Morgunblaðið - 19.07.2022, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ 2022
✝
Sigurður Hólm
Guðmundsson
fæddist á Vopna-
firði 28. júní 1932.
Hann lést í faðmi
fjölskyldunnar á
Landspítalanum
við Hringbraut 4.
júlí 2022.
Foreldrar hans
voru Guðmundur
Skagfjörð Guð-
mundsson, f. 5.
október 1879, d. 15. apríl 1954,
og Helga Gísladóttir, f. 24. apríl
1875, d. 24. apríl 1950.
Eiginkona Sigurðar var Sól-
veig María Björnsdóttir, f. 15.
október 1922, d. 26. apríl 2014,
frá Kirkjubæ í Hróarstungu.
Foreldrar hennar voru Björn
Sigurðsson, f. 10. júlí 1875, d.
24. maí 1950 og Sigurrós Eyj-
ólfsdóttir, f. 21. ágúst 1882, d. 6.
febrúar 1951.
Þau gengu í hjónaband 10.
september 1960 og eignuðust
fjögur börn, þar af eru þrjú á
lífi.
gamall og var á höfum úti í yfir
50 ár. Rúmlega tvítugur lét
hann smíða bátinn Helgu sem
skírður var í höfuðið á fóstur-
móður hans. Hann stundaði sjó-
inn á sumrin á Vopnafirði en fór
suður til Reykjavíkur á haustin
og var þar á togurum á veturna.
Hann var meðal annars á tog-
urunum Mars og Neptúnusi og
var hann einnig til sjós í Dan-
mörku á Ísafold og Geysi. Sig-
urður hætti á togurum 1960 og
flutti sig yfir á síldveiðibáta.
Sigurður rak einnig sínar eigin
fiskbúðir. Í seinni tíð kom hann
sér upp hjalli þar sem hann
verkaði hákarl og var um tíma
stórtækur hákarlaverkandi og
mikill sérfræðingur í þeim efn-
um.
Sigurður hafði gaman af því
að taka í spil og spilaði þá gjarn-
an bridge ásamt eiginkonu sinni
Maríu. Á yngri árum hafði hann
gaman af því að dansa og var
áhugamaður um samkvæmis-
dans og danskeppnir alla sína
tíð.
Sigurður og eiginkona hans
María voru bæði ættuð að aust-
an en bjuggu saman og ólu upp
börn sín í Reykjavík.
Útför Sigurðar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, 19. júlí, kl.
15.
Þau eru: 1)
Helga Rós, f. 3.
ágúst 1961, sonur
hennar og Atla Más
Sigurðssonar er
Sigurður Már, maki
Agnes Orradóttir.
2) Björn Guðgeir, f.
16. júlí 1963, synir
hans og Sigfríðar
Sigurðardóttur eru
Bjarki Steinar og
Garðar Snær. 3)
María Hlín, f. 27. ágúst 1964,
dætur hennar og Jóhanns
Hreiðarssonar eru Jenný Ýr,
eiginmaður Hrafn Davíðsson og
eiga þau þrjú börn, Hinrik Aron,
Elías Davíð og Ylfu Maríu og
Hanna María, eiginmaður Elís
Rafn Björnsson og eiga þau eitt
barn, Elmar Björn. 4) Stúlka, f.
og d. 22. mars 1969.
Sigurður ólst upp í Forna-
hvammi á Vopnafirði hjá föður
sínum Guðmundi og uppeldis-
móður Helgu. Hann stundaði
sjómennsku frá 12 ára aldri og
keypti sinn fyrsta bát 13 ára
Það er með miklum söknuði
sem ég kveð afa í dag. Það er
samt ekki bara söknuður heldur
líka þakklæti fyrir það að hafa
haft hann svona lengi hjá okkur
og að hann hafi verið svona
hress og hraustur fram á síðasta
dag. Ég er þakklátur fyrir það
samband sem við áttum og fyrir
allar þær minningar sem við eig-
um og allt það sem afi kenndi
mér í gegnum tíðina.
Það er erfitt að lýsa sambandi
mínu við afa. Hann var svo miklu
meira en bara afi minn, hann var
minn helsti stuðningsmaður í
einu og öllu, mín fyrirmynd og
minn besti vinur.
Afi var svo einstaklega góður
maður, fyndinn, hress, trúr sín-
um skoðunum og alltaf tilbúinn
að gera allt fyrir alla og ætlaðist
aldrei til neins á móti. Það er
mér minnisstætt núna í seinni tíð
hvað hann var alltaf hissa á því
hvað ég var tilbúinn að aðstoða
hann, þegar á þurfti að halda.
