Morgunblaðið - 27.07.2022, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.07.2022, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 2022 HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf B E R N H A R Ð L A X D A L Skipholti 29b • S: 551 4422 LAXDAL er í leiðinni Sumar- útsala Skoðið netverslun laxdal.is 40-70% afsláttur Mannfall á þriðja hundrað hefur orðið í gengjaátökum í haítísku höfuðborginni Port-au-Prince á tíu daga tíma- bili. Þetta sýna tölur sem Sameinuðu þjóðirnar hafa gert opinberar. Geisar vargöldin hve harðast í Cité So- leil-hverfinu þar í borginni en þar berjast glæpagengi um tögl og hagldir. Eftir því sem Sameinuðu þjóðirnar greina frá, hafði helmingur hinna föllnu engin tengsl við gengjastarfsemi. Þá hafa stöðugir skotbardagar hindrað mataraðföng, auk þess sem drykkjarvatn fer að verða af skornum skammti í borginni. Auk 209 lát- inna hafa 254 hlotið skotsár síðustu daga. GLÆPAGENGI BERAST Á BANASPJÓT Á HAÍTÍ Hart barist á götum Port-au-Prince Lögregla ekur um og safnar bensíni. Rússar hyggjast koma sér upp eig- in geimstöð og munu þeir yfir- gefa Alþjóðlegu geimstöðina árið 2024. „Við mun- um áfram sinna öllum samnings- skyldum okkar við samstarfsaðil- ana en ákvörð- unin um að yfirgefa stöðina eftir árið 2024 hefur verið tekin,“ segir Júrí Borisov, forstjóri rússnesku geim- ferðastofnunarinnar Roskosmos, en honum var tilkynnt um téða ákvörð- un á fundi með Vladimír Pútín Rúss- landsforseta. Aukin samvinna frá 1991 Þetta kemur Jeremy Grunert maj- ór lítið á óvart, lektor í lögfræði við Háskóla bandaríska flughersins. „Að Bandaríkjunum frátöldum er Rúss- land eina ríkið með aðild að Al- þjóðlegu geimstöðinni sem er fært um að senda fólk út í geiminn,“ segir Grunert, en Rússar þurfi að tilkynna Bandaríkjamönnum auk annarra að- ildarþjóða formlega um brotthvarfið. „Veigamikill þáttur í því að Rúss- um var boðin þátttaka í Alþjóðlegu geimstöðinni var þróuð geim- ferðaáætlun þeirra,“ segir Grunert en eftir fall Sovétríkjanna árið 1991 tókst æ meiri samvinna með Banda- ríkjamönnum og Rússum á sviði geimferða í kjölfar áratuga kapp- hlaups. RÚSSLAND Yfirgefa Alþjóðlegu geimstöðina 2024 Alþjóðlega geim- stöðin árið 2007. Atli Steinn Guðmundsson atlisteinn@mbl.is „Nú er lögregla farin að óttast svo mjög að gera mistök að hún er farin að líta í hina áttina þegar hún verð- ur ungs fólks í fíkniefnaneyslu vör,“ segir Unn Alma Skatvold, formaður Landssambands lögreglumanna í Noregi, í samtali við Morgunblaðið. Til umræðu er óvissa norskrar lögreglu um hvaða reglur gildi um haldlagningu fíkniefna í landinu í kjölfar þriggja dóma Hæstaréttar í vor. Hefur sektum fyrir vörslu fíkni- efna á landsvísu fækkað úr 2.245 vorið 2018 niður í 451 nú í vor það sem af er ári enda kveður Skatvold óvissuna slíka að lögreglumenn ótt- ist að fá á sig kærur fyrir að aðhaf- ast í fíkniefnamálum. Í dómunum þremur sló Hæsti- réttur því föstu að þegar grunur um sölu efna lægi ekki fyrir skyldu neysluskammtar allt að fimm grömmum af amfetamíni, kókaíni og heróíni vera refsilausir í fórum ein- staklinga sem háðir eru efnunum. Óska skiljanlegra útskýringa „Ríkissaksóknari Noregs gaf út leiðbeiningareglur 9. apríl í fyrra um hvernig standa bæri að fíkni- efnamálum er upp kæmu meðal þeirra sem misnotuðu fíkniefni. Þær fjölluðu einkum um leit og haldlagn- ingu,“ heldur Skatvold áfram og segir frá því að lögregluþjónar á öll- um starfsstigum greini nú frá óvissu sinni í kjölfar dómanna í vor. „Við óskum nú eftir því að þessi mál verði útskýrð almennilega