Morgunblaðið - 27.07.2022, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 27.07.2022, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 2022 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Vesturlönd halda áfram að herða efnahagsþvingan- irnar gagnvart Rússlandi og hefði þó mátt ætla af ítrekuðum fréttum af hertum aðgerðum að lengra yrði tæpast gengið. Nema að vísu að hætta að kaupa gas af Rússum, en Evrópusambandið berst þvert á móti fyrir aukn- um gaskaupum, sem er lýsandi fyrir þá afleitu stöðu sem uppi er. Nýjasta uppherslan á þving- ununum var tilkynnt í gær. Hún fólst í því að Bretland bætti nokkrum einstaklingum, ráðherra og skyldmennum háttsettra manna og ólígarka, á lista yfir þá sem sæta sér- stökum hömlum. Ekki er útilokað að þessar aðgerðir verði til þess að ein- hverjir Rússar þurfi að herða sultarólina, en staðreyndin er þó því miður sú að efnahags- þvinganirnar hafa hingað til ekki skilað því sem til stóð. Enda var framkvæmdin, að minnsta kosti lengi vel, afar vafasöm, fyrir utan öll gas- kaupin. Nýjustu fréttir af efnahag heimsins eru þær að Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn lækkaði hagvaxtarspá sína fyrir heim- inn og stafar það einkum af versnandi útliti í Bandaríkj- unum, Evrópusambandinu og Kína, en þessi lönd og svæði hafa mest að segja um þróun efnahags heimsbyggðarinnar. Útlitið hefur versnað verulega frá því í apríl, að sögn Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins, og al- þjóðleg kreppa vofir yfir, ein- ungis tveimur árum eftir síðustu alþjóðlegu kreppu. Í Bandaríkjunum ræða menn nú hvort formleg kreppa sé skollin á. Þar er miðað við samdrátt í tvo ársfjórðunga í röð til að uppfylla það form- skilyrði. Enginn efast þó um að efnahagsástandið þar er erfitt um þessar mundir og að fyrri helmingur þessa árs hafi í heild verið neikvæður. Fram- undan eru engu að síður frek- ari stýrivaxtahækkanir, vegna mikillar verðbólgu. Það sama á við um evrusvæðið, þar sem efnahagurinn er mun veikari en í Bandaríkjunum. Þetta hef- ur orðið til þess að seðlabanki evrunnar hefur tæpast þorað að stíga á bremsuna, þrátt fyr- ir mikla verðbólgu. Í Kína er gert ráð fyrir meiri vexti í ár en í Bandaríkjunum og á evrusvæðinu, eða 3,3%. Þar er lækkunin á spánni þó mikil frá því í apríl, líkt og í Bandaríkjunum, eða um meira en eina prósentu. Þetta stafar meðal annars af því að í Kína er enn beitt harka- legum aðgerðum gegn kórónuveir- unni og áhrifin því veruleg á efnahag- inn, sem svo smit- ast til annarra landa. Í Rússlandi er gert ráð fyrir verri efnahagsþróun en í þess- um ríkjum, eða samdrætti upp á 6%. Það er tilfinnanlegur samdráttur. Þó er hann mun minni en spáð var í apríl, þegar talið var að samdrátturinn í ár yrði 8,5%. Þetta segir sitt um það hverju efnahagsþvingan- irnar skila miðað við það sem talið var og eru þó ekki öll kurl komin til grafar í þeim efnum. Rússland hefur notið þess ríkulega að verð á gasi og olíu hefur hækkað mjög. Þrátt fyr- ir hertar efnahagsaðgerðir, hefur salan gengið mjög vel, svo að landið skortir ekki fé þrátt fyrir stríð og þvinganir. Og það er raunar áhyggjuefni að það eru, eins og fyrr sagði, ríki Evrópusambandsins sem sækja það fast að fá að kaupa meira gas en Rússland dregur úr sölunni. Nýjustu fréttir af því bárust eftir helgi. Þá til- kynntu Rússar um frekari samdrátt í streymi á gasi í vesturátt. Þeir höfðu áður lækkað afköstin niður í 40% en fóru nú niður í 20%, eflaust til að koma í veg fyrir að ríki Evr- ópusambandsins, einkum Þýskaland, gætu fyllt á birgða- tanka sína fyrir veturinn. Evrópusambandið hefur þegar boðað orkusparnað til að bregðast við þessu ástandi. Hann mun engu að síður ekki breyta miklu um það að í ríkj- um þess stefnir að óbreyttu í afar mikil óþægindi næsta vet- ur. Þá er hætt við að draga þurfi úr framleiðslu með lokun verksmiðja og þar með enn frekara höggi fyrir þróun efna- hagslífsins. Þótt Þjóðverjar hafi, í vandræðum sínum, end- urræst kolaorkuver og ræði nú mjög að fresta lokun þeirra þriggja kjarnorkuvera sem eftir eru í gangi í landinu, þá eru allar líkur á verulegum þrengingum vegna skorts á gasi. Því er margt sem bjátar á í efnahagslífi heimsins og horf- ur allt annað en bjartar, sem endurspeglast í spá Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins. Og það sem meira er, sjóðurinn segir að áhættan sé öll í þá átt að þró- unin verði enn verri en nú er spáð. Þar af leiðandi má búast við hörðum vetri í heimsbú- skapnum á sama tíma og íbúar Evrópusambandsins mega búa sig undir að finna fyrir frost- hörkunum með áþreifanlegri hætti en þeir hafa gert um langt árabil. Hagkerfi heimsins lítur verr út en í vor, nema Rússlands, þar er ástandið að skána.