Sannleikurinn er sá að afi átti
þetta svo margfalt inni. Það er
kannski það sem lýsir afa best,
hvernig manneskja hann var.
Ef ég þyrfti að lýsa afa fyrir
fólki þá myndi ég fyrst og fremst
lýsa honum sem góðum manni,
barngóðum, miklum dýravini,
ótrúlega hress og fyndinn.
Hann hafði skoðanir á öllum
málum, var minnugur í spilum,
góður með tölur og skýr fram á
síðasta dag. Hann var mikill
dansari á yngri árum og mikill
dansáhugamaður í seinni tíð þar
sem hann lét sig aldrei vanta
þegar ég var að keppa hérna
heima.
Það er erfitt að finna fé-
lagslyndari mann. Afi keyrði bíl
milli staða fram á síðasta dag.
Hann mætti á hverjum morgni á
N1 eða Kaffivagninn til þess að
fá sér kaffisopa og ræða við
mann og annan. Hann var dug-
legur að hringja í útvarpið til að
ræða hluti og fannst fátt
skemmtilegra en að ná að skapa
umræður og aðeins að æsa upp
mannskapinn. Hann átti vini og
kunningja út um allan bæ og allt
land. Hann var heiðarlegur, trúr
sínum skoðunum, mikill prin-
sippmaður, vinur vina sinna og
mikill fjölskyldumaður. Hann
var grjótharður sjóari af gamla
skólanum sem aldrei kvartaði.
Mikið á ég eftir að sakna þess
að heyra í honum í síma oft á
dag, kíkja saman á rúntinn eða
heimsækja hann og horfa á sjón-
varpið saman. Borða saman
kvöldmat, fara saman í veiði og
ferðalög um landið og sérstak-
lega að grínast og hlæja saman.
Ég á eftir að sakna þess að
heyra allar skemmtilegu sögurn-
ar hans og frásagnir, en þær
munu lifa í minningunni.
Afi var góð fyrirmynd og von-
ast ég til þess að geta verið jafn
hress og hann og ná jafn háum
aldri og hann gerði. Að vera orð-
inn 90 ára, keyra bíl, elda og sjá
um sig sjálfur fram á síðasta dag
er eitthvað sem maður getur
bara látið sig dreyma um.
Samband hans við ömmu er
líka eitthvað sem ég mun alltaf
líta upp til. Ég veit að nú hugsa
þau vel hvort um annað og ef ég
þekki þau rétt, farin að spila
bridge, yatzy og stíga nokkur
spor.
Minning þín mun lifa með mér
að eilífu, elsku afi minn.
Sigurður Már Atlason.
Kynni okkar voru stutt en ég
er svo þakklát fyrir að hafa
kynnst honum Sigurði. Hann tók
alltaf svo vel á móti mér, sagði
okkur skemmtilegustu sögurnar,
var mikill húmoristi, alltaf tilbú-
inn að rétta fram hjálparhönd og
lét fólk heyra það ef þess þurfti.
Ég hafði mjög gaman af því
að kynnast þér og mun sakna
þess að koma til þín í heimsókn.
Takk fyrir allt og takk fyrir að
vera besti afinn fyrir Siggann
minn.
Agnes Orradóttir.
Elsku besti afi Siggi lést rétt
eftir 90 ára afmælið sitt. Satt
best að segja vorum við farnar
að halda að hann væri ódauðleg-
ur þar sem hann hristi af sér
hvert áfallið á fætur öðru fram
að þessu. Hann var hraustur til
seinasta dags og það er líklegast
ástæðan fyrir því að manni
fannst þetta svona óvænt og
þungt högg. Maður átti alltaf
von á því að hann myndi bara
setjast upp og láta sem ekkert
væri eins og hann hafði nú gert
áður.
Þegar við hugsum til afa er
svo ótal margt sem kemur upp
og erum við ótrúlega þakklátar
fyrir að eiga svona mikið til af
góðum minningum. Það sem
stendur hvað helst upp úr er
hvernig honum tókst að endur-
gera kjötsúpuna hennar ömmu
svo meistaralega eftir að hún
kvaddi okkur. Það að koma í
kjötsúpu til ömmu og afa var
alltaf dýrmæt stund og dró fjöl-
skylduna saman.
