Morgunblaðið - 27.07.2022, Síða 14
14 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 2022
✝
Sigríður Birna
Lárusdóttir
fæddist 2. mars
1936 á Hafnar-
hólma á Selströnd,
Kaldrananes-
hreppi. Hún lést á
hjartadeild Land-
spítalans 18. júlí
2022 í faðmi fjöl-
skyldunnar.
Foreldrar henn-
ar voru Elín Elísa-
bet Bjarnadóttir, f. 1913, d.
2002, og Lárus Jóhann Guð-
mundsson, f. 1913, d. 1987.
Systkini Birnu: Hallfreður
Björgvin, f. 1938, d. 2014, Sig-
rún Elín, f. 1943, Sigurmunda
Svala, f. 1945, d. 2022 og Erla
Dagmar, f. 1952. Uppeldissystir
Birnu var Sigurmunda Guð-
mundsdóttir, f. 1932, d. 1993.
gréti J.S. Jóhannesdóttur eru
Viktor Már, f. 1991, og Marí-
anna Rún, f. 1993, sambýlis-
maður hennar er Guðjón Kjart-
an Böðvarsson Waage, f. 1993,
barn þeirra er Margrét Mía, f.
2022. Börn Kristjáns og Geir-
laugar eru Geirlaugur Árni, f.
1997, Sveinbjörg Birna, f. 2000
og Birna Kristín, f. 2002.
Birna ólst upp á Drangsnesi
til 16 ára aldurs. Fjölskyldan
fluttist 1952 að Ögri við Stykk-
ishólm og nokkrum árum síðar
til Stykkishólms. Birna stundaði
nám við Húsmæðraskóla
Reykjavíkur á árunum 1954 til
1955.
Á meðan Birna bjó í Stykkis-
hólmi starfaði hún hjá Sigurði
Ágústssyni við verslun og fisk-
vinnslu. Eftir að fjölskyldan
flutti suður til Reykjavíkur,
1979, starfaði hún við versl-
unarstörf og ræstingar.
Útför Birnu verður gerð frá
Lindakirkju í Kópavogi í dag,
27. júlí 2022, klukkan 13.
Streymi:
https://tinyurl.com/yvraxf4b
Birna giftist
Herði Agnari Krist-
jánssyni, f. 26. apríl
1936, d. 9. maí
2021, þann 4. októ-
ber 1958. Foreldrar
hans voru Jóhanna
Þorbjörg Ólafs-
dóttir, f. 1897 og
Kristján Gíslason, f.
1897.
Synir Birnu og
Harðar eru: 1)
Bjarni Lárus, f. 2. júlí 1960, gift-
ur Nínu Vilborgu Hauksdóttur,
f. 31. ágúst 1966. Börn þeirra
eru Hörður Agnar, f. 1990, Mar-
inó Fannar, f. 1994, og Elín
Elísabet, f. 2001. 2) Kristján
Þór, f. 28. júlí 1964, kvæntur
Geirlaugu B. Geirlaugsdóttur, f.
