Morgunblaðið - 19.07.2022, Síða 12
12 FRÉTTIR
Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ 2022
Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is
Fékk bíllinn
ekki skoðun?
Aktu áhyggjulaus í burt á nýskoðuðum bíl
Sameinuð gæði
BJB-Mótorstilling þjónustar
flesta þætti endurskoðunar
anngjörnu verði og að
ki förum við með bílinn
n í endurskoðun, þér
kostnaðarlausu.
á s
au
þin
að
« Árshækkun heildarlauna á greidda
stund var 7,3% á fyrsta ársfjórðungi
2022 en ársfjórðungsleg hækkun nam
0,6%, að því er fram kemur í tilkynn-
ingu á vef Hagstofu Íslands.
„Vísitala heildarlauna varpar ljósi á
þróun launa þar sem breytingar á sam-
setningu vinnuafls og vinnutíma hafa
áhrif. Útreikningar byggja á samtölu
allra staðgreiðsluskyldra launa á
greidda vinnustund,“ sagði þar jafn-
framt um launaþróunina.
Vísitala heildarlauna
upp um 7,3% á ári
Garðar Hannes Friðjónsson, for-
stjóri Eikar fasteignafélags, segir
unnið að áreiðanleikakönnunum
vegna hugsan-
legra kaupa fé-
lagsins á öllu út-
gefnu hlutafé í
Lambhagavegi 23
ehf. og Laufskál-
um fasteigna-
félagi ehf., af
Klöpp eignar-
haldsfélagi ehf.
Upplýst var í
Kauphöll 16. júní
að náðst hefði samkomulag um
helstu skilmála kaupsamnings. Á
föstudaginn birtist svo tilkynning
um viðauka við samkomulagið.
Spurður um stöðu málsins segir
Garðar kaupin í farvegi. „Það er enn
verið að vinna áreiðanleikakannanir í
tengslum við þessi kaup, svo og end-
anlegan kaupsamning,“ segir hann.
Áðurnefnd tvö félög eiga stórar
fasteignir en þar fer fram grænmet-
isrækt Lambhaga ehf. sem einnig er
í eigu seljanda. Samhliða tilboði Eik-
ar í fasteignafélögin gerði annar aðili
tilboð í allt hlutafé Lambhaga ehf.
Félagið Lambhagavegur 23 á tæp-
lega 12 þúsund fermetra gróðurhús í
Úlfarsárdal í Reykjavík, auk íbúðar-
húsnæðis, og Laufskálar fasteigna-
félag á lóð og fasteign í Lundi í
Mosfellsdal sem er rúmlega 6.800
fermetrar auk 14.300 fermetra
byggingarheimildar.
Garðar segir aðspurður ekki horft
til þess að kaupa húsin með niðurrif
og svo uppbyggingu í huga.
„Við erum að hugsa um að eiga
húsin og skoða áframhaldandi upp-
byggingu í Lundi. Samhliða þessum
kaupum verður reksturinn seldur en
við horfum til langtímaleigusamn-
inga,“ segir Garðar. baldura@mbl.is
- Forstjóri Eikar segir frekari uppbyggingu í Lundi í skoðun
Garðar Hannes
Friðjónsson
Hyggjast leigja eignirnar
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Lambhagi ehf. Rekstur og fast-
eignir félagsins eru í söluferli.
Logi Sigurðarson
logis@mbl.is
Kaup franska fjárfestingarsjóðsins
Ardian á Mílu af Símanum eru nú í
uppnámi eftir að Samkeppniseftir-
litið (SKE) gerði athugasemdir við
kaupin. Sjóðurinn telur þær tillögur,
sem hann hefur lagt fyrir eftirlitið,
íþyngjandi fyrir Mílu. Því vilji hann
ekki ljúka viðskiptunum á grundvelli
óbreytts kaupsamnings.
Orri Hauksson, forstjóri Símans,
segir í samtali við Morgunblaðið að
hann geri ráð fyrir því að sjóðurinn
vilji semja um lægra kaupverð á
Mílu. Helsta áhyggjuefni eftirlitsins
sé viðskiptasamband Mílu og Símans
eftir að viðskiptin gengju í gegn.