Við erum þakklátar fyrir allar
minningarnar frá Hjaltabakka
og seinna frá Hlíðarhúsum. Þar
áttum við góðar stundir þar sem
við meðal annars spjölluðum
mikið, spiluðum yatzy og horfð-
um á íþróttir.
Við erum þakklátar fyrir öll
símtölin sem breyttust svo í
facetime-símtöl á tímum covid.
Það var ótrúlegt hvað hann var
klár að bjarga sér í tækninni
seinustu árin og gaf okkur gott
fordæmi um að maður er aldrei
of gamall til að læra.
Það er ekki hægt að minnast
afa án þess að nefna allar þær
skemmtilegu sögur sem hann
hafði að segja. Hann var mikill
sjóari og fjölluðu því sögurnar
yfirleitt um skip, túra eða há-
karla. Þó maður hafði heyrt
sumar sögurnar ansi oft þá naut
maður þess að heyra ástríðu
hans fyrir sjónum. Hann kenndi
okkur líka að meta hákarl þrátt
fyrir ungan aldur sem var ekki
alveg jafn vinsælt hjá jafnöldr-
um okkar.
Við vorum alltaf stoltar af afa
og persónunni sem hann hafði að
geyma. Hann virtist hrífa alla í
kringum sig þrátt fyrir sterkar
og stundum óvinsælar skoðanir.
Hann var mikill fjölskyldumaður
og það sást vel þar sem hann
ljómaði alltaf þegar hann sá
langafabörnin sín. Það voru for-
réttindi að fá að kalla þennan
flotta og skemmtilega mann afa.
Elsku afi, orð fá því ekki lýst
hvað við eigum eftir að sakna þín
mikið, takk fyrir allar yndislegu
stundirnar sem við áttum saman.
Jenný og Hanna.
Lífið er saga um lífið, hvað
það er undarlegt, varðandi aldur
og fyrri störf, sem betur fer vit-
um við ekki hvenær við fæðumst
eða kveðjum þetta líf og förum í
draumalandið þar sem þögnin
ríkir, ekki neinn getur brúkað
sig eða tekist á við fréttir dags-
ins. Nú hefur hafsins hetja, há-
karlaverkandinn Sigurður Hólm
Guðmundsson frá Vopnafirði,
sagt skilið við þessa jörð og tekið
flugið til móts við sína elskulegu
konu Sólveigu Maríu Björnsdótt-
ur sem hann sá fyrst árið 1960 á
Hótel Skjaldbreið sem var og
hét. Hann var svo ástfanginn í
fyrstu að ástarljós var í augum
þeirra beggja, enda var Vopn-
firðingurinn glæsimenni sem
stúlkur höfðu áhuga á. En Sól-
veig hans vann leikinn og náði
Sigga sínum að lokum. Þau giftu
sig áður en árið var liðið, slíkur
var kærleikur þeirra beggja á
milli. „Betri konu hefði ég ekki
getað fengið,“ voru hans orð.
Sjóhetjan stundaði sjó-
mennsku frá barnsaldri á smá-
bátum frá Vopnafirði á sumrin,
þegar hausta tók var stefnan
tekin á togara hjá Tryggva
Ófeigssyni, sem var Mars, náði
síðan í nýja Neptúnus árið 1951.
Tók þátt í að bjarga 30 áhafn-
armeðlimum af Agli rauða þegar
hann fór upp í fjöru við Grænu-
hlíð, hætti á togurum árið 1960
og sneri sér að öðrum veiðiskap
sem voru síldveiðar á ýmsum
skipum, hætti síðan á sjónum ár-
ið 1995. Eftir það tók við verkun
á hákarli fyrir alvöru. Siggi
verkaði hákarl frá grunni í tré-
kössum, ekki plastkössum. Hlóð
miklu af grjóti ofan á hann, allt
að hálfu tonni til að pressa úr
honum ammoníakið. Siggi Há-
karl fékk nafnbót eftir sína frá-
bæru verkun og var með þeim
fremstu á þessu sviði. Hann varð
að hætta verkun árið 2011. „Ég
er í heljargreipum Framsóknar-
flokks og Sjálfstæðisflokks, sem
réðust á eftirlaun mín, ef ég
eignast krónu fram yfir það sem
ég fæ í eftirlaun, þá skattleggja
þeir mig í bak og fyrir.“ Eftir
það var sjálfhætt vinnslu á há-
karli, að sögn Sigurðar. En Siggi
bjargaði á sínum tíma félaga sín-
um úr magaveiki með því að
fóðra hann á hákarli. Sigurður
var ekki mikið fyrir popp og
snakk við sjónvarpið heldur var
það hákarl. „Ég var aldrei veik-
ur í maga, því ég elskaði hákarl
því hann er svo góður,“ sagði
Sigurður. Fékk sem dæmi aldrei
viðurkenningu fyrir sína sjó-
mennsku eða heiðursorðu for-
seta Íslands fyrir að vera fremsti
hákarlaverkandi á Íslandi. Aumt
er það. En nú of seint.