24. ágúst 1967. Börn Kristjáns
af fyrra hjónabandi með Mar-
Elsku besta mamma mín. Mik-
ið er erfitt að setjast niður og
skrifa til þín þessi minningarorð
og hugsa til þess að þú sért farin
frá okkur. Þú stóðst alltaf svo
þétt við bakið á þínu fólki,
hjartahlý, traust, dugleg og sér-
lega bóngóð. Þú varst alltaf tilbú-
in að aðstoða alla ef þú gast, enda
voru örfá handtökin sem þú og
pabbi eigið hjá okkur, enda voru
þið mjög samheldin hjón. Ef við
vorum í einhverjum framkvæmd-
um, þá voruð þið mætt bæði áður
en við báðum ykkur um hjálp. Það
var hvergi betra að koma en til
þín, þú varst sífellt að baka brauð
og tertur. Það var alveg sama
hvenær maður kom, alltaf sagð-
irðu: Ég á ekkert til. En borðið
var alltaf fulldekkað af kræsing-
um. Það var alltaf mikill gesta-
gangur hjá þér og þetta voru
stundum eins og lítil ættarmót,
því fólkið þitt sótti mikið til þín og
oft glatt á hjalla. Þú varst svo
mikil hetja, búin að berjast við
þennan illvíga sjúkdóm sem
krabbinn er, í öll þess ár og hugsa
líka um pabba í gegnum hans
sjúkdóm. Aldrei kvörtuðuð þið en
ég veit að þú fórst á hnefanum
eins og alltaf. Ég veit að þú fékkst
mikla hjálp frá Erlu systur þinni í
gegnum veikindin og er ég óend-
anlega þakklátur henni fyrir allan
stuðninginn og hjálpina sem hún
veitti þér og okkur. Ég er þakk-
látur fyrir að við bræður gátum
farið saman með þér í smá ferða-
lag í fyrra og mun það fara í stóra
minningabankann. Þín verður
sárt saknað, elsku mamma mín,
þinn hlýi faðmur og stóra hjartað
sem ekkert aumt mátti sjá. Ég
mun varðveita minningu þína og
ég lofa því að ég skal miðla áfram
þeirri visku og ástúð sem þú
færðir mér í gegnum árin til
barna okkar. Nú ertu komin í
faðm pabba aftur. Guð geymi þig
og blessi, þú varst langbest, ég
elska þig og þakka þér fyrir allt.
Athvarf hlýtt við áttum hjá þér
ástrík skildir bros og tár.
Í sannleik björt, sem sólskinsdagur
samfylgd þín um horfin ár.
Fyrir allt sem okkur varstu
ástarþakkir færum þér.
Gæði og tryggð er gafstu
í verki góðri konu vitni ber.
Aðalsmerki: elska og fórna
yfir þínum sporum skín.
Hlý og björt í hugum okkar
hjartkær lifir minning þín.
(Höf: Ingibjörg Sigurðardóttir)
Þinn sonur
Bjarni.
Nú hefur elsku mamma fengið
hvíldina eftir erfið veikindi und-
anfarna mánuði. Síðastliðið ár var
henni erfitt, þar sem hún missti
lífsförunaut sinn til 67 ára. Einnig
lést Svala systir hennar skömmu
síðar, sem var henni mjög kær. Í
bland við veikindi, sorg og sökn-
uð, sáum við lífsvilja hennar fjara
út. Mamma var tilbúin að kveðja
þennan heim, sátt við guð og
menn.
Það átti ekki við hana að vera
rúmföst og upp á aðra komin.
Mamma átti alla tíð eftitt með að
þiggja aðstoð og vildi ganga í
verkin sjálf og óskaði þess að geta
verið á eigin heimili þar til yfir
lyki.
Minningarnar eru margar og
ljúfar um einstaka móður og
tengdamóður og af mörgu er að
taka.
Okkur er sérstaklega minnis-
stæð ógleymanleg ferð sem við
fórum með foreldrum mínum
norður á Strandir á æskuslóðir
hennar, sem hún bar ávallt sterk-
ar taugar til. Þar þekkti hún
hverja einustu þúfu. Þar rifjaði
hún upp sögur og sýndi okkur
staði sem voru hluti af hennar
æsku og var það ómetanlegt fyrir
okkur að fá að upplifa þessar
minningar með henni. Einnig eru
okkur kærar minningar úr ferð-
um okkar sem við fórum með for-
eldrum mínum og börnum okkar
erlendis. Foreldrar mínir byggðu
sér sumarbústað í Hraunborgum
og var hann nefndur Lágholt. Þar
áttum við fjölskyldan dýrmætar
og skemmtilegar samverustund-
ir.
Mamma var höfðingi heim að
sækja og lagði mikið upp úr því að
taka vel á móti fólkinu sínu með
hlaðborði af heimabökuðum
kræsingum. Hún bakaði og hnoð-
aði í brauð nánast fram í andlátið
og var alltaf að prufa nýjar upp-
skriftir. Mamma átti mjög erfitt
með að sitja auðum höndum og
liggur eftir hana mikið af fallegu
handverki sem við og börnin okk-
ar fengum að njóta og heimili
hennar bar vitni um. Hún hugsaði
ekki bara um stórfjölskylduna
sína, heldur fengu margir aðrir að
njóta krafta hennar, hvort sem
um var að ræða þrif, bakstur eða
handverk. Hún var alltaf boðin og
búin þegar einhver þurfti á að
halda. Hún þoldi illa misrétti og
mátti ekkert aumt sjá. Segja má
að orðatiltækið „sælla er að gefa
en þiggja“ hafi átt mjög vel við
hana. Hún hafði sterkar skoðanir
og gat verið þrjósk. Þá átti hún
það til að segja: „Þetta er Birgis-
víkurþrjóskan í mér“. Mamma
var einstaklega traust og umhug-
að um velferð fjölskyldunnar og
fundum við það sterklega alla tíð
hvað hún bar hag okkar fyrir
brjósti.