Viðskiptasamningur liggi fyrir
„Okkar ábendingar eru þær að við
teljum að það hafi fjölþætt jákvæð
áhrif að Síminn selji Mílu. Sam-
keppniseftirlitið er sjálft búið að
mæla með því að Síminn og Míla
verði ekki lengur í sama eignarhaldi
og það er verið að reyna að koma því í
kring. Að sjálfsögðu þarf að vera við-
skiptasamningur , en það er miklu
lausbeislaðra samband en eignar-
samband, sem er staðan í dag,“ segir
Orri. Ef kaupin gangi í gegn komi
sterkur aðili inn á íslenskan fjar-
skiptamarkað sem ætli að fjárfesta
mikið í bættum innviðum. Lífeyris-
sjóðirnir séu helstu eigendur fjar-
skiptafyrirtækja á Íslandi og því
myndi salan draga úr eignarhaldi
þeirra á fjarskiptamarkaði, sem SKE
hafi mælt með.
Aðspurður segir Orri það hafa
komið sér á óvart hvað SKE hafi séð
marga neikvæða fleti á þessari sölu.
„Míla er ekki seljanleg eign ef
henni fylgja ekki viðskipti við stærsta
kúnnann, að minnsta kosti þann sem
er með mestu viðskiptin við félagið í
dag. Það getur vel verið að aðrir við-
skiptavinir Mílu muni stækka um-
fram Símann í framtíðinni, sérstak-
lega þegar Míla er farin úr eignar-
haldi Símans. Þá hafa keppinautar
Símans meiri áhuga á því að versla
við Mílu. Við teljum klárlega út frá
samkeppnisvinklinum að þá sé þetta
mjög jákvætt skref,“ segir Orri.
Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýn-
ar, segir eignarhald Símans á Mílu
hafa verulega slæm áhrif á fjar-
skiptamarkaðinn, hindri uppbygg-
ingu og bitni á neytendum.
„Samkeppniseftirlitið hefur haft
orð á því lengi að Síminn þurfi að
selja Mílu. Ég vona svo sannarlega að
það sé hægt að komast að samkomu-
lagi milli Ardians, Símans og Sam-
keppniseftirlitsins svo að þessi sala
fari fram, það er best fyrir Ísland,“
segir Heiðar. Aðspurður segir Heið-
ar það ekki rökrétt hjá SKE að halda
að viðskiptasamband Símans og Mílu
verði of sterkt eftir söluna, sérstak-
lega miðað við stöðuna í dag.
Stjórnkerfið of svifaseint
Kaupsamningur Ardians og Sím-
ans var undirritaður í október í fyrra
og hljóðaði upp á 519 milljónir evra,
rúma 78 milljarða króna á þáverandi
gengi. SKE hóf að skoða söluna í
febrúar og skilaði andmælaskjali nú í
júlí.
Heiðar segir það einsdæmi í
Evrópu hve langan tíma það taki fyr-
ir eftirlitsstofnanir að vinna jafn
mikilvæg mál og hér sé um að ræða.
„Íslenska stjórnkerfið tekur sér
allt of langan tíma. Það virðist ekki
átta sig á því að Ísland er í samkeppni
um fjármagn við önnur lönd. Þegar
við erum með viðskipti sem sannar-
lega gagnast landinu og almenningi
mjög mikið, finnst mér ekki sann-
gjarnt að taka sér svona langan
tíma,“ segir Heiðar og tekur dæmi af
því að þegar Sýn seldi „stál og
steypu“ til bandarísks fjárfestinga-
sjóðs í fyrra hafi allir frestir verið
gjörnýttir. Ferlið hafi tekið þrefalt
lengri tíma en gengur og gerist í öðr-
um Evrópulöndum.
Tjáir sig ekki um einstök mál
Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráð-
herra segir í skriflegu svari ekki við-
eigandi að tjá sig um einstök mál á
borði SKE. Hún sé þó hlynnt erlendri
fjárfestingu hérlendis, bæði í þjón-
ustu- og framleiðslu. Þó þurfi að fara
varlega í erlenda fjárfestingu í inn-
viðum og auðlindum með tilliti til ör-
yggis- og varnarsjónarmiða.