Sigurður Hólm var mikill
dansari, stóð vörð um bættan
hag dansara, hringdi oft á RÚV
með beiðni um að sýna frá sam-
kvæmisdönsum barna, fullorð-
inna, hugsanlega er barnabarn
hans með sömu hæfileika og af-
inn. Fagmenn taka eftir mjúkum
hreyfingum beggja aðila.
Sigurður Hólm lét ekki neinn
eiga neitt inni hjá sér né lét
áhrifaöfl hafa áhrif á sig í skoð-
unum lífsins. Það urðum við fé-
lagar mínir í Kaffivagninum var-
ir við. Þann 28. júní 2022 varð
Sigurður Hólm 90 ára, Morgun-
blaðið fjallaði um merkismann-
inn, þökk sé þeim. Í afmælishóf-
inu var mikið stuð, karlinn
tjúttaði við ungu stelpurnar og
allt lék í lyndi. Ekki leið á löngu
að vinur og félagi okkar hvarf af
sjónarsviðinu. Við kaffifélagar
þínir söknum þín.
Jóhann Páll Símonarson.
Sigurður Hólm
GuðmundssonOkkar hjartkæra móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
JÓNA SIGRÍÐUR MARTEINSDÓTTIR,
frá Sjónarhóli í Neskaupstað,
lést föstudaginn 15. júlí.
Inga María Sverrisdóttir Guðfinnur Einarsson
Svanhildur Kr. Sverrisdóttir Bjarni Bjarnason
Marteinn Sverrisson Margrét Halldórsdóttir
ömmu- og langömmubörn
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
GUÐRÚN ARADÓTTIR
frá Skíðbakka II, Austur-Landeyjum,
Króktúni 8, Hvolsvelli,
lést á Sjúkrahúsi Suðurlands,
laugardaginn 16. júlí.
Útförin verður auglýst síðar.
Eyvindur Ágústsson
Ágúst Ómar Eyvindsson
Elvar Eyvindsson Jóna Sigþórsdóttir
Hafsteinn Eyvindsson Kristín Gunný Jónsdóttir
og fjölskyldur
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
BRYNDÍS FRIÐRIKSDÓTTIR,
Huldugili 34, Akureyri,
lést sunnudaginn 17. júlí á
Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri.
Jarðarförin auglýst síðar.
Rafn Gunnarsson
Valdís Erla Eiríksdóttir Arnþór Elvar Hermannsson
Hafdís Björk Rafnsdóttir Sigurður Gunnlaugsson
Gunnar Rafnsson Gréta Grétarsdóttir
Frímann Rafnsson Sólveig Þórarinsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
NANNA SÆMUNDSDÓTTIR
sjúkraliði,
lést á hjúkrunarheimilinu Hömrum 10. júlí.
Útförin fer fram í Árbæjarkirkju
fimmtudaginn 21. júlí klukkan 13.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Alzheimersamtökin.
Hlynur Freyr Stefánsson Matthildur Jónsdóttir
Bylgja Rún Stefánsdóttir Bjarni Jakob Gíslason
og barnabörn
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
GUÐRÚN HELGADÓTTIR,
lést á Eir hjúkrunarheimili 9. júlí.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey
að ósk hinnar látnu.
Birgir Finnsson Elinborg Aðils
Guðrún Finnsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðursystir okkar og frænka,
SVANHILDUR BJÖRNSDÓTTIR,
Sléttuvegi 11, Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítalans við
Hringbraut laugardaginn 11. júní. Útförin
hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Ragnheiður Jónsdóttir Elías Magnússon
Garðar Jónsson Hulda Óskarsdóttir
Mary A. Campbell
Jón Hinriksson
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birtingar í
öðrum miðlum nema að fengnu samþykki.
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar
eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð-
una.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur
senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem
fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og
klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar
um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins
fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum.
Minningargreinar