Ekki er hægt að láta hjá líða að
minnast föður okkar, sem féll frá í
maí á síðastliðnu ári. Hjónaband
þeirra varði í 63 ár og voru þau
ávallt mjög samstíga og sam-
rýmd. Nú eru þau sameinuð á ný,
eins og hún var farin að þrá í lok-
in.
Megi gæfan þig geyma,
Megi Guð þér færa sigurlag.
Megi sól lýsa þína leið,
Megi ljós þitt skína sérhvern dag.
Og bænar bið ég þér,
að ávallt geymi
þig Guð í hendi sér.
(Bjarni Stefán Konráðsson)
Minningin um þig lifir áfram í
hjörtum okkar um ókomna tíð.
Hafðu þökk fyrir allt og allt,
elsku mamma og tengdamamma.
Kristján og
Geirlaug.
Það er með sorg í hjarta sem
ég kveð og skrifa minningarorð
um tengdamóður mína, sem ég
varð þeirri gæfu aðnjótandi að
kynnast. Skarðið sem þú skilur
eftir verður ekki fyllt, en minn-
inguna eigum við þó eftir, um
góðhjartaða manneskju sem var
gegnheil allt sitt líf. Þér var svo
tamt að hugsa fyrst og fremst um
aðra. Ósérhlífnari manneskju var
ekki hægt að hugsa sér. Jafnvel
þegar þú varst sárlasin á sjúkra-
húsi, veigraðir þú þér við að
ónáða hjúkrunarkonurnar, þar
sem þær hlytu að þurfa að sinna
öðrum sjúklingum frekar. Þetta
lýsir þér betur en nokkuð annað,
elskuleg, gefandi og ósérhlífin.
Minningarnar sem spretta
fram eru endalausar. Alltaf þegar
maður kom í heimsókn var hlað-
borð af kökum og brauði sem þú
bakaðir og alltaf þurftirðu að
prófa nýja uppskrift sem þú sást
og gæti verið góð. Oft sátum við
saman og vorum að pæla í prjóna-
uppskriftum, því það var ekkert
sem þú gast ekki prjónað. Það er
erfitt að hugsa til þess að þú sért
farin frá okkur en við huggum
okkur við það að þú sért komin í
faðm Harðar, sem þú saknaðir
svo sárt. Minning þín verður
ávallt ljósið í myrkrinu og það
sem þú hefur kennt okkur og gef-
ið er ómetanlegt.
Athvarf hlýtt við áttum hjá þér
ástrík skildir bros og tár.
Í samleik björt, sem sólskinsdagur
samfylgd þín um horfin ár.
Fyrir allt sem okkur varstu
ástarþakkir færum þér.
Gæði og tryggð er gafstu
í verki góðri konu vitni ber.
Aðalsmerki: elska og fórna
yfir þínum sporum skín.
Hlý og björt í hugum okkar
hjartkær lifir minning þín.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Hvíldu í friði elsku Birna mín
og takk fyrir allt.
Þín tengdadóttir,
Nína.
Biddu ömmu verður sárt sakn-
að. Hún var sterkasta kona sem
ég hef hitt, vann hörðum höndum
til að byggja upp gott líf fyrir sig
og sína. Ekkert var henni kærara
en fjölskyldan og vinir hennar.
Hún vildi að allir í kringum hana
nytu velgengni og hamingju og
lét hún þá óspart heyra það ef
henni fannst þess þurfa. Amma
var klár, kærleiksrík og þótti svo
vænt um alla að alltaf hafði hún
áhyggjur af einhverju okkar.