} Versnandi horfur S umarið er tíminn þar sem margir leggjast í ferðalög, þvælast milli bæja, landa og jafnvel heimsálfa í leit að minningum í reynslu- og minningabankann. Heimssagan, fróðleikur um aðrar þjóðir og menningu, fram- andi lykt, matur og fólk. Það þarf ekkert endilega að fara langt til að upplifa eitthvað nýtt og eins höfum við mis- munandi þörf fyrir nýjungar. En ferðalög eru ekki alltaf leit að ævintýrum. Sum fara frá heimilum sínum af ótta um líf sitt og velferð. Framundan eru ferðalög án vilja en af nauðsyn. Ferðir án endastöðvar, án vitn- eskju um hvort ferðalangurinn lifi ferðalagið af, án vitneskju um hvort fjölskyldumeðlimir lifi ferðalagið af og án vitneskju um hvað taki við. Það er því óhætt að fullyrða að í slíkt ferðalag sé aldrei haldið af léttúð heldur af lífsnauðsyn. Þegar við tjáum okkur um málefni flóttafólks, þá þurf- um við að átta okkur á þessari staðreynd. Þegar vararík- issaksóknari tekur ákvörðun um að lýsa því yfir að fólk á flótta ljúgi til um samkynhneigð sína, þá gleymir hann að gera grein fyrir því að hinsegin fólk þarf raunverulega að óttast um líf sitt í fjölmörgum ríkjum heims vegna ákvarð- ana stjórnvalda í þeim ríkjum. Hinsegin fólk óttast lífstíð- arfangelsi og dauðarefsingar, fyrir það eitt að greina frá kynhneigð sinni eða að upp um hana komist og leitar því verndar. Hér er ég ekki að fjalla um þá hættu sem hinseg- in fólk býr við um allan heim vegna fordóma, heldur bein- línis lögbundnar ofsóknir af hálfu stjórnvalda. Þetta er staðreynd og hvet ég vararíkis- saksóknara til að kynna sér þessi mál, því um þau hefur verið ritað, hvort tveggja af íslensk- um mannúðarsamtökum sem og erlendum. Þegar vararíkissaksóknari velur að spyrja hvort skortur sé á hommum á Íslandi, þá er hann einnig að lýsa vanþóknun sinni á hinsegin fólki, sem því miður hefur mátt sæta auknum ofsóknum að undanförnu. Spurning hans op- inberar jafnframt þá aðskilnaðarhyggju sem hann og of margir aðrir virðast þjást af, enda svaraði hann fjölmiðlum á þann veg þegar á hann var gengið að honum þætti vænt um sam- kynhneigða, rétt eins og um væri að ræða eins- leitan hóp fólks, sem hægt væri að flokka frá öðrum. Vararíkissaksóknari hefði allt eins get- að spurt hvort það væri skortur á konum á Ís- landi, nú eða erlendu fólki almennt, en hvort tveggja virð- ist vera honum sérstakt áhyggjuefni, þar sem hann hefur áður tjáð sig með andfélagslegum hætti um hvort tveggja fólk af erlendum uppruna sem og konur sem leita réttar síns vegna ofbeldisbrota. Tjáningarfrelsi vararíkissaksóknara er stjórnarskrár- varið, en honum ber að ábyrgjast orð sín. Sum orð eru þess eðlis að þau henta illa þeim sem fer með ákæruvald. Treysta þarf hlutlægni í störfum hans óháð þjóðerni og kynhneigð. Að því þarf hann að huga. helgavala@althingi.is Helga Vala Helgadóttir Pistill Tjáningarfrelsi fylgir ábyrgð Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingar STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Andrés Magnússon andres@mbl.is Þ að er eins og gerst hafi í gær þegar velmeinandi vinstrafólk á Vestur- löndum mátti vart vatni halda yfir forystuhæfileikum og stjórnvísi Jacindu Ardern, forsætis- ráðherra Nýja-Sjálands frá 2017. Það hreifst af sjálfstrausti og sjálfs- ánægju þessa unga leiðtoga hinum megin á hnettinum, sem virtist jafn- vel geta skákað sjálfum Justin Tru- deau í glæsileika og ráðsnilld. Ekki síst þegar hún tókst á við kórónu- veiruna af algeru skefjaleysi í sótt- vörnum, sem víða var lofað. Nú þegar faraldurinn er víðast orðinn viðráðanlegur er hins vegar kominn tími til þess að spyrja hvern- ig