og Hekla Rún Svavarsdóttir. 4. Margrét Milla Sigurjónsdóttir, f. 28. júlí 1971, gift Hrannari Erni Hrannarssyni, f. 24. apríl 1967. Börn þeirra eru Hrannar Tumi Hrannarsson, Sigurjón Hrafn Hrannarsson og Arndís Klara Hrannarsdóttir. Langömmu- börnin eru 22 talsins. Birna ólst upp í Reykjavík með systkinum sínum, mest- megnis hjá föðursystur sinni Svövu Þorsteinsdóttur og einnig hjá móðursystur, Ingileif Hall- dórsdóttur Malmberg. Hún gekk ung í Kvennaskóla Reykjavíkur. Eftir nám starfaði hún meðal annars hjá Sjúkrasamlaginu. Birna og Sigurjón voru ein af frumbyggjum Garðahrepps, en þau byggðu hús í Silfurtúni. Eft- ir að þau fluttust í Garðabæ starfaði Birna mikið með börn- um, fyrst á róló í Silfurtúni og svo á leikskólum í Garðabæ, þar á meðal fyrsta leikskóla hrepps- ins. Einnig starfaði hún um tíma sem dagmóðir. Auk þess kenndi hún börnum tónfræði og á píanó. Birna bjó í Garðabæ til hinsta dags, síðustu ár á Hjúkr- unarheimilinu Ísafold. Útför Birnu fer fram frá Garðakirkju í dag, 19. júlí 2022, klukkan 13. Í hjarta mínu er lítið ljós, sem logar svo skært og rótt. Í gegnum torleiði tíma og rúms það tindrar þar hverja nótt. Það ljós kveiktir þú, móðir mín, af mildi, sem hljóðlát var. Það hefur lifað í öll þessi ár, þótt annað slokknaði þar. Og þó þú sért horfin héðan burt og hönd þín sé dauðakyrr, í ljósi þessu er líf þitt geymt, – það logar þar eins og fyrr. Í skini þess sífellt sé ég þig þá sömu og þú forðum varst, er eins og ljósið hvern lífsins kross með ljúfu geði þú barst. Af fátækt þinni þú gafst það glöð, – þess geislar vermdu mig strax og af fátækt minni það litla ljós mun lýsa til hinsta dags. (Jóhannes úr Kötlum) Blessuð sé minning elsku hjartans mömmu. Margrét Milla Sigurjónsdóttir. Í dag kveð ég elsku ömmu Birnu. Margar minningar fara í gegnum hugann, minningar sem gleðja og skilja eftir hlýju í hjart- anu. Síðustu árin sem amma lifði var hún komin inn í heim alz- heimers, hjá okkur en á sama tíma fjarverandi. Daginn áður en amma kvaddi var ég búin að segjast ætla að kíkja á hana eftir vinnu. Um morguninn klæddi ég mig í fín föt því að hún amma mín var skvísa og var aldrei að fela það ef henni fannst maður ekki vera nógu vel til hafður, sagði það bara hreint út. Ég man bara eftir ömmu með langar og naglalakkaðar neglur, og voru þær systur mjög passa- samar á að amma væri alltaf með naglalakk þegar hún hætti að geta séð um það sjálf. Bæði börnin mín voru svo heppin að kynnast langömmu sinni og amma þreyttist ekki á að segja þeim frá þegar Emanúel kom í heimsókn þá spurði hann alltaf „langa mín. Áttu rúsínur?“ Já, ömmu fannst það svo sniðugt þar sem hún, langa hans, var alls ekki há í loftinu. Ömmu fannst gaman að hlusta á tónlist og var ævinlega kveikt á útvarpinu hjá henni. Mér er það minnisstætt á einu afmælinu hennar þegar Ásgeir Páll maður- inn minn kom og söng fyrir hana, lög eftir Sigfús Halldórsson, eða Fúsa frænda eins og hann var alltaf kallaður. Amma dillaði sér og söng með. Amma hélt mikið upp á Fúsa móðurbróður sinn og svo gaman að sjá hvað þetta gladdi hana mikið. Ég sat hjá ömmu þegar hún kvaddi, í útvarpinu hljómaði „Nú liggur vel á mér“ sem ég er viss um að átti við, að það hafi legið vel á ömmu þar sem hún var á leið að hitta foreldra sína sem hún missti sem barn, eiginmann sinn og systkini. Elsku amma mín, hvíl í friði. Við hittumst aftur seinna. Elín Hrund. Birna Þorsteins Viggósdóttir Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birtingar í öðrum miðlum nema að fengnu samþykki. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.