Trúin kom ömmu í gegnum
margt og hét hún á Stykkis-
hólmskirkju fyrir hvert mikil-
vægt tilefni, sem fyrir henni var
hvert einasta próf, mót og ferða-
lag barnabarnanna. Fjölskyldan
var henni ávallt efst í huga og
hugga ég mig við það að henni
líði betur og að hún er sameinuð
afa á ný. Hvíldu í friði, elsku
amma mín.
Þetta sungum við mikið sam-
an þegar ég var barn.
Leiddu mína litlu hendi,
ljúfi Jesús, þér ég sendi
bæn frá mínu brjósti, sjáðu,
blíði Jesús, að mér gáðu.
Hafðu gát á hjarta mínu,
halt mér fast í spori þínu,
að ég fari aldrei frá þér,
alltaf, Jesús, vertu hjá mér.
Um þig alltaf sál mín syngi
sérhvern dag, þó eitthvað þyngi.
Gef ég verði góða barnið,
geisli þinn á kalda hjarnið.
(Ásmundur Eiríksson)
Þinn sonarsonur
Marinó.
Elsku yndislega amma mín.
Nú ertu komin til afa á ný og veit
ég að hann tekur á móti þér með
útbreiddan faðminn. Þið voruð
svo sannarlega bestu amma og
afi í heimi. Þegar ég kom í gisti-
partí, þá spiluðum við fram á
kvöld og leyfðir þú mér alltaf að
vinna ef ég kenndi þér nýtt spil,
annars vannst þú eða afi alltaf.
Pabbi hlýtur að hafa fengið spila-
galdurinn frá ykkur, því hann
vinnur alltaf. Ég fékk heimsins
besta hafragraut hjá þér og sama
hversu oft þú útskýrðir allt í
barnaskrefum, var hann aldrei
eins góður og hjá þér. Enginn
gat eldað og bakað eins og þú, því
allt var svo gott hjá þér. Þú elsk-
aðir að fá fólk í heimsókn, sama
hver og hvenær fólk kom, svo
lengi sem fólk borðaði vel. Þú
dekraðir við alla með kökum og
kræsingum. Það var alltaf svo
notalegt hjá þér, elsku amma
mín. Ég mun sakna mikið
jólanna hjá þér, skötunnar,
möndlugrautarins og að fá að
skreyta húsið með ykkur. Okkur
frænkunum leiddist aldrei hjá
þér, þú varst alltaf fljót að koma
með hugmyndir að leikjum og
föndra eitthvað skemmtilegt
með okkur eða fara í krikket og
þetta dýrkaði ég að gera með
þér. Ég er svo þakklát fyrir að þú
hafir verið hjá okkur jafnlengi og
þú varst og óendanlega þakklát
fyrir að eiga svona margar góðar
og hlýjar minningar með þér og
hafa átt jafn frábæra, duglega,
yndislega og fallega konu eins og
þig fyrir ömmu. Ég elska þig og
sakna þín, elsku amma mín.
Takk fyrir allt og guð geymi þig.
Þú látin ert í jörðu sekkur,
ástartárið rennur.
Eins og í hjarta vanti hlekkur,
eitthvað í mér brennur.
Amma, núna farin ertu,
á góðan griðastað.
Á himnum ánægð vertu,
meðan orð mín ritast á blað.
Nú ferð þú í gegnum Guðs vor hlið,
og taka englar heims þér við.
Þegar ég leggst undir mína sæng,
veit ég að þú tekur mig í þinn
verndarvæng.
(Höf: ókunnur)
Þín sonardóttir,
Elín Elísabet.
Elsku amma Birna var hrein-
skilin, ákveðin kona, sem gekk í
allt sjálf og þurfti aldrei hjálp
sama hvað, setti alla aðra í fysta
sæti og sjálfa sig í það allra síð-
asta. Hún kenndi okkur það við-
horf til lífsins, að það þyrfti að
vinna fyrir hlutunum og að ekk-
ert sé sjálfgefið í þessu lífi.
Amma var mikil fyrirmynd,
húmoristi, dugleg og hlý kona og
lærðum við margt af henni. Hjá
henni fengum við að prjóna,
baka, tjútta og spila, en hún var
klókust allra í spilum og var
ósigrandi í frúnni í Hamborg.
Það var sjaldan dauður tími með
ömmu. Við fórum oft í alls konar
ferðir, tíndum krækiber og blá-
ber, tíndum skeljar, fórum í sum-
arbústaðinn og svo mætti lengi
telja.
Sögustundirnar voru einnig
óteljandi og mjög minnisstæðar,
því þær voru jafn skemmtilegar
og þær voru margar. Hún sagði
okkur bæði fjölskyldusögur og
skáldsögur, þar sem talað var um
huldufólk, tröll og fleira. Hún
kom alltaf til dyra eins og hún
var klædd og kenndi okkur að
vera heiðarleg, einlæg og koma
fram við náungann eins og við
vildum að hann kæmi fram við
okkur.
Þegar við fórum til ömmu var
alltaf eins og það væri veisla í
gangi, borðið alltaf þakið kræs-
ingum, búllur, tertur, kleinur og
svo lengi mætti telja. Við fórum
alltaf út um dyrnar pakksödd og
sæl, því það var ekki hægt að
segja nei við ömmu. Hún sagðist
samt aldrei kunna að elda, en við
getum sagt það fyrir hönd allra
að það er ekki sannleikurinn. Það
þurfti að segja ömmu að setjast
niður við matarborðið til þess að
borða með okkur, en hún hlust-
aði nú ekki á það, heldur stóð hún
inni í eldhúsi og passaði upp á að
allir aðrir hefðu það náðugt.
Það er margt sem einkenndi
ömmu. Hún var alltaf svo fín og
vel til fara, vildi aldrei gjafir en
var alltaf að gefa öðrum. Margir
litu á hana sem aukamömmu eða
-ömmu. Það sem hefur einnig
glatt okkur einstaklega mikið er
að amma okkar varð fyrir stuttu
langamma og varð hún alltaf
hrikalega stolt og montin af
henni Margréti Míu litlu, sem
hefur fært ljós inn í líf fjölskyld-
unnar.
En þegar öllu er á botninn
hvolft standa uppi óteljandi
minningar, en við systkinin eig-
um bæði sameiginlegar minning-
ar og okkar eigin sem við munum
halda fast í að eilífu.
Elsku amma, við vitum að afi
tók á móti þér með sinn hlýja
faðm, hvíldu í friði elsku amma.
Bidd’ömmu ljóð:
Kveðjustundin er afar sár,
og munu margir fella tár.
Því einstök kona eins og þú,
skilur eftir miklu meira en tómt bú.
Sterkari konu er ei hægt að finna,
enda kenndir þú okkur að vinna.
Með dugnaði á ofsahraða,
sóttir þú kræsingarnar nýbakaðar.
Minningarnar fylla mann af gleði og
stolti,
þar á meðal keyrslan að Lágholti.
Sögur um álfa, huldufólk og tröll,
gerði okkur æsispennt að horf’á fjöll.
Við munum ávallt sakna þín,
þinnar hlýju, nærveru og lífssýn.
En eins maður þorir að óska sér,
að afi tók brosandi á móti þér.
Þín barnabörn,
Viktor Már, Maríanna
Rún, Geirlaugur Árni,
Sveinbjörg Birna og
Birna Kristín.
Nú eru þið bæði farin. Þið vor-
uð svo ástrík, samrýmd og mínar
fyrirmyndir í svo mörgu. Mér
hefur verið sagt að þegar amma
var ung þá hafi hún verið sterk,
dugleg og góð – ég veit að þegar
hún var orðin gömul kona, þá var
hún ennþá sterk, dugleg og góð.
Minningarnar streyma fram og
sé ég fyrir mér ömmu syngjandi
með eitthvað á prónunum eða
bakandi. Ég kveð ömmu mína
með miklum söknuði og sorg í
hjarta. Ég er þakklátur fyrir það
veganesti sem hún færði mér
fyrir lífið. Þú átt alltaf stóran
stað í hjarta mínu, elsku amma
mín og mun ég aldrei gleyma
hvað ég átti góða ömmu.
Þú varst okkur amma svo undur góð
og eftirlést okkur dýran sjóð,
með bænum og blessun þinni.
Í barnsins hjarta var sæði sáð,
er síðan blómgast af Drottins náð,
sá ávöxtur geymist inni.
Við allt viljum þakka amma mín,
indælu og blíðu faðmlög þín,
þú vafðir oss vina armi.
Hjá vanga þínum var frið að fá
þá féllu tárin af votri brá,
við brostum hjá þínum barmi.
Við kveðjum þig elsku amma mín,
í upphæðum blessuð sólin skín,
þar englar þér vaka yfir.
Með kærleika ert þú kvödd í dag,
því komið er undir sólarlag,
en minningaljós þitt lifir.
Leiddu svo ömmu góði guð
í gleðinnar sælu lífsfögnuð,
við minningu munum geyma.
Sofðu svo amma sætt og rótt,
við segjum af hjarta góða nótt.
Það harma þig allir heima.
(Halldór Jónsson)
Þinn sonarsonur
Hörður.
Við vorum hræð þegar fregnir
bárust af því að hún Birna frænka
hefði kvatt þennan heim. Haldið í
sumarlandið til móts við Hörð,
stóru ástina sína og lífsförunaut.
Þannig var það, Birna og Hörður
ávallt nefnd í sömu andránni í
okkar fjölskyldu. Birna var syst-
urdóttir móður okkar, Leópold-
ínu Bjarnadóttur, og þræðirnir á
milli fjölskyldnanna sterkir.
Margar og ánægjulegar voru
heimsóknir okkar í Hólminn í fal-
lega húsið þeirra Harðar og síðar
í Kópavoginn eftir að þau fluttu
að vestan. Þau voru samhent,
bæði listræn og lagvirk og hvar-
vetna sköpuðu þau falleg heimili
og umgjörð fyrir drengina sína,
Bjarna, Lárus og Kristján. Birna
hélt heimili í Stykkishólmi um
árabil eftir að Hörður réðst til
starfa í Reykjavík. Hann fór á
þeim árum margar ferðir á milli
höfuðborgarinnar og Hólmsins. Á
stundum hafði hún áhyggjur af
ferðum hans, enda Kerlingar-
skarðið ekki árennilegt á dimm-
um og veðrasömum vetrarkvöld-
um.
Fjölskyldan var þeim allt.
Birna var sofin og vakin yfir vel-
ferð sonanna. Fylgdist grannt
með lífi, störfum og áhugamálum
þeirra og fjölskyldna þeirra.
Sýndi jafnan stolt nýjustu mynd-
irnar af barnabörnunum þegar
við sóttum þau heim. Þeirra miss-
ir er mikill, stórt tómarúm þar
sem áður var móðir sem var hluti
af tilveru þeirra og þau gátu leit-
að til eftir stuðningi og um-
hyggju.
Birna var mikil húsmóðir, bak-
aði bestu pönnukökurnar og góm-
sætustu kökurnar. Frá henni
kom uppskriftin af frægu „Trú-
mann-tertunni“. Súkkulaðikök-
unni með þykka kreminu, sem
mamma okkar bakaði pör af á
hverjum laugardegi á uppvaxtar-
árum okkar. Birna lagði glöð sitt
af mörkum þegar veislur í tilefn-
um af stórafmælum eða stúdents-
prófum voru haldnar á heimili
okkar á Nýbýlavegi.
Hún hafði yndi af hannyrðum.
Prjónaði og saumaði af vand-
virkni og natni. Fyrsta minning
Sigrúnar sem tengist Birnu er
einmitt af gjöf frá henni, rauðri
peysu með fallegum munstur-
bekk, sem hún hafði prjónað fyrir
fimm ára hnátu. Fyrir kom að
Hörður sniði fatnað eftir hug-
myndum Birnu, sem hún svo
saumaði.
Þegar foreldrar okkar byggðu
hús við Nýbýlaveg komu Birna og
Hörður oft við sögu. Lögðu línur
með mömmu og pabba. Birna
hafði unun af fögrum hlutum, hún
var útsjónarsöm og hugmynda-
rík. Hún lagði sitt til málanna og
Hörður hannaði og smíðaði. Inn-
réttingarnar í íbúðinni voru í senn
frumlegar og hagnýtar. Á árun-
Sigríður Birna
Lárusdóttir