svo mönnum og konum í lögreglustörf- um verði gert kleift að sinna störf- um sínum af öryggi,“ segir formað- urinn enn fremur. Umræddur vafi sprettur þó ekki af dómum Hæsta- réttar sjálfum heldur nýjum leið- beiningum ríkissaksóknara frá 13. maí í vor, í kjölfar dómanna. Þykja þær hinar loðnustu svo sem sá liður þeirra þar sem lögreglu- mönnum er gert að leggja mat á hvort fólk, sem tekið er með fíkni- efni í vörslum sínum, teljist háð efn- um. Segir þar: „Þegar viðmiðum, um hvort líta beri svo á að grunaði sé háður fíkniefnum, er ekki til að dreifa er heimilt að ganga út frá því að viðkomandi sé ekki háður fíkni- efnum.“ Telja fíkniefni lögleg Ekki tekur betra við í næsta lið leiðbeininganna: „Þegar viðmiðin um fíkn eru til skoðunar skal vafi metinn grunaða í hag. Vandlega ber að meta þær aðferðir sem nýttar eru til ákvörðunar um fíkn grunaða í ljósi sönnunarstöðu og áhrifa þessa þáttar á vænta refsingu.“ Að mati Landssambands norskra lögreglumanna er laganna vörðum nánast bundinn myllusteinn um háls með slíkum viðmiðunarreglum sem leitt hefur til framangreinds hraps í tölfræði fíkniefnamála með tilheyr- andi áhrifum á væntingar ungra neytenda sem fæstir teljast orðnir harðir fíklar. Það þurfa þeir þó að vera til að njóta refsileysis Hæsta- réttar í smáskammtamálum og þetta á lögregla að úrskurða um. „Afleiðingin er að ungmenni telja nú í æ ríkari mæli að fíkniefni séu lögleg. Ódulin neysla þeirra sýnir það, auk þess sem færri fá þá aðstoð frá heilbrigðiskerfinu sem þeir þyrftu að fá,“ segir Skatvold og bendir á að lögregla snúi sér heldur að öðrum málum en að fá á sig kær- ur eða óvægna umfjöllun samfélags- miðla. Ákærufulltrúar norskra lögreglu- embætta kveðast einnig velkjast í vafa við túlkun leiðbeininga sak- sóknaraembættisins og ræddi for- maður stéttarfélags þeirra, Politij- uristene, við norska ríkisútvarpið NRK um málið. „Það sem við fáum að heyra frá okkar fólki er að því þyki mjög krefjandi að vita hvar þessi mörk liggja,“ segir formað- urinn, Are Skjold-Frykholm, og bætir því við að lögreglan eigi í vandræðum með að meta hvenær hún á að aðhafast. Þarf enn meiri tíma og orku „Leit á fólki, taka þvagsýna, lík- amsleit og fleira í þá áttina,“ nefnir hann sem dæmi og játar fúslega að oftar en ekki sé betra að gera ekki neitt en brjóta hugsanlega á rétti þess eða þeirra sem afskiptin eru höfð af. Varar Skjold-Frykholm sterklega við þróuninni í mála- flokknum. „Við erum að tala um skipulagða glæpastarfsemi og höfuðpaura, kaup og sölu svo mér þykir þróunin ákaflega sorgleg,“ segir hann og biðlar til stjórnmálamanna að leggja skýr mörk þess hvað teljist löglegt og ekki löglegt. Jørn Sigurd Maurud ríkissak- sóknari telur hins vegar nýju leið- beiningarnar skýrar og lýsir óþol- inmæði sinni við NRK: „Ég sé að ég þarf að nota enn meiri tíma og orku í að útskýra fyrir lögreglunni hvað er gildandi réttur og hvað ég ætlast til þess að hún geri og geri ekki,“ segir Maurud og kveðst hafa eytt óratíma í verkefnið síðasta árið. „Mér finnst þetta dálítið undarlegt,“ segir saksóknari að lokum. Tvístígandi í kjölfar nýrra dóma - Norsk lögregla veit ekki hvar hún stendur í fíkniefnamálum - Hæstiréttur dæmir neysluskammta refsilausa fíklum - Loðið orðalag í leiðbeiningum saksóknara - Vilja geta sinnt störfum af öryggi Ljósmynd/Erik Inderhaug/Politiforum Ófremdarástand Unn Alma Skatvold, formaður Landssambands lögreglumanna, kveður ótækt að lögregla forðist að taka á málum vegna loðinna reglna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.