til hafi tekist. Svörin við því eru ekki traustvekjandi og ef miða skal við svör Nýsjálendinga í skoðana- könnunum mun stjórn Ardern kol- falla í næstu kosningum, sem fara fram ekki síðar en í janúar 2024. Í kosningunum 2020 vann hún mikinn sigur, enda ákaflega hampað fyrir viðbrögð gegn kórónuveirunni mánuðina á undan. Hún notfærði sér landfræðilega einangrun Nýja- Sjálands og nánast lokaði landa- mærunum, en eins var gripið til allsherjarútgöngubanns þegar smita varð vart með þeirri afleiðingu að veirunni var nánast útrýmt. Í bili. Fellur á glansmyndina Ekki leið þó á löngu þar til síga fór á ógæfuhliðina eftir kosningar. Stjórnvöld reiddu sig á sóttvarna- takmarkanir en vanræktu bólusetn- ingu. Fyrir vikið var landið ein- angrað lengur en ella, mun lengur en önnur lönd. Önnur vestræn lönd opnuðust aftur um mitt síðasta ár, en þá var enn verið að grípa til út- göngubanns á Nýja-Sjálandi. Það er ekki fyrr en nú um mánaðamótin, sem landamærin verða loks opnuð að fullu. Áhrif einangrunarinnar eru bæði félagsleg og efnahagsleg. Landið var lengst af lokað öll- um og til skamms tíma var mörgum nýsjálenskum ríkisborgurum óheim- ilt að snúa heim, sem leiddi til ótal fjölskylduharmleikja og víðtækrar gremju, en víða um heim drógust Nýsjálendingar upp í fátækt og komust hvorki lönd né strönd. Nú virðast allar þær fórnir hins vegar til lítils hafa verið færðar. Kórónuveiran hefur skotið upp koll- inum á Nýja-Sjálandi og þar er nú ein hæsta daglega dánartíðni heims af hennar völdum og sóttvarna- takmarkanir í gildi á ný með grímu- skyldu og einangrun. Og fátt sem bendir til þess að það breytist í landi, sem er enn ekki reiðubúið til þess að lifa með veirunni. Varanleg áhrif sóttvarna Efnahagur Nýja-Sjálands lask- aðist mikið í faraldrinum, en það á nú við um flest lönd heims. Efna- hagsáhrifin kunna hins vegar að reynast langvinnari þar en annars staðar. Ekki síst vegna einangrunar landsins, sem dró úr ytri fjárfest- ingu, flæmdi erlent vinnuafl burt og jók tortryggni eyjarskeggja gagn- vart útlendingum. Nýja-Sjáland hefur alla tíð ver- ið mjög opið fyrir innflytjendum og sá straumur raunar verið lykill að fjörlegu efnahagslífi. Þannig er það ekki lengur. Áður fjölgaði um 50.000 í landinu á ári, en nú fækkar íbúum um 7.300 og þar leiðir ungt, menntað fólk bersýnilega flóttann og heldur bæði til Ástalíu, Evrópu og Banda- ríkjanna í leit að tækifærum sem ekki blasa lengur við heima fyrir. Því ekki óskylt er töluverð mannekla í atvinnulífi, ekki síst þar sem fagmenntun þarf til líkt og í heilbrigðis- og menntakerfi. Og verðbólgan geisar þar sem annars staðar á Vesturlöndum. Ein óvænt afleiðing er svo sú að ofbeldisglæpir í þéttbýli hafa aukist mikið og rætt er um að „samfélagslímið“ sé ekki hið sama og fyrr. Flest af þessu er lagt að dyrum Ardern og Verkamannaflokksins, þó það sé tæpast allt sanngjarnt. En menn horfa líka upp á hvernig stefnuskrá hennar frá kosningunum 2020 liggur í tætlum. Vinna átti bug á húsnæðiskreppu með byggingu 100.000 íbúða á færi efnalítilla næstu 10 ár, en aðeins um 1.400 hafa enn litið dagsins ljós. Barnafátækt átti að uppræta en hún hefur aukist, loftslagsmálin sömuleiðis en losun hefur aukist og ekkert bólar á borg- arlínunni sem lofað var í Auckland. Dræm viðbrögð við innrás Rússa í Úkraínu og vopnaglamri Kínverja hafa svo ekki aukið álit manna á Ar- dern, hvorki meðal kjósenda í Nýja- Sjálandi né á alþjóðavettvangi. Viðbúið er að Nýsjálendingar leggist senn í uppgjör á faraldrinum, sóttvörnum og efnahagsráðstöf- unum stjórnvalda. Hætt er við því að Jacindu Arden farnist ekki vel þegar þeir reikningar verða jafnaðir í kosningum. En það má svo sem spyrja hvort ekki þurfi að gera faraldurinn upp í pólitísku tilliti í fleiri löndum. Að- gerðirnar voru margvíslegar en ár- angurinn eða afleiðingarnar afar misjafnar og hreint ekki allar eins og vísustu menn sögðu fyrir um. Allt á afturfótunum hjá andfætlingunum AFP/Steven Saphore Vonbrigði Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, er engan veginn í kjörstöðu lengur, veiran loks gosin upp og efnahagurinn veiklaður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.