Keppinautarnir sammála um söluna
- Forstjóri Símans telur Ardian vilja semja um lægra kaupverð - Forstjóri Sýnar segir seinagang
SKE einsdæmi í Evrópu - Salan góð fyrir samkeppni á markaði - SKE áður mælt með sölu á Mílu
Morgunblaðið/Eggert
Viðskipti Síminn og Ardian undirrituðu kaupsamning í október í fyrra.
Orri
Hauksson
Heiðar
Guðjónsson
Andrés Magnússon, framkvæmda-
stjóri Samtaka verslunar og þjón-
ustu, telur áhyggjur af verðbólgu
farnar að hafa áhrif á væntingar
almennings í efnahagsmálum.
Væntingavísitala Gallup var 93,6
stig í júní, en var 93,3 stig í maí
síðastliðnum, og hefur hún ekki
verið jafn lág síðan í árslok 2020.
Versnandi verðlagshorfur
Andrés bendir á nýja verðbólgu-
spá Landsbankans en samkvæmt
henni verður 9,2% verðbólga í júlí og
9,5% verðbólga í ágúst. Það er mikil
hækkun milli ára en 4,3% verðbólga
var í júlí og ágúst í fyrra (sjá graf).
„Verðlagshorfur verða sífellt
svartari. Verðbólguspá Landsbank-
ans fyrir júlí og ágúst er sú hæsta
sem hefur birst. Drífa Snædal, for-
seti ASÍ, hefur réttilega bent á vægi
innfluttrar verðbólgu í þessu efni. Þá
er aðfangakeðjan enn að hiksta
hvert sem litið er og það heldur
áfram að hafa áhrif á framboð vöru
og þar með verðlag. Það er segin
saga að svona svartsýnisspár hafa
bein áhrif á væntingar fólks.
Það er ekkert sem bendir til að
staðan í heimshagkerfinu muni fara
batnandi. Fyrir mánuði sótti ég aðal-
fund Evrópusamtaka verslunar-
innar (EuroCommerce) og á þeim
tuttugu árum síðan ég hóf að sækja
þá fundi hef ég ekki upplifað jafn
mikla svartsýni í smásölu- og heild-
sölugeiranum í Evrópu. Við áður-
nefnda þætti bætist orkukreppan í
Evrópu,“ segir Andrés.
Hefur verið mæld frá 2001
Gallup hefur frá mars 2001 mælt
væntingavísitöluna mánaðarlega.
Einstaklingar 18 ára og eldri eru
spurðir fimm spurninga: Annars
vegar um mat á núverandi efnahags-
aðstæðum og hins vegar um vænt-
ingar til efnahagslífsins.
Ef vísitalan er yfir 100 stigum eru
fleiri jákvæðir en neikvæðir um
horfurnar. baldura@mbl.is
Verðbólgan dregur úr bjartsýni
- Framkvæmda-
stjóri SVÞ bendir
á verðhækkanir
10%
8%
6%
4%
2%
0%
150
125
100
75
2021 20212022 2022
Verðbólga frá janúar 2021
og spá fyrir júlí og ágúst 2022
Væntingavísitala Gallup*
frá janúar 2021 til júní 2022
Þróun verðbólgu og væntingavísitala
4,3%
94,4
140,8
93,6
9,5%
júní 2022
8,8%
Rauntölur (Hagstofan)
Spá Landsbankans fyrir
júlí og ágúst 2022
*Vísitala yfir
100 merkir
að fleiri eru
jákvæðir en
neikvæðir um
efnahags-
horfurnar
19. júlí 2022
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 138.09
Sterlingspund 163.43
Kanadadalur 105.65
Dönsk króna 18.662
Norsk króna 13.517
Sænsk króna 13.111
Svissn. franki 141.03
Japanskt jen 0.9958
SDR 180.85
Evra 138.9
